Morgunblaðið - 12.08.1967, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. AGUST 1967
l
Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum
I
á því, að hér er um grundvall-
aratriði að ræða fyrir undir-
stöðuatvinnuveg landsmanna,
landbúnaðinn, með tilliti til
beitar og gróðumytja. Þar við
bætist svo ni'ð fræðilega gildi
vitanlega.
— Á þessu flakki mínu er
ég búinn að fara um langmest-
an hluta landsins, þótt víða sé
lauslega kannað. Tvö svæði
hefi ég þó ekki komið á,
Strsndasýslu og heiðalöndin
milli Jökulsár í Axarfirði og
Vopnafjarðar. Ég vil taka það
fram, að enn er óunnið úr mjög
miklu af rannsóknum mínum.
— Af þessum hálendisferð-
um mínum hefir leitt það, að
ég er nú að ganga frá allstóru
riti um staðalýsingar óbygg'ða,
sem verður framhald af bók-
inni Landið þitt eftir Þorstein
heitinn Jósefsson og á að koma
út á næsta vetri. — Nú, svo hefi
ég haft gaman af að athuga
íslenzk plöntunöfn og hefi safn-
að miklu efni eftir prentuðum
heimildum og því, sem ég hefi
heyrt. Það er geysimikið safn,
hvort sem það kemst nokkum
tíma í ritgerðarform eða ekki.
— Við hlið grasafræðinnar
hafa aðaláhugamál mín verfð
íslenzk saga og bókfræði, og
má víst rekja þann áhuga til
bókasöfnunar minnar. Prentað
hefir verið rit um bókfræði ís-
lenzkra þjóðsagna, í fjölriti er
skrá um Akureyrarprent 1853
—1952, og Prentsmiðjusaga
Akureyrar í 100 ár er í hand-
riti fullbúin til prentunar.
— Gallinn á mér er sá, að ég
hef haft gaman og yndi af of
mörgum hlutum og því unnið
færra til hlítar en skyldi. Og
þó er það ekki að öllu leyti
galli. Það er náttúrlega löstur
á vísindamanni, en ég tel það
þó kost á manni. Einskorðunin
er alltaf ófrjó og getur orðið
hryllilegur einstefnuakstur.
Nei, lífi'ð getur verið skemmti-
legt, auðugt og litríkt ef menn
hafa hug á og kunna að lifa
því. Ég gæti að vísu farið að
taka undir með Jóni forna, þeg-
ar hann kveður:
Ég man þá daga æsku í,
ég ætlaði að gera margt,
en framkvæmt hef ég fæst af
því, —
hið fáa tæpt og vart.
Nú líður á dag og lækkar
sól, —
hvað lengi er vinnubjart?
- HEIMSKORT
Framhald af bls. 14
einræði sé talið í einu landi, er ekki þar með sagt að stjórnarfyrir-
komulag þess sé nákvæmlega eins og í öðru cinræðislandi.
Þau lönd sem eru hvít á kortinu eru lýðræðislönd og er þá ótt
við lýðræði í svipuðu formi og er hér á Islandi. Þó eru frávik frá
því t. d. i Frakklandi, þar sem forsetinn er mjög valdamikill og
getur gefið út lög án samþykkis þingmeirihluta. Samt er ekki með
góðu móti hægt að flokka Frakkland undir „takmarkað lýðræði,"
— þar eru flokkar leyfðir og þar fara fram frjálsar kosningar.
Kosningar og flokkar segja ekki alla sögu um stjórnarfar landsins
og er t. d. óhjákvæmilegt að flokka sum lönd undir takmarkað lýð-
ræði eða takmarkað einræði, þótt stjórnmálaflokkar séu leyfðir
þar og kosningar fari fram að nafninu til. Þannig er t. d. Jfarið
um sum Afríkuríki.
• I einstökum Iöndum fer fram frjáls forsetakosning, og sá fram-
bjóðandi er sigur hlýtur í þeim kosningum fær síðan einræðisvald,
eða tekur sér það. Þau lönd eru flest flokkuð á kortinu undir „tak-
markað einræði" viðkomandi forseta. Gildir þetta t. d. í sumum
Mið-Ameríku og Suður-Ameríkuríkjum. Oft er málum þannig farið.
að sá er nýtur náðar fyrir augum hersins eða herforingjaklíku má
teljast fyrirfram öruggur sigurvegari í þessum kosningum, en yfir-
leitt er áberandi hvað her og herstjórn hefur mikil áhrifavöld í
heiminum.
Þess ber að geta að nokkrum löndum var sleppt á korti þessu.
Var þá um að ræða mjög lítil og frekar fámenn lönd.
A kortinu táknar svarti liturinn einræði, og strax við fyrstu sýn
er áberandi hvað stór hluti heimsins býr við slikt stjórnarfyrirkomu-
lag. Virðist einræðið í stöðugri sókn og ber þá til dæmis að líta á
mörg hinna nýstofnuðu Afríkuríkja. Þar hefur lýðræði aðeins verið
á, fyrst eftir að landið hlaut sjálfstæði, en síðan hefur oft hallað á
ógæfuhliðina, og einstaklingar eða herforingjaklíkur hafa hrifsað til
sín völdin.
71 land hefur flokkazt undir einræði, 15 undir takmarkað einræðl
og 12 undir takmarkað Iýðræði. Aðeins 37 lönd eru hvít, þar af 16
Vestuí--Evrópulönd. í sumum þessara landa á þó lýðræðið í vök
að verjast og er óvíst um hvað þau geta haldið slíkumí stjórnar-
háttum lengi. Hinsvegar má það teljast til algjörrar undantekning-
ar, ef nokkurt þeirra lahda er nú býr við einræðisfyrirkomulag á von
á breyttum stjórnarháttum.
Skipting landa eftir hirium fjórum flokkum:
I. Evrópa: 16 lýðræðislönd, 12 einræðislönd.
II. Asía: 6 lýðræðislönd, 4 takmarkað lýðræði, 2 takmarkað ein-
ræði 18 einræði, 1 borgarastyrjöld.
III. Afríka: 5 lýðræðislönd, 6 takmarkað lýðræði, 8 takmarkað ein-
ræði, 22 einræði, 1 borgarastyrjöld.
IV. Amerika (Norður-, Mið- og Suður-): 10 lýðræðislönd, 2 takmark-
að lýðræði, 5 takmarkað einræði, 9 einræði.
V. Astralía: 2 lýðræðislönd.
AUGLYSINGAR
SÍMI SS*4<BO
Gróðurrannsóknir og fleira
Spjallað við Steindór Sfeindórsson
trá Hlöðum, sem er 65 ára í dag
athugunum flest sumur síðan
1930, er mér óhætt að segja —
byrjaði á Flóaáveitusvæðinu og
hefi síðan farið um mestan
hluta landsins. Árið 1931 fór
ég fyrst upp til fjalla, og síð-
ustu 10 árin hef ég unnið að
gróðurkortagerð. Viðfangsefni
mín hafa einkum verið tvenns
konar: almenn gróðurfarslýs-
ing landsins og skilgreining
hinna ýmsu gróðurfélaga. A'ð
hinu síðarnefnda hafði lítið
verið unnið áður, en ég hefi
leitazt við að koma því á fastan
fót, sérstaklega á hálendinu.
Gróðurkortin, sem nú er verið
að gera og gefa út, byggjast
- eiginlega alveg á þessari gróð-
ursvæðarannsókn minni. Áður
var ég búinn að skilgreina og
lýsa öllum megingróðurlend-
um hálendisins. Um þa'ð hefi
ég skrifað tvær höfuðritgerðir.
Önnur nefnist Studies on the
Vegetation of the Central High-
land of Iceland, Kaupmanna-
höfn 1945, en hin er að koma út
smám saman í tímaritinu Flóru
og heitir Hálendisgróður Is-
lands. Síðari hlutinn mun koma
út á þessu ári.
— Áður en ég byrjaði að fara
um hálendið, má segja, að gróð
ur þess hafi verið ákaflega lítt
kannaður og þekktur, það get
ég sagt án nokkurrar sjálf-
hælni. Auk hálendisrannsókna
minna hefi ég farið víða um
^byggðir landsins, og þar hefir
höfuðviðfangsefnið verið mýra-
gróður. Um hann á ég í smíð-
um drög að stórri ritgerð auk
ýmissa smærri ,sem hafa komið
á prent.
— í sambandi við þessar
gróðurrannsóknir hefi ég kom-
izt að þeirri niðurstöðu eftir
útbreiðslu tegunda, að á jökul-
tíma hafi verið nokkur íslaus
svæ’ði hér á landi. Fram yfir
1930 var sú skoðun einráð, að
allt ísland hefði verið jökli
hulið á ísöld (ördeyðukenning-
in), en þá vakti sænski skop<
dýrafræðingurinn Carl H. Lind
roth fyrstur máls á því að hér
hefðu nokkrar skordýra- og
plöntutegundir hlotið að lifa
jökultímann, óhugsandí væri,
að allt dýra- og gróðurríki
landsins hefði flutzt inn síðan.
I fyrsfu taldi ég þessa sko'ðun
afar tortryggilega og jafnvel
fráleita, en þegar ég fór að fá
yfirsýn yfir athuganir mínar
um úíbreiðslu einstakra teg-
unda, fann ég enga skýringu á
henni nema þá, að hér hefðu
verið gróðurvinjar í ísauðninni,
íslaus svæði, þar sem hinar
svonefndu miðsvæðategundir
hefðu getað lifað af fimbulvet-
urinn. Þessi miðsvæði eru eink-
um fimm: Vestfirðir, Eyjafjar'ð-
arsvæðið milli Skagafjarðar og
Skjálfanda, Austfirðir, Mýr-
dalssvæðið og Hvalfjarðar-
svæðið.
— Nokkrir jarðfræðingar
hafa komizt að sömu eða svip-
uðum niðurstö'ðum af sínum
rannsóknum, og hafa skoðanir
þeirra fallið að kalla alveg sam
an við mínar. Sigurður Þórar-
insson hafði gert uppdrátt að
jökullausum svæðum, eins og
hann hugsaði sér þau, áður en
ég markaði miðsvæði plöntu-
tegundanna á minn uppdrátt.
Uppdrátt Sigurðar hafði ég þá
ekki séð, en það er dálítið gam-
an að því, að minn hefði vel
getað verið kópía af honum,
samsvörunin er næstum alger.
— Ut frá þessum og fleiri
rannsóknum hefir verið dregin
sú ályktun að allmikið af
flóru iandsins eða nær 1/4
af háplöntutegundunum hafi
lifað hér af jökultímann. Af
því sé flóra landsins með meiri
heimskautablæ en svari til
loftslags og staðhátta, en teg-
undafæ'ðin stafi hins vegar af
því, hve náttúrulegur innflutn-
ingur hafi verið erfiður sakir
einangrunar. í bókinni Gróður
á íslandi hefi ég gefið yfirlit
yfir gróðurfar landsins, að
mestu leyti byggt á eigin rann-
sóknum.
— Miklar breytingar hafa
orðið á ferðalögum og ferða-
tækni, frá því ég hóf athugan-
arferðir mínar um landið.
Fyistu árin fór ég ýmist ríð-
andi eða gangandi, en hin síð-
ari ár, eftir að ég fór a'ð hafa
samvinnu við þá Atvinnudeild-
armenn, í bílum og í fjölmenn-
um leiðöngrum. Áður var mað-
ur einn að rölta, og flestir litu
á þær ferðir sem þýðingarlaust
skemmtiferðadútl. Þá breyt-
ingu á viðhorfum til rannsókna
sem þessara, sem orðið hefir á
síðari árum, tel ég eitthvað hið
skemmtilegasta af minni lífs-
reynslu. Það er ánægjulegt, áð
nú skuli vera gerðir út stórir
leiðangrar til rannsókna, sem
byggðar eru á frumrannsókn-
um mínum, og að almennur
skilningur skuli vera vaknaður
Steindór Steindórsson í garðinum við heimili hans á Akureyn.
HINN FJÖLFRÓÐI og afkasta-
mikli fræði- og vísindamaður,
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um, settur skólameistari á
Altureyri, er 65 ára í dag. I
hjáverkum sínum frá kennslu-
og skólastarfi við M. A. hefir
hann unnið mörg stórvirki á
sviði íslenzkrar grasafræði, en
þar að auki gefið sér tíma til að
sinna ýmsum öðrum hugðar-
efnum og rita um þau. Með-
fram vegna afmælisins hefir
Mbl. beðið Steindór að segja
lesendum sínum nokkuð af
rannsóknarstörfum sínum og
athugunum á íslenzkum gróðri.
— Ég hef unnið áð gróður-
Steindór Steindórsson við Búrfell í Þjórsárdab.Myndin er tekin á afmælisdegi hans 1961.
RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA
AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 'IO^'IOO
L
*