Morgunblaðið - 09.08.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.08.1967, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1967 Þjdðhátíðin í Herjdlfsdal Séð inn eftir Herjólfsdal meðan á skemmtiatrióum stendur. ÞEIR sem af hreinu hjarta og með göíugu hugarfari ræða og rita hvað mest um mannvæn- leið íslenzks æskulýðs ættu að dvelja í þrjá daga á þjóðhátíð í Herjólfsdal til að kynnast hinni hlið málsins: hversu djúpt hörn rótlausra tima geta sokk- ið. Ber þó um leið að vona, að þeir 2—3000 unglingar, sem gerðu garðinn frægan á um- ræddri hátíð séu ekki rétt úrtak íslenzk æskufólks; svo illt má ekki ætla uppeldisstofnunum landsmanna. Sá beizki sannleik- ur verður að segjast hér og nú, að þjóðhátíðir í Vestmannaeyj- um eru ekki orðnar annað en ein stanzlaus og tröllaukin drykkjusamkunda, allsherjar þriggja sólarhringa stjórnleysis- timabil í sögu nokkur þúsund nýfermdra barna. Stúlka ein, sem starfaði á hótelinu í Vest- mannaeyjum tjáði undirrituð- um, að flest fólk af eldri kyn- slóðinni í Eyjum hyrfi á brott til meginlandsins þessa fyrstu Mary Belle Hart helgidaga í ágúst, fyrst og fremst sökum þess ónæðis, sem meira og minna öivaðir ungling- ar valda í bænum sjálfum, og einnig vegna þess, „að þjóðhá- tiðin er ekki lengur eins og hún var“, með orðum stúlkunnar. ,Þar sem enginn þekkir mann“ .... Hann var byrjaður að væta kverkarnar í afgreiðslusal Flug- félagsins á Reykjavíkurflug- velli, myndarlegur unglingur í gallabuxum og ,,stæl“-skyrtu, á að gizka 15 ára gamall. Hann drakk stíft á leiðinni í flugvél- inni, og þegar koimið var í Herj- óifsdal var hánn vart viðmæl- andi en vafraði á milli tjalda á- samt félögum sínum með hlátra- sköllum og herfilegum lima- burði. Undir kvöldið var hann hvergi sjáanlegur, em snemma næsta morgun var hann aftur kominn á stjá með flösku í buxnastrengnum og litla, bros- leita Reykjavíkurmær sér við hlið. Ennþá var hann vel drukk- inm og ég spurði hvernig hann hefði sofið um nóttina. Hann varð hneykslaður á svip: „Kemur þú ó þjóðhátíð til að sofa, maður?“ Næsta dag bregður honum fyr ir á hótelinu og er nú guggnari en áður og bersýnilega af hon- um dregið. Stúlkan broshýra er hvergi sjáanleg, en í hennar stað komin önnur gerðarleg og ctálítið fýld eins og henni leið- ist. Ég spyr aftur hvernig hann hafi sofið og hvort 'hann sé al- 'gáður. Hann geispar mæðulega og fitjar upp á nefið: „Æ, ég gleymdi tjaldinu heima, maður. Annars gerir það ekkert til, verst að ég er orð- inn brennivínslaus; átt þú eitt- hvað?“ Hann býður þúsundkall fyrir eina flösku, sterkríkur að því er virðist, og með eftirgrennslan kemst ég að raun um, að þetta er hluti þess farareyris, sem hon um var fenginn heima hjá sér. Óprúttnir náungar hafa sl:ð aumur á honum og á sunnudags kvöld var hann aftur í sínum gamla ham, reifur og á allan heiminn. Skrautljós og flugeldar Þrjú kvöld samfleytt var dans- að á tveimur pöllum í Herjólfs- dal. Veður var einstaklega fag- urt á föstudags- og laugardags- kvöld. Framundan úr sjónum stinga eyjarnar upp bláum koll- um. Lundar fljúga ótniflaðir með hröðum vængjatökum yfir hátíðarsvæðið. Dalurinn ymur fjörlega í sinfóníu þjóðhótíðar- kvöldsins: Ölvuð ærsl, dynjandi •músík, snemmdánir unglingar sofa úr sér milli grænna þúfna, sumstaðar er slegist, annarsstað- ar er faðmast, allstaðar ríkir svallkenndur ótaminn andi ungl- ingaskemmtunarinnar. 1 fjölskyldubúðum Vestmanna eyinga ríkti hins vegar hin sanna þjóðhátíðarstemming: Vin ir og vandamenn si(tja við skál, syngja af hjartans lyst lög og Ijóð eftir bítlana eða jafnvel meistara Ása í Bæ, og veita gest um og gangandi af innborinni rausn-Þeir kæra sig kollótta um skarkalann og hið taumlausa svall útifyrir, vita enda af reynslu undanfarinna ára, að því er ekki unnt að breyta og verð- ur ekki breytt meðan annar hver æskumaður, sem leggur leið sína hingað frá þétbbýlis- kjarnanum á Suðurlandi, kemur með því hugarfari að drekka stanzlaust meðan birgðir endast. Það væri vitaskuld út í hött að ásaka Vestmannaeyinga fyrir ástandið á þjóðhátíðinni. Þar er fyrst og fremst um að kenna yfirboðurum ungmennana, sem koma hingað gestir. Það ætti að vera vandalaust fyrir yfirvöld í Reykjavík að gera áfengisbirgð- ir þeirra upptækar á Reykjavík urflugvelli, eða a.m.k. takmarka þær allverulega. Það er hægt að skemmta sér vel án þess að drekka frá sér ráð og rænu hvern einasta dag verzlunar- mannahelgarinnar. Það sannað- ist í Þórsmörk og í Húsafells- skógi um síðustu helgi, og það sönnuðu ótaldir Vestmannaey- ingar, sem augsýnil'ega líta á hátið sína sem kærkomið tæki- færi til að lyfta sér upp, ekki svallhátíð veiklundaðra ungl- iuga, sem sjá sér leik þarna á borði að drekka án afskipta for eldranna. Á miðnætti er tendrað bál á Fjósakletti og í nokkrar mínút- ur kljúfa fagurlitir flugeldar næturhimininn til stórra hrell- inga lundunum, sem búa í hamrabeltunum, en fást einnig reyktir og soðnir í sölutjaldinu. Síðan er stiginn dans til klukk- an fjögur. Um það leyti halda lúnir og syfjaðir blaðasnápar til tjalda sinna en veiður ekki svefns vært, því þeir virðast ein ir þurfa að sofa í tj&ldbúðum aðkomufólk. Á aðra hönd er hamrað á gítar og ölvaðar radd ir kirja þjóðhátíðarsönginn en á hina slást steigurlátir menn af gelgjuskeiði með fúlu orð- bragði. Þeir hverfa á braut en aðrir koma í staðinn, sú mann- tegund, sem ekki má sjá flösku án þess að brjóta hana, eða tjald hæl án þess að rífa hann upp. Það verður úr að við förum á ról á ný. Skemtun Týsmanna var vel skipulögð og eflaust mikið í hana lagt. Því kemur á óvart tilfinn- anlegur salerniskortur á þjóð- hátíðarsvæðinu. Eftir stranga leit finnast loks kumbaldar, sem hróflað hefur verið upp út í hrauni. Þar er jafnan biðröð og sumir sjá sér leik á borði og hverfa bak við hóla í skjóli myrkurs. Við sölutjaldið ganga tvær ungar stúlkur svipþreyttar og leiðast. Þær eru systur, Guðrún og Erla frá Reykjavík. „Er gaman á þjóðhátíð?" ,Já, það er ansi gaman“, svar- ar Erla. Oj, þvílíkt fyllirí", segir Guð- rún. „Eruð þið ekki með tjald?“ „Jú, við erum með tjald, en við getum ekkert sofið fyrir hávaða og fylliríi." Við erum þjáningarsystkin". „Ætlið þið að koma aftur á þjóðhátíð, eða hafið þið fengið nóg?“ ■ „Jú, auðvitað komum við aft- ur, þetta er allt svo spennandi og mikið fjör, bara ef ekki væri drukkið svona mikið.“ Þær eru með kúrekahattana sívinsælu, einkonar einkennis- tá'kn unglinga um verzlunar- mannahelgina. Við höldum sam- an inn í sölutjaldið, tnoðfullt og hávaðinn er ærandi. Þarna kostar kókin 30 krðnur og fáeinar vafasamar brauð- sneiðar 100 kr. Tæmdum gos- drykkjaflöskum er kastað hvar vetna, en ötulir smástrákar tína þær jafnóðum up og selja á fimm kall, Hagsmunahringrásin er í algleymingi. Auglýsinga- tæknin er hins vegar á frum- stigi. Spjald, sem hengt er upp í sælgætissölunum, auglýsir: „Hinar vinsælu, köldu þjóðhá- tíðarsleikjur. Namm!“ Fjallganga Sumir notuðu góðviðrið fyrstu tvo dagana til þess að ganga á brattann. Af. fjallsbrúninni má sjá yfir allan dalinn. Við augum blasa prýðisvel gerð víkinga- skip á hægri hönd, gosbrunnur og danspallar. Til vinstri eru tjaldbúðir aðkomufólksins á víð og dreif, og hvítar heimilistjald- búðirnar eins og snoturlega nið- urraðaðir kubbar með þröngum gangvegum á milli. Vestmannaeyjar eru ævintýra heimur, bæjarstæðið sjálft á fögr um stað og fólkið ber svip af þessum stoltu eyjum. Fólksfjölg- un í Eyjum hefur verið gífur- leg; um síðustu aldamót bjuggu þar 270 manns. Nú telur kaup- staðurinn rúmlega 5000 manns. Þarna uppi á fjallinu rekumst við á miðaldra kanadiska konu, háskólakennara í Ontario, Mary Belle Hart að nafni. Hún hefur ferðast víða um heim, tekur lit- myndir og safnar staðreyndum um þjóðlíf og flytur um. þetta fyrirlestra í klúbbum í sinni heimaborg. Hún er í óða önn að ljósmynda lundann, þegar okk- ur ber að, og henni verður all hverft við, þegar' við segjum henni, að í Islandi sé þessi fugl snæddur með góðri lyst, Teykt- ur og soðinn. Henni verður tíðrætt um eyj- arnar og einstgeða fegurð þeirra og segir, að hér hafi hún viljað eiga 'heima. Þegar við fregnum hana eftir kynnum hennar af skemmtuninni niðri í dalnum, segir hún: „Hér er óvenjumikill drykkju- skapur, mjög slæmt, en þannig er það líka í Kanada. Þriðja Framhald á bls. 17 Víkingaskipin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.