Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1967 Hægláti hðfuðsmaðurinn frá Alsír sem ræður örlögum Mosie Tshombes Hver er hann keppinautur Nassers? „INNAN tveg-gja mánaða verð- ur bundinn endir á líf stjórn- arinnar með sama hætti og hún fæddist — með byltingu hers- ins“. Slík var niðurstaða skýrslu, sem barst til frönsku leyniþjónustunnar í apríl sl. — skýrslu, sem fjallaði um stöðu og framtíðarhorfur stjórnarleið togans í Alsír, Houaris Boume- diennes. Og ekki var laust við, að frönskum yfirvöldum hlýn- aði við að sjá þennan spádóm, því að Boumedienne hefur sannarlega ekki verið vinsam- legur Frökkum, frá því hann tók við völdum. Og það var eki aðeins, að I skýrslunni væri spáð falli Boumediennes sem stjórnarleið toga, heldur dregin upp ná- kvæm mynd af því hvernig byltingin mundi fara fram og tilgreint nafn þess manns, sem fyrir henni mundi standa. Að sjálfsögðu yrði þetta bylt ing hersins og leiðtoginn höf- uðsmaður, að nafni Tzibiri, reyndur hermaður, sem fylgzt hefur gjörla með því, hvernig farið er að í þess háttar mál- um. Það var einmitt hann, sem færði fyrrum forseta Alsír, Ben Bella, þær fregnir upp í svefnherbergi hans, að skrið- drekar hefðu umkringt hús hans og 33 mánaða valdatíma- bili hans væri lokið. „Nú — sagði í skýrslunni — væri senn komið að Boume- dienne að fá slíka heimsókn í svefnherber.gið sitt. Hann gæti hvenær serri væri, búizt við því að heyra högg örlaganorn- arinnar á hurðinni. Tzibiri væri sjálfur maður metnaðar- gjarn og hefði að auki full- komna ástæðu til þess að bola Boumedienne úr valdastóli, því að á 18 mánaða stjórnartíma- bili hefði honum hvorki tekizt að leysa efnahagsvandræði Alsírbúa né afla sér eða landi sínu nokkurrar viðurkenningar eða álits á alþjóðavettvangi En nokkru seinna er skýrsl- an var skrifuð, breyttust horf- ur og ástand heimsmálanna. Styrjöldin milli Araba og ísra elsmanna brauzt út og hún hef- ur gersamlega breytt stöðu Boumediennes. Sú niðurlæging sem styrjöldin varð Nasser, for seta Egyptalands, skapaði tómrúm í hinum arabíska heimi, sem höfuðsmaðurinn hægláti frá Alsír smeygði sér í. Eins og nú háttar málum er Boumedienne sterkasti ríkis- leiðtogi í heimi Araba. Efnahagsástandið í Alsír kann að sönnu að vera rétt eins slæmt og áður — en á vett- vangi utanríkismála hefur staða hans styrkzt svo um mun ar. Frá því styrjöldinni lauk hefur hann að auki hrisst af sér að nokkru drungann og að- gerðarleysið, sem virtust hon- um svo í blóð borin og hann hefur reynt að fylgja eftir þess ari nýju og bættu stöðu sinni. Svo hefur virzt til þessa, sem Boumedienne væri beinlínis óhreyfanlegur. Hann hefur sama og ekkert farið úr landi frá því hann tók við völdum. En frá lokum styrjaldarinnar fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur hann farið tvívegis til Moskvu og einnig bæði til Kairó og Damaskus. Þar gekk hann meira að segja svo langt að halda ræður opinberlega — ræður, sem einkenndust meira af blóðþorsta en fáguðu tungu- taki. Boumedienne hefur not- að hvert tækifæri til þess að sýna, að hann er öfgafyllstur Boumedienne. allra arabísku ríkisleiðtog- anna. Hann er ekki aðeins and- vígur samningum milli ísraels og Arabaríkjanna — hann neit ar einnig að viðurkenna vopna- hléið. Hann hefur hvatt óspart til aukinna hernaðaraðgerða og til þess að tryggja, að Ara.ba ríkin gangi ekki til samninga við ísrael, hefur hann góðfús- lega boðizt til þess að úthella blóði landsmanna sinna til þess að hjálpa sínum arabísku bræðrum. Haft er eftir alsírsk- um embættismanni að „bróðir Boumedienne" sé að íhuga hvernig komið verði í fram- kvæmd skæruhernaði í Jerúsal em og á Gazasvæðinu". En þrát fyrir stór orð og harða afstöðu virðist Boume- dienne eiginlegt að fara að hlutunum með nokkurri gát. Það kemur meðal annars í Ijós af framkomu hans í máli Moise Tshombes þar sem hann ætlar sér greinilega að fara sér að engu óðslega. Enginn veit enn, hvað hann ætlar sér að gera; hvort hann ætlar að framselja Thsombe í hendur Kongó- stjórn, dæma hann endanlega í Alsír eða fá mál hans í hend- ur sérstökum afrískum dóm- stóli. En hver er þessi maður, sem situr svo á örlögum Thsombes? Persónulegt líf hans er svo á huldu, að slíks eru fá eða eng- in dæmi um stjórnarleiðtoga. Þeir eru a.m.k. ekki margir, sem ekki er hægt að komast að, hvort eru kvæntir eða hve nær þeir eru fæddir. Það er til lítils að leita upp- lýsinga um hann hjá venjulegu fólki í Alsír. Ekki svo að skilja, að hann veki því ótta — eins og til dæmis Trujillo þegnum Dóminikanska lýðveldisins á sínum tíma, þeir þorðu tæp- ast að nefna nafn bans og köll- uðu hann sín í milli herra Jack son. Nei — i Alsír vita þeir bara ekkert um Boumedienne. Hann er afskaplega ólíkur Ben BelLa, sem kunni. vel sam- skiptum við evrópska sendi- menn og var maður félagslynd ur. Boumedienne reynir ekki einu sinni að vera vingjarn- legur. Hann kemur mjög sjald- an í boð til erlendra sendi- manna og þá sjaldan hann kem ur þangað, tákmarkast sam- ræður hans næstum algjörlega við ráðherra stjórnar hans. Haft er eftir sendiherra einum, sem verið hefur í Alsír allt frá því hann komst til valda, að þeir hafi aldrei svo mikið sem tekizt í hendur. Alsírskir borgarar eru því vanir að sjá mynd Boumedienn Nasser. es í blöðum og sjónvarpi og þeir kunna líka að sjá hann ein hvers staðar á ferli, við að leggja blómsveiga eða taka á móti blómvöndum. En tæpast fleiri en tíu af hverjum þús- und_ Alsírmönnum hafa heyrt hann mæla orð af munni. Eftir því, sem næst verður komizt hefur Boumedienne fæðzt annað hvort árið 1925 eða 1927 og verið skírður Mohammed Boukharraba. Lítið sem ekkert er vitað um fjöl- skyldu hans — en sú saga sögð, að eirihver gamall vinur hans hafi árið 1960 spurt hann, hvernig móður hans liði og Boumedienne. þá svarað, að hann hefði ekki séð hana í þrettán ár. Hann fæddist í Guelma nærri Bone — sem nú heitir Annhába. Foreldrar hans voru fátækir og sennileg.a ólæsir og óskrifandi. Einhvern veginn tókst honum þó að brjótast til mennta. Hann stundaði nám í arabískum bókmenntum við Zitouna háskólann í Túnis og síðan við A1 Azher háskólann í Kairó. Þegar Frelsisher Alsír- manna — NLF — hóf þjóðfrels isstríðið gegn Frökum í nóvem ber 1054, var Boumedienne, þ.e.a.s. Boukharraba, starfandi sem skólastjóri í Guelma. Ben Bella, sem var vinur hans, fékk hann með sér í þjóðfrelsishreyf inguna og þá mun Mohamed Boukharraba hafa breytt nafni sínu í Houari Boumedienne. Óvíst er hversvegna — hvort það v.ar af öryggisástæðum eða hvort hann vildi þar með segja skilið við fortíðina. Árið 1927 var han orðinn leið togi fimmta hersvæðis þjóð- frelsishersins og 1960 varð hann yfirmaður hersins alls. Þá hafði han aðalbækistöð í Túnis, í smáborginni Chardi- maon og stjórnaði þaðan hern- aðaraðgerðum. Um • þessar mundir er sagt, að han hafi ver ið lærisveinn Maos, Castros og Che Cuevara. Franskar upplýB- ingar herma, að hann hafi feng ið hernaðarþjálfun bæði í Rúss landi og Kína en ekki er talið líklegt, að þær upplýsingar eigi við rök að styðjast. Að sögn kunnugra, var Boumedienne einlægur múham eðstrúarmaður og á ytra borð- inu, að minnsta kosti virtist hann ékki haldinn neinum meiri háttar göllum, — nema ef vera skyldi, að hann keðju- reykti og virtist gersamlega sneyddur áhuga á því að um- gangast fólk, ef telja á slíkt til galla. Boumedienne var þá fremur orðlagður fyrir heiðar- leika, samvizkusemi og dugnað en baráttueðli og byltingar- huga. Þegar Alsír hafði fengið sjálf stæði, beitti Boumedienne hern um til þess að tryggja valda- stöðu Ben Bella. Hann var ein- lægur stuðningsmaður hans og gerði, að því er virtist, ekkert til þess að keppa við hann. Ben Bella var félagslyndur, eins og áður sagði og safnaði að sér frönsku mælandi vinum og kunningjum — hann talaði ara Thosmbe. bísku ekki vel. Boumedienne var hins vegar betur mælandi á arabíska tungu og fylgdi Ben Bella venjulega eftir eins og þögull skuggi. Það eina, sem vakti athygli við hann, voru órólegar hreyfingar tóbaks- brúnna fingranna. Þegar Boumedienne gerði byltinguna gegn Ben Bella, sagði hann meginástæðuna þá, að Ben Bella hefði horfið af braut þeirrar stefnu — eins konar samblands af marxisma og titóisma — sem byltingar- stjórnin hefði upphaflega ákveð ið og þess í stað komið á óhóf- legri persónudýrkun. En sannleikurinn er sá, að á stefnu stjórnarinnar hafa ákaf- tega litlar breytingar orðið fyrir utan að pergónudýrkun er úr sögun.ni. Stjórnin lætur enga andistoðu viðgangast. Þeir, sem gera sig Mklega til slSkrar starf sami. eru í skyndi settir bak við lás og slíá. Að öðru l'eyti er meira í AMr en í mörgum öðr- um rífejum, þar sem fíLokiksein- ræði ríkir. Vafalaust geta kommúniistar í Alsír þó öfúnd- að slfeoðanbræður sína í fsrael af því frelsi, sem þeir búa við, en talið er að pólitískir fangar í Alsír séu elfeki fíleiri en svo 'sem tvö hundruð. f fangeflsium tíðkast hinsveg- ar enn þann dag í dag að roenn séu beittir pyndingum. Þeir, sem hallda uppi vðrn fyrlr þetta ástand, segja að þær séu aríur frá tíð Frafeka. Haft er eftir Ben nofekrum Hamza, kunnasta pyndara í Alsír. að hann beiti tsýnu fíágaðri aðferðum en fyrir rennari hans, — án þess nánar væri getið í hverju munuruin væri fóliginn. Ban Belfla er enn. á lífi og honum hefur ekki verið gert mein í fangeMnu. Fjölskylda hans fær að heimsækja hann á bátíðisdögum. Talið er lík- legt, að þessa tiltölulega góðu meðferð megi Ben Bella að verull'egu leyti þakfca vini sín- um Nastser. Hann sendi, efti-r byltinguna 1965 fjödimenna sendinefnd tiil AILsár til þess að biðja Ben Bella griða. ★ Boumedienne sagði einhverju sinn, að stetfina sín væri að byggja upp þjóðfélag, þar sem ríkti sa-nnur sósialismi. Nýlega gerði ha-nn þá grein fyrir af- stöðu sin-ni í ísraelsttnálinu, að baráttan við ísraelsim'enn væri nauðsynl-e-gur þáttur í því að fcorna á blytingarstjón-um í ö!l- um Arabaríkjunum í stað hinna ih-aldisisamari stjóm-a. Á heima vettivangi verður hins- vegar etoki séð, að sósíaŒistísk stefna hans hafi borið mikinn árang- ur. Hún befur að minnsta kosti efeki næigt til þes's að bæta það tjó-n, sem a-lsírskt efnahagsilíf varð fy-rir við brottflutning u-m 900.000 fransifera manna. Frakkarnir létu eftÍT sig Allsír blómis'trandi efnahag, em Alsírmenn hafa vanrækt herfi- lega vegna sfeorts á tæknimennt uðum mönnum. Útffliutningur víns oig grænmetis, sem eitt sinn var mjög mikill, er nú nær enginn orðinn. Alisírbúar eru yfirl'eitt lít.ið hrif-nir atf þeirri stefnu spar- semi og hógværð í lífsháttum, sem Boumedienine boðar og virðLst sjálfur lifa eftir. Þeir skilja efeki hversvegna þeirra auðuga lan-d. sem bæði á olí-u- og jarðgasilindir í miklum mæli getur efcki fært þeim sæmil'eg lífskjör. Ennþá er svo háttað, að 85% ibúanna búa á 15% landsvæðiis ríikisins. Helmingur vinnuaifílsins, um 1.5 milljón manna, hefur ekkert að gera, 80% karkn'a-nna eru óllæsir og óskrifandi — um feonurna-r veit enginn, það hefur ekki verið kannað. Með því að nota sína nýju aðstöðu á vettvangi utanrífcis- mála getur Boumedienne ef- laust um hríð fengið Alsírbúa til þesis að sætta sig við erfið- leifca og fórnir. f hinni átoöfu hugsjónabaráttu Arabainna að sameinast í stríði gegn ísra-el eru þeir eflaust fúsir að leggja hart að sér. Þúsundir alsínskra námsmanna gangast nú undir námskeið í herþjálfun. Blöð í Alsír tala mikið um þessi námskeið og þau ræða einnig um, að fyriThugað sé að koma á endurþjálfunarnámskeiðum fyrir þá, sem stunðuðu hermd- arverk og skærúhernað fyrir fr-elsisherinn í sjálfstæðisbarátt unni. En líklegt er, þegar allt kemur til alls, að stjóminni sé hætt við falli meðan ástaind- ið er svo, að fjöldi manna verð ur á hverri nóttu að hafast við í göturæsunum. Hugsanlegt er, að skýrsla frönsku leyniþjónustunnar auk ist að gildi aftur eftir nokkra mánuði, þegar lengra er liðið frá óförum Nassers og hann getur aftur farið að láta ljós sitt skína. Nasser veit, að stjóm hans á að baki sér breiðan stuðning alþýðunnar — það kom bezt í ljós, er hann bauðst til að s-egja af sér eftir ósigur- inn í styrjöldinni — og hann verður áreiðanlega ekki ánægð ur með, að Boumdienne haldi frá honum athygli til lengdar. Þá má búast við, að Boumedi- enne megi aftur fara að hlusta eftir höggum örlaganna á svefn herbergishurðinni sinni. Og kannski gengur þar inn einn góðan veðurdaginn maður með byssu og tilkynnir homum, að stjórnartíð hans sé á enda. Hver veit? Afgreiðslustarf Rösk og reglusöm stúlka ekki yngri en 20 ára, óskast til afgreiðslustarfa I sérverzlun í Miðbæn- um 1. sept. n.k. Tilboð ásamt uppl. um menntun, aldur, og fyrri störf sendist blaðinu fyrir n.k. þriðjudag, merkt: „Verzlun 5790.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.