Morgunblaðið - 04.07.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.07.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967. 17 Norðmenn og efnahagsbandalagið Sækja um fulla aðild — en aukaaðild hugsanleg Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni í ALLAN vetur hefur EEC — Efnahagsbandalagið — verið of- arlega á dagskrá I norskum stjórnmálaumrseðum, en þrátt fyrir öll blaðaskrif og umræður hafa engin skýr svör fengizt við spurningunni: Hvað vinna Norðmenn við hugsanlega þátt- töku og hvað missa þeir við að sitja hjá? Þegar Bretar afréðu að sækja um aðild í vetur — þrátt fyrir hryggbrotið, sem þeir fengu hjá de Gaulle fyrir fjórum árum — sóttu Danir þegar í stað um aðild og sama gerðu frar. Þess- ar tvær þjóðir eru landbúnaðar- þjóðir og eiga tilveru sína und- ir haftalausum útflutningi kets og eggja, smjörs og osta. — Hér gegnir öðru máli um Noreg. Þar lifir aðeins 13—14% af þjóðinni á landbúnaði og framleiðslan gerir litlu betur en að fullnægja þörf landbúa sjálfra hvað snert- ir ket og mjólkurafurðir, en korn verða Norðmenn að flytja í allstórum stíl og sömuleiðis grænmeti og ávexti. — Samt er það einmitt landbúnaðurinn, sem mestur vandinn er að halda skaðlausum, ef Norðmenn yrðu aðilar í EEC, því að Rómar- samningurinn leyfir ekki að stjórnin greiði niður landbún- aðarafurðir, eins og hún verður að gera nú, sökum þess að norski búskapurinn á við erfið- ari kjör að búa en danskur eða írskur, vegna lakari landgaeða og verri veðráttu. Það er ekki nema lítið brot af þjóðinni, sem lifir á fiskveið- um sem aðalatvinnu, en samt nema fiskafurðir um 10% af útflutningi þjóðarinnar og fiski mjöl og lýsi um 8%. Hér er því mikið í húfi fyrir þá, sem útveg stunda, að njóta þeirra hlunninda, sem fylgja aðild að Efna'hagsbandalaginu, en hve mik:l þau gætu orðið er enn óvíst, því að endanlegar reglur um fiskmarbaðinn í EEC eru ekki komnar enn. Samt má telja að útvegsmenn séu yfirrleitt fylgjandi aðild að EBC. En það er iðnaðurinn, sem mestu máli skiptir í þesu sam- bandi. Um 26% þjóðarinnar lif- ir á honum og hann skilar bróð- urpartinum af þeim gjaldeyris- tekjum, sem þjóðin lifir á. Ef útflutningur málma og málm- vöru, véla, kemiskrar vöru og skógarafurða ætti að vera háð- ur háum innflutningstolli helztu iðnaðarlanda Evrópu í framtíð- inni, væri vá fyrir dyrum í Nor- egi. Það er EFTA — fríverzlunar- bandalagið — sem að miklu leyti hefur bjargað hag meðlima sinna undanfarin ár — allra nema hins stærsta í þeim hóp, Bret- um, sem heyja nú svo þungan róður fyrir efnahagstilveru sinni að þeir sækja á ný um aðild að EEC til að bjarga sér. En til dæmis um hve mikla þýð- ingu EFTA hefur haft fyrir Nor- eg, má nefna, að í hittifyrra var 45% af útflutningi landsins til EFTA-landanna, 25% til EEC- landa, 9% til USA og 21% til allra annarra landa. En inn- flutningurinn skiptist þannig: 42% frá EFTA, 29% frá EEC, 7% frá USA og 22% frá öðrum löndum. Ef Bretland hverfur í Efna- hagsbandalagið verður EFTA ekki nema skuggi af því sem nú er. Þess vegna sækja Norð- menn nú um aðild, og væntan- lega er umsókn frá Svíum í upp siglingu. II. Hér í Noregi hefur nokbur vafi þótt á því, hvort norska stjórnin muni leggja til við Stórþingið tillögu um fulla að- ild að EEC eða auka-aðild (ass- osiering). Nú er úr þessu skor- ið. Þann 16. júní lagði Per Bort- en, forsætisráðherra, fram í ríkisráði tillögu stjórnarinnar i um fulla aðild að EEC. Segir þar að stjórnin standi einhuga að I henni. í forsendunum stendur, að að- ildin mundi hafa aukna hags- muni í för með sér, en að nauð- syn sé á, að sér-reglur verði settar vegna landbúnaðarins, og telur stjórnin að þær geti sam- rýmst ákvæðum Rómar-sam- þykktarinnar. Stjórnin telur að það sé ekki brot á stjórnarskránni að gang- ast undir ákvæði Rómar-sam- þyktarinnar, en hefur þó beð- ið þrjá sérfróða prófessora um álitsgerð í þessu, áður en um- ræður hefjast í Stórþinginu. En aðild að Rómarsamþyktinni fylg ir sjálfkrafa aðild að Kola- og stáLsambandi Evrópu og að Euratom. Vandinn í málinu er sá, að finna leið til að bæta landbún- aðinum upp þann tekjumissi, sem hann verður fyrir. Hve mik ill hann yrði, ef ekki kæmi bæt- ur í staðinn, er ekki gott að segja. Sumir nefna 1090 en aðr- ir 700—800 milljónir norskar. A fjárlögum síðasta árs voru áætl- aðar 1084 milljónir til „pris- stötte“ og mestur hluti þess fjár rennur til landbúnaðarins, ýmist í niðurgreiðslur á afurðum eða sem styrbur til áburðar- og kraftfóðurkaupa. Niðurgreiðslur afurðanna samrýmast ekki regl- um EEC, og þess vegna þarf Noregur að fá sérstaka undan- þágu til þess að halda bændum skaðlausum. Bent hefur verið á, að hægt sé að bæta bændum upp skaðann með þvl að breyta skattalöggjöfinni og veita þeim hagkvæmari stofnlán en nú ger ist, en þetta mundi varla nægja. — Þess vegna er bændaflokk- urinn — „senterpartiet" — lík- lega klofnastur allra stjórnar- flokkanna í þessu máli. Á um- ræðufundi, sem sjónvarpið sendi út kvöldið eftir að stjórnartil- kynningin kom, var það tals- maður þessa flokks, Lars Leirs, sem hafði einna mest að at- huga við tillöguna, en fulltrú- ar hinna stjómarflokkanna fylgdu henni eindregið. Full- trúar Verkamannaflokksins fundu einkanlega að því, að til- lagan kæmi svo seint fram og því yrði þingið að „hespa hana af“ í flýti. — Finn Gustavsen ,,sosialistisk folkeparti" var að sjálfsögðu eindreginn á móti. Þess má geta, að Borten for- sætisráðherra taldi rétt að þjóð aratkvæði færi fram um vænt- anlega aðild að EEC, ef almenn krafa kæmi fram um það. En annars virðist þetta mál ekki vel fallið til þjóðaratkvæða- greiðslu, því að það er svo flók ið og margþætt, að það er helzt á valdi sérfræðinga að gera sér grein fyrir hvað í því felst. — Um eina hlið málsins hefur ver- ið furðu hljótt í öllum þeim umræðum, sem um það hafa orðið: atvinnuréttindi EEC-þjóð- anna i NoregL n. En þetta á vafalaust eftir að skýrast. Því að þó mikið hafi verið rætt og ritað um EEC í Noregi undanfarið, er það efcki nema formáli að því sem koma skal. Vafalaust Mða mörg ár þangað til úrslit koma í mál- inu, nema því aðeins að þvert nei bindi enda á alla norska EEC-þ>anka. Wilson hinn brezki hefur að vísu fengið vinsamlegar undir- tektir hjá öllum EEC-þjóðum nema Frökkum, en þegar hann heimsótti de Gaulle núna á dög unum, var sama hljóðið í hers- höfðingjanum og áður. Hann virðist hræddur um að það rýri „gloríu" Frakklands innan EEC, að Bretar fái aðild að sam- þykktinni. Viðtal Breta við EEC er í rauninni ekki byrjað og fróðir menn fullyrða, að það taki ekki minna en tvö ár að gera út um umsókn Breta. Ef úrslitin verða neikvæð þar, breytir það aðstöðu annarra EFTA-landa, því þá verður nauð syn þeirra á EEC-aðild ekki Per Borten — hefur borið fram tillögu um fulla aðild Noregs. jafn brýn sem ella mundi, og EFTA mundi geta starfað áfram eins og hingað til. Það eru yfirleitt mörg — ef..“ á leið Noregs í þessu máli. Ekki sízt í sambandi við þær sér- kröfur, sem þeir ætla að gera vegna landbúnaðarins. Svo að þó Bretar fái aðild er ekki þar með sagt að Norðmenn fái hana. Þá er það auka-aðild (assosi- ering), sem norska stjórnin hef- ur sem varaskeifu. Hún getur að vísu komið að nokkru gagni fjár hagslega, en auka-aðilar í EEC eru skör lægra settir en aðrir og áhrifalitlir um stjórn og að- gerðir bandalagsins. — — Nú á Stórþingið að fjalla um stjórnartillöguna áður en því verður slitið fyrir sum- arleyfið. Enginn vafi er á því að tillagan verður samþykkt. Það er gizkað á að ekki verði nema 10—12 atkvæði á móti henni. Skúli Skúlason. Flóttamönnum leyft að snúa heim Hafnar brúarbyggingar á Jökulsá á Sólheimasandi og Fnjóská - auk minni brúa i Olfusi, Borgarfirði og Strandasýslu Tel Aviiv, 2. j úíl’í — AP ÍSRAELSSTJÓRN ákvað í dag að leyfa flóttamönnum frá vestri bakka Jórdan- fljóts, sem ísraelsmenn hafa nú á valdi sínu, að snúa aft- ur til fyrri heimkynna sinna, en þeir höfðu flestir flúið yfir fljótið til Jórdaníu. í tilkynningu stjórnarinnar segir, að þetta leyfi verði í Teheran, 30. júní — AP STÓR kringlóttur hlutur „þrisvar sinnum stærra en tuglið“, að sögn sjónarvotta, sást suðaustan Teheran klukk an rúmlega átta síðdegis að staðartíma og stóð við í eina og hálfa klukkustund. Sagt var frá þessu í kvöldblaðinu „Ettelaat" og sagði þar að um 10.000 manns hefðu séð „kringlóttan, skínandi" hlut, sem stóð þarna „skær og glampandi“ áður en hamn þaut í burtu. Því var haldið fram að hlutur þessi, sem eins og áður sagði var talinn þrisvar sinnum stærri en tuglið, hefði lent í útjaðri borgarinnar, en síðan hafið sig á loft og horfið mönnum sjónum á svipstundu. gildi til 10. ágúst n.k. Meðal skilyrða, sem flóttamennirn- ir þurfa að uppfylla til að fá að snúa til fyrri heimkynna sinna, eru þau, að þeir verða að færa sannanir fyrir, að þeir hafi búið þar áður og verða að heita því að ógna ekki öryggi ísraels. Enginn munur verður gerður á íbú- um vestri bakkans og flótta- mönnum frá Palestínu. Meðan á stríði Araba og ísnaelsmanna stóð og eftir að því Lauk munu um 100.000 manns hafa flúið ytfir Jóndan- fllijót. f Jei-úsaLem upplýsti vara- formaður fLó tt a.m a nna nef ndar SÞ, John Redidaway, að uim 80% þeirra hefðu verið stfcnáðir flótta menn. Á næstu vilkuim verða 100.000 ftóttamenn ifrá vesturbaikka Jóndan fluttir úr yifinfyilltum skóluim í Amman í nýbyggðar fltóttamannaibúðir. Ftóttamanna búðirnar munu talka 5—10.000 manns hiver og kosita um 370.000 dali. Till viðbótar verður hverri fllóttamainn'afjölslkyllidiu séð fyrir prímus, stráimottu og kæli. — Kostnaðinn aif búðunum ber flóttamannaniefnd Sameinuðu þjióðanna. MBL. hafði í gær samband við Árna Pálsson yfirverkfræðing hjá Vegagerð ríklsins og spurð- ist fyrir um brúarbyggingar í sumar. Sagði Árni, að nú væri verið að vinna við brúarbygg- ingu á Jökulsá á Breiðamerkur- sandi, Jökulsá á Slheimasandi, Fnjóslká í Fnjóslkada'l1, Gljófur- holtsá og Bakkárholteá í Ölfusi, Flókadalsá í Borgarfirði, Kjósará og Reykjafjarðará í Stranda- sýslu auk nokkurra smærri brúa, er væru innan við 10 metrar að lengd. Árni sagði, að brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi væri hengibrú 110 metra löng og væri það með lengstu hengi- brúm, er byggðár hefðu verið hérlendis. f fyrrasumar hefðu verið byggðir turnar og akkeri, en nú væri unnið við að koma fyrir stálverkinu og strengjun- um. Yrði því verki væntanlega lokið í haust. Verkstjóri við þessa brúarbyggingu er Jónas Gíslason, brúdrsmiður. | Brúin yfir Jökulsá á Sólheima- | sandi verður 159 metra löng. Er það stálbitabrú með steyptu gólfi og í fimm höfum. Er þessi brú byggð í stað eldri brúar og stendur 70—80 metrum fyrir neðan hana. Eldri brúin var byggð 1920 og þykir nú ekki svara til þeirrar umferðar, sem um hana fer, auk þess sem hún skemmdist mikið 1 flóðum í fyrra og 1965. Eru stöplarnir 5 grafnir eins mikið niður eins og jarðvinnutæki ná, eða frá 3—4,8 metrum. Verður smíði brúarinn- ar væntanlega lokið í sumar. Verkstjóri við brúarfsmíðina er Haukur Karlsson. í Ölfusi er verið að byggja tvær brýr. Eru það brýr yfir Gljúfurholtsá, er það 12 metra bitabrú með tvöfaldri aukbraut og á sömu slóðum er verið að byggja brú yfir Bakkárholteá. Er það samskonar brú og jafnlöng. Báðar þessar brúr eru gerðar sökum þungaflutninga til Búr- fellsvirkjunar. í Borgarfirði er unnið að smiði á brú yfir Flókadalsá, nálægt bænum Brúsholti. Er sú brú á sýsluvegi og gerð fyrir innan- héraðssamgöngur. Er brúin stál- bitabrú með timburgólfi, 30 metra löng. í Strandasýslu er verið að byggja brú fyrir Kjósaré og Reykjafjarðará í Reykjafirði. Sú fyrrnefnda er 14 metr^r, en síð- arnefnda 20 metra. Báðar þessar brýr eru stálbitabrýr með timb- urgólfi. Þegar lokið er við bygg- ingu þessara brúa verða komnar brýr á allar ár á þjóðveginum á Ströndum og verður þar með fært fyrir alla bíla norður til Norðurfjarðar. Þá er hafin smíði á brú yfir Fnjóská í Fnjóskadail. Kemur sú brú í stað gömlu brúarinnar, er byggð var árið 1908. Verður þessi brú 93 metra löng stál- bitabrú með steyptu gólfi og tvö- faldri akbraut. Verða stöplarnir byggðir í sumar, en næsta sumar á svo að ganga frá stálbitunum. Verkstjóri þessarar brúarbygg- ingar er Þorvaldur Guðjónsson. Fyrir utan ofantaldar brúar- byggingar sagði Árni Pálsson, yfirverkfræðingur, að í smíðum væri allmargar minni brýr, flest- ar innan við 10 metra langar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.