Morgunblaðið - 04.07.1967, Side 30
/ ‘
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1967.
Glæsilegur sigur íslands yfir Noregi 3:0
*
Islenzka liðið náði er á leið
algerum yfirburðum og
verðskuldaði enn stærri sigur
MÖRGUM knattspyrnuunnandanum hitnaði um hjartaræt-
urnar, þegar Björn Lárusson h. útherji skoraði fyrsta
mark Islands í landsleiknum gegn Noregi í gærkveldi, en
fram að því hafði Jeikurinn verið ákaflega tilþrifalítill og
daufur. Fæstir gerðu sér þó miklar vonir — að fenginni
reynslu af fyrri landsleikjum íslands. Þetta mark var þó
aðeins upphafið, því að alls urðu þau þrjú ,en hefðu eins
getað orðið 5 eða 6.
leiksins komst Elmar v. útherji
fram hjá h. bakverði Norðmanna
K. Jensen, lék upp að enda-
mörkum og gaf vel fyrir mark-
ið, en Hermann Gunnarsson, mið
herji, var örlítið of seinn, og
tókst Tessem að góma knöttinn.
Þannig lyktaði fyrri hálfleik.
Leikur íslands í síðari hálf
leik er að mínum dómi eitt-
hvað það bezta, sem hér hef-
ur sézt til íslenzks knatt-
spyrnuliðs. Hver einstakur
leikmaður liðsins sýndi það
bezta, sem hann hefur til að
bera, enda var leikur liðsins
líka eftir því. Magnús Torfa-
son og Eyleifur Hafsteinsson
höfðu öll völd á miðjunni, og
mötuðu hina snöggu fram-
herja á löngum sendingum,
sem hinir þungu varnarmenn
Noregs réðu ekki við og
hvað eftir annað skapaðist
mikil hætta við norska mark
ið. fslenzka vörnin hafði
undirtökin í viðureigninni
við norsku framiínuleikmenn
ina, og i minnisbókinni
minni er ekki bókað eitt ein-
asta hættulegt tækifæri hjá
Norðmönnum allan leikinn,
sem segir sína sögu.
★ Gangur leiksins
Því er ekki að neita að hálf-
gerður jarðarfararbragur var yf
ir leik beggja liðanna í fyrri hálf
leik og lengi framan af lítið um
spennandi augnablik við mörk-
in. Þó voru íslendingarnir öllu
sókndjarfari, en uppskáru lítið.
En loks á 3'5. mín kom fyrsta
markið. Eyleifur fékk knöttinn
nokkru fyrir utan vítateig Norð
manna, lét á tvo varnarmenn og
gaf mjög vel til Björns Lárus-
sonar, sem stóð einn og óvaldað-
ur inn í vítateignum. Þessi ungi
Akurnesingur sýndi að hann hef
ur sterkar taugar, því að hann
gaf sér góðan tíma til að leggja
knöttinn fyrir sig, og spyrnti
föstu skoti í netið, algjörlega
óverjandi fyrir Tessem, mark-
vörð Norðmanna. I—0 fyrir ís-
land. Norðmennirnir huggðust
jafna fljótt, en allar tilraunir 5
þá átt strönduðu á íslenzku vörn
inni. A síðustu mínútum hálf-
Aukaspyrnu Magnúsar (4) var naumlega bjargað í horn.
★ Síðari hálfleikur 2—0
í síðari hálfleik breytti ís-
lenzka liðið um sóknaraðferð. í
stað þess að reyna að Jeika með
knöttinn inn í vítateig og skjóta
þaðan, var gripið til þess ráðs
að reyna að draga hina þungu
varnarleikmenn Norðmanna
fram á völlinn. Eyleifur og
Magnús Torfason gáfu síðan
markvörð eftir, en taugarnar bil
uðu og skotið lenti í fótum mark-
varðar. Á 14. mínútu var Her-
mann kominn einn inn í vítateig-
inn, en honum er brugðið illa.
Hannes Þ. Sigurðsson, dómari,
sem lagði auðsjáanlega mikla
áherzlu á það að sýna Norð-
mönnum mikla kurteisi, sá
ekki ástæðu til að dæma þarna
vítaspyrnu sem full ástæða hefði
verið til.
íslendingar höfðu nú sótt á
norska markið án afláts í 15
mínútur, og loks á 16. mínútu
kom annað markið. Hermann
komst inn fyrir en Jensen brá
honum illa, og Hannes dæmdi
vítaspyrnu.
Eyleifur framkvæmdi vítá-
spyrnuna, og skoraði örugglega
2:0 fyrir ísland.
íslenzka liðið lét ekki þar við
sitja, og hélt sókninni stöðugt
áfram. Elmari var brugðið illa
rétt utan við vítateig á 20. mín-
út.u og Hannes dæmdi auka-
spyrnu. Magnús Torfason tók
aukaspyrnuna og spyrnti fast
að marki, en Tessem varði veL
Þremur mínútum síðar gaf Björn
Lárusson vel fyrir markið, en
Framhald á bls. 31.
Vítaspyrna Eyleifs var afgreidj örugglega.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
Moregur
Svíþjóð
■ kvöld
langar sendingar inn fyrir vörn-
ina, sem Hermann, Kári, Elmar
og Björn Lárusson voru látnir
elta. Höfðu norsku varnarleik-
mennirnir aldrei við þeim fjór-
menningum á hlaupunum, og því
fór sem fór.
Strax á 2. mínútu sóttu íslend-
ingar upp hægri væng vallarins,
og Björn Lárusson sendir fasta
sendingu fyrir norska markið,
en bæði Kári og Hermann
„kiksuðu“ illa. Á 9. mínútu
missti Tor Sem, miðfraimvörð-
ur Norðmanna, langa sendingu
inn fyrir og átti aðeins Tessem
í kvöld mætast Svíþjóð og
Noregur. Gera má fastlega ráð
fyrir því, að Svíar fari þar emð
sigur af hólmi, því að þeir eru
taldir eiga sterkasta unglinga-
landsliðið á Norðurlöndum. Ef
svo fer munu Svíar og íslend-
ingar heyja úrslitabaráttuna um
sigurinn n.k. miðvikudagskvöld.
Unglingameistaramótið í frjálsum íþróttum:
Erlendur setti unglingamet
í kringlukasti og kúluvarpi
- og Þorsteinn Þorsteinsson sigraði / 5 greinum
Loksins gátu áhorfendur sýnt einlæga gleði.
SEM vænta mátti voru það
þeir Þorsteinn Þorsteinsson KR,
og Erlendur Valdimarsson, ÍR,
sem voru mestu afreksmenn á
Unglingameistaramóti íslands í
frjálsum íþróttum er fram fór á
Laugardalsvellinum um helgina.
Erlendur setti ágæt unglingamet
í kringlukasti og kúluvarpi, auk
þess sem hann sigraði í hástökki
og stangarstökki. Þorsteinn sigr-
aði í 200, 400, 800 ,1500 metra
hlaupum og 400 metra grinda-
hlaupi. Sigruðu þeir Erlendur og
Þorsteinn þvi í 9 greinum af 14
sem búið er að keppa í. Er ekki
ólíklegt að þeir hafi einnig kom-
ið við sögu í gærkvöld, en þá lauk
keppni Unglingameistaramótsins.
Erlendiur tokur nú mikluim og
önum framförum í kösfcunuím og
er þetta í amnað skiptið í sum-
ar sem hann bætir unglingamet-
ið í kúiuivarpi. Vafalaust á Er-
lenduir eftir að bæta árangur sinn
mikið, því harm hefur mjög mik-
inn kiastíkraft. í kiútavarpinu
kieþpti Guiðmiuindlur Hermanms'son
og varpaði 17,57 metra.
Þorsteinn var noiklkuð lamglt frá
sinu bezta, sérstakiega í 400 og
800 rnetra hlaiuipuim, og vaT varla
á öðru von, þar sem hamn keppti
í svo mörguim greinum. Margir
aðrÍT ungir íþróttamemn kiomu
við sögu og eiga milkla fraimtíð
fyrir sér, þar sem þeir eru enn
m'argir í sveinaaildursflofklki. Má
rnefna hin-n unga Skúla Amars-
son, ÍR, sem sigraði í langistökk-
iirnu, Friðrik Þór Óskarsson, ÍR,
er sigraði í þrístökki og varð
aranar í langstöklki, Þórarinn Sig
urðsison KR, Rudol'f AdoMsson Á,
Ólaf Þorsbeinisson, KR, (bróðir
Þórsteins) sem er mikið hlaupara
efni. Aranars urðu helztu úrslit
móbsins þessi:
FYRRI DAGUR metra hlaup J5ek.
Magnús Jómsson, Á 11,5
Finnbjörn Finnbjörnss-on, ÍR 11,7
Jón Ö. Arnarsson, Á 11,9
Framhald á bls. 31.
Erlendur kastar kringlu