Morgunblaðið - 17.08.1967, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1967
%
*
BÍLALEIGAN
-FERÐ-
Daggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
S/Mi 34406
SE N DU M
MAGIMÚSAR
SKtPHOlTl2í SÍMAR 21190
eftír fokun simi 40381
siM' 1-44-44
mniFioifí
Hverfisgötn 103.
Sími eftir tokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstrætl 11.
Hagstætt teigugjald.
Bensín innifalið • leigugjaldi
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Siml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
»>— *B/UK ir/KJU9
RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæði).
VESTURROSThf
GARflASTRÆTI ZSÍMH6770
• Bakpokalýðurinn
T. H. H. skrifar:
„Rétt fyrir verzlunarmanna-
helgina birtist í dagblöðunum
sú frétt, að stúlka, komin alla
leið frá Ástralíu, hefði tapað
veski, með bankabók, greidd-
um farmiða með Gullfossi,
vegabréfi o.fl. þar að auki 180
enskum pundum, (um 21.600
kr. íslenzkar) og 1600 kr. í inn-
lendu fé.
Tap hennar er mikið.
En seinni hluti fréttarinnar
er athyglisverður.
Stúlkan ferðast austur í
Fljótshlíð c.a. 105 km. leið, —
farið þangað kostar 105 krón-
ur, en þessa ferð ætlar hún að
fara og kemst á leiðarenda á
„þumalfingrunum“.
Sú spurning hlýtur að
vakna, hvernig stendur á því,
að stúlka í nýjum stígvélum,
með fulla vasa af peningum,
dettur þetta í hug og fram-
kvæmir það?
Svarið við þessu virðist
liggja í augum uppi: Gestrisni
íslendinga hetfir borizt alla
leið til Ástralíu!
Farðu til íslands, þar get-
urðu ferðazt á „þumalfingrun-
um“ um allt landið, og það þó
að þú hafir næga peninga.
Hinn 1. ágúst fór ég með
einkabíl norður í land, frá
Bifröst í Borgarfirði og að
minjasafninu í Hrútafirði. Á
þeirri leið fórum við framhjá
að minnsta kosti 20 flæking-
um 2—3 í hóp, sem veifuðu
af miklíum ákafa og báðu um
frítt far.
Þessi spotti er h.u.b. 100 km.
Hvað myndi vera margt bak-
pokafólk á öllum þjóðvegum
Islands?
Ég ferðaðist sl. vor allmikið
á þjóðvegum Þýzkalands í
einkabíl og sá ekki einn ein-
asta þumalfingursfarþega.
Ég frétti, að það væri nán-
ast óþekkt fyrirbæri þar.
Einnig átti ég tal við mann,
sem hefir ferðast þúsundir
kílómetra um þjóðvegi Banda
ríkjanna, og kom varla fyrir,
að þess háttar flækingar væru
þar á vegum, en kæmi það
fyrir, að þeir sæust, kæmi
ekki til mála að taka þá upp
í, vegna þess að oft væri þetta
áaldalýður, venjulega vopnað-
ir og til alls vissir.
Eins og öllum er kunnugt,
eru íslendingarn farnir að
ferðast allmikið til útlanda, en
ekki hetfi ég heyrt um einn
einasta, sem fer með þann
ásetning að ferðast meðal er-
lendra þjóða á „þumalfingrin-
unum“, okkar stolt sem þjóð-
ar er meiri en það.
Að endingu: útrýmum þess-
um þumalfingurs-bakpokalýð.
T. H. H.
• Vorboðar
J. sendir bréf undir þess-
ari fyrirsögn. Þar segir m.a.:
„f byrjun hvers sumar vakn
ar starfsþrá mannsins. Þegar
ekki er nóg starfssvið heima
við ibúðarhúsið, leggja menn
leið sína út fyrir bæinn, nema
lönd og taka að starfa, bylta
til gróðurlítilli mold og fara
að gróðursetja. Þetta eru hin-
ir sönnu vormenn íslands, vor-
menn fslands, vormenn ætt-
jarðar- og þjóðarhollustu.
Gróðurreitir þeirra verða ekki
metnir til fjár. Verðmæti
þeirra á ekkert skylt við pen-
ingamat. Ég kom í einn slíkan
sumar-starfsreit á dögunum,
sem þau hjónin, Jón Sigurðs-
son, fyrrv. skólastjóri, og frú
Katrín Viðar, annast. Þar
hafði verið plantað þúsundum
trjáa af mörgum tegundum.
Sum voru orðin um sjö metra
há, þrifleg og heilbrigð. Inni
á milli var urmull af íslenzk-
um blómjurtum, sem þar
höfðu verið gróðursettar. Mér
virtist, að brönugrösin brostu
til mín af ánægju yfir tilver-
unni. Víst er, að gætu blómin
mælt. mundu þau þakka fyrir
sig. Slíkur yndisreitur bendir
manni til hins skapandi al-
mættiskraftar, sem hjálpar
starfandi hendi mannsins að
skapa svo fagurt furðuverk.
Þökk sé öllum, sem rækta
fegurð og unaðsleika í íslenzku
þjóðarlífi, gera það heilnæm-
ara og betra og mennina sælli.
J.“
Veðskuldabréf
Óska að kaupa fasteignatryggð skuldabréf til 10
ára. Upplýsingar sendist afgr. blaðsins, merktar:
„Skuldabréf 2628.“
V erzlunarhúsnæði
Hef verið beðinn að útvega til kaups eða leigu
verzlunarhúsnæði við Laugaveg eða í Miðborginni.
Upplýsingar á skrifstofunni.
JÓHANN RAGNARSSON, HDLu,
Vonarstræti 4. — Sími 19085.
TU leigu óskast
Stúlkur - vinna
1—2 stúlkur sem vilja vinna við mat og bakstur
vantar strax að Hreðavatnsskála.
Hreðavatnsskáli.
í einn mánuð gamall jeppi eða Dodge Weapon í
góðu ástandi, fyrir kr. 10.000.— Full ábyrgð. Til-
boð merkt: „Kvikmyndun 5699“ sendist Mbl. fyr-
ir laugardag.
Volvo station
í mjög góðu lagi til sölu. Upplýsingar í síma 6005
eða 1950, Keflavík.
Karlmannaskór
Vinnuskór
SELJAST MJÖG ÓDÝRT.
Skókjallarinn
AUSTURSTRÆTT.
Austurstræti 6.
Tilboð óskast
í Opel Record 4ra dyra, árgerð 1965, skemmdan
eftir árekstur. Selst í núverandi ásigkomulagi.
Bifreiðin verður til sýnis að Höfðatúni 4, í dag og
næstu daga. Tilboð leggist inn á sama stað.
Loksins er komin
Ijósprentunarvélin
sem allir geta eignazt.
PACER STAR
ljósprentar allt á svipstundu og er einföld og hand-
hæg í notkun.
VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA LÁGT
EDA AÐEINS KR. 3.084.00
Leitið nánari upplýsinga hjá oss.
Einkauniboðið:
Sisli c7. cloRnsQti l/.
UMBOÐS- O G HEILDVERZLUN
SÍMAR: 12747 -16647 VISTURGÖTU 45