Morgunblaðið - 12.08.1967, Page 28
fttwipuMaMSr
NEIMILIS ;m—|
1 IILIITI1 LIU ITRYGGING Púy-I
(®) ALMENNAR TRYGGINGARJí POSTHUSSTRÆTI 9 SlMI 17700
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967
RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
„Árni Friðriksson"
i
reynslusiglingu
Síldarrannsóknarskipið Árni
Friðriksson kemur væntanlega
til fslands í byrjun september
næstkomandi og er Jón Einars-
son, sem verður skipstjóri, þeg-
ar farinn til Engiands til að vera
við reynslusiglingu sem farin
verður hinn 20. þessa mánaðar.
Skipið, sem er smíðað í Lowe-
stoft í Englandi, átti upphaflega
að vera tilbúið í júlí, en þar sem
dróst að vélarnar yrðu tilbún-
ar, seinkaði byggingu þess.
22000 kúbikm. mokað
úr Sigluf jarðarhöfn
Siglufirði, 11. ágúst.
DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir hef
ur nýlokið dýpkunarfram-
kvæmdum í Siglufjarðarhöfn.
Dýpkað var meðfram söltunar-
stöðvum vestur og suður af nýju.
hafnarbryggjunni. Mokað var
upp tæplega 22.000 kúbikmetr-
um frá 12. júlí til 5. ágúst. Dýpk
unarskipið Björninn heldur fram
kvæmdum áfram þar sem Grett-
Frnkkornir
klutu
úminningu
EINS og sagt hefur verið frá
hér í blaðinu voru fjórir
Frakkar að myndatöku fugla
norður í Grímsey fyrir I
nokkru og var þeim borið á |
brýn að hafa farið með ófriði
á hendur haftyrðlum, sem
þar búa. Málið var síðan sent I
saksóknara ríkisins. Tveir |
Frakkanna viðurkenndu að,
hafa tekið myndir af haftyrð
ilsunga og heimilaði saksókn-
ari að ljúka málinu með á-
minningu í garð þeirra.
Þotan til
Akureyrar
ir hætti. Framkvæmdir þessar
voru orðnar mjög nauðsynlegar
vegna grynninga, sem myndast
af framburði og örri stækkun
síldveiðiskipanna.
Á Siglufirði er nú verið að
vinna við að steinsteypa nyrsta
hluta Hvanneyrarbrautar, sem
verður aðalinnkeyrslan inn í bæ
inn, er Strákagöng verða tekin
í notkun á komandi hausti.
Lionsklúbbur Siglufjarðar hef
ur nýlega afhent Sigluifjarðar-
bæ til eignar og afnota barna-
leikvöll og leiktæki á svonefndu
Gostúni við Suöurgötu. Enn-
fremur gaf klúbburinn leiktæki
á tvo aðra barnaleikvelli.
MIKLAR malbikunarfram-
kvæmdir standa nú yfir á Akur
eyrarflugvelli og á að reyna að
ljúka þeim fyrir 20. ágúst. Verð
ur malbikaða brautin þá orðin
um 1300 metra löng. 23. ágúst
rennur svo upp stór dagur í flug
sögu Akureyrar, þegar Gullfaxi,
Boeing þota Flugfélags íslands
lendir þar í fyrsta skipti.
Sigurður IU.
Helgason
skipaður
borgarfógeti
FORSETI fslands hefur hin.n 9.
þ.m., veitt Sigurði M. Helgasyni,
aðalfulltrúa, Akureyri, embætti
borgarfógeta við borgarfógeta-
embættið í Reykjavík, frá 1.
október n.k. að telja, en um em
bættið sóttu auk hans Gísli Sím
onarson, Sigurður Sveinsson og
Þórhallur Einarsson, fullrúar yf
irborgarfógeta.
(Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, 11. ágúst).
■
UM verzlunarmannahelgina var vetrarlegt um að litast í Dyngjufjöllum. Nokkru áður hafði
kingt þar niður snjó og efri hluti Öskjuvegarins var ófær bílum, en ferðahópur frá Ferðafél-
agi Akureyrar lét það ekki á sig fá, heldur lagði land undir fót og gekk það sem eftir var leið-
arinnar að Öskjuvatni. Myndina tók Bjöm Bergmann.
H-DAGURINN VALINN
— eftir gaumgæfilega athugun
FR AMK V ÆMD ANEFND hægrl
umferðar boðaði fréttamenn á
sinn fund í gær í tilefni af þeirri
ákvörðun dómsmálaráðherra að
H-dagur skuli vera sunnudaginn
26. maí. 1 lögum um hægri um-
ferð var mælt svo fyrir að hægri
umferð á íslandi tæki gildi á
þeim degi í apríl-maí eða júní
1968, sem dómsmálaráðherra
ákveður að fenginni tillögu fram
kvæmdanefndar. Gerðu forráða-
menn nefndarinnar á þessum
fundi grein fyrir því, hvers
vegna 26. maí hefði orðið fyrir
valinu öðrum dögum fremur.
Benedikt Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar,
sagði að við athugun á heppi-
legum H-degi, hefði fljótlega
verið hallazt að því að sá dagur
yrði að vera sunnudagur eða ann
ar frídagur. Væru tvær megin
ástæður fyrir því: í fyrsta lagi
Góð laxveiði víðast hvar
— Góður árangur af laxarækt
— Veiðiþjófar á ferðinni
Lýsið
lækkar enn
VERÐ á síldarlýsi og mjöli
fer enn lækkandi á heims-
markaðinum. Fyrir smálest
af lýsi fást nú ekki nema 41
sterlingspund, sem er sjö
pundum minna en gert var
ráð fyrir í vor. Síldarmjöl er
komið niður í 14,6 shillinga
fyrir eggjahvítueininguna í
tonni. 1 fyrra var lýsisverðið
hæst 80 sterlingspund.
LAXVEIÐI hefur yfirleitt verið
ágæt í sumar og víðast hvar
miklar göngur í árnar. Hefur
jafnvel gengið vel í mörgum
þeim ám, sem menn höfðu van-
trú á í byrjun veiðitímabilsins.
Það er nú töluvert liðið á neta-
veiðitímann, en stangaveiðimenn
eiga eftir allt að sex vikur, mis-
munandi eftir því við hvaða ár
þeir eru. Þór Guðjónsson, veiði-
málastjóri, sagði Morgunblaðinu,
að sér fyndist að veiðin hefði
getað orðið meiri, miðað við
göngur í árnar, en þó væri ekki
ástæða til þess að kvarta. — Á-
stæðan væri sú, að nokkru leyti,
að vegna langvinnra þurrka
væri fremur lítið vatn í mörgum
ám.
Um sjö hundruð laxar voru
komnir á land úr Elliðaám, þeg-
ar Mbl. talaði við veiðimála-
stjóra í gær, en samkvæmt telj-
aranum höfðu um 3700 laxar
gengið í þær. Er það um það
bil helmingi meira en í fyrra, og
gera má ráð fyrir meiri göngiu
því vitað er um lax við ósa henn
ar. Þann 4. þessa mánaðar voru
komnir 113 laxar á land úr Leir-
vogsá og úr Bugðu 123. Laxá í
Kjós hefur sannarlega gefið vel
af sér því að 6. ágúst voru komn
ir þar á land hvorki meira né
minna en 1214 laxar. Þegar síð-
ast fréttist frá Laxá í Leirár-
sveit voru komnir þar á land
600 laxar og sáust margir í ánni.
Illa hefur gengið að fá fréttir
frá Norðurá, en 28. júlí var búið
að landa þar 675 stykkjum. Um
það leyti fengust að jafnaði
hundrað laxar á vikiu, þannig að
ef því hefur haldið áfram ættu
þeir að vera orðnir um 900
núna.
Frá Dalaánum berast liitlar
fréttir, en þó er vitað að 176 eru
komnir á land úr Flekkudalsá,
sem verður að teljast ágæt. Úr
Húnavatnsisýsluám er það að
segja, að fjórða ágúst var 341
kominn á land úr Blöndu og 72
úr Svartá, sem rennur í hana.
í Miðfjarðará varð vart við
göngu uppúr 20. júní og tölu-
verður lax um alla ána, en veið-
in ebki mjög mikil.
í fyrra var talað um að loka
Laxá í Ásum en þar hefur verið
ágæt veiði í sumar og þegar bú-
ið að veiða meira en allt tíma-
bilið í fyrra, hafa fengizt þar
allt að 17 laxar á dag. Nýjar
tölur liggja ekki fyrir frá Laxá
í Þingeyjarsýslu, en 31. júlí voru
komnir 150 laxar á land úr Nes-
veiðum og 28. júlí voru komnir
448 úr Laxamýraveiðum, en
þetta er meira en fékkst allt tíma
bilið í fyrra.
Fyrir tveim dögum voru komn
ir 60 laxar á land úr Hofsá í
Vopnafirði, sem talið er heldur
lélegt. Frá laxaræktinni hafa
borizt ánægjulegar fréttir sagði
Framhald á bls. 27.
að auðveldara væri að fá fólk
til að lesa blöð og hlusta á út-
varp á frídegi, þegar almenn-
ingur væri ekki bundinn við sin
daglegu störf. Væri það raunar
forsenda þess a'ð allt gengi að
óskum, að hægt væri að ná til
fólksins gegnum þessi fjölmiðl-
unartæki, meðan breytingin
ætti sér stað og strax á eftir.
í öðru lagi væri æskilegt að veg-
farendur hefðu tíma til þess að
kynnast og aðlagast hinum nýju
viðhorfum í ró og næði og væru
ekki í önnum hversdagsins að
þreifa fyrir sér með nýjar öku-
leiðir.
Hann sagði ennfremur, að fljót
lega hefði verið hallazt aðallega
að tveimur dögum, þ. e. sunnu-
deginum 26. maí og hvítasunnu-
degi 2. júní. Kæmi þar fyrst og
fremst til, að í kringum þessa
daga væru skólar landsins að-
gengilegir til umferðarfræðslu,
sem væri mjög áríðandi. Enn-
fremur væru miklir möguleikar
á aðstoðarfólki til aðstoðar bæði
við umferðarleiðbeiningar til að-
stoðar lögreglu og við aðrar
framkvæmdir.
Varðandi fyrrnefnda atriðið
sagði Benedikt, að fjórði hver
íslendingur væri í skóla og þar
af tæp 40 þúsund í barnaskólum
Framhald á bls. 27.
Freysteinn
í öðru sæti
Á Norðurlandameistaramótiniu í
Hangö í Finnlandi er Noregs-
meistarinn Paul Svendenborg nú
efstur í landsliðsflokki með 5%
vinning. Freysteinn Þorbergs-
son og Sviinn Jofne hafa 5 v.
og eina biðskák hvor. Ekki hef-
ur frétzt um stöðu annarra tefl-
enda.