Morgunblaðið - 20.06.1967, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1967.
23
Þuríður Sæmundssen
Blönduósi - Minning
r. 1. 5. 1894. — D. 27. 5. 1967.
É G minnist frú Þuríðar Sæ-
mundsen æbíð sem hinnar þrótt-
miklu skörungskonu, sem hélt
hiverju góð>u málefni til streitu
unz sigur var unninn.
Fyrstu kynni mín af frú
Þuríði var veturinn 1943—4 er
ég var fengin til að halda sauma
niámskeið á vegum Kvenfélags-
ins „Vaka“ á Blönóuósi. En for-
maður þess félags var þá frú
Þuríður. Hún kom þar fram sem
mikilhætf kærleiksrík kona, sem
vildi að mér liði vel, en jatfn-
tframt að námsstúlkur hefðu sem
mest not atf tímanum og kennsl-
unni. Ég sat á mörgum fundum
S.A.H.K. sem fúlltrúi fyrir kven
félagið okkar hér, þar hafði frú
Þuríður forustu um margra ára
bil. í því formannsstarfi reynd-
ist hún hinn góði fyrirliði. Með
röfcföstum orðum sagði hún fyr-
ir verkum en einnig af skilningi
og kærleika.
Frú Þuríður var gædd miklum
hætfileikum sem hún beitti ætíð
til góðs fyrir menn og málefni.
Hún var mikil trúkona, sem
leitandi til alföðursins góða i
andstreymi lifsins og þakkaði í
gleðinni algæsku Guðs og náð.
Frú Þuríður var gift Edvald
Sæmundsen, kaupm. á Blöndu-
ósi. Eftir örfárra ára sambúð
þeirra hjóna var hann burtkall-
aður af þessari jörðu, hafði þá
liðið mikil veikindi. Þegar útséð
var um það að Edvald Sæmund-
sen fengi lækningu hér á landi
fór hann til Kaupmannahafnar,
þar sem hann lagðist á sjúfcra-
hús. En hann átti ekki aítur-
kværnt þaðan lifandi. Þannig eru
oft vegir Drottins óskaplegir.
Frú Þuríður sótti mann sinn til
Kaupmannahafnar, liðið lík.
Margur myndi hafa bugazt í
sliíkri raun, en frú Þuríður lét
ekki bifast í þessum þunga
straumi mótlætis. Hún trúði á
bjarg aldanna, Jesús Krist. Hann
var hennar leiðarljós.
Þegar frú Þuríður varð að sjá
á bak Edvald manni sínum hafði
þeim orðið þriggja barna auðið,
Framhald á bls. 18.
Þórhallur Jóhanns-
son — Minningarorð
F. 19. des. 1888. D. 18. mai 1967.
HANN vax fæddur að Orma-
stöðum í Fellum á Fljótsdals-
héraði. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Björg Eiríksdótt
ir og Jóhann Fr. Hallgrímsson,
smiður.
Þórhallur missti ungur for-
eldra sína, en tfór í fóstur að
Finnsstöðum 1 Eiðaþingá, til
sæmdanhjónanna Árna Jónsson-
Sigurveigar Guttormsdóttur og
var hjá þeim til fullorðinsára,
esa fósturfaðir hans lézt árið
1912.
Þórhallur ólst upp á menning-
adheimili og mat ætíð mikils
fósturforeldra sína og skyld-
menni þeirra. Hann hélt órofa-
tryggð við fornar slóðir og leit-
aði hugur hans ocft þangað, enda
fór han þangað margar ferðir
hin síðari ár, þegar grös voru
1 fullum blóma, og dvaldi þá á
Finnsstöðuim hjá vinum og
kunningjum.
Þegar Þórihallur var 24 ára fór
hann alfarinn frá Finnsstöðum
og dvaldi eftir það á ýmsum
stöðum meðal annars í Dan-
mörku, en hann var þar nokfcur
ár sér til lækninga.
Um 1930 settist hann að hér i
Reyfcjavík og hóf búskap á ’ítt
ræktuðu landi, sem hann breytti
1 gróðursæl tún. Við búskap
fékkst hann óslitið upp frá því,
að vísu í smáum stíl hin síðari
ár eftir að allt ræktað land var
frá honum tekið undir nýbygg-
ingar.
Árið 1931 kvæntist Þórhallur
etftirlifandi eiginfconu sinni, Að-
alheiði Albertsdóttur af merkum
borgfirzkum bændaættum,
greindri og góðri konu, sem var
honum ómetanleg stoð og stytta
í lífinu. Sambúð þeirra var eins
og bezt verður á kosið. Þau eign
uðust tvær dætur: Ragnheiði,
sem búsett er í Bandaríkjunum,
gifit Earle Moss, umsjónarmanni
í bandaríska flughernum, og
Hjördísi, sem er gift Guðmundi
Magnússyni frá Vestmannaeyj-
um, blikksmið í Reykjavík.
Eins og áður er að vikið var
Þórhallur bóndi alla ævi og
hefði sjálfur kosið að búa á
góðri jörð í sveit, þar sem land-
rými væri nóg. Hann hafði alltaf
yndi af gróðri jarðar o.g hafði
gaman af skepnum og vildi láta
þeim líða vel, enda var fénaður
hans ævinlega vel fóðraður. Allt
fram á síðustu ár hafði hann
fullan hug á því að flytja burt af
þverrandi landrými hér í Reykja
vík á gott sveitabýli.
Hans síðasta verk var að
huga að nokkrum kindum, sem
hann átti á túni suður í Foss-
vogi, er hann var skyndilega
buntkallaður úr þessum heimi.
Þórhallur var fátækur mestan
hluta ævi sinnar, en reyndi æv-
inlega að sjá fótum sínum for-
ráð, enda aðgætinn í fjármálum
að eðlisfari og vildi alltaf standa
á eigin fótum eins og flestir
þeir, sem ól'ust upp í fátækt og
alsleysi um og eftir síðust.u alda
mót. Hin síðari ár var fjárhag-
ur hans mun betri.
Sá, sem þessar línur ritar,
kynntist Þórhalli ekki fyrr en
fyrir 10 árum síðan, en þau
kynni eru mér minnisstæð. Þór-
hallur var ágætur heim að sækja
kátur og fjörugur í samræðum
og hafði ævinlega frá mörgu að
segja og gat þá stundum verið
glettinn í tilsvörum. Bæði voru
þau hjónin sérstaklega gestris-
in og veitingar ekki sparaðar,
ef gest bar að garði. Sjálfur var
Þórhallur hrókur alls fagnaðar
í samkvæmum.
Ég votta eftirlifandi eigin-
konu hans, dætrum og öðru
sfcylduliði samúð mína. Blessuð
sé minning hans.
Magnús Sveinsson.
S. Helgason hf.
SÍMI 36177
Súðarvogi 20
CUDO
SUMARLEYFI
Verksmiðja vor verður lokuð vegna sumarleyfa frá
31. júlí til 14. ágúst n.k.
Athygli viðskiptavina vorra skal vakin á því, að
engin afgreiðsla getur farið fram á þeim tíma.
Skrifstofan mun þó verða opin, og veitir hún pönt-
unum móttöku.
CUDOGLER HF.
Skúlagötu 26, símar 12056—20456.
H AMPPLOTUR-HljSG AG NASPÚNN
Höfum nú fyrirliggjandi:
hampplötur, húsgagnaspón margar tegundir, TRYSIL
veggþiljur, einangrunarplast.
Harðvið teak, birki, beyki, eik o g yang.
Olíusoðið harðtex.
Væntanlegt: Viropan þiljukrossviður á aðeins kr. 160.00 pr. ferm.
Ásbjörn Ólafsson hf.
Vöruafgreiðsla: Skeifunni 8.
E VINRUDE
UTANBORÐS HREYFLAR
SPORTVEIDIMENN VEIDIBÆNDUR
LIGHTWIN 3 hö.
3ja ha. hreyfili, mjögiétturog
þægilegur. Tilvalinn á grunn-
um vötnum.
HÖfum einnig fyrir sport-
veiðimanninn ANGLER 5,
sem er 5 hö., léttur en kraft-
mikill.
SPORTWIN 914 hö.
KraftmikiII, hljóðlítill og
léttur miðað við orku.
Sérstaklega spameytinn og
þægilegur í meðförum.
ITGERDARMENN
FASTWIN
rétta tegundin fyrir
báta með þungan farm
og fyrir vatriaskíðaíþrótt.
Kjörinn á hjálparbáta
á síldveiðum.
Höfum einnig BIG TWIN 40,
sem er afar þægilegur á ýmis
konar sjóferðum.
ALDREIBETRIEN NU
Evinrude utanborðshreyflarnir hafa verið framleiddir
samfleytt í 59 ár — einkunnarorðin eru og hafa verið
NÁKVÆMNI og KRAFTUR.
Þér fáið það bezta út úr bátnum, því að það bezta
hefur verið lagt í hreyfilinn.
ALLAR UPPLtSINGAR
I SÍMA 38000, EÐA
I VERZLUN VORRI
LAUGAVEGI 178