Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1967 19 BÆKUR OG LISTIR Success and Failure of Picasso. John Berger. Fenguin Books 1965. 12/6. Dutch Art and Architecture 1600—1800. Jakolb Rosenberg — Seymour Slive — E. H ter Kuile. The Pelican History of Art. Penguin Books 1966. 5/5. The City in History. Lewis Mumford, Penguin Books 1966. 21/—. „Picassó er frægasti og auð- lugasti málari, sem uppi hefur verið." Með þessari setningu hefst fit Bergers um Picasso. Höfundur er marxisti og ritar bókina á þeim forsendum og ein- mitt þessvegna verðuæ rit hans svo skemmtilegt, sem raun ber vitni. Ýmsir vilja álíta, að kenni- setninga festa, hljóti að vera ein- hverskonar forsenda að leiðind- um í máli og riti, en því fer fjarri að sukt sé einhlítt. Ein- setningafesta, hljóti að vera ein- verið mjög skemmtilegur í sjálfu sér, þótt niðurstöður geii verið hæpnar í þeirra augum, sem miða við aðra kvarða. Þessi bók er þessu mairki brennd og er það henni ekki til lýta. Höf. gerir mjög kyrfilega grein fyrir lífs- Jilaupi og áhrifum Picassós frá sínu sjónarhorni. Sé slíkt vönd- uglega gjört og skemmtilega framsett, þrátt fyrir kennisetn- ingafestu, er slíkt mikils virði. Höf. tekst þetta með ágætum. Hann álítur að stöðnunar taki að gæta hjá Picassó um og eftir 1945, sem er öfugt við marga frægustu meistara málairalistar- innar, en þeir gerðu mörg sín beztu verk eftir sextíu og fimm ára aldur. Berger álítur að verk meistarans sýni þessa afturför, að hann hvarfli í mörgum þess- ara verka til einhverskonar þokuslæðings algyðishyggju eða máli upp verk eldri meistara í sínum stil og það séu skástu myndir hans. Höf. telur að þess- ar myndir séu fyrirmyndunum lakari, þar eð Picassó ræni frum- myndina innihaldi og merkinigu án þess að setja eigið lífvænlegt innihald í verkið. Þetta eru tæknilegar tilraunir, án allrar sjálftjáningar. Hann hefur ekk- ert lengur að segja með þessum verkum. Berger ræðir að lokum um teikningar Picassós af konu, trúð og apa, en af þessari þrenn- ingu gerði hann um eitt hundrað og áttatíu myndir á árunum 1953 —54. f þessum myndum sér höf. játningu gamals manns, uppgjöf, sjálfsháð og biturleika. Aðdáend- ur málarans töldu að boðskapur þessara mynda væri of djúpsær til þess að tjá hann með orðum, menn dáðust að þessum nýja tón án þess að skynja sárindin, sem. voru kveikja myndanna. Höf- undur tekur þetta sem dæmi um þann skollaleik, sem háður er af velunnurum listamannsins, þeir finna hann og vita að þetta er meistarinn, en þeir sjá hann ekki. Þannig skoðar Berger að- stöðu meistarans nú. „Enginn maðar er eyland" og vestur-evr- ópskt þjóðfélag er vettvangur meistaranna, hann er einn þáttur þess, en að dómi Bergers hefur þetta þjóðfélag glatað fjöreggi sínu og er markað upplausn og dauða, og því hlýtur meistarinn að tærast upp með því. Höfund- ur styður þessa kenningu sína í aðalatriðum marxistískri sögu- skoðun, en í þeirri dogmu er framvinda sögunnar í átt til sósí- alisma ótvíræð. Allt það, sem tefur þessa framvindu er því neikvætt og úr samhengi við þróunina. Picassó hefur því dag- að uppi í fordæmdu þjóðfélagi, sem getur ekki gefið listamann- inum neitt jákvætt. Ef listamað- urinn er viðurkenndur af þjóð- félaginu verður hann frægur, og hann verður jafnframt hluti þess, Picassó er í uppreisn gegn þessu þjóðfélagi allt til 1917 og eftir 1945 er hann almennt við- urkenndur af þessu þjóðfélagi og þar með er hann úr leik sem þáttur marxistískrar framvindu. Svo túlkar höfundur Picassó, sem misheppnaðan listamann eftir 1945. Höfundur dregur efni víða að og skýrir þróun málarans frá þjóðfélagslegum forsendum. Bókin er mjög skemmtileg af- iestrar og birtir okkur mynd Picassós frá vissu sjónarhorni á mjög skýran og afdráttarlaiusan hátt, en það er mynd höfundar af Picassó, gerð á marxistískum forsendum. Bók þessi hefur vak- ið deilur og hefur orðið til þess að fjölga bótoum lun Picassó, en þær eru nú þegar ófáair. Bókinni fylgja margar myndir og efnis- yfirlit. „Dutch Art amd Architecture" er tuttugasta og sjöunda bindið í ágætri myndlistarsögu Penguin útgáfunnar, „The Pehcan Hi- story of Art". Holland var á 17. öldinni eitt auðugasta og mesta menningarríki Evrópu. Víðast hvar um Evrópu þjónaði listin undir kirkju eða lamdsstjórnar- menn, þessir aðilar kölluðu lista- menn til stairfa ag höfðu þannig áhrif á listina, í Hollandi gætti þessa síður, vel efnuð borgara- stétt voru þar í landi helztu kaupendur listaverka og hún geerir aðrar kröfur til listar en tíðkaðist annarsstaðair um Evr- ópu. Listaverkin voru ætluð til augnayndis í mennskum bústöð- um. Við þessar aðstæður kemur fram ný gerð mynda, myndun- um er ætlaður staður í mannahí- býlum og þær eiga að gleðja augu iarðbimdins fólks, vera auðskildar og hefja daglegt líf og innhverfi í hærra veldi.. Hér var ekki staður fyrir trúarlega dulspeki eða skáldlegt flug, Hol- lendingar kusu heldur hugnan- legar innanhússmyndir, ídealí- seraðar sveitasenur eða búsæld- arlegt landslag, auk mynda af sjálfum sér og ættfólki sínu. Þessi þjóð var lítt móttækileg fyrir skáldlegar grillur og yfir- skilvitlegar útleggingar á mýs- tískri trúarreynslu meinlæta- mannsins, þeir kusu myndir í stíl við feitt og frjósamt land sitt, myndir sem sýndu þeim enn betur en raunveruleikinn velsælu og ágæti lands síns og réttlættu tilveru þeirra og tilkall til þess góða lands. Markaður fyrir myndir í þessum dúr varð ágætur á Hollandi, málararnir taka að sérhæfa sig, sumir mála landslag, aðrir skipamyndir, inn- anhússmyndir og uppstillingar. Höfundar þessarar bókar eru þrír sérfræðingai- í hollenzkri list og hafa sett saman merkileg rit varðandi efnið. Bókinni er skipt í fjóra höfuðkafla. Sá fyrsti er ritaður af Rosenlberg og Slive og tekur yfir tímabilið 1600— 1675 í hollenzkri málaralist. Þetta tímabil er frjóasta tímabil mál- aralistar á Hollandi, höfundar rita hér um Frans Hals, Rem- brandt og Vermeer ásamt fleir- um. A þessu tímabili er vegur Hollands mestur, verzlunin blómleg, þriflegastur landíbúnað- ur í Evrópu og fiskveiðar stund- aðar af miklu kappi, vísindi og heimspeki eiga þar oruggt grið- land. í trúmálum voru íbúarnir umburðarlyndari heldur en víð- ast hvar annars staðar í Evrópu, kaþólsk trú var að vísu bönnuð, en þó var áhangendum þeirra trúarbragða leyft að iðka trúar- athafnir sínar í laumi. Áhugi manna á listum einkum málara- list var mikill, ferðabókahöfund- ar geta þessa mikla áhuga og þá undrar magn málverka meðal borgai-astéttarinnar, en slíkt var einsdæmi á þessum tímum í öðr- um löndum. Iðandi athafnalíf verður listamönnum oft hvatn- ing til starfa, að því er sumir telja og slíka hvatningu skorti ekki á Hollandi þetta tímabil. Á þessu tímalbili nær hollenzk Mstt háitindi með Remþrandlt og eru honum gerð góð skil í þess- um kafla. Annar kafli fjallar um tímaibilið 1675—1800. Á síðari hluta þessa tímabils tekur hag- ur hollenzka ríkisins að gerast mjög óhægur, einkum eftir átök- in við Englendinga 1780, en þrátt fyrir það var hagur borgarastétt- arinnar góður. Þessi kafli er ekki nema þrettán blaðsíður á móti tæpum tvöhundruð blaðsíð- um fyrsta kaflans, enda ein- kenndist þetta tímabil af aftur- för, stæling eldri verka og áferðarfaUegt handbragð jaðra við iðn og hollenzk list stendur að baki franskri og enskri á þessu tímalbili. Efnahagsleg út- þensla Hollands var öll, það var haldið í horfinu, hollenzkir borg- arar áttu ^gnægð gulls enda kenn- ir hollenzki sagnfræðingurinn Huizinga þetta tímabil við gull, þótt siður hafi verið að kalla 17. aldar sögu Hollands „gullöldina". Huizinga kýs heldur að kenna blómaskeiðið við timbur og stál, hamp og tjöru, liti og prent- svertu, dirfð og guðsótta, snilli og gáfur en ekki við gull. Tveir síðari kaflar ritsins eru settir saman af Ter Kulie og fjalla um byggingarlist og högg- myndalist. Holland hefur sér- stöðu hvað byggingarlist varðair. Víðast hvar í Ewópu náði bygg- ingarlist hátindi í höllum kon- unga og fursta og í kirkjubygg- ingum, á Hollandi var byggt yör bjargálna fólk og vei efnaða borgara og hófsemi gætti í bygg- ingum kirkna og það er hófsemi sem einkennir (byggingarlistina í Hollandi á þessum tímum, en slíkt er ekki einkennið í vold- ugum konungsríkjum Evrópu Hér var meira hugsað um þasg- indi en stórfengleika og not en glæsilegt útlit. Kaflinn um högg- myndalist er stuttur enda er hlutur hennar í hollenzkri lista- sögu þetta tímalbil smár borið saman við málaralist. Bókin er 330 lesmálssíður auk 208 myndasíðna, frágangur er ágætur. Lewis Mumford er háskóla- kennari, heimspekingur og sagn- fræðingur. Bækur hans fjalla einkum um afstöðu nútíma mannsins til náttúrunnar og þess umhverfis, sem hann hefur skap- að sjálfum sér og forfeðrum hans. Mumford er Bandaríkja- maður, fæddur 1895 og stund- aði nám við Columbia háskól- ann. Hann fékk mikinn áihuga á byggingarlist, einkum eftir að hann kynntist Patrick Ged- des, skozkum félagsfræðingi. Ahugi Mumfords á skipulagi borga ogtoyggða hafði einnig sín- ar forsendur í því þjóðfélagi, sem hann var vaxinn upp með. Bandaríkin eru ungt ríki og fólksfjölgunin og framleiðnin meiri en víðast hvar annarsstað- ar og því brýnni nauðsyn þar til skipulagningar borga og byggða. Bandaríkjamenn voru svo heppn- ir að eiga í þriðja forseta sín- um mann, sem hafði ágætt vit á byggingarlist, en það var Tho- mas Jefferson og hann hefur átt sinn hlut að því að höfuð- borg Bandaríkjanna var skipu- lögð borg frá upphafi, einnig átti hann hlut að mótun þess smekks, sem lengi réð bygging- um í Suðurríkjunum. Ör fólks- Picassó fjölgun krefst mikilla byggingar- framkvæmda og skipulagninga'r byggða, aðstæðurnar kveikja þannig áhuga Mumfords á bygg- ingarsögu borga og byggingar- list og skipulag og menningu borga og er hann meðal fremstu fræðimanna nú á dögum um þessi efni, þótt hann sé ekki húsameistari að atvinnu „The Culture of Cities", sem kom út 1938, er sú bók hans, þar sem hann setur fram hugmyndir sín- air í megin atriðum. Þessi bók, „The City in Hi- story, Its Origins, its transfor- mation, and its purposes" kom fyrst út í Bandaríkjunum 1961, sama ár kom bókin út í Eng- landi og nú er hún endurprentuð í Penguin. 1 þessu riti rekur höfundur upphaf og sögu borga og borgarþróunar frá upphafi og fram á okkar daga. Höfundur segir í formála að hann hafi not- að nokkra þætti úr bók sinni „The Culture of Cities" í þetta rit sinn, aukna og endurbætta. Bók þessi er ekki aðeins þróun- arsaga borga, heldur einnig fé- lagsleg saga frá upphafi vega. Höfundur lýsir atvinnuháttum trúarbrögðum, lögum, venjum og siðum borgarbúa, svo að rit hans er öðrum þra?ði almenn menn- ingarsaga. Menningin hefst í borgum, maðurinn er félagsvera og þéttbýlið skapar honum meiri möguleika en dreifbýlið. Fyrsti vísir að borgum voru vígi og hof, • borgin óx kringum „það allra helgasta" og það varð oft síðaista vígið. Menning fornaldar var borgarmenning, Grikkir töldu að menningarlíf væri óhugsandi nema í borgum. Þegar kemur fram á miðaldir verða miðstöðv- ar menningarinnar eins og áður, kringum helgistaðina, kirkjur og dómkirkjur og í klaustrun- um, sem voru i rauninni smækk- uð borgarmynd. Síðar á öldum eflist borgin með aukroum við- skiptum og iðfiaði og eftir iðn- aðarbyltinguna þenjast borgirn- ar út og þá tekur skuggahliða borga að gæta í ríkara mæli en fyrr. 1 sumum löndum er tekið að telja borgir illa nauðsyn og á tímabiH er lítt hirt um að f egra borgir eða sjá um að þær séu heilsusamlegir dvalarstaðir. A þessu verður breyting þegar kemur fram á tuttugustu öld. Höfundur rekur alla þessa sögu og á einkar skýran og skilmerki- legan hátt kemur víða við, og er þvi mun víðfeðmari en titillinn gefur tilefni til að halda. Bók- in er tæpar sjöhundruð blaðsíð- ur auk sextíu og f jögurra mynda síðna. Kvöldathöfn í Garðakirkju I Garðakirkju hefur sá siður verið tekinn upp að efna öðru hverju til sérstakra helgistunda, sem hafa farið fram að kvöldi til og hefur mælzt vel fyrir með- al safuaðarfólks og ávallt verið prýðileg aðsókn. Á sunnudaginn kemur fer fram í kirkjunni slík kvöldathöfn. Munu án efa marg- ir úr hópi safnaðarins og annarra sem sýnt hafa Garðakirkju vel- vild með gjöfum eða á annan hátt eiga minningar tengdar Garðastað hafa ánægju af því að koma í kirkju sína þetta sumar- kvöld. Athöfnin á sunnudag hefst kl. 8,30 e. h. Dr. Valdimar J. Eylands, prestur 1. lútersku kirkj unnar í Winnipeg, mun flytja ræðu við þetta tækifæri. Dr. Valdimar er löngu kunnur ís- lendigum austan' hafs og vestan fyrir frábært starf að kirkju- og þjóðræknismálum íslendinga báð um megin hafsins. Hann er ný- kominn til landsins ásamt dótt- ur sinni. Við bjóðum þau inni- lega velkomin og margir vinir Dr. Valdimars munu fagna þessu tækifæri til að sjá hann og heyra enn á ný. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari mun syngja í Dr. Valdimar J. Eylands. kirkjunni þetta kvöld og Garða- kórinn syngur einnig undir stjórn Guðmundar Gilssonar, organista. Bílferð verður frá Víf- ilsstöðum kl. 8,15 þetta kvöld og mun hann taka farþega meðfram leiðinni bæði til og frá kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.