Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 28
ttgtmlribiftífe RITSTJORN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 1Q.1DO LAUGARDAGUR 15. JULI 1967 17 ára piltur handtekinn — fyrir ab leita á tvær litlar telpur RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur handsamað karlmann, sem leitafti á fjögurra ára telpu inn- arlega við Kleppsveg í fyrradag. Hálftíma áður hafði hinn sami reynt að hafa mök -við 7 ára telpu og gat hún lýst manninum. Leiddi það til handtöku hans í gær. Hér er um 17 ára pilt að ræða. Tómas Einarsson, rannsókn- arlögreglumaður, tjáði Morgun- blaðinu í gær, að eftir að frétt- in um áreitni mannsins við 4 ára telpuna oirtist í Morgun- blaðinu í gær hefðu foreldrar annarrar telpu, 7 ára, tilkynnt um svipað atferli við sömu götu. Sá atburður gerðist hálftíma áður en veitzt var að fjögurra ára telpunni. Sjö ára telpunni Gott veður um helgina 22 stiga hiti á Egilsstöðum í gcer í GÆR var fjórði góðviðris- dagurinn í röð, sólskin og 15-20 stiga hiti viða á landinu. Heitast var á Egilsstöðum, 22 stig. í Vopnafirði komst hit- inn í 21 stig, 20 á Akureyri, 19 á Hæli í Hreppum og 17 í Jökulheimum. Hitinn í Reykja vík varð mestur 15 stig. Veðurfræðingar búast við góðu veðri um allt land um helgina, svipuðu og var í gær. tókst að komast frá manninum áður en hann gat valdið henni tjóni. Þegar hún kom heim til sín lýsti hún manninum, útliti og klæðaburði. Þegar rannsóknarlögreglan hafði fengið þessar upplýsingar í hendur beindist athygli hennar að ákveðnum pilti þar í hverf- inu. Báðar telpurnar þekktu pilt- inn aftur, þegar þeim var sýnd- ur hann. Hann viðurkenndi að hafa verið þarna að verki. Pilturinn, sem er 17 ára, er vanþroska andlega, að sögn rannsóknarlögreglunnar. Er þetca í fyrsta skipti, sem hann kemst undir manna hendur fyrir slílít athæfi. 152 laxar hafa veiðzt í Ell- iðaánum frá þvi veiðí hófst í byrjun júní. Mikil laxaganga hefur verið í árnar undan- Við Elliðaárnar. Ágúst Jónsson frá Varmadal rennir fyrir laxinn við fossinn. Við laxveiðar í Elliðaám — Meiri léix þar nú en um langt skeið farna daga og sagði veiðivörð urinn, Björn Sæmundsson, að árnar væru orðnar fullax af fiski. en veiði hefði hins veg- ar ekki verið mikil, miðað við fiskmagnið í ánum. Fyrri hluta dags í gær veiddust 5 laxar. Björn Saeimiuindsson er nú veiðávörður við ámar 18. sumarið í röð. AMrei hefur hann þó bleytt færi í ámuim og kveðst en,ga Lön.giun bafa haift til þess nokikru sinni. — Ég ólsit upp við fiiskirí og dorgaði af hreinni skyldiu um áratugasikie-ið. Ég var því búiinn að flá alveg nóg a,f fiisik- veiðum og lii>n,gu*n,in hefur aMrei komið afltur. Það væri heldur efcki gott eí vörður við kuxveiðiár væri sólgin.n í veiðar. Það væri mikiið sálar- stríð. Björn sagði, að vænsti lax- inn siem á la.nd hefði komið í surnar væri 14 punda, en þann lax dró Kriistjám Sigur-- mumdsison 29. júni. Mleðal- þynigd lacxa í suimar er hims vegar am 6.1 pund. Björn taJ'di að meiri lax væri í Blliðaánum núna ©n i*m lian,gt skeið. Vatn væxi og miikiið í ánum og taldi hamn það sitafa, a,f snjóþynigsliunum sl. vetur. í Elliliiðaánuim eru leyfðar 5 stam,gir og kos.tar veiðiieyíið Fram/hald á bls. 20 180 laxar úr Víðidalsá , Hvammstanga, 14. júlí. 1 GÆRKVÖLDI voru komn- lr á land úr Víðidalsá' 180 laxar á þessu sumri, sá þyngsti 27 pund, og nokkrir fleiri yfir 20 pund. Sláttur er þegar hafin á nokkr- um bæjum í sýslunni og mun almennt hefjast upp úr næstu helgi, en spretta er yfirleitt lé- leg. — S.T. Hnrður drekstur ú Keflavíkurvegi HARÐUR árekstur varð kl. 8.55 í gærmorgun á Keflavíkurvegi við Straumsvik. Par rákust sam- an tveir bílar úr Hafnarfirði og skemmdust báðir töluvert mik- ið. Ekki urðu meiðsli á mönnum. Áreksturinn varð með þeim hætti, að Saab-bíll var að koma norðuT veginn og Mercedes Benz bíll suður hann. Sá sem var á suðurleið beygði yfir veginn og ætlaði niður að Straumsvíkur- höfn, en lenti þá fyrir Saab-bíl- inn. Stal níu bifreiðum PILTUR nokkur var handtekinn í Blesugróf fyrir skömmu, þar sem hann var að reyna að kom- ast irn í bifreið, sem var í ann- ars eigu. Hann var tekinn til yfirheyrslu og kom í Ijós, að hann hafði ýmislegt meira á samvizkunni. Hann bafði stolið hvorki meira né minna en níu bifreiðum og stórskemmt a.m.k. eina þeirra. Pilturinn hafði útbúið tvo lykla, að tveim tegundum bif- \ Brennuvargur úrskurð- aður í 15 daga varðhald Reyndi ao kveikja í tveim íbúðarhúsum í tyrrinott — handsamaður nokkru síðar 1 FYRRINÓTT reyndi piltur nokkur að kveikja í húsum við Smiðjustíg í Reykjavik. AuK þess kveikti hann eld í porti viff Hverfisgötu. Af þessu hefði get- að hlotizt stórbruni og mann- skaði, en eldana tókst að slökkva áður en verulegt tjón hlauzt af og brennuvargurinn var hand- tekinn. Hann hefur verið úr- skurðaður í 15 daga gæzluvarð- hald, Rannsókn málsins stend- ur nú yfir. Skömmu eftir kl. 4 í fyrrinótt var lögreglunni í Reykjavík til- kynnt, að kveikt hefði verið í húsjunjuim Smiðj'uisitíg VI og 11 a^ sem eru sambyggð steinhús. Brennuvargurinn hafði hlaðið kesti af rusli við dyr húsanna og kveikt í þeim. Dyraibjalla annans húsanna tók að hringja, þegar rofinn brarm og vökmiðu þá íbúarnir. Dyrnar brunnu mjög, en unnt reyndist að hefta frekari útbreiðslu eldanna, í báðum húsunum eru vinnustofur á neðri hæðunum, en á þriðju hæð eru íbúðir, þar sem alls 6 manns búa. Þegar lögreglan kom á vett- vang, var brennuvargurinn horf- inn á brott, en leit var hafin í nágrenninu. Á meðan á henni stóð barst tilkynning um íkveikju að Hverfisgötu 72. Þar hafði verið kveikt í rusli undir steinvegg inni í porti. Er lög- reglumenn komu þangað, lagði brennuvargurinn á flótta, en náð- ist brátt. Hann er ungur maður og hefur áður komizt undir manna hendur. Hann hefur við- urkennt brot sitt. reiða og að þessum tegundum gat hann gengið hvenær sem honum datt í hug. Þegar hann var búinn að stela bifreið, fékk hann sér góðan bíltúr, lagði þeim svo kyrfilega á einhvern örugg- an stað, og læsti þeim. Tvisvar varð hann þó fyrir óhöppum og í annað skiptið gjöreyðilagði hann bifreið með því að aka henni á ljósastaur. Hann viður- kenndi einnig að 'hafa farið inn í bifreið, sem stóð við Háa- leitisbraut og stolið þaðan litlu FJbmhald á bls. 20 Tilfaoð í Straum- faxo frd S-Afríku NOKKUR kauptilboð hafa bor- izt í Straumfaxa, DC-4 (Sky- master) vél Flugfélags fslands. Engu þeirra hefur verið teklð ennþá. Meðal þeirra aðila, sem sent hafa tilboð, er námafélag það í Suður-Afríku, sem keypti á sínum tíma Gullfaxa, sem F. í. eignaðist 1948. Fulltrúi frá námafélaginu kom hingað fyrir nokkru, en ennþá hefur ekki verið fallizt á til- boð þess, fremur en önnur. Við- ræðum er þó haldið áfram. Heildaraflinn 308 þús. tonn — 46 jbús. tonnum minni en i fyrra HEILDAFISKAFLI landsmanna frá áramótum til aprílloka nam 308.205.8 tonnum, þar af var bátafiskur 288.656.4 tonn og tog arafiskur 19.549.4 tonn. Af þess- um afla var síld 43.454.9 tonn og loðna 97.165.1 tonn. Á sama tíma 1966 nam heild- araflinn 354.290.4 tonnum, þar af var bátafiskur 337.341.7 tonn og togarafiskur 16.948.8 tonn. Af aflanum þá var síld 19.632.'i tonn og loðna 124.933.5 tonn. Afli bátanna til aprílloka í ár er 48.685 tonnum minni en á sama tíma 1966, en hins vegar er togaraaflinn nú um 2.600 tonnum meiri. Heildaraflinn er nú rúmlega 46 þúsund tonnum minni en á sama tíma 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.