Morgunblaðið - 11.06.1967, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.06.1967, Qupperneq 25
MORGUNESsAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNf 1967. ■7.1sas - ^ 25 — Konumar Frambald af bls. 12 ina „móðuharðindi manna- völdurn" og allur áróðurinn hef- ur síðan verið á þann veg að aetla mætti, að hér væri allt að fara á bólakiaf. Br þetta óskilj- anlegt, þegar hver og einn getur litið í eigin barm og í kringum sig, og sannfærzt um, að íslend- ingair bafa aldrei búið við betri lífskjör en í dag. Stjómarand- stæðingarnir treysta sér illa til l>ess að mótmæla þessu með öllu, en segja þá gjarna að góðu ár- ferði, aflabrögðum og hagstæðu verði á útflutningsvöru okkar Sé fyrir að þakka, þrátt fyrir alranga stjórnarstefnu. Mætti þá e. t. v. minna á, að á árum vinstri stjómarinnar voru afla- brögð góð, en þó hrökklaðisst sú stjórn frá við lítinn orðstír eftir 2% árn stjórnarsetu. fslenzka þjóðin hefur nú í nær 1100 ár búið í þessu landi en þrátt fyrir fengsæl fiskimið og gróðurmagn moldar bjó hún við sára fátækt öldum saman og svalt oft heilu og hálfu hungri. Var það vegna þess að hana skorti tæki og kunnáttu til þess að hagnýta sér gæði lands og sjávar, sem ávallt hafa verið harðsótt á landi okk- ar. Þá miklu framleiðsluaukn- ingu og þar með velmegun, sem einkennt hefur viðreisnartíma- bilið má einmitt að verulegu leyti þakka réttri stjórnarstefnu í efnahagsmálum, sem hefur gert það mögulegt að afla tækja og skapa aðstöðu til að hagnýta gæði landsins og fiskimiðanna langt umfram það, sem nokkurn tíman áður hefur þekkzt hér. Nægir að minna á þá miklu vél- væðingu landbúnaðarins, sem orðið hefur á þessu tímabili og tilkomu glæsilegs fiskiskipaflota sem búinn er fullkomnum nú- tímatækjum og hefur m.a. valdið gerbyltingu í síldveiðunum. Verð mætasköpunin á viðreisnartíma- bilinu hefur orðið stórbostlegri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Viðreisnin eins og vorblær. Ég tel ekki ofmælt þótt sagt sé, að viðreisnin hafi farið líkt og vorblær um íslenzkt athafna- líf, vorþeyr, sem smám saman bræddi klakabönd hafta og ó- stefnuyfirlýsingu hennar voru frelsis og leysti úr læðingi at- hafnaþrá og atorku einstakling- anna í þjóðfélaginu, en það hef- ur sýnt sig nú sem fyrr að með auknu frelsi fylgja auknar fmm- farir á öllum sviðum, en frelsi einstaklingsins til þess að fá að njóta sín og neyta krafta sinna, sjálfum sér og öðrum til bless- unar er einmitt uppistaðan í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Réttindum fylgja skyldur. Fjölmargar ungar konur ganga nú að kjörborðinu í fyrsta sinn. Við þær vildi ég segja: Þið lifið nú í þjóðfélagi, sem hefur tek- ið þvílíkum stökkbreytingum, að það er um margt gjörólíkt því sem var þegar ég og mínar jafn- öldrur, hvað þá þær okbar sem eldri eru, vorum að vaxa úr grasi. Tækifærin voru þá fá og fábreytt fyrir ungar stúlkur til þess að brjóta sér braut í líf- inu. Ég minnist þess t. d., að fyrsta árið mitt í Menntaskól- anum voru engar stúlkur í 6. bekk, en það mun raunar hafa verið seinasti stúlkulausi bekk- urinn í skólanum. Einmitt á þessu sviði, mennta- sviðinu hefur breytingin orðið mikil og ekki sízt að því leyti, að nú er það talið eins sjálf- sagt að mennta ungu stúlkumar og piltana. Þið bafið þannig hlot- ið á margan hátt betri aðstöðu til að mynda ykkur grundvaliaða skoðun á málefnum þess þjóðfé- lags sem þið lifið í, sem verður margbrotnara með hverju ári sem líður. En réttindum og menntun fylgja einnig skyldur og ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðr- um þegar velja á fúlltrúa til forystu í þjóðmálum. — Engum er eins erfitt og unga fólkinu, sem ólgar af at- hafnaþrá og bjartsýni að búa við höft og ofstjórn ríkisvaldsins. 11 síldarskip á leið til lands með affla Því veltur mikið á því, að þeir tugir þúsunda æskufólks í land- inu sem hefur öðlazt kosninga- rétt á viðreiisnartímabilinu geri sér þess grein, hvaða stjórnar- stefnu var horfið frá þegar við- reisnin hófst, geri sér grein fyr- ir stjómarháttum vinstri stjórn- arinnar. Sú stjórn var mynduð sumarið 1956. Aðal loforð í þau, að varnarliðið yrði látið fara úr landinu og alls herjarút- tekt yrði gerð á þjóðarbúinu, sem birt yrði almenningi og á grundvelli hennar myndi stjórn- in beita sér fyrir varanlegum úrræðum til úrbóta í efnahags- málum. Við stóru loforðin var þannig staðið, að eftir þrjá til fjóra mánuði var stjórnin búin að svíkja fyrra loforðið, úttektin mun að vísu hafa farið fram en hún kom aldrei fyrir augu almennings og úrræðin urðu nýjar álögur og skattar og þeg- ar stjórnin gaflst upp í des. 1958 var svo komið að gjaldeyrissjóð- ir voru tæmdir og lánstraustið út á við gersamlega þorrið svo að erlend lán voru hvergi fáan- leg. Haftakerfið var í algleym- ingi, vöruúrval í verzlunum tak- markað og svartamarkaðsbrask með vörur og gjaldeyri stóð með blóma. ER RI.AÐIÐ hafði samlband við loftskeytastöðina í Neskaup- stað um hádegi í gær, voru ell- efu síldarbátar á leið til lands með afla. Var afli einstakra báta frá 80 til 320 lestir. Skipin héldu til haifna á Austur- og Norðaust- urlandi. Þessi síld veiddist á tveimuar svæðum, 300 mílur og 380 mílux austur í hafi. KLÚBBURINN í BLÓMASAL TRÍÓ ELFARS RERG SÖNGKONA: MJÖLLIIIÍLM Borðpantanir í síma 35355. — OPIÐ TIL KL. 1 Matur framreiddur frá kl. 7 e.h. Gjaldeyrissjóðir í stað lausaskulda. Aðalviðfangsefni viðreisnar- stjórnarinnair voru þegar í upp- hafi þau að koma efnahagsmál- unum á heilbrigðan grundvöll og endurvekja lánstraustið út á við. Nú í dag á þjóðin gjaldeyris- varasjóð sem nemur nær 2 þús. millj. kr. og lánistraustið erlend- is er endurheimt. Má í því sam- bandi mirana á stórkostleg er- lend lán, sem fengizt hafa til Búrfellsvirkjunarinnar, sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef ekki hefðu slík lán fengizt. Heilbrigð fjármálastefna undir- staða allra framfara. Bfnahagsmálin eru eðlilega stöðugt viðfangsefni hverrar rík- igstjórnar en traustur efnahag- ur og heilbrigð fjármálastefna eru undirstaða allra framfara í þjóðfélaginu. Smám saman hef- ur tekizt að létta svo af höftum og bönnurn, að nú er ólíkt um að lítast í okkar þjóðfélagi og jafnframt hefur verið unnið að margvíslegum framfaramálum öðrum. Samstarfið í viðreisnarstjórn- inni hefur staðið í nærri tvö kjörtímabil. Það sam- starf hefur verið snurðuminna og með meiri heilindum en áður hefur þekkzt hér. Þó hefur stjórnarstefnan eðlilega mótazt af því, að þar er um að ræða samstarf tveggja flokka, sem í grundvallaratriðum eru frá- brugðnir, því að það megum við hafa í huga, að Alþýðuflokk- urinn er sósíalískur flokkur. Því sterkari sem Sjálfstæðis- flokkurinn kemur úr þessum kotsningum, þvi betri aðstöðu hefur hann til að koma fram stefnu sinni í landsmálum, stefnu einkaframtaks og frjálsræðis, og að því skulum við alltaf vinna. Ég heiti á konur í Reykjavík — og raunar um land allt að liggja ekki á liði sínu í dag, heldur fylkja sér um Sjálfstæð- iisflokkinn. Hljómsveit Guðjóns Pálssonar Söngkona: Didda Sveins. Kvöldverður framreiddur frá kl. 6. Sími 19636. Dansað til kl. 1. HÓTEL BORG XXXXXXXXX SÖNGUR OG STEMNING FYRIR ALLA. Opið í kvöld til kl. 1. Fjölbreyttur matseðill allan daginn alla daga. Haukur Morthens M Rishop OG HLJÓMSVEIT ★ HINN HEIMSFRÆGI SKEMMTA SÖNGVARI GRAV LAX—VÍ Kl NGASV ERÐ--HOLTSV AGN Þetta og margt fleira eru sérréttir sem sem einungis Hótel Holt býður upp á. BWS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.