Morgunblaðið - 20.06.1967, Page 30
30
MORÖUNÖLÁÐie, í-RIÐJubÁGÚk 2Ö. J'ÚNf 1967.
Akureyringar höfðu yfir-
burði gegn KR og unnu 3:1
IMáðu með því í sin fyrstu slig
AKUREYRINGAR hristu nú
lokksins af sér slenið og upp-
skáru sín fyrstu stig í 1. deild
er þeir á sunnudag sigruðu lið
KR með 3 mörkum gegn 1. Var
sigur Akureyringa fyllilega verð
skuldaður og má hreina óheppni
kalla að þeir skuli ekki hafa
fengið stig í keppninni fyrr. Ak-
ureyringarnir voru betra liðið
allan tímann, en KR-ingar sóttu
þó allfast um skeið í síðari hálf
leik þó mark Akureyringa kæm-
ist sjaldan í mikla hættu.
r- «^»
! Landslið-
ið utan !
í DAG heldur landslið ís-
lands í knattspyrnu utan til
Spánar þar sem það á fimantu
daginn kl. 5 eftir ísl. tíma,
leikur síðari leikinn við Spán
verja. Sker sá leikur úr um
það hvort liðið heldur áfram
í undankeppninni og mætír
ítölum — og hvort er úr leik.
ísl. liðsmennirnir 14 að tölu
ásamt Björgvin Schram,
form. KSÍ, Jóni Magnússyni
úr stjórn KSÍ, Sæmundi
Gíslasyni úr landsliðsnefnd
og Reyni Karlssyni þjálfara,
halda utan í dag kl. 10. Liðið
heldur áfram til Madrid í dag
o>g á samkv. áætlun að lenda
í Madrid eftir miðnætti. Lexk
urinn er á fimmtudag en
heim halda liðsmenn á laug-
ardag, með millilendingu í
J^ondon.
7. deild
Sfaðan
i 1. deild er nú þessi:
Valur 4
Fram 3
KR 3
Keflavík 4
Akureyri 4
Akranes 4
3 10
2 10
2 0 1
2 0 2
10 3
0 0 4
5— 4
3—4
6— 7
3—8
7
5
4
4
2
0
Næstu leikir:
Fram—ÍBK 27. júní á Laug-
ardalsvelli.
Akureyri—Akranes á Akur-
eyri 27. júní.
í>að liðu ekki nema 10 mín
þar til KR-ingar sáu á eftir
knettinum í mark sitt í fyrsta
sinn. Steingrímur Björnsson og
Ársæll miðvörður háðu kapp-
hlaup um knöttinn. Steingrímur
hafði betur en fór þó ónettum
tökum um Ársæl. Kom hann
knettinum fyrir markið þar sem
Skúli stóð án gæz-lu, og fékk
hann ráðrúm til að leggja knött-
inn fyrir sig og skora örugglega.
Fimm mínútum síðar var enn
stórhætta við KR-markið, en
Guðmundi tókst að slá í horn
sekúndubroti áður en Kára tæk
izt að skalla að marki.
Eftir 28 mín leik skora Akur-
eyringar annað mark sitt. Urðu
þó á undan þrívegis mistök í
varnarleik KR, en Kári kom
knettinum fyrir utan af kanti og
Skúli fékk skorað af stuttu færi
mjög laglega.
Á síðustu mínútum hálfleiks-
ins náðu KR-ingar að minnka
bilið. Urðu þar reyndar mistök
hjá varnarmönnum Akureyringa
og fór sending Baldvins fram
miðjan völlinn við fætur þeirra
unz hún hafnaði hjá Gunnari
Felixsyni, sem skoraði með lausu
en hnitmiðuðu skoti.
Síðari hálfleikur var ekki
nema 5 min gamall er loka-
markið kom. Kári átti heiður-
inn af því einn, lék á varnar-
menn og síðast Guðmund mark-
vörð laglega og örugglega.
Fleiri urðu mörkin ekki en
nokkur góð færi komu og mátti
Guðmundur í marki KR hafa sig
allan við og hefur ekki í öðrum
leik þessa árs haft jafn mikið að
gera. Það var stúdentsgjöf Ak-
ureyringa honum til handa.
Akureyringar réðu gangi leiks
ins lengst af. Var samleikur
þeirra á stundum mjög góður
og báru af miðjutríósmennirnir,
Skúli Ágústsson, Kári og Stein-
grímur Björnsson, sem gerði
vörn KR marga skráveifuna með
hraða sínum og yfirferð. Skúla
skortir hraða en enginn leikur
honum betur þegar knötturinn
er ekki nærri, en þá kemur
Skúli sér í góða aðstöðu — eins
og bar góðan ávöxt nú.
Jón Stefánsson í vörninni átti
og mjög góðan leik og sama má
segja um Samúel í markinu.
KR-liðið var kveðið í kútinn,
enda dauft yfir liðinu og aldrei
sást slíkur eldkraftur sem ein-
kennt hefur leik liðsins að und-
anförnu.
Hannes Sigurðsson dæmdi vel.
—A. St.
Guðmundur Hermannsson
— bezta afrekið
Þorsteinn Þorsteinsson
— gott hlaup í slæmu veðri
Guðmundur Hermannsson vann
forsetabikar 17. júní mótsins
Veðtir spsllti mjög árangri keppenda
GUÐMUNDUR Hermannsson,
KR, hlýtur bikar þann sem for-
seti fslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, gaf á tíu ára afmæli ís-
lenzka lýðveldisins og veittur er
þeim íþróttamanni er bezt afrek
vinnur á þjóðhátíðarmóti. Hlýt-
ur Guðmundur bikarinn fyrir af
rek sitt í kúluvarpi 17,17 metra.
Tvö næst heztu afrekin voru 400
metra hlaup Þorsteins Þorsteins-
sonar, KR, 49,7 sek., og sleggju-
kast Jóns Magnússonar, ÍR,
51,20 m.
Annars kom slæmt keppnis-
veður í veg fyrir að góður
árangur næðist 17. júní, og varð
m.a. að fella niður keppni í há-
stökki, en vissulega hefði Jón
Þ. Ólafsson átt möguleika á að
vinna það afrek í þeirri grein
að nægt hefði til bikarsins.
Skemmtilegasta keppni móts-
ins að þessu sinni var í 800 m
hlaupi, en þar áttust við þeir
Halldór Guðbjörnsson og Þor-
steinn Þorsteinsson. Þorstein.n
tók forustu í upphafi hlaupsins
og hélt henni allan fyrri hring-
inn, en þá tók Halldór við og
hélt forustu þar til á síðustu
beyjunni, að Þorsteinn hóf enda
sprett sem Halldór átti ekki svar
við að þessu sinni. Tími Þor-
steins var 1:58,8 mín, en Halldór
hljóp á 2:00,3 mín. Þriðji í hlaup
inu varð Þórarinn Arnórsson,
ÍR, er hljóp á 2:06,9 mín.
Þá var einnig all skemimtileg
keppni í 400 m grindahlaupinu,
en í þeirri grein sigraði, nokkuð
á óvænt Trauisti Sveinbjörns-
son, FH, eftir að Helgi Hólm, ÍR,
hafði haft forystu fram á síð-
ustu grind. Trausti er ster.kur og
skemmtilegur hlaupari, sem ef-
laust lætur ekki staðar numið
við svo búið. Tími hans var 60.6
sek, en Helga 61,6 sek. Trausti
sigraði ennfremur í 100 m hlaup
inu á 12,7 sek. Annar í grein-
inni varð Einar Hjaltason, Á, á
12,8 sek. í stangarstökki sigraðl
Páll Eiríksson, KR, stökk 3,50
m og Hreiðar Júlíusson, KR,
varð annar stökk sömu hæð.
Sem fyrr segir sigiraði Guð-
mundur Hermannsson í kiúlu-
varpi með 17,17 metra kaisti, Er-
lendur Valdimarsson varð ann-
ar, kastaði 14,76 metr., og Arnap
Guðmundsson þriðji kastaði 13.97
metr.
í 100 metra hlaupi drengja sigr
aði Ævar Guðmundisison, FH, á
13,5 sek., annar varð Finnbjörn
Finnibjörnsison, ÍR, á sama tíma.
í 100 metra hlaupi kivenna sigr-
aði Guðný Eiríksdótitir, KR, á
16,4 sek., og Bergþóra Jónsdótt-
ir, ÍR, varð önnur á 16,0 seik. 1
4x100 metra boðhlaupi sveina
sigraði sveit KR á 51,4 sek., og
í sömu grein karla sigraði s<veit
Ármanns á 48,6 sek.
stjl.
Boltinn small \ sföngum
og Valur vann ÍBK 2-0
íslandsmeistiarar Vals glímdu
við Keflvíkinga á sunnudags-
kvöidið á Njarðvíkurvellinum
og héldu heim með tvö dýr-
mæt stig í pokahominu.
Leikurinn einkenndist fyrst og I Valsmönum heimsóknima
fremst að hinum mörgu og mis- tveim „bilLegum“ mörkum.
með
notuðu tækifærum, óheppni við
mark andstæðinganna og gest-
risni Keflvíkinga, sem þökkuðu
Valur átti frumkvæðið fyrstu
mínúturnar og var Hermann að-
aldriffjöðrin í sókn Vals og ógn-
mfmmsm
j, . v. ■ " ■' 'xrwmw' xc-v ^ .v
j Annað mark Skúla Ágústssonar, (annar frá hægri), sem Guðmundur réði ekki við.
aði Keflavíkurmarkinu hvað eðt
ir annað.
Á 8. mín. fékk ÍBK sitt fyrsta
tækifæri, en Jón Ólafur var i
skotfæri fyrir opnu marki, en
var of svifaseinn og Valsmenn
hirtu knöttinn.
Valsafar náðu smiásaman yf-
irráðum á miðjunni og á 20 mín.
skallaði Sigiurður Jónsson á
markið, eftir hornspyrnu, en
Guðni Kjartansson bjargaði með
því að stökkva upp og skalla út
úr markhorninu. Þar skall huirð
nærri hælum.
Gunnlaugur Hjálmarsson
varði stórglæsilega sfcot Karls
Henmannssonar af stuttu færi á
28. mín., en á 42. miín. þrumaði
Bergsteinn í mark ÍBK, knöttur
inn lenti í andliti Magnúsar
Torfasonar, sem forðaði marki,
en Magnús varð að yfirgefa leik
völlinn skiömmu síðar.
Á 43. mín. fyrri hálfleiks
fengu Valsmenn hornspyrnu,
knötturinn þvældist milli manna
fyrir firaman markið, en var að
lokum spyrnt út á kantinn til
Jóns Ólafs, sem ætlaði að spyrna
fram, en gaf í þess stað fyrir
sitt eigið mark og þar var Reyn-
ir Jónsson fyrir og skallaði 1
netið.
í síðari hálfleik voru mark-