Morgunblaðið - 12.08.1967, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. AgOST 1967
Norðurlandamótið í sundi:
Guðmundur setti giæsilegt
íslandsmet í fjdrsundi
Finnar báru glœsilegan sigur af hólmi
SUNDMEISTARAMÓTI Norður-
landa lauk í Kaupmannahöfn í
kvöld, en þá var lokið keppni
í 19 greinum. Á siðari degi móts
ins vann Guðmundur Gíslason
bezta afrek fslendinganna, er
hann varð annar í 4 m. fjór-
sundi á glæsilegu íslandsmeti
5:10,7. Gamla metið átti hann
sjálfur og var það 5:15,2 mín.
Guðmundur hafði forustuna í
sundinu á fyrsta sprettinum,
flugsundinu, og lengst af í öðr-
um sprettinum, baksundi, en
varð að láta af forustunni á síð-
ustu metrunum. Er bringusunds
spretturinn hófst náði Guðmund
ur þegar forustunni og jók hana
þar til hann var kominn tvo
metara á undan er síðasti sprett-
urinn, skriðsundið, hófst. Þá
komLTst Finnarnir báðir að hlið
hans og þéir voru allir mjög
I. B. A. sigraði
Færeyingana
Akureyri, 11. ágúst.
MEISTARAFLOKKUR færeyska
knattspyrnufélagsins H.B. í Þórs
'höfn, hefur nú leikið tvo leiki
við ÍBA, sem er gestgjafi Fær-
eyinganna. Fyrri leikurinn fór
fram í gærkvöldi og þá léku HB
við A-lið ÍBA sem sigraði með
7 mörkum gegn 1. í kvöld
kepptu Færeyingarnir svo við
B-lið ÍBA sem sigraði með 10
mörkum gegn 0. Skæðasti sókn-
armaður Akureyringa í síðari
leiknum var Steingrímur Björns
son og bezti varnarmaður Gunn
ar Austfjörð, miðframvörður.
Beztu menn Færeyinga voru
Heri Nolsöe, Torur Holm og Jog
van Jensen.
Héðan halda Færeyingarnir á
morgun til Hafnarfjarðar og
keppa þar við Hauka, en fljúga
heim á sunnudaginn. — Sv.P.
jatfnir er 50 metrar voru eftir. Á
endasprettínum var svo Finn-
inn Kasvio sterkastur og sigr-
aði á 5:08,9 mín. Keppnin í
þessu sundi var sérlega skemmti
leg og ánægjulegt að sjá frammi
stöðu Guðmundar.
Hlutur Finnlands á þessu móti
var mjög stór þeir hlutu í kvöld
6 gullverðlaun af níu möguleg-
um. Þeir hafa alls á mótinu unn
ið 12 gull, 2 silfur og 3 bronz.
Svíar hafa unnið 3 gull, 11 silf-
ur og fimm toronz. Norðmenn
hafa unnið 1 gull, 4 silfur og 7
bronz. Danir hafa unnið 2 gull
og 3 bronz. íslendingaT 1 silf-
ur og 1 bronz.
í kvöld keppti allur íslenzki
flokkurinn að Ólafi Einarssyni
undanskyldum. Guðmunda Guð-
mundsdóttir og Hrafnhildur
Kristjánsdóttir, blönduðu sér
ekki í baráttuna um efstu sætin
en voru alla leið í 5. og 6. sæti
og tímarnir 5:24,0 hjá Guð-
mundu og 5:37,0 hjá Hrafnhildi.
Guðmundur Gíslason tók þátt í
100 m. skriðsundi og varð 6. á
59,7 sek — á sama tíma og
fimmti maður hafði. í 200 m.
bringusundi var Matt'hildur Guð
mundsdóttir 7. og síðust á 3.11.6
mín. í 4x100 m fjórsundi kvenna
varð íslenzka sveitin fimmta og
síðust á 5:27,8 mín. ____ A St
Uppskera æfinganna
— sagði Cuðmundur Císlason í gœr
Kaupmannahöfn 11. ágúst.
ÉG er afskaplega ánægður
með þetta sund og finn nú að
uppskera æfinganna í 50 m.
lauginni eru að koma í ljós,
sagði Guðmundur Gíslason
eftir fjórsundið hér í Kaup-
mannaihöfn í dag.
Mér finnst gleðilegt hve
tíminn er góður því Bellahöj
laugin er af öllum tali.n vera
mjög þung eins og sjá má ai
því m.a. að hér hefur ekk-
ert landsmet verið sett hjá
neinni þjóð nema þetta ísl.
Sundlaugin er einnig mjög
sterkblönduð klóri og það
hefur gert okkur íslending-
unum mjög erfitt fyrir. Guð
munda t.d. er með mjög bólg
in augu og til þess höfum við
öll fundið. Slík augnabólga
er engan veginn hættuleg og
jafnar sig að nokkrum klst.
liðnum. Eftir atvikum erum
við ánægð með árangurinn
miðað við allar aðstæður og
héldum héðan til Svíþjóðar í
morgun, laugardag. A. St.
IBK náöi bikarnum úr höndum
Akurnesinga á síðustu stundu
AKURNESINGAR og Keflvíking
ar léku til úrslita í Litlu hikar-
keppninni í fyrrakvöld, og skildu
liðin jöfn 3:3. Leikurinn var all
fjörlega leikinn og bauð upp á
mörg skemmtileg marktækifæri.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Guðjón Guðmundsson fyrir Akra
nes úr vítaspyrnu, strax á fyrstu
mínútum leiksins, en Högni jafn
aði um 15 mínútum siðar, einnig
úr vítaspyrnu. Á 30. mínútu náði
Akurnesingar skemmtilegu upp-
hlaupi vinstra megin upp vallar-
helming Keflvíkinga og Þórður
Jónsson gaf skemmtilega fyrir
markið og skaut Matthías við-
stöðulaust í markið. Stórfallegi
mark.
Snemma í einni hálfleik skor
aði svo Björn Lárusson þriðja
mark Akurnesinga mjög laglega.
Töldu nú flestir að Akurnesing-
ar hefðu tryggt sér bikarinn, en
annað átti eftir að koma á dag-
inn. Magnús Torfason, sem hafði
átt ágætan leik fram að þessu,
(enda þótt hann þyki ekki hæí
ur í landslið okkar), 'hafði ekki
sagt sitt síðasta orð. Hann skor-
aði tvívegis fyrir Keflvíkinga og
jafnaði, svo að bikarvon Akur-
nesinga var úti.
Fyrstca
golfi í
kvennakeppnin
13
i
ar
N Ú N A í ágústmánuði hefur
Golfklúbbur Reykjavikur geng-
ist fyrir keppni bæði fyrir kon-
ur og unglinga. Sérstaklega er
það ánægjulegt að golfkeppni
meðal kvenna skuli hafa verið
endurvakin, en slíkar keppnir
hafa ekki farið fram frá 1954,
en samþykkt var að stofna sér-
staka kvennadeild í GR árið
1966.
Var um sl. helgi haldin 24
hoLu keppni um afmælis'bikar
kvenna. Þátttakendur voru að-
Utanhússhandknottleikur-
inn heist nftur í dag
HANDKNATTLEIKSMÓTIÐ ut-
an húss, sem haldið er í Hafnar-
firði, hefst aftur í dag kl. 17
eftir nokkurt hlé. Verður aðeins
leikið í meistaraflokki kvenna og
eigast þar við ÍBK og Ármann,
Valur og Breiðablik og ÍBV og
KR.
Á sunnudag heldur mótið
áfram og mætast þá Ármann og
Valur og Fram og ÍBV í kvenna-
flokki, en í meistaraflokki karla
Víkingur og KR og Haukar og
Fram, og er það úrslitaleikur-
inn í þessum riðli.
eins þrír, sem einnig er lágmarikis
fjöldi. Þær þrjár konur sem til
leiks komu eiga.sérstakan heiður
skilið fyrir að stuðla að al-
mennri þátlitöku félagskvenna í
golfkeppnum.
Úrslit í keppninni urðu:
högg
1. Ólöf Geirsdóttir.........134
2. Hjördáis Sigurjónsdóttir . . 145
3. Guðríður Guðmundsd. . . 148
Nú þeigar stund,a tugir kvenna
golf að staðaldiri og er vonandi
að allgóð þáttrtaka verði í
Kvennameistaramóti Islands,
sem hóð verður á velli Golf-
klúbbsins Keilis á Hi eyri við
'Haifnarfjörð 16.—18. ágúst nk.
Miðvibudaiginn 2. ágúst fór
fram ,,opin heppni“ fyrir ung-
linga á vegum Unigflingadeildar
GR. Þetta var fyrsta keppnin,
sem haldin hafur verið af hinni
nýstofniuðu d'eild ungra kylfingai.
Því miður komu engir ungling-
ar úr utanbæjarklúblbunum til
leiks, en 10 unglinigar úr GR
mæittu. Leikr.ar voru 18 holur
með og án forgjafar. Sénstaka
athyigli vakti frábær árangur
Jónatan.s Ólafssonair, sem bar af
öðrum keppendum.
Úrsllt urðu sem hér segir:
Án forgjafar:
1. Jónatan Ólafss. 38-39 77 högg
2. Hans Isebarn . 44-38 82 —
3. Loftur Ólafss. . 41-43 84 —
Með fbngjöf:
1. Loftur Ólafsis. . 84-25 59 höigg
2. Ól. Skúlason . 87-28 59 —
3. Jónatan Ólafss. 77-18 01 —
BÚLGARÍA sigraði Dan-
mörku í landskeppni í frjáls-
um íþróttum er fram fór í
Kaupmannahöfn um helgina,
með 124 stigum gegn 84. 1
keppninni voru sett þrjú
dönsk met. Ivan Hansen hljóp
400 metra grindahlaup á 52,6
sek., Jörgen Jensen stökk 4,62
metra í stangastökki og 4x400
betra boðhlaupsveitin hljóp
á 3:15,2. Ennfremur voru sett
tvö búlgaríumet, í 5000 metra
hlaupi, en þar hljóp Marov
Satte á 13:54,2 og í 10.000
metra hlaupi, en þar hljóp
Shelev á 29:28,4 mín.
Enn setti Guðmundur
met í kúluvarpi
*
— Góður árangur á IR-mófiimi
GUÐMUNDUR Hermannsson,
KR, setti enn íslenzkt met í kúlu
Varpi á 60 ára afmælismótj ÍR,
ér fram fór á Melavellinum í
gærkvöld. Kastaði Guðmundur
nú 17,83 metra, en eldra met
Ihans var 17,81 metr. Mun þetta
vera 10. kúluvarpsmetið sem
Guðmundir setur í ár. Einstætt
afrek hjá manni sem cr orðinn
rúmlega fertugur.
Nokkuð góður árangur náðist
í nokkrum fleiri greinum á ÍR-
mótinu í gærkvöld. Valbjörn Þor
láksson stökk 4,40 metra auð-
veldlega í stangastökki og átti
eina góða tilraun við 4,51 metr.
Þorsteinn sigraði auðveldlega í
400 os- 800 m^tra hlaupinu á j
góðum tímum: 49,2 sek. og 1:52,2 !
mín. Jón Þ. Ólafsson stökk 2,05
metra léttilega í hástökkinu, og
reynJi síðan v;ð 2.10 eða sömu
hæð og met hans er. Var hann
nálægt því að fara þá hæð í!
einni tilrauna sinna.
Nánar verður í sunnudagsblað j
Guðríður, Ólöf og Hjördis.