Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 1
24
SIÐUR
54. árg. — 176. tbl.
MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ástandii í Kína nú
líkast ,byssulausri
borgarastyrjöld'
— od sögn Lin Piaos, varnarmálaróðherra
Tókíó, Hong Kong, Prag,
Belgrad, 8. ágúst,
AP, NTB.
HAFT er eftir Lin Piao,
varnarmálaráðherra Kína og
meintum arftaka Mao Tse
tungs, að nú ríki þar í landi
„byssulaus borgarastyrjöld“.
Ummæli þessi eru höfð eft-
ir Lin Piao á veggfréttablaði
í Peking og þykja renna tölu-
verðum stoðum undir fréttir
þær er berast nú óðum aust-
an úr Kínaveldi af síharðn-
n
! Blaðomoðui
' rúma húlla öld
Álasundi, 8. ágúst, NTB.
LÁTIN er í Noragi blaðamað-
urinn Amanda Olisen, sem
l-engst af starfaði við Sunn-
mörepcisten, áfitræð að aldri.
Amanda Olsen er borin oig
barnfædd í Bergen oig starf-
aði við héraðsfréttablað á
íHairðanigri og við blaðið „17.
mai“ í Ósló áður en hún sett-
ist að í Álasundi. Þar starfaði
(hún fyrsf fyrir „Álesunds
Avis“ í eitt ár oig síðan við
„Sfunnmörepositen" í hálfa öld
við mikinn orðstír. Arnanda
Olson tók einniig mikinn þátt
í ýmsum kvennasamfökum
um ævina og starfaði að heil-
brigðiismálum og velferðar-
málum mamgskonar. Hún var
um skeið formaður biaða-
mannafélags Álaisunds. — Á
9Íðari árum starfaði Amanda
Olsen sem „freelance" blaða-
maður.
andi átökum Maosinna og
fylgismanna Liu Shao chis,
Kínaforseta, nú síðast í Kant
on og í olíuvirmslustöðinni í
Taching, hinni mestu í Kína.
Átökin eru einnig sögð í
Shanghai, en í Wuhan virð-
ast Mao-sinnar hafa tögl og
hagldir sem stendur.
Þá magnast einnig óðum
vaildaibaráttan innan Kínahers og
hefur andstæðingium Maois, að
sögn veggfréttablaða, orðið þar
„nokkiuð ágenigt í baráttu sinni
igegn menndngarbyltinigunni og
byltingaröflum innan hersins".
Herma fregnir að váða sé mikil
sundrung innan hersins, en opin
berair fregnir segja 95% her-
manna dyigga stuðningismenn
Maos formanns.
Óttast fjöldaflótta frá Kanton
Frá Kanton berast þær freign-
ir, að þar hafi herlið fengið fyr-
irskipun um að skjóta til bana
hvern þann er reyni að komast
yfir landamærin til Hong Konig
án fenigins leyfis yfirvalda í
Kanton. Segja ferðamenn, sem
komndr eru til Homg Kong frá
Kaniton að á veggfréttablöðum í
borginni segi frá sókn 200.000
Maosinna úr austurhéruðum
Kína til bongarinnar, að taka þar
í sdnar hendiur öll völd. Og
fyillgdi það sögu fólkis þessa, sem
bneaka blaðið „Soutlh Cttiina
Fost“ í Hong Kong skýrir frá, að
fjöldi manns hafi verið á ferli
í Kanton, sem ekki talaði Kant-
on-mállýzku, og víða hefðu þar
staðið bardaigar mdlli verkafóliks,
rauðra varðliða, stúdenta og
embættismanna bongarinnar.
Chen Yi gagnrýndur
Ohen Yi, utanríkisráðlherra
Framlhald á bls. 23
Unnið að undirbúningi Sumarhátíðarinnar í Húsafellsskógi. ViIhjáJmur Einarsson með raf-
virkjunarmeistara staðarins. (Sjá grein og myndir frá Húsafelli á blaðsíðu 13).
Jórdaníustjórn hvetur til
f rekari andstöðu gegn Israel
Jerúsalem, Tel-aviv og Amman
8. ágúst — NTB —AP —
ABDEL Wahab al-Majali, fjár-
málaráðherra Jórdaníu, hvatti í
gær flóttamenn frá vesturbakka
Jórdan að hverfa aftur til heim-
iia sinna á ísraelska yfirráða-
svæðinu og valda ísraelsmönn-
um þannig erfiðleikum. Jafn-
framt þessari áskorun gerðu
Arabar í Jerúsalem 24 klst.
allsherjarverkfall gegn ísraels-
mönnum. Jórdaníustjórn hefur
ákveðið, að sjá öllum flótta-
mönnum, er snúa aftur til ís-
raelska yfirráðasvæðisins fyrir
ókeypis matforða til 3ja mán-
aða og peningaupphæð. Abdel
fjármálaráðherra sagði í ræðu
sinni, að það væri skyida allra
flóttamanna, er snúa aftur til
heimkynna sinna á vesturbakka
Jórdan að hjálpa þeim er fyrir
eru að vinna gegn ísraelsku
árásarmönnunum, þar til lausn
Vilja minnka fiskinn-
flutning til Bandaríkjanna
er fengin í deilunni.
Talið er víst að ísraelsstjórn
muni grípa til aðgerða til að
koma í veg fyrir frekari vinnu-
stöðvanir og mótmælaaðgerðir í
arabíska hluta Jerúsalem. Ótt-
ast stjórnin að mótmælaaðgerð-
ir muni færast í aukana, er flótta
menn fara að streyma aftur til
heimila sinna. fsraelsk yfirvöld
hafa handtekið verkfallsfor-
sprakkana og bannað starfsemi
þeirra. Talið er að uim 150 þús.
manns hafi flúið heimili sín á
•vesturbakka Jórdan, en engu er
hægt að spá um hve margir snúa
til baka.
Allt var með eðlilegum hætti
í Jerúsalem í dag, þrátt fyrir
hvatningu leynisamtaka, er
nefna sig „Varnarnefnd arabiska
hluta Jerúsalem“, til Araba um
frekari verkfallsaðgerðir. ísra-
elsstjórn segir, að verkfallið
hafi komið til vegna æsiáróðurs
útvarpsins í Amman. Þá segir
stjórnin, að verkfallið hafi ver-
ið skipulagt í sambandi við
komu Nils Gussings, eftirlits-
manns S.Þ. til borgarinnar, en
hann mun kynna sér ástandið
þar næstu daga.
ísraelsmenn kvörtuðu í dag
við Odd Bull yfirmann gæslu-
liðs S.Þ. um að Egyptar notuðu
enn smábáta til siglinga á Súez-
skurði, þrátt fyrir samkomulag
beggja aðila um að sigla ekki
um skurðinn. Bull fyrirskipaði
rannsókn í málinu. ísraelsmenn m
og Jórdaníumenn skiptust á
skotum yfir ána Jórdan á sunnu
dag. Báðir aðijar saka hinn um
að hafa byrjað skothriðina.
Staðfest hefur verið að Tito
Júgóslavíuforseti fari í heimsókn
til Egyptalands innan skamms,
til viðræðna við Nasser forseta.
Það var bandaríska blaðið Wash
ington Post, sem skýrði frá
þessu fyrst. í viðtali við blaðið
sagði Tito að hann myndi leggja
fyrir Nasser tillögu til lausnar
deilu Araba og ísraelsmanna.
Blaðið A1 Ahram í Kaíró sagði
í dag, að Egyptar bindi miklar
vonir við þessa mikilvægu heim
sókn. í tillögu Titos er gert ráð
fyrir raunverulegri viðurkenn-
ingu Araba á Ísraelsríki, og
myndi slík viðurkenning losa
þjóðarleiðtoga Arabaríkjanna
undan þeirri kvöð, að þurfa að
viðurkenna ísrael formlega hver
í sínu lagi. Ef Arabar fallast á
tillögu Titos, má telja víst að
deilan leysist, þar eð viður-
kenning á Ísraelsríki hefur
verið höfuðkrafa ísraelsmanna.
New York, 7. ágúst (AP)
JOSEPH Curran, forseti
bandarísku sjómannasamtak-
anna, National Maritime
Union, hefur sent Johnson
Bandaríkjaforseta 20 bls.
hækling með áskorun á ríkis-
stjórnina að grípa nú þegar
til aðgerða er miði að því að
efla fiskveiðiflotann.
í bæfclingnum er sagt, að
Bandaríkin beiti allri orku sinni
til geimrannsókna, kjarnorkutil-
rauna, bættrar iðnframleiðsliu og
flutninga, en sé að afhenda Sov-
étríkjunum forustuna í fiskveiði
málum. Fylgir bæklingnum
fjöldi ljósmynda af sovézkum
fiskiskipum, allt frá risastórum
móður- og verksmiðjuskipuim
niður í lítil en vel búin togskiip.
Leggur Curran til að ríkis-
stjórnin beiti sér fyrir uppbygg-
ingu fiskveiðanna í eftirfarandi
sex liðum:
1. Dregið verði úr innflutningi
fiskiafurða, sem nú nemur
um 2.500 mdlljónum doll-
ara á árL
2. Veittar verði a.m.k. 100
milljónir dollara árlega til
smíði nýrra fiskiskipa, sem
einnig geti stundað hafrann
sóknir og „öryggisrann-
sóknir".
3. Gerðar verði tilraunir til
vinnslu eggjahvítuefna úr
fiski til manneldis, sem
unnt verði að senda bág-
stöddum þjóðum.
4. Veitt verði lán með góðum
kjörum og vægum vöxtuin
til smíði nýrra fiskiskipa.
5. Stofnaðar verði nýjar skipa
smíðastöðvar til að smíða
og endurbæta fiskiskip.
6. Komið verði upp „ræktun-
arstöðvum fyrir sjávar-
fiska“ á 11 svæðum út af
ströndum Bandaríkjanna,
Alaska, Hawaii og Puerto
Rico.
Útfarinn bankaræningi
Montreal, Kanada, 6. ágúst
(AP)
LÖGREGLAN í Quebec-ríki
í Kanada leitar nú lágvax-
innar tveggja barna móður,
sem sögð er vera afbragðs
vélbyssuskytta og talin er
eiga þátt í um 20 bankarán-
um, sem framin hafa verið á
undanförnum 12 mánuðum.
Ekki hefur verið skýrt frá
nafni konunnar, en hún er 27
ára og gengur undir nafninu
„Vé.lbyssu-Molly."
Síðasta bankaránið, sem
Vélbyssu-Molly tók þátt í,
var framið á föstudag í Mont
real. Þar tókst henni og
tveimur grímuklæddum mönn
um, að ræna níu þúsund doll
urum úr banka einum í aust-
urhluta borgarinnar. Fyrir
hálfum mánuði tók hún þátt
í tveimur bankaránum á sömu
klukkustundinni í Montreal
og úthverfi borgarinnar, St.
Leonard. Voru þrír menn
með henni í það skiptið.
Molly þessi er um 150 senti-
Framhald á bls. 23