Morgunblaðið - 17.08.1967, Side 1

Morgunblaðið - 17.08.1967, Side 1
28 SIÐUR Við komuna til Kair'ó: Tító og Nasser. Takmarkaöur ár- angur af för Títós Hörö gagnrýni á Mao — í málgagni sovézkra kommúnista PRAVDA, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, ræðst í dag harkalega á Mao Tse- tung', formann kínverska flokksins og fylgismenn hans, og segir, að kínverska þjóðin muni „binda enda á skaðlega stefnu hans“ og taka á ný upp náið samband við sov- ézku þjóðina. Kemur þetta fram í langri grein í blaðinu í dag í tilefni þess að ár er liðið frá því „menningarbylt- ingin“ hófst í Kína. Þetta fyrsta ár segir Pravda, að hafi verið ár kúgunar og ofsókna. Washington, 16. ágúst, AP. Opinber heimsókn Kurts Kiesinger, kanzlara V-Þýzka- Iands, til Bandaríkjanna hófst í gær, þriðjudag. f fylgd með kanzlaranum er Willy Brandt, utanríkisráðherra V- Þýzkalands. Á tveggja klukkustunda fundi með kanzlaranum í Hvíta húsinu sagði Johnson Bandaríkjafor- seti, að hann yrði samkvæmt Höfundur greinarinnar er I. Alexandrov, og lýsir hann yfir djúpri samúð með kínversku þjóðinni á þessum erfiðu tím- um. Þessi nýja árás Pravda á Mao formann er talin eiga ræt- ur að rekja til atburðar frá því um síðustu helgi, þegar kín- versk yfirvöld kyrrsettu so- vézka skipið „Svirsk“ í höfn- inni í Dairen. Stafaði kyrrsetn- ingin af því að áhöfn skipsins! þótti ekki sýna myndum af Mao tilhlýðilega virðingu, og var skipið ekki látið laust fyrr en Alexei Kosygin forsætisráð- herra hafði persónulega krafizt þess. Sovézk blöð hafa áður gagn- kröfu Bandaríkjaþings að kalla heim bandaríska her- menn í Þýzkalandi til við- bótar við þá 35.000 hermenn, sem kallaðir verða heim í lok þessa árs. Að loknum þessum fundi tjáði Johnson fréttamönnum, að við- ræðux þeirra hefðu verið ákaf- lega gagnlegar og farið fram af (hreinskilni. Hann sagði, að engar ákvarðanir hefðu enn verið tekn- Framhald á bls. 3 rýnt kínversk yfirvöld, en kunn ugir telja að gagnrýnin hafi Framhald á bls. 3 Kampmann aSvarlega veikur Viggo Kampmann. Kaupmannahöfn, 16 ágúst (AP). VIGGO Kampmann, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, liggur nú í sjúkrahúsi alvarlega veikur, að því er tilkynnt var opinberlega í Kaupmannahöfn í dag. Kampmann er 57 ára og var efnahagsmálaráðherra Danmerk ur tvö kjörtímabil áður en hann tók við forsætisráðherraembætt inu árið 1960. Hann lét af em- bætti fyrir tveimur árum vegna veikinda. Johnson og Kies- inger ræðast við Kairó, 16. ágúst, AP—NTB. Kairó-blaðið A1 Ahram skýrir frá því í dag, að Júgó- slavíu-forseti, Jósef Broz Tító, muni að lokinni heim- sókn sinni til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs upplýsa stjórnir Bandaríkjanna, Sov- étríkjanna og annarra ein- stakra landa um afstöðu Ar- aharíkjanna til deilunnar fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Titó hélt til Arahalandanna með það fyrir augum, að reyna að fá leiðtoga þeirra til að fall- ast á „raunhæfa“ lausn á kreppunni fyrir botni Mið- jarðarhafs, en í Sýrlandi hafa leiðtogarnir tekið þetta óstinnt upp. Löndin, sem Titó hefur heimsótt eru Eg- yptaland, írak og Sýrland. Talið er að Tító hafi lagt fram friðartillögur fyrir Nasser Egyptalandsforseta, en sá síðar- nefndi ekki viljað fallast á þær. Lét Tító sér þá nægja að skiptast á skoðunum við Arabaleiðtog- ana um leiðir til að koma á varanlegum friði fyrir Miðjarð- arhafsbotni. Að sögn Al Ahram mun Tító, að lökinni heimsókn sinni, leggja áherzlu á beina efnahagsaðstoð við Arabaríkin í viðræðum sín- um við kommúnistaleiðtoga. Júgóslavíuforseti heldur heim- leiðis á morgun, fimmtudag, frá Alexandríu. De Gaulle víttur Afskipti hans at innanríkismálum Kan- ada sögð brot á frönsku stjórnarskránni París, 16. ágúst (NTB) FRANCOIS Mitterand, leið- togi frönsku stjórnarandstöð- unnar og formaður flokka- bandalags sósíalista og rót- tækra, lýsti því yfir í París í dag, að afskipti de Gaulles forseta af málum Kanada gætu minnkað líkurnar fyrir því, að frönskumælandi íbú- ar Kanada fengju fullt jafn- rétti við enskumælandi menn í heimalandi sínu. — Sagði Mitterand á fundi með frétta mönnum, að yfirlýstur stuðn- ingur de Gaulles við frönsku- mælandi Kanadabúa, þegar forsetinn var í heimsókn í Montreal, væri einnig brot á stjórnarskrá Frakklands. — „De Gaulle hershöfðingi Framhald á bls. 3 Tékkneskur rithöfundur sviptur borgararéttindum — Fordœmdi stefnu stjórnar sinnar í deilu ísraels og Araba Tékkneski rithöfundur- inn Ladislav Mnacko, sem nú er staddur í ísrael, hef- ur verið sviptur tékknesk- um ríkisborgararétti og rekinn úr kommúnista- flokknum, að sögn tékkn- esku fréttastofunnar Ce- teka. Orsökin er sögð vera sú, að Mnacko fór í óleyfi úr landi og hefur auk þess mótmælt stuðningi tékkn- esku stjórnarinnar við Arabaríkin í deilu þeirra og ísraelsmanna. Tékknesk yfirvöld segja, að Mnacko hafi farið úr landi undir því yfirskini, að hann ætl- aði til Austurríkis, en þess í stað haldið til ísraels. Áður en Mnacko hélt til ísraels frá Austurríki for- dæmdi hann harðlega stefnu stjórnar sinnar í deilunni fyrir botni Mið- jarðarhafs. I yfirlýsingu rithöfunda- samtakanna í Bratislavíu, sem gefin var út í gær, segir að Mnacko hafi sett blett á heið- ur föðurlands síns. Er hann í yfirlýsingunni stimplaður pólitískur ævintýramaðuj og stjórnleysingi. Mnacko er 48 ára gamall. Á blaðamannafundi í Tel Aviv í dag sagði Mnacko, að hann áliti sviptingu borgara- réttinda sinna ólöglega og mundi hann berjast gegn henni. Varð hann furðu lost- inn, er honum var skýrt frá henni og brottrekstrinum úr kommúnistaflokknum. Mnacko sagði, að það væri kaldhæðnislegt, að er hann yfirgaf Tékkóslóvakiu hefði fréttaþjónusta landsmanna for dæmt ákvör’ðun grísku 'ner- stjómarinnar að svipta leik- konuna Melina Mercouri rík- isborgararétti. Varðandi vfir- lýsingu rithöfundasamtak- anna sagði hann: „Ég vil fremur vera pólitískur ævin- týramaður og stjórnleysingi heldur en skrumari, sem tek- ur við skipunum írá yíirvöld- unum.“ Mnacko sagði einmg, að hann mundi fara aftur til Tékkóslóvakíu þótt honum væri ljóst, að hann yrði hnepptur í fangelsi við kom- una þangað. Hann kvaðst enn vera sannfærður kommúnisti, en hann myndi þó ekki fara til Tékkóslóvakíu fyrr en land ið tæki á ný upp stjórnmála- samband við ísrael. Bók Mnackos, sem á ensku nefnist „The Taste of Po\ver*‘, olli alþjóðlegum styr fyrr á þessu ári, en í bókinni deilir hann mjög á ráðastéttir kommúnista. Handritinu var smyglað til útgefenda í Vínar- borg, sem síðar seldu útgáfu- réttinn til Vesturlanda. Mnac- ko er kvæntur konu af Gyð- ingaættum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.