Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1967
11
Við Berfþórslhvol.
(Ljósm.: Sigurgeir)
landi, fyrst í ferðum milli
Vestmannaeyja og lands, og
skemimtisiglinga í nágrenni
eyjanna. Síðar verður svif-
skipið reynt á leiðinni
Reykjavík—Akranes, og við
siglingar í nágrenni þeirra
staða. Verð farmiða aðra leið
ina milli þessara staða hefur
verið ákveðið 150 kr., en
vegna veðurs verður að aug-
lýsa ferðir þess í útvarpi frá
degi til dags. Ekki er að efa
að marga Islendinga mun fýsa
að kynnast 'þessu nýstárlega
farartæki að eigin raun.
Reynsla þessara tilrauna-
ferða verður svo væntanlega
þannig, að hægt verði að taka
afstöðu til, hvort þetta farar-
tæki henti íslenzkum aðstæð-
um.
„Andskotinn sjálfur"
Þegar skipaskoðunarstjóri
hafði lokið máli sínu var
hreyflinum gefin full orka og
við svifum út úr hafnarmynn
inu með um 100 km. hraða
á klukkustund og stefndum
upp að söndunum á megin-
landinu. Svartfuglinn í bajrg
inu og aðrir sjófuglar flugu
upp felmtri slegnir, er ferlíki
þetta geistist framhjá þeim,
enda var þetta þeim jafn
framandi og okkur, sein um
borð vorum. Veður var eins
og bezt varð á kosið, logn og
rennisléttur sjór, en örlítil
undiralda. Það var gaman að
svipast um í farþegaklefan-
um og virða fyrir sér svip-
brigði fólksins. Flestir voru
stóreygðir og áttu varla orð
yfir þessi ósköp. Margir hlógu
um leið og þeir reyndu að
lýsa tilfinningum sínum.
„Þetta er nú aldeilis stór-
furðulegt", „Ég á ekki orð í
eigu minni“, „Andskotinn
sjálfur", o.s.frv. Eins og veð-
urskilyrði voru, myndii ég
helzt líkja ferðinni við að
sitja í sæmilegum langferða-
bíl á dæmigerðum íslenzkum
vegi. Þetta gefur þó ef til vill
ekki rétta hugmynd, en ég á
við að maður varð var við
jafnan hristing, eins og þeg-
ar bíll fer ofan í holur, og
stundum eins og farið sé ofan
í vegarhvörf. En það var
óneitanlega ný tilfinning að
þeytast svona eftir yfirborði
sjávax.
Selurinn varð hissa
Við höfðum varla áttað okk
ur á þessum ósköpum, er skip
ið sveif upp á sandströndina,
og varð engin breyting á
hreyfingum þess eftir að á
land var komið. Við tókum
land þar sem heitir Kross-
sandur eftir 11 mínútna sigl-
ingu og þar var stanzað til
þess að gefa sjónvarpsmönn-
um og ljósmyndurum tæki-
færi til að athafna sig. Komu
flestir sér fyrir í gömlu bfcts-
flaki, sem þarna lá, en
Strath, svifstjóri, lék listir
sínar á landi og út á sjó. Við
fylgdumst stóreygð með. í
því kom stóreygt selshöfuð
up rétt fyrir utan flæðarmál-
ið. Víst er að ekki leizt seln-
um of vel á farkostinn, því
að hann stakk sér hið bráð-
asta og hefur áreiðanlega
ekki stanzað fyrr en við Fær-
eyjar, svo snöggt var viðbragð
hans.
„Þaaaá varð ég hræddur"
Eftir dágóða stund var aft-
ur gengið um borð og nú svif
ið út á sandinn í átt að Berg-
þórshvoli. Eftir 10 mínútna
svif var komið að ársprænu
og haldið up eftir henni. Ekki
voru menn á einu máli um
hvaða bær væri Bergþórs-
hvoll, en úr varð að beygt
var til hægri, þar sem áin
skipti sér. EftÍT stutta stund
var sýnt, að ekki kæmumst
við þann veg, þar eð árfar-
vegurinn þrengdist óðum. Á
árbakkanum voru fjórir
strákar að leik, og var ákveð
ið að stanza og spyrja þá til
vegar. Strákarnir veifuðu
glaðhlakkalegir til okkar,
meðan enn var hæfileg fjar-
lægð á milli, en eftir því sem
við nálguðumst, fór að fara
um pilta. Það stóð heima, að
þegar lagt var að bakkanum
var einn eftir og hann tók
til fótanna er hurðin var opn-
uð. Einn úr hópnum reyndi
að hlaupa á eftir þeim og
kalla í þá, en þeir sýndu und
ir iljarnar og hlupu eins og
þeir ættu lífið að leysa upp
að bænum, sem var þar á að
grzka 1 km. i burtu og stönz-
uðu ekki fyrr en á hlaðinu.
Vakti þessi atburður að von-
um mikinn hlátur í okkar
hópi og varð einhverjum að
orði, að líklega héldu strák-
arnir að við værum frá
Mars. Það reyndist rétt til
getið, því að strákarnir komu
skömmu síðar í bíl með heim
ilisfólkinu og sagði sá er síð-
astur tók til fótanna, Guð-
mundur Karlsson frá Reykja-
vík, að hann hefði nú eigin-
lega ekki verið hræddur.
Hvers vegna hljópstu þá þeg-
ar hurðin var opnuð? „Þaaaá
varð ég hræddur".
Bergþórshvoll
Bærinn reyndist vera Hail
geirsey oð benti Guðjón
bóndi okkur á Bergþórshvol.
Rétt þegar við vorum að
leggja af stað aftur kom
Eggert Haukdal, sonur sr.
Sigurðar Haukdal á Bergþórs
hvoli, og fengum við þa,r kjör
inn leiðsögumann. Aftur var
haldið af stað og nú farið upp
rétta á, yfir sanda og mela og
staðnæmzt við brúna sunnan
við Bergþórshvol, þar sem
séra Sigurður bauð okkur vel
komin að Bergþórshvoli.
Þarna dreif brátt að margt
fólk til að skoða farkostinn,
sem sérstaklega vakti aðdáun
barnanna. Við spurðum sr.
Sigurð hvernig honum litizt
á. „Ég vissi ekki hvaðan á
mig stóð veðrið þegar ég sá
ykkur korna svífandi hér upp
eftir. Þetta er sannarlega
hvalreki á fjörur okkar hér“.
Klukkan var nú að verða
12 á hádegi og við urðum að
tygja okkur til heimferðar,
því að í Vestmannaeyjum átt-
um við matarboð bæjarstjórn
arinnar. Við kvöddum þetta
ágæta fólk og svifum nú aft-
ur inn sanda og út á haf og
komum til Vestmannaeyja
eftir 20 mínútna ferð. -Síðan
var snæddur hádegisverður
og haldið til Reykjavíkur með
Blikfaxa kl. hálf þrjú, allir
reynslunni ríkari.
— ihj.
Á morgun koma í heimsókn til Reykjavíkur tvö þýzk herskip. Eru þau væntanleg kl. 10 fyrir
hádegi og munu dvelja hér til jafnlengdar hinn 22. ágúst. Almenningi mun leyft að skoða
skipin á laugardag milli kl. 15,30 til 17.00 og einnig á sunnudag á sama tima. Skipin koma
frá Björgvin, en fara síðan til Belfas. Hér er um 35. æfingarferð skipanna að ræða, sem heita
Ruhr og Donau.
Hefur göngu sína á ný:
„Frjáls verzlun" í
glæstum búningi
EFTIR stutt hlé er tímaritið
FrjáLs verzlun komin út í breyttu
formi Er ritið allt einstaklega
vandað að efni og útliti. Nýtt út-
gáfuifélag, skipað ungum og
áhugasömum mönnuim, hefur
tekið við rekstri tímaritsins. Rit-
stjóri er Jóhann Briem og frétta-
stjóri Ólafur Thorodidsen. Stefnt
er að því að gera Frjálsa verzlun
að alhliða vettvangi viðskipta-
lífsins með greinum um efnahags,
atvinnu- og þjóðmál. í blaðinu
verða að auki fréttir, sem efstar
eru á baugi, innlendar og erlend-
ar.
I brófi frá útgefanda er blað-
inu fylgt úr hlaði, þar segix:
„Við getum ekki neitað því, að
þegar ákveðið var að breyta
forrni Maðsins vöktu ríkt fyrir
Vörusýning
*
í Alasundi
Álasundi, 16. áigúst, NTB.
VÖRUSÝNINGIN í Álasundi var
opnuð í dag aff viffstöddum sendi
herra Sovétríkjanna í Noregi og
verzlunarráffi sovézka sendiráffs-
ins.
Vörusýningin er mjög yfir-
gripsnnikil og eru á henni sýnd-
ar vörur frá löndum við Norðtur-
sjóinn. Stór hluti vörusýningar-
innar er tengdiur sjávarútvegin-
•um, m.a. eru sýndar þar flökun-
arvélar, hausunarvélar og raf-
magnstæki fyrir fiskiibátafiotann.
Sýningin gefur góðia hugmynd
um hina öru þróun fiskiflotans
og fiskiðnaðarins á síðari áirum.
Litprentuff forsíffa skreytir for-
síffu hins nýja veglega tölu-
blaffs Frjálsrar verzlunar
Myndin er af Ólafi Ó Johnson,
forstjóra. Um hann og fyrir-
tæki hans er fjallað í grein
í blaffinu.
okkur hugmyndir um að færa
það að nokkru í svipað form og
vinsælla erlendra tímarita, sem
gefin eru út á svipuðum grund-
velli „Efnisskiptingu F. V. er
mjög þannig háttað, að blaðið
höfði ekki einvörðungu til þeirra
manna, er eiga atvinnu sína og
afkomu beint til verzlunar og
viðskipta að sækja. heldur er
þess vænzt. að hverjum ábyrg-
um borgara, er fylgist með ef-na-
hagsmálum og þjóðarihag, sé
blaðið bæði gagn og nauðsyn.
Af efni þessa fyrsta tölublaðs,
sem er hið fjölbreytilegasta má
nefna: Verðfall á útflutnings-
vörum, staða og horfur í við-
talinu: „í vetur verður það Ice-
berg“ segir Rolf Johansen
skoðun sína á menningunni og
mörgu fleira.
í greinarflokknum samtíðar-
menn er sagt frá Ólatfi Ó. John-
son, forstjóra og fyrirtæki hans.
Mynd af Ólatfi prýðir forsíðu
blaðsins. Er ætlunin að svo verði
í framtíðinni um þá, sem fjal'lað
er um ,„samtíðarmenn“. Viðtal er
við Hannibal Valdimarsson um
væntanlega kjarasamninga. Ýms-
ar nýjar og kjarnyrtar yfirlýs-
ingar eru í viðtalinu um málefni
Alþýðubandalagsins.
Viðtal er við Davíð Sch Thor-
steinsson er nofnist: „Aðild að
EFTA mundi veikja samningsað-
stöðu okkar við EBE.
Ýmis athyglisverð nýmæli er
að finna í könnun um hnupl í
verzlunum á íslandi, og grein-
inni „Á Bæjarútgerð Reykja-
víkur sér tilverurétt? í greininni
kemur m. a. fram að heildartap
af rekstri hennar er nú tæpar
144 mi'lljónir króna.
Um markaðsmál skrifar Guð-
mundur H. Garðarsson viðlskipta-
fræðingur.
1 greinaflokknum „viðskipta-
lönd“ ritar Kjell Östrem sendi-
ráðsritari um Noreg.
1 þættinum félagsmál eru
greinar og fréttir um startfsemi
stéttarsamtaka í iðnaði og verzl-
un. En það er markmið blaðsins,
að vera sameiginlegur vettvangur
þessara samtaka.
Erlent efni er og viðamikið 1
blaðinu, bæði stuttar fréttir úr
viðskipta og stjórnmálalífi, og
smádálkar af léttara taginu
Sérsfaka athygli vegja smekk-
lega upp>settar auglýsingar, og
eru þær í samræmi við annað
útlit blaðsins.
Verið er að hleypa af stokkun-
um nýrri áskriftarsöfnun að
Frjálsri Verzlun víða um land,
og ætlunin er að næsta tölublað
komi út um miðjan september
Leitar að örkinni hans Nóa
Istanbul, 16. ágúst, NTB.
BANDARÍSKI fornfræffingur
inn og gufffræffingurinn John
Libi gerffi í dag sjöttu til-
raun sína tii að finna örkina
hans Nóa á hæsta f jalli Tyrk-
lands. Libi, sem er frá San
Francisco, hefur þrívegis áff-
ur klifið fjallið Ararat á
landamærum Tyrklands og
Sovétríkjanna, í leit að örk-
inni. Libi er 71 árs gamall.
Libi gerði síðast tilraun til
að klífa fjallið árið 1965, en
varð brátt frá að hverfa sök-
um snjókomu og þrumuveð-
urs. Hann. heldur því fram,
að hann hafi fundið staðinn,
þar sem örkin tók niðri x
þriðju heimsókn sinni til
þessa sögufræga fjalls árið
1958. Segir Libi, að örkin sé
grafin í ís og snjó og líkiega
innibyrgð í þykkri íshellu
og þar hafi hún varðveitzt
vel.
Sl. 13 ár hefur Libi eytt
1.3 millj. ísl. kr. til að finna
örkina, sem samkvæmt frá-
sögnum biblíunnar tók niðri
á Ararat-fjalli sjöunda dag
hins sjöunda mánaðar. Þrír
leiðangrar aðrir hafa verið
gerðir út á undantförnum ár-
um til að finna örkina, tveir
bandarískir og einn fransk-
ur. Libi segir, að örkin sé
Tyrklandsmegin í suðvestur-
hlíðum fjalltindsins, sem
Tyrkir nefna Agri. I leið-
angri Libis er að þessu sinni
hópur tyrkneskra hermanna,
sem aðstoða skulu við upp-
gröftinn. Klerkurinn væntir
þess einnig, að finna vegg-
ina af minnismerki því, sem
Nói reisti til minningar um
sjálfan sig og syni sína þrjá.