Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 17
MÖRGUMBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1967 17 —Skotlandsbréf Framlhald af bls. 15 svaraði því' til, að þetta væri ekki nema eðlilegt. Það væri svo miklu ódýrara og auðveld- ara að senda þessar litlu hænur á sýningu heldur en stóru kyn- in. Verðlaunin á stóru kynin væru lág í krónutölu, en send- ingarkostnaður mikill, og það væri tap á því að senda þau á sýningu, þó að verðlaun næðust á þau. En það mætti sernda 5 dverghænur í kassa, sem tæki aðeins 1 hana af þungu kjöt- kyni. Það var annars furðulegt að sjá öll þau afbrigði af hænsnum, sem þarna gaf á að líta. Það ¦voru bardagahænsni, þar sem hanarnir eru með gríðarstóran spora, hárbeittann. Eftirlitsmað - urinn gat þess, að hanaat væri nú bannað með lögum, en vaeri öðru hvoru háð enn ólöglega. Þarna voru líka haensni með kamb, sem var eins og hnúður í laginu og alveg á stærð við hænu egg. Sum hænsnin voru með hár í stað fiðurs, sum með langan ennistopp, sem náði la.ngt niður fyrir auigiu, sum með alla negnboig ans liti, og þannig mætti lengi telja. Eftirlitsmaðurinn gat þess, að það mætti þykja gott, ef 20 egg fengjust úr hænunni á ári hjá sumum þessum kynjum, og þa.u væru flest til einskis nýt nema til að senda þau á sýning- ar. Hrossakynin sum eru svipaðs eðlis. Hross eru lítið sem ekkert notuð við landbúnaðarstörf hér lengur, og sum kynin, sem sýnd voru, eru fyrst og fremst rækt- uð til skemmtunar. En þó að sum þeirra séu til lítilla hag- .nýtra nota, fást af þeim tekjur til landbúnaðar, því að hesta- mennska er mikið stunduð hér og mikið selt af hrossum til kaupstaðarbúa. Jafnvel Shet- landshesturinn, sem er minnsti Ihestur í heimi, er mjög vinsæil krakkahestur og er seldux út um allan heim. Notagildi sumra búf járkynja sýningaratriði Þó að mikið beri á því, hve mikið er lagt upp úr útliti grip- anna á þessum sýningum sýning ardaginn, er þó þróunin að stefna í þá átt að meira sé lagt upp úr notagildi sýningargrip- anna. Það eru einkum svinarækt endur, sem hafa riðið á vaðið þar, og á Hálandasýningunni var deild, sem svínakyn'bótanefnd Bretlands stóð að. Þar var sýnt, hversu mikils virði það væri fyr ir svínaræktendur að eiga völ á kynbótagöltum, sem hefðu stað- ið sig vel í prófun á prófunar- stöð. Reyndin er líka sú hér á landi, að kynbættu svínin eru ókynbættum svínum það framar, að það getur skilið á milli taps og gróða, hvort bóndinn á völ á I kynbættu svínunum á sínu búi I eða ekki. Þessa sömu þróun má líka markja í sambandi við mjólkur- kýr, (þar sem svo er nú kamið, og vai nau a lil framræktunar í s'.ofninum byggist áð verulegu leyii á iþeim nautum, sem hafa skarað fraim úr í afkvæmarann- sóknum. Það k.emur líka í ljós, að sýn- ingarnar sem slíkar hafa orðið li-.il sem engin áihrif á það, hvaðb naut eru valin til kyrabóta á sæð ingars.öðvunum. Það s&m ræður úrsli'um þar, er það hvort naut- ið, sem u>m er að ræða, gefur upp og ofan mjólkurlagnari kýr heldur en önnur naut, sem notuð eru samtimis. Það komu líka fram bending- ar um það á þessari sýningu, að þróunin stefndi í sömu átt hvað v!ðt' imur kjötfr.amieiðslu á naut gripurn. Bændur hér vilja vita, hvaða vax nihraða þeir eiga að reikna m.eð á þeim kálfum, sem þeir æl'a að ala til slátrunar. Því hrsðar sem kálfurinn vex, þeim mun fyrr nær hann viðunandi faliþunga, og þeim mun minna fr'ðu': eyðist í hann til viðhaldr.. A" þessum sökuim fer notkun h. '••'.-?. hc'.-lnkynja tii kjötfram leiðslu stórum þverrandi hér í landi, og nú framleiða Bretar helminginn af öllu sínu nauta- kjöti á mjólkurkúakyni, sem er þungt, stórvaxið og nythærra heldur en nokkurt annað mjólk- urkyn í landinu. Þetta kyn er svartskjöldótta Láglandskynið, sem hér er kallað British Friesian. Áróður fyrir öðrum kynjum, bæði til mjólkurframleiðslu og' kjötframleiðslu er mikill, en hér ræður úrslitum, hvað hagkvæm ast er fyrir bóndann. Hann fer eftir því, hvort kýrin gefur hon um arð. Þess vegna hafa þung kyn frá Englandi, sem lítils hafa verið metin til þessa, vakið á sér. at- hygli nýlega fyrir það, hve þung föll fást af blendingum undan þeim, og hve vaxtarhraði blend inganna er mikill. Þessi kyn eru m.a. Devon og Red Lincoln, og það er talið til tíðinda, að upp- lýsingar liggja jafnan fyrir um það á sýningúm, hve hratt hver sýningargripur af þessum kynj- um hafi vaxið á ákveðnu tíma- bili ævinnar. Þá er miðað við vöxt við venjulegar fóðrunarað stæður. Sum ræktunarfélög holda- kynja í landinu hafa séð sitt óvænna og eru farin að fram- kvæma vextarhraðarannsóknir á sínum kynjum með það fyrir augum að mæta samkeppni við stórvöxnu kynin. Það hefur stundum heyrzt hér þó að ekki sé það haft í há- mæli, að kýr af þéttvöxnustu holdakynjunum mjólki svo illa, að ef kálfar undan þeim.eigi að verða sýningargripir, þá verði að venja þá undir kýr af mjólk- urlagnari kynjum, til þess að framförin verði nógu góð. Það er líka tekið fram í við- tali við „Scotsiman" í sambandi við sýninguna, að svarta Wales- kynið, sem er talið til blendings- kynja og 'hefur haldið innreið sína í Skotland, gefi mjög mik- inn vaxtar'hraða á k'álfunum, og þeir kálfar ganga allir undir mæðrum sínium, segir í viðta'i- inu. Nýjungar á sviði véla og tækni Það eru færri vélasýnendur nú en í fyrra á sýningunni, og er fjármálaráðstöfunum og lánsfjár höftum stjórnarinnar kennt um. Það er líka tiltölulega fátt um verulegar sýjungar, en allmargt var sýnt af vélum og tækjum, sem lítið eða ekkert hefur heyrzt um á íslandi. Það sem vakti sérstaklega at- hygli mína var fjárbað, seín sett er upp í gangi, og botninn í bað inu er í sömu hæð og gólfið í ganginum. Yfir baðinu eru síðan stútar, sem ýrt er baðlegi út yfir féð með háþrýstidælu, og eins eru stútar upp úr gólfinu á baðinu, sem gegnvæta kindina að neðan. Hægt er að reka 15—20 kindur Þarna er v«rið að sýna, hvað hægt sé að taka Landroverinn á stað í brattri brekku aftur á bak. Einn krakki fékk að sitja í í hverri ferð. » inn í baðið í einu, og þær eru látnar vera í úðuninni í 1—2 mínútur. Þægilegur útbúnaður er til að opna fyrir fénu og hleypa því út, og einn maður getur séð um böðnunina, því.að féð gengur vel inn í baðið, með an úðinn er ekki á. Frárennsl- ið úr baðinu rennur í þró, sem er lægri en sjálft gólfið, og þaðan er því dæl.t inn í kerfið aftur. Méð þessu móti nýtist baðlögur- inn vel. Þetta fjárbað hefur fengið silf urverðlaun Hálandafélagsins, og ef það reynist eins vel og af er látið, á það vafalaust erindi til ís lands. Það er sagt létt í meðför- um og á að vera auðvelt að flytja það á milli bæja. Dæluna er hægt að tengja við aflúrtak- ið á dráttarvél. Verð á baðinu með dælu til að tengja við drátt arvél er rúmlega 20.000 ísl. kr. Önnur nýjung, sem senilega getur komið að notuim við bú- skap heima er fjórhjólaður flutn ingavagn með vökvalyftu. Hann fæst bæði með skjólborðum úr tré og járni og með upphækk- uðum grindum. Hann er þannig gerður, að þegar beizlinu á hon um er lyft með vökvalyftu drátt arvélarinnar, lyftast fraimhjólin frá jörðu, en annars hvílir að- eins þungi beizlisins á dráttar- króknum. Þannig má auka eða minnka þungann á dráttarvél- inni eftir þörfum. Festingin á pallinum við grind ina er aftan við afturhjólin, svo að hægt er að lyfta pallinum mjög hátt að framan, þegar ver ið er að tæma ihann. Þessi vagn er sagður notaður mikið við bú- störf ihér í landi, en einnig mikið við vegagerð og efnisflutninga við ýmsar framkvæmdir. Hann tekur rúmlega 9 tonna hlass. Verðið er imismunandi eftir því hvers konar skjólborð fylgja, eða frá rúmlega kr. 50.000 fyrir ein- íöldustu gerð upp í rúmlega kr. 60.000 fyrir dýrustu gerð. Það skal tekið fram, að það verð, sem hér er gefið upp, gild ir hér í Skotlandi. Ég vil enga ábyrgð bera á því, að Iþað gildi á fslandi. Þá voru sýndar vélar á sýn- ingunni, sem enu fullkomlega sjálfvirkar og er stjórnað með rafeindatækni. Meðal annars var þar fóðurblöndunarvél, sem nær í efnin í fóðurblönduna úr geym um, sem flutt er úr með sjálf- mælandi sniglum. Öll efni, sem þarf í blönduna eru mæld í sniglum, og hraðinn á sniglinum úr hverjum geymi takmarkast sjálfkrafa af því hve mikið á að vera af viðkomandi efni í blöndunni. Formúlan fyrir blöndunni er sett inn í vélina fyrirfram, og síðan þarf ekki að hugsa neitt um blöndunina, meðan næg efni eru fyrir hendi og meðan tekið er frá vélinni. Þessi vél er ætluð til notkun- ar við sjálfvirka svínafóðrun, en ekki er ósennilegt, að hún gæti komið að gagni við sumar minni fóðurblöndunarstöðvarn- ar, .sam til eru í landinu — ef þær verða þá ekki &ð leggja upp laupana fyrir innfluttu blöndun um. Eins var sýnd frumgerð að vél, sem á að geta grisjað fóður rófnaakra og skilið eftir eina plöntu í stað og þá vitanlega rófnaplöntu og ekki illgresi. Það er ljásnæmt tæki, 'sem er uppi- staðan í þessu áhaldi, og grein- armunur er gerður á ljósinu frá rófnaplöntunni og öðrum hlut- um, sem ljósgeisli frá tækina kastast frá. Þá var sýnd tækni við að greina kartöflur frá steinum og öðrum aðskotaihlutuim við flokk un á karötflum, og mættu Neyt endasamtökin gjarnan standa undir kostnaði af tilraun með slíkt tæki. • Hér hefur verið drepið á all mörg atriði, sem ættu að gefa nokkra yfirsýn yfir sýninguna í heild. í sambandi við sauðfjárræk¦,;- ina kom fram margt nýstárlegt, sem ekki hefur verið rúm fyrir bér, og verða því gerð nánari skil í annarri grein. Stefán Aðalsteinsson. Kaupmenn — Innkaupastjórar Höfum fyrirliggjandi Áfengisvarnarráð vill ráða erindreka í þjónustu sína. Umsóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar. Nánari upplýsingar gefur áfengisvarnarráðunautur. ÁFENGISVARNABRÁÐ. Aurora toilett pappir-ilmborinn 48x2 rl. mislitar 24x2 rl. hvítar. Northern -— trissue pappír andlitsþurrkur — ilmborið 48x100 pk. í ks. — mislitt. Northern Serviettur 48x80 pk. per ks. — ódýrar. -'féii\^MK*^,t>\ Waxtex vaxpappír tof^lWMJtnM/ 48x100 fet pr. ks. ^^í Waxtex vaxpokar 24x75 pr. ks. — sterkir, þægilegir. Northern Towels eldhúsrúllur — tvöfaldur pappír 36x1 rl. — mislitar 24x2 rl. — mislitar BAÐHERBERGISSKAPAR FALLEGIR VANDAÐIR NÝTÍZKULEGIR LUDVIG STORR Laugavegi 15, sími 1-33-33. ERUM EINNIG umboðsmenn fyrir, og getum útvegað, O. DIXIE.CUP pappamál, pappadiska, hnífa, gaffla og fl. Höfum einnig fyrirliggjandi serviettubox fyrir mjög ódýrar serviettur til nota fyrir kaffiteríur, mötu- neyti í fyrirtaekjum og fl. staði. Flytjum einnig inn með stuttum fyrirvara peninga- skápa, eldtrausta og ódýra. REYNIO VIÐSKIPTIN. Heildsölubirgðir: , NEYZLUVÖRUR HF. Snorrabraut 50. Sími 12816 (9—12 f.h.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.