Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 26
26 MORGLNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1967 ÞitÖTTAFRÉTTIR MORGUIVBUflSIMS Hnífjöfn stigakeppní ÍR og KR á Meistaramóti Rvíkur — og spennandi keppni í nokkrum greinum HAPUNKTUR keppninnar á Reykjavíkurmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í gærkvöld var viðureign þeirra Þorsteins Þorsteinssonar og Halldórs Guð- björnssonar KR í 1500 m. hlaupi. Keppendur í hlaupinu voru 6. Ólafur Þorsteinsson leiddi hlaupið fyrsta hringinn, en síð- an tók Halldór sprett og Þor- steinn fylgdi á eftir. Sigu þeir smám saman fram úr öðrum keppendum og leiddi Halldór stöðugt hlaupið, unz kom á beinu brautina. Tóku þá báðir á öllu sem til var, og hlupu lengi hlið við hlið. Á síðustu metrum hlaupsins náði svo Þorsteinn naumri forystu og kom í mark sem sigurvegari. Mótið er jafnframt stiga- keppni milli Reykjavíkurfélag anna og standa stigin þannig nú að KR hefur forustuna með 279 stig, ÍR hefur 274 stig og Ármann 39 stig. Eftir ér aðeins að keppa í einni grein 80 metra grindahlaupi kvenna og ráða úrslit í henni örugglega hvaða félag hlýtur titilinn „Bezta frjálsíþrótta- félagið í Reykjavík 1967". Óvæntust úrslit í gærkvöld voru 'hinsvegar í stangarstökki, en í þeirri grein sigraði Hreiðar { IMoregur Júlíusson, KR, stökk 3,70 metra. Valbjörn varð annar með 3,60 metr. Reyndi hann næst yið 4 metra, en tókst ekki að fara þá hæð. Valbjörn sigraði hinsvegar í 100 metra hlaupi eftir harða keppni við Ólaf Guðmundsson, KR. Þorsteinn Þorsteinsson sem hljóp í fyrri riðli, náði þriðja bezta tíma, en óneitanlega hefði verið meira gaman að sjá hann keppa við Valbjörn og Ólaf. Keppni í kringlukasti var einn ig skemmtileg. Þar tók snemma forystu Hallgrímur Jónsson, Á, með 46.18 metra kast, en í síð- ustu umferð náði Erlendur svo forystunni. Jón -H. Magnússon, ÍR, setti nýtt Meistaraimótsmet í sleggju- kasi, kastaði 5-1,84 og átti fleiri köst yfir 51 niet. Þorsteinn Þorsteinsson sigraði örugglega í 4O0 metra hlaupinu, en Þórarinn og Halldór hlupu vel og náðu góðum tímum. Val- björn varð öruggur sigurvegari í 110 metra igrindahlaupinu á 15,4 sek. í þrístölðcinu vakti athygli kornungur piltur úr ÍR, Friðrik Þór Óskarsson, sem stökk 13.01 metra og hefur bætt sig verulega frá því fyrr í sumar Þar er rnik- ið efni á ferðinni. Saima mætti segja um þá Björn Finnbjörns- son og Hróðmar Helgason. Báðir | ættu þeir að geta náð langt með æfingu og ástundun. ; stji. Erlendiur Va'ldimarsson, ÍR 3,20 Þrístökk Karl S'teflámsson, KR 13,80 Frðirilk Þór Óskarss., ÍR 13,01 Jón Þ. Ottaflsson, IR 12,90 Kringlukast Erlendur Valdimansson, 1R 46,82 Hallgrímur Jónsson,Á 46,18 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 44,15 Guðm. Hermannsson, KR 43,53 Þorsteinn Alfreðsson keppti sem gestur og kastaði 44,88 m. Sleggjukast Jón H. Magnússon, ÍR 51,84 Þórður B. Sigurðsson, KR 50,63 Erlendur Valdimarsson, ÍR 35,35 1500 metra hlaup ÞOrsteinn Þorsteinsson, KR 4:12,4 Halldór Guðbjörnsson, KR 4:12,5 Þórarinn Arnórsson, ÍR 4:20,2 Páll Eiríksson, KR 4:22,3 4x400 metra boðhlaup Sveit KR 3:38,1 Sveit ÍR 3:39,9 B-sveit KR 3:40,5 200 metra hlaup kvenna Bergþóra Jónsdóttir, lR 28,3 Anna Jóhannsdóttír, ÍR 29,0 Guðný Eiríksdóttir, KR 29,3 Spjátkast kvenna Hrefna Sigurjónsdóttir, ÍR 26,59 Ingveldur Róbertsdóttir, ÍR 22.46 Kvistín Guðmundsd. KR 21,39 Langstökk B^rgþóra Jónsdóttir, ÍR 4.78 Fríða Proppé, ÍR 4,59 Guðný Eiríksdóttir, KR 4,56 vann ísland 3-2 ÍSLENZKA unglingalandsllð- iS í knattspyrnu — þ. e. lið undir 18 ára aldri — sem verið hefur á Norðurlanda- rnótiTiu í Kiiinlandi. lék sinn síðasta leik í gærkvöldi. — Mættust þá norska og ís- lenzka liðið, en þau urðu neðst í riðlakeppninni og kepptu um 5. sæti í keppn- inni. Norðmenn unnu leikinn með 3 gegn 2 og hlaut ís- lenzka liðið, sem vægast sagt he'fur gengið verr em búizt var við, þvi neðsta sætið í keppninni. Golfkeppni unglinga á Suðurnesjum GOLFKLÚBBUR Suðurnesja gengst fyrir unglingakeppni í golfi á morgun, sunnudag. Verð ur keppnin háð á Hólmavelli í Leiru og hefst kl. 9.30 f. h. Keppnin er opin öllum ungling um 18 ára og yngri. Fyrirkomulag keppninnar verð ur höggaleikur með forgjöf. Veitt verða þrenn verðlaun. Golfklúbbur Suðurnesja hyggst leggja aukna áherzlu á starf unglingaflokka og mótið er liður í þeirri viðleitni jafnframt því sem þar er undirbúningur fyrir Unglingamót Suðurnesja og landsmótið. HELZTU URSLIT URÐU ÞESSI 100 metra hlaup Valbjörn Þorf'álksson, KR, 11,0 ÓLafur Guðmunidsson, KR, 11,2 Þorsiteinn. Þors'teinss., KR 11,3 Jón Þ. Ólafsison, ÍR 11,4 400 metra hlaup Þonsteinn Þorsiteiniss., KR 50,1 Haiidór Guðbjörmsision, KR 52,0 Þórra'inn Arnlórsson, KR 52,1 Trauisti Sveinbjörnss., FH 52,4 110 metra grindahlaup Valbjöm Þorláksson, KR 15,4 Siguröur Lárusson, Á 16,1 Þorvaldur Benediktss., ÍBV 16,4 Ólafur Guðimundsson-, KR 16,6 Stangarstökk Hr'eiðar JúliíiuS'Sion, KR 3,70 ValbjörTi Þorlákeson, KR 3,60 Pall Eirdlkisson, KR 3,60 M0LAR FYRIR nokkru léku Finnar og Hollendingar síðari leik sinn í undankeppni OL-leik- anna í knattspyrnu. Sem kunnugt er varð jafntefli í fyrri leiknum 1—1, en í hin- um síðari — í Arnheim — unnu Finnar 1—0. Næst mæta Finnar liði Frakka. Þannig verður framtiðarskipu lag golfviallar Keilis á Hvaleyri. — Níu holur. — Myndin skýrir sig bezt sjálf. 568 þús manns komu á 73 fyrstu fótboltaleiki í USA Forráðamenn ánægðir með Jbróun/no og fyrsta áriö FYRSTA keppnistímabili knatt- spyrnu í Bandarikjunum er nú lokið. Alls sóttu 564.800 manns 73 leiki sem leiknir voru síffam hin skipulagða keppni hófst 26. maí sl. Ef með eru taldir 6 „aug- lýsingaleiikir" áður en sjálf keppnin hófst komu 672.432 til að horfa á leikina eða 8512 að meðaltali. Eigendur og forráða- menn deildarinnar eru sann- færðir um að knattspyrnan eigi bjarta framtíð í Bamdaríkjun- um. Mest aðsókn varð á- yfir- byggða vielliin,um í Housiton, Astrodomie, en þangað komiu 118.II16 manns að sjá 6 ieiki eða 19.803 að meðaKali. Næat mest að 7ieikjum ag aíðan í Dallas, 54.217 að sex leikjuim. Ldkalieikir kinttspyrnunmar í Bandaríkjunum í ár verða milli úrvalsiiðis ,,ve'3tuir"-deil'darinna'r og „a'Uisitiur"-'dleilidarinnar og síð- an miilli slkozka lið'sdns Aberdeein sem er va!4nn fuiltrúi Washimig- ton gla'gm Lots Anigeles, siem valið hefur eœka l'iðiið Wolver'ha'P- ton til að mæltia fyrir hönd borg- arinnar. Forréðamenn kniaititgpymiuiméíla í Banda'rílkjuniUim segja að en|g- inn vafá ieilki a því, að kmaitfc- spyrna sé að vinna hylfli æ fleiri og muni inna-n fárra ára sfeipa sér á bekik með vihisæliusitu íþróttuniuiín, ba'S'ebol'l, korfu- knaittlieik, hokkí og banidardsk- um fótboltta. Meisturumót íslunds í frjúlsíþrðttum MEISTARAMÓT íslands í frjáls- íþróttum karla og kvenna fara fram á íþróttaleikvangi Reykja- víkurborgar í Laugardal dag- ana 24., 25. og 26. júlí n.k. og hefst klukkan 20.00 alla dag- ana. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Mánudagur 24. júlí: Karlar: 200 m., 800 -m. og 5000 m. hlaup, 400 m. grindahlaup, 4x100 m. boðhlaup, kúluvarp, spjótkast, hástökk, langstökk. Konur: 100 m. hlaup, hástökk, kúluvarp. Þriðjudagur 25. júlí. Karlar: 100 m., 400 m., 1500 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 4x100 m. boðhlaup, kringlukast, sleggjukast, þrístökk, stangar- stökk. Konur: 80 m. grindahlaup, kringlukas.t, 4x100 m. boðhlaup. MiðvikudagUT 26. júlí. Karlar: 3000 m. hindrunarhlaup, fimmtarþraut. Konur: langstökk, spjótkast, 200 m. hlaup. Þátttökutilkynningar skulu sendar Einari Frímannssyni, c/o Samvinnutryggingar, fyrir 20. júlí n.k. Féll niður látinn í keppni EINN af þátttakendum í hinni miklu hjólreiðakeppni, „Tour de France", Bretinn Tom Simpson, féll til Jarðar og var látinn er að viar kom- ið á 13. degi keppninnar á fimmtudag. Keppnin hefur verið aiar hiirð og barátta mikil og jain framt hefur hitabylgja geng- ið yfir. Ramnsókn á andláti Bret- ans er ekki lokið, og beinist hún nú að leyfum innihalds í með'alaglösum eir fundust undir sætinu á hjóli hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.