Morgunblaðið - 20.06.1967, Side 15
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1967.
15
36 meyjar luku í vor prófi frá
Kvennaskólanum á Blönduósi
UM síðustu mánaðamót var
kvennaskólanum á Blönduósi
slitið. Daginn áður var handa-
vinnusýning nemenda. Fjöl-
menni var á sýningunni og einn-
ig við skólaslit.
Skólinn hefur nú starfað í 88
ár. Að þessu sinni lufcu 36 náms
rnieyjar prófi, fen,gu 4 þeirra
ágætiseinkunn. Sigrún Sigurðar-
dóttir Hafursstöðum hlaut hæsta
eink. 9,29. Aðalheiður Ingvars-
dóttir, Eyjólfsstöðum 9,18. Ás-
rún Ólafsdóttir, Sveinsstöðum og
Magnhiildur Baldursdóttir, Hóla-
baki fengu 9 í aðaleink. Allar
þessar stúlfcur fengu viðurkenn-
ingu frá skólanum.
Verðlaun voru einnig veitt úr
sjóði Margrétar Jónsdóttur frá
Spónsgerði, fyrrum handavinnu-
kennara. Guðrún Brynjólfsdótt-
ir Hvammsgerði í Vopnafirði
hlaut þau fyrir óvenjufallegt
handbragð. Þá var Önnu K.
Guðnadóttur, Engjabakka við
Eskifjörð, veitt viðurkenning
fyrir sérlega mikila ástundun og
iðni.
Heilsufar f skólanum var al-
mennt mjög gott og félagslíf
með talsverðum blórna. — Kvöld
vökur og spilavöld voru um
heilgar, sem sfcemmtinefnd skól-
ans sá um hverju sinni. Allur
kostnaður við skólaveruna var
að meðaltali tæp 17 þúsund krón
ur yfir námstímann, er þá allt
talið sem greitt er til skólans.
Fæðisgjald var um 58.50 kr. á
dag.
Kennarar voru þeir sömu og í
fyrra og sömuleiðis prófdómar-
ar, nema í vefnaði var Benny
Sigurðardóttir í stað Sólveigar
Arnórsdóttur og Aðalbjörg
Ingvarsdóttir dæmdi handa-
vinnuna f stað Sólveigar B.
Sövík. Stjórnskipaður prófdóm-
ari er áém fyrr sr. Pétur
Ingjaldssoh á Höskuldsstöðum.
Flutti hann ræðu við skólaslit.
Nemendahópar frá fyrri árum
heimsóttu skólahn bæði sýningar
daginn og daginrt sem skóia var
slitið. Það var bjart yfir Húna-
þingi þann dag, sód úti og inni.
Gömlurn nemendum var fagnað
og glöð andlit sáust hvarvetna.
Það var svo gaman að hittast
eftir mörg ár og rifja upp gaml-
ar minningar Margt hafði breytzt
tffl. bóta, en margar höfðu slitnað
úr hópnum, sem söknuður var
að. — Við skólasilit fluttu gaml-
ar námsmeyjar skólanum hlýjar
kveðjur og árnaðaróskir jafn-
framt þvi, sem þær færðu hon-
um dýrmætar gjafir. Frú Ingi-
björg Stefánsdóttir ljósmóðir
hafði orð fyrir 40 ára nemend-
um og afhenti skólanum klukku
til minningar um Kristjönu Pét-
ursdóttur, er var forstöðukona
við skólann fyrir 40 árum.
Frú Björg Steindórsdóttir
Akureyri talaði fyrir 34. ára
nemendur og færði skólanum
peningagjöf frá þeim árgangi. —
Frú Sigríður Sigurðardóttir,
Hólabaki mælti fyrir 30 ára
nemendum og afhenti skólanum
fjölritara og peningagjöf. PVrir
25 ára nemendur talaði frú Ásta
Hansen, Svaðastöðum og færði
skólanum öll ritverfc Halldórs
Laxness. 20 ára nemendur gátu
því miður efcki verið við sfcóda-
sli't, en hópur þeirra kom á sýn-
inguna og afhentu forstöðukonu
peningagjöf, sem átti að renna í
Elínarsjóð til minningar um
látnar skólasystur. Frú Jórunn
Þórarinsdóttir, Rvík. flutti kveðj
ur 15 ára nemenda og færði pen-
ingagjöf. Að lokum mælti frú
Sigurbjörg Guðmundsdóttir fyr-
ir 10 ára nem. og afhenti skól-
anum 4 grililofna. Guðm. Jóns-
son garðyrkjumaður talaði nokk
ur orð og gaf peningaupphæð í
Elínarsjóð og Listaverkasjóð
skólans.
Eftir að forstöðukonu hafði
slitið skóla og kvatt nemendur
og kennara með þakklæti fyrir
samveruna á skólaárinu, þakkað
kærkomnar heimsóknir og góðar
gjafir, tók form. skólaráðs, Sig-
urður Þorbjörnsson, Geitaskarði,
til máls og þakkaði hlýhug og
gjafir til skólans. — ÖHum við-
stöddum var veitt kaffi á eftir
M iimingabók
— og gjafir
í TENGSLUM við minnismerki
sjómanna á Akranesi, sem af-
hjúpað var á sjómannadaginn,
28. maí sL, verður gerð bók, er
geymi nöfn allra þeirra sjó-
manna af Akranesi og nágrenni,
sem drukknað hafa fyrr og síð-
ar, og vitað er um. Skráð verða
í bókina æviatriði þeirra með
mynd af þeim, sem tiíl eru og
urrnt verður að fá. Verður bók-
in varðveitt á opinberum stað,
henni samboðnum, þaT sem al-
menn'ngi gefst kostur á að
skoða hana, þeim, er þess óska.
— Nefnd minnismerkis sjóm.anna
á Akranesi, sem starfað hefur
undanfarin ár, ákvað á fundi
fyrir nokkru, að halda hópinn
um sinn, meðan unnið verður
að þessari minningabók. Hefur
nefndin leitað til Ara Gíslason-
ar, fræðimanns á Akranesi, um
aðstoð við samantekt bókarinn-
ar, og mun hann vinna verkið
að miklum hluta.
Það eru vinsamleg tilmæli
nefndarinnar til fólks, að það
ljái þessu máli stuðning, m.a.
með því að lána myndir til eftir-
töku af þeim, sem bókin er
helguð. Skráð verði nafn þess,
sem myndin er af, á bakhlið
hennar og upplýsingar, sem
hægt er að koma þar fyrir. Vin-
samlegast komið myndunum til
Ara Gíslasonar, Vesturgötu 138
(sími: 1627), eða sóknarprests-
ins á Akranesi, séra Jóns M.
Guðjónssonar. — Þeir, sem hafa
hug að gefa minningargjafir um
látna sjómenn, geta snúið sér til
sóknarprestsins með þær.
Minnismerkisnefndin.
Gjafir.
Á sjómannadaginn, 28. maí,
bárust gjafir í tilefni afhjúpun-
ar minnismerkis sjómanna á
Akranesi, kr. 10 þús. og kr. 7
þús. frá tvennum hjónum á
Akranesi, kr. 1 þús. frá Magn-
úsi Kristóferssyni frá Götuhús-
um á Akranesi. Þá afhenti Helgi
S. Eyjólfsson, sem lengi hefur
verið formaður Átthagafélags
Akurnesinga í Reykjavík. mér
sparisjóðsbók með um 20 þús.
krónum frá félögum átthaga-
félagsins. — Átthagafélag Akur-
nesinga í Reykjavík hefur frá
upphafi sýnt minnismerkismál-
inu mikinn skilning og stuðning
og hefur átt tvo fuliltrúa í minn-
ismerkisnefndinni. Ræktarsemi
félaganna í þessu máli, og öðr-
um, er varða æskustöðvar þeirra
hér efra, ber að þakka af alhug.
Vissulega hafa þeir verið mörg-
um til fyrirmyndar. — Þessu
fé mun verða varið til að kosta
samantekt og umbúnað minn-
ingabókar um drukknaða sjó-
menn af Akranesi og nágrenni.
Jón M. Guðjónsson
skólaslitum. Um kvöldið fóru
kennarar Og nemendur í
skemmtiferð inn í Vatnsdal og
út að Þingeyrakirkju í geislandi
kvöildsól.
MikiU hugur er nú í Húnvetn-
ingum um skólamál og er þegar
byrjað á miiklum endurbótum
við kvennaskólann. Tveir kenn-
arabústaðir eru fullbúnir og í
sumar er ákveðið að byggja
geymslur og kyndistöð fyrir
skólahverfið. Skipuiag skóla-lóð-
ar og allar teikningai húsa hafa
þau innt að höndum arkitektarn-
ir Guðrún Ó. Jónsdóttir frá
Þingeyrum og Knud Jeppesen.
Verktakar — einstaklingar
Massey Ferguson
- gröfur
• jarðýtur
Höfum ávallt hinar fjölhæfu Massey Ferguson
gröfur og litlar ýtur til leigu, í minni eða stærri
verk. Tíma- eða ákvæðisvinnu. Vanir menn vinna
verkin.
Upplýsingar í síma 31433. Heimasími 32160.
Þoskanet frá Kína
Ótrúlega lágt verð. — Pantið tímanlegan.
Pétur O. Nikulásson
Vesturgötu 39 — Símar 20110—22650.
Suðurnesjamenn
Sumarleyfið:
2ja, 3ja, 4ra 5 og 6 manna tjöld
Hústjöld
Tjaldhælar
T j aldy f irbreiðslur
Svefnpokar, margar gerðir
Svefnpokahlífar
Gassuðutæki
Gashylki
Gaslugtir
Vindsængur margar gerðir
með árs ábyrgð
Pumpur
Tjaldborð og stólar
Sólstólar
Sólskýli
Sóltjöld
Kælitöskur
Picnictöskur 2ja — 4ra og 6 m.
Ferðatöskur
íþróttatöskur Í.B.K.
Handtöskur
Bakpokar
Værðarvoðir
Koddar
Ferðaútvörp
Ferðasegulbönd
Ferðaplötuspilarar
Plötualbúm og hljómplötur
Kvikmyndatökuvélar
Myndavélar
Allar stærðir af filmum
Framköllun
Badmintonsett
Tennissett
Tenniskúlur
Badmintonflugur
Fótboltar
Sundkútar
Sundboltar
Sólgleraugu
Sólkrem flestar gerðir
Sólarolíur
Pappadiskar
Pappamál
Plasthnífapör
Plastílát margar gerðir
Hitabrúsar allar stærðir
Veiðistengur, dýrar og ódýrar
Veiðihjól, spúnar, girni og flugur
Allt annað í veiðiferðina.
ATHUGIÐ: AFBORGUNARSKILMÁLAR Á ÖLLUM MEIRI
HÁTTAR INNKAUPUM.
Kyndill — Keflavík
NÚ GETA ALLIR EIGNAZT TEPPI. ENGIN ÚTBORGUN,
AÐEINS JAFNAR MÁNAÐARL EGAR AFBORGANIR.
SENDUM HVERT SEM ER, ÓKEYPIS KOSTNAÐARÁÆTLUN.
Kyndill — Keflavík
LAGERPLÁSS ÓSKAST, HELZ T VIÐ HAFNARGÖTU.
Kyndill — Keflavík