Morgunblaðið - 04.07.1967, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.07.1967, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967. 23 h-atjur og festi a'ldrei rætur á heimili ykkar. Mjeð góðiair endurminningar í huga uim sainwerustundir oklkar kiveð ég þig kasri vinur, bið guð aið blessa eiftiriliifandi kionu þína og börn þín öl'l og ættingj.a og tengdafólk. Farðu avo í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þöfek fyrir allft og lallt. Páll Kristjánsson. Guðbjörg Steinunn Guðmundsdóttir -Minning - Órannsakanlegir eru vegir Guðs og allt það, sem hann hefur í hendi sinni. Svo er það með vitjunartíma okkar, því að hvorki kunnum við að telja daga okkar né annarra. Ekki hafði ég hugboð um það, þegar tengdamóðir mín, Guðbjörg Steinunn Guðmunds- dóttir frá Patreksfirði, fór í stutta kynnisför til Vestmanna- eyja, að hitta dóttur sína og fjölskyldu hennar, að hún ætti ekki afturkvæmt til okkar, því að þar andaðist hún hinn 27. júní sl., og bar dauða hennar brátt að. Steinunn, en svo var hún alltaf nefnd bæði heima og heim an, var fædd á Patreksfirði 5. ágúst 1894. Hún var dóttir þeirra hjóna, Áslaugar Einars- dóttur og Guðmundar Eiríks- sonar, sem bjuggu á Patreks- firði, og þar ólst Steinunn upp hjá foreldruim sínum og syst- kinum. Árið 1913 giftist hún Matthíasi Guðmundssyni fiski- matsmanni og áttu þau hjón síð- an heimili á Patreksfirði. Var sambúð þeirra bæði löng og farsæl, rúm 50 ár, og voru þau alla tíð bæði samhent og einhuga um heill og hamingju bús og barna. Þau eignuðust 12 börn og eru nú 9 þeirra á lífi. Auk þess ólu þau upp einn dreng. Var vinnudagur Steinunnar, tengdamóður minnar, bæði langur og strangur eins og að líkum lætur, og líf hennar hlut- Skipti alþýðukonunnar á þeim tímum,, sem misörlátir voru við þá, sem alla afkomu sína áttu undir þeim, sérstaklega þar sem ómegðin var. En allt bjargaðist þetta, allir komust vel af, börnin uxu úr grasi, urðu mannvænleg, dugleg og bjargálna og hurfu að heim- an eitt og eitt út í lífið til móts við hamingju sína. Eiginmaður Steinunnar, Matt- hía«s, andaðist á Patreksfirði hinn 8. júní 1964. Ndkkru eftir það flutti hún hingað suður til dóttur sínnar, Ernu, og tengda- sonar, Ferdinands Söbeck, sem búa í Kópavogi, og átti hún þar heimili síðan og undi hag sínum vel. Allir, sem kynntust Steinunni hlutu að gera sér það ljóst, hve óvenjuleg skapgerð hennar var, ekki sízt fyrir það hve vel henni dugðu þeir góðu eiginleikar, sem hún hlaut í vöggugjöf, held- ur einnig vel þeir komu öðrum að notum, og segja má með sanni, að samferðafólkinu hafi hún alltaf verið að gefa af sjálfri sér, gleði sinni, kjarki og æðruleysi. Mörg er sú blessun og margt inu, ekiki sízt það að eignast tengdamóður slíka sem Stein- unni, sem jafnframt var sú konai, er bar með sér gleði inn á heimil in, lét áhyggjur og þunga lífsins eftir utan dyra. Og ‘ ekki var það af því, að hún aetti ekki «i«t áhyggjuefni um dagana, heldur það, að meðfædd háttvísi henn- ar leyfðu henni ekki að varpa með þeim skugga á góðra vina fund. Ég veit að ég tala með þess- um línum fyrir munn okkar allra tengdabarnansa og fjöl- skyldna okkar, þegar við nú kveðjum hana, því að hún var svo sannarlega ljóssins og gleð- innar barn, aufúsugestur hjá okkur og öllum, sem henni kynntust og hana þekktu. Hún kunni svo mörgum öðrum bet- ur að sjá björtu hliðarnar á líf- inu og gerði aftur minna úr hin- um, sem aðeins höfðu stundlega og neikvæða þýðingu. Þess vgna máttum við svo margt af henni læra. Ég hefði svo gjarnan viljað og við öll hafa fengið notið þín lengur, Steinunn, elskulega tengdamóðir, móðir, amma og vinur í raun, því að oss fannst að eins og nýr þáttur væri haf- inn í lífi þínu, sem hefði mátt verða mikið lengri, bæði vegna þín og okkar allra. En stundin er komin, að við hljótum að kveðja þig og þakka Guði fyrir þig og minningarnar allar, sem við eigum um þig, svo fjölmargar hugljúfar, glað- ar stundir, þegar þú varst hjá okkur og við fengum í svo rík- um mæli notið örlætis hjarta þíns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. A. A. - KANADA Framh. af bl.is 14 un að erja svo frjóan akur. Af- komendur íslendinganna hafa ekki síður staðfestzt í bæjum og borgum en sveitum og margir þeirra fluttu vestur yfir Kletta- fjöll og búa í Vancouver. Það er nokkur harmbót ís- lenzku þjóðinni fyrir manntjón- ið mikla að hún hefur ekki gagnstætt flestum öðrum út- flytjendaþjóðum orðið að sitja uppi með skaðann einan og óbættan. Þó að hið íslenzka þjóðerni sé nú sem óðast að hverfa í mannhafið vestra og innan örfárra áratuga hafi skeflt yfir slóð þess til fulls, þannig að eftir standa ekki annað en örfá örnefni eða meiningalaus ættarnöfn enskumælandi manna, hefur hið stutta blómaskeið is- íenzku byggðarinnar vestanlhafs, einkum í Kanada kringum Winnipeg, sett býsna mikinn svip á sögu íslendinga hér heima. Það er hægt að telja upp æðimarga þætti framfaravið- leitni íslendinga bæði í andleg- um og verklegum efnum þar sem við sögu hafa komið menn sem hlotið höfðu margvíslega verklega kunnáttu eða sótt í sig andlegan þrótt og kjark í nýja heiminum. Frystihúsin, koma bifreiðanna til landsins, stofnun Eimskipafélagsins segja sína sögu svo eitthvað sé nefnt. í andlegum og trúarlegum efnum eru áhrifin gagnkvæm en ekki síður afdrifarík. Menningar- tengsl vestur um haf héldu við þrótti íslenzka þjóðarbrotsins og veittu ferskum stormi inn í ís- lenzkt þjóðlíf. Ljóð Klettafjalla- skáldsins munu geymast á Is- landi meðan sú tunga er hann orti á er töluð, löngu eftir að tungutak hans er orðið óskiljan- legt afkomiendum hans vestra; skáld hefði Stephan G. Stephans- son orðið hvar sem leið hans lá, en brottför hans frá ættjörð- inni, aukin og dýpri lífsreynsla í nýju þjóðfiélagi gaf skáldgáfu þessa hamstola anda hæfilegra svigrúm og voldugri vængtök. Menningarriki framtíðarinnar 'Hin stutta saga Kanada á sér hið ytra hliðstæður í ævi basalhagmennisins, sem var allt í senn sinni eigin lögfræðingur, prestur, kerra og plógur; það er eðlileg þróun frum.býlisþjóðar, sem lengst af er undir erlent vald gefin. En samlíkingin nær ekki lengra. Andi Stephans G. hóf sig upp úr fenmýri frum- býlingsins, Kanada hefur ekki enn skapað sjálfstæða menn- Indíana Sigfúsdóttir - Minning - Fædd 2. nóv. 1901. Dáin 24. júní 1967. Þegar mér barst dánarfregn Indíunu kom méir margt í hug. Framar öllu var ég þakklát að hún hafði fengið hvíldina, eftir svo langvarandi veikindi. Ég vissi að hún hræddist ekki dauð ann, hún leit alltaf á hann sem eðlilegan og sjálfsagðan. Líf hennar var ekki rósum stráð, hún átti við heilsuleysi að búa alla ævi og síðustu mánuð- ina var hún mikið veik, þó að hún lægi ekki á sjúkrahúsi nema tvær vikur. Inda bjó lengi á æskuheimili mínu og þekkti ég hana mjög vel. Hún gaf okkur systkinun- um alltaf góð ráð og vildi leið- beina okkur. Og í rauninni var hún eins og ein af oklkar fjöl- skyldu, þó að engin ættartengsli væru. Eftir að hún fluttist burt frá okkur kom hún oft í heimsókn á meðan heilsan leyfði. Telpurnar mínar vissu ekkert betra en að koma í heimsókn til Indu, því að hún var svo elskuleg heim að sækja og alltaf svo hlýtt í kring um hana. Hún var skemmtilega raunsæ og mjög réttsýn og bjó yfir góðri greind. Og um leið og ég enda þessar línur þakka ég henni alla hjálpsemina og tryggðina, sem hún sýndi okkur alltaf. Blessuð sé minning hennar. Dísa Benediktsson. Strathcona lávarður leggur síðustu hönd á verkið við opnun Kyrrahafsjárnbrautarinnar kanadisku. Þar með var sameining austur og vesturhéraðanna orðinraunveruleg, ekki lengur aðeins pólitískur óskadraumur. ingu hliðstæða ytri búnaði held- ur verið hjálenda í andlegum jafnt sem pólitískum skilningi. Listamenn og skáld hafa átt erf- itt uppdráttar heima fyrir og viðurkenningin, frægðin, orðið að korna að utan eins og hjá kúnstner Hansen, einfætling, — frá London, New York eða París. Kunnugir menn fuUyrða samit að nú sé útlit fyrir mikla breytingu. Kanadastjórn hefur á síðustu áratugum lagt hundr- uð milljóna dala í sjóði til þess að efla listir og vísindi, ekki sízt í þeim tilgangi að stöðva út- flutning metnaðargjarnra hæfi- leikamanna á sviði vísinda og lista, vitandi vel að jafnvel stórfellt manntjón á heim- styrjaldarmælikvarða er ekki eins hættulegt og útflutningur holdi klædds mannivits og lær- dóms. Úrelt innflytjendalöggjöf sem ákvað hversu mörg prósent mœttu koma ár hvert frá hverri þjóð og settu hömlur á innflutn- ing litaðra kynstofna hefur verið endurskoðuð. Nú er góð mennt- un, þekking og tæknikunnátta orðin fremur aðgangseyrir að hluts'kipti við nægtaborð lands- ins en „æskilegt þjóðerni og uppruni". Kanada hefur lagit til menn- ingar Vesturlanda ekki lakari þætti en uppfinningu Bantings, insúlinlyfið, hin þjóðlegu mál- verk Laverns og hinna sjömenn- inganna að ógleymdum lista- verkum hins þekkta Riopelli og Paul Emile Bardua. Heimskunn- ir söngivarar eins og Jon Vickers, Teresa Stratas, og Leopold Simoneau eru kanadískir. Flest- ir þessir listamenn hafa starfað utan heimalandsins og í augum heimsins oftast álitnir ensk/ amerískir eða franskir. Stephan G. verður aldrei annað en ís- lenzkt skáld, Vilhjálmur Stefáns son starfaði lengst af fyrir bandarísk stjórnarvöld. Það er næsta ósennilegt að Kanada haldi upp á annað aldar- afmæli sem brezkt samveldis- land, sennilega ekki einu sinni að nafninu til. Saga Bretlands sem foryzturíkis í heiminum virðist senn öll og Samveldið ekki orðið annað en eins konar Gentlemen’s Club, sem þar mál- efni hinna ýmsu ríkja eru rædd meir af gömlum vana og kurt- eisi en nauðsyn. Hitt virðist lík- legt að Englendingar óski þess að skila af sér hlutverki sínu sem forystuþjóð með sóma þar þeir mega ráða, líkt og gósseig- andi sem sezt í helgan stein eftir að hafa lengi setið yfir hvers manns hlut í sínu héraði, alið upp börn sín, leyst hjú sín út með gjöfum og komið öllum til nokkurs þroska líkt og höfðing- inn á Sóla. Kannski rætist á næstu hundrað árum spádómur Disraeli um framtíðarhlutiverk Kandaríkis, það leiki enn um stund hlutverk hins hlýðna son- ar, sem fer senn alfarinn og full- veðja úr föðurhúsunum að ávaxta arf sinn og lifa eigin lífi, gagnstætt hinum óstýriláta, sem hljópst á brott áður en hanh hafði slitið barnsskónum. ‘Hvort gæfusamlegra reynist mun framtíðin leiða í Ijós. E. J. S. (Tínt saman og lauslega þýtt úr ýmsum heimildabóku'm, s.s. Kanada eftir Brian Moore, Foundation of Cana- dian Nationhood eftir Chest- er Martin, The Hudson Bay Company (1670-1920, afmœl- isriti eftir Sir WiIliam.School- ing, ýmsum alfræðibókum o. fl.). Tilkynnmg FRÁ HJÚKRUNARSKÓLA ÍSLANDS. Viðtalstími skólastjóra fellur niður í júlímánuði. Úthnð Tilboð óskast í sölu á 680 ferm. tvöföldu gleri í ýmsar byggingar vorar. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu okkar Skipholti 70. Bygg'ingarfélagið ÁSBÆR H.F. Rýniingarsala, - rýmingarsala Fallegar hollenskar barnapeysur verð frá kr. 195— Stretchbuxur fyrir börn, einnig dömupeysur, brjósta höld, og m.fl. Aðeins opið þessa viku, notið tæki- færið, gerið góð kaup. Verzlunin ÁSA, Skólavörðustíg 17. Sími 15188.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.