Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1967. jtfornu- ólzipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON er fyrir nálega einni öld síðan hefði gert bráðabirgðar athug- un á sólkerfi þessu, hafa talið að þar mundi vera um haettur nokkrar að ræða. „Vitum við ekki 1 hverju þær felast, en munum nú gera gangskör að því að kanna jarðstjörnuna vel og vandlega“. Að þessu sinni fóru einnig margir diskar niður í gufuhvolf- ið. Var það samansett á venju- legan hátt, en þegar komið var 1 fimmtíu þúsund feta hæð, var það auðugt af súrefni og heil- næmt mönnum. Ómar Holt og Miro Kama voru á diski þeim er Lenai Dorma stýrði, og sátu þeir við firrðsjána, ásamt þrem vísinda- mönnum. Var unaðslegt niður að líta, því að þetta var hlý og gróðursæl jörð með stórkost- legri náttúrufegurð hvarvetna. Fjöll voru yfirleitt lægri en á Jörðinni, en klettótt og hring- mynduð. í hömrunum glóðu belti og syllur víða eins og þar væri fullt af gulli og eðalstein- um. Byggð var furðu strjál, en þó mikið af fremur litlum borg- um, er virtust samanstanda af stráþöktum einbýlishúsum, og voru stór torg um miðbik. þeirra. En sumstaðar í fjöllunum voru kastalar miklir, af grjóti gerðir, og var oft illt að greina þá frá klettaborgum og hamrahæðum. Dýralíf var mikið, og sýndist það alli lifa í friði hvað við ann- að. Það sem mesta athygli vakti voru gríðarstórir fuglar, er flugu um loftið eftir ákveðnum leiðum, að því er virtist, og sátu mannverur á baki þeirra. Vegir lágu milli þorpanna, og voru þar farartæki á ferð, klunnaleg nokkuð, og dregin af stórum skepnum. Fylgdust alloft með þeim hópar gangandi fólks. Flugu þeir nú allvíða yfir hnöttinn, sem var nokkru stærri en Jörðin, og hafði landflæmi miklu meira. Var allsstaðar það sama að sjá: frumstæðar borgir, grjótkastala, hringmynduð fjöll og grunna dali, en þurrlendi allt vafið í gróðri. Loks var ákveðið að lenda á torgi einu, í borg þeirri er þeir fundu víð- áttumesta, og var hún ekki öllu stærri en Hafnarfjörður. Þeir svifu nokkra hringi yfir borginni, en liðu síðan hægt nið- ur á torgið. Þar var mannfátt í fyrstu, en brátt streymdi að múgur og margmenni. Var þá settur upp ósýnilegur vamamúr kringum diskana, en hann var þeirrar náttúru að engin gat komizt í gegnum hann að utan, nema hafa tæki nokkurt, er til þess var gert. Urðu borgarbúar forviða mjög er þeir ráku sig á tálma þennan, er var fastur fyr- ir sem stál, en varð þó ekki séð- ur. Geimfararnir stigu nú út úr diskunum og tóku að virða fyrir sér Hnattbúana. Þetta var smá- vaxið fólk, konur um fimm fet KORKIDJAIM HITAfÆKI Kynnið yður kosti CORIItlTHiAlU stálofna Fjórar hæðir Tóll lengdir Einialdir Tvöfaldir Korkiðjan h.f., Skúlagötu 57, Rvík. Gjörið svo vel og sendið mér upplýsingar um CORINTHAIAN stálofna. NAFN: . HEIMILI: SÍMI: ... COPPERAD HITATÆKI á hæð, en karlmennirnir minni og pervisalegri, fæstir hærri en öðru leyti frábrugðið venjuleg- öðru leyi frábrugðið venjuleg- um mönnum; það var svipfall- egt, andlitsfrítt, og samsvaraði sér vel, hörundsliturinn nánast gullinn og hárið gulrautt. Það *elfur Laugavegi 3® Skólavörðust. 13 Rýmingarsala Seljum svefnbekki með niðursettu verði og divana mjög þægilega fyrir sumarbústaði. Gott verð. Verzlunin HÚSMUNIR Hverfisgötu 82 — Sími 13655. Sumarhattar Fallegir 17. júní hattar fyrir telpur. Margar gerðir. — Margir litir. Verð kr. 149.- Miklatorgi, Lækjargötu 4. Barnafatnaður í glæsilegu úrvali. Þýzku drengjahattarnir komnir. Einnig enskar sokfcabuxur, þýzkir sport- sokkar, hollenzkir blazer- jakkar, kjóiar o. fl. Framreiðslumenn Óskum eftir að ráða framreiðslumenn á næstunni. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins út um land, og skulu um- sóknir berast ráðningardeild félagsins, Reykja- víkurflugvelli. Upplýsingar ekki veittar í síma. Hollenzkar sumarkápur stór sending. — Aðeins 1—2 kápur af gerð. KAPAN HF. Laugavegi 35, sími 14278. EINFALDIR OG TVÖFALDIR MEÐ OG ÁN HLIÐARPLÖTU MEÐ BORÐ- FESTINGUM. 16 GERÐIR OG STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. DÖNSK ÚRVALSFRAMLEIÐSLA ÚR KROMNIKKEL STÁLI. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.