Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1967 Maja Eggertsson Minning DAGARNIR eru fljótir að líða. Þegar lát frú Maju Eggertsson í Winnipeg spurðdst hingað til lainds, kom mér þegar í hug, að hennar væri verðugt að minnast í reykvísku blaði, en þá átti ég mjög örðugt með að stinga niður penna. Síðan er þó nú orðið lengna liðið en ég hafði hugsað mér. Dagarnir eru fljótir að líða. Á hverju ári heyrum vér nöfn ein- hverra Vestur-íslendimga, sem eitt sinn stóðu framarlega í röð- um þeirra, sem af trúmennsku og prúðmennsku báru merki hins íslenzka þjóðernis vestan hafs, en nú hafa kvatt fyrir fullt og allt, — ekki aðeins land sitt, held.ur og þann jarðneska heim, er vér byggjum. Og þeim, sem eitt sinn átti heima fyrir vestan, og hafði þao- einhver kynni af mönnum og málefnum, mun óhjákvæmi- lega finnast, að með hverjum, sem kveður, fari eitthvað af sjálfum sér — og það rifjast upp þættir gamallar sögu, sem ekki hefir átt sér nákvæma hliðstæðu í sögu þjóðarinnar heima á ætt- jörðinni. Dagarnir eru fljótir að líða. — Þegar við hjónin áttum heima í Wynyard í Saskatohewan-fylki, voru þau um skeið meðal nán- ustu granna, Árnd lögmaður Eggertsson og Maja. Þau áttu sér fal'tegt heimili, þar sem dyrnar voru opnaðar gestum og gang- andi atf gestrisni og hlýleik, og auk þess tóku þau hjónin þátt í íslenzku félagsstarfi í bæ og t Móðir og tengdamóðir okkar, Guðrún Bjarnadóttir, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 19. ágúst ki. 10.30 fyrdr hádegi. Blóm og kransar atfþakkað, en þeim sem vildiu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Atlhötfninni verður útvarpað. Dóra Halldórsdóttir, Einar Þorsteinsson. t Hugfheilar þakkir færum við hinum mikla fjöldia vina sem sýndu okkur alúð og samúð við andlát og útför, Jónasar Sveinssonar, læknis. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Hafstein, börn og tengdabörn. t Þökikum innilega auðsýndan vinarhug við andlát og jarðar- för. Sigríðar Jónsdóttur, Hrafnistu. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jakobínu Þorbjargar Ágústsdóttur. Börn, tengdabörn og barnabörn. byggð. Maja Eggertsson var ein þeirna, sem gerði sér far um að laða saman til samstarfs ýmsa þá krafta, sem áður höfðu verið á öndverðum meiði í kirkju- og félagsstarfi. Hún var yfirlætis- laus, stillt og prúð, glaðleg í al'lri framkomu. Hún stóð fram- arlega í stjórn annars hins kirkjulega kvenfélags í Wyny- ard og átti hún áreiðanJega sinn þátt í því, sem fram að þeirn tíma var einsdæmi meðal Vest- ur-íslendinga, að tveir söfnuðir, hvor í sínu kirkjufélagi, samein- uðust um að ráða sama prestinn til starfs. Og víst er um það, að eitt „smáatvik", sem mér er minnisstætt, sýndi svo að ekki varð um villzt, að Maju var um- hugað um að þessari hugsun yrði fylgt fram í fuHri alvöru og ein- lægni. Hirði ég ekki að greina hér nánar frá þessu, enda myndi fl'estum þykja það lítt i frásögur fænandi. En smámiunirnir geta stundum sýnt djúpt inn í viitund fólksins, og Maja stendur mér þannig fyrir hugskotssjónum, að hún hafi verið ein þeirra, sem virti af heilhuga annarra stefn- ur og sjónarmið, og ætlaðist til þess, að aðalatriðin sætu í fyrir- rúmi fyrir léttvægari hlutum, sem stundum hömluðu góðri sam vinnu áður fyrr meðal landa vorra í Vesturheimi, ekki síður en hér heima. Maja hlaut að verða minnis- stæð. Hún var fríð sýnum, svip- urinn glaðlegur og hlýr, hlátur hennar græzkulaus og gaman- semin aildrei blandin neinu mis- jöfnu. En meist var um það vert, að hún var góð kona. Eitt sinn bar svo við, að veikindi kornu upp á heimili okkar hjónianna, þegar við bjuggum i Wynyard. Aldrei höfum við orðið vör við það, fyrr né síðar, að jafnmangt fólk léti sér annt um líðan okk- ar eða bama okkar. Heillbrigðis- yfirvöldin töldu nauðsynlegt, að heimilið væri sett í sótbkví um t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkaT, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Sigurlínar Benediktsdóttur. Börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðariför Ólínu Jónsdóttur frá Skógarkoti. Börnin. skeið, en svo vildi til, að vafi lék á því, hvort nauðsynlegt væri að yngsta barnið, nokkiurra mánaða gamalt, þyrfti að lokast inni, ásamt okkur, og þá hringdi Majia og bauð hvíbvoðungnum hekn á sitt beimili og undir sína umsjá — og það drengskapar- bragð sýndi hennar innri miann, hugsunarhátt hennar og trú með þeim hætti, að enigin trúarjátn- img verður betur orðuð. Maja hét fulilu nafni Maja Guðjeihnsen Laxdal, fædd á Húsavík í S.-Þingeyjarsýslu 3. apríl 1898. Foreldrar hennar voru Grímiur Laxdal verzlunar- maður og kona !hans Sveinbjöng Laxdal. Með þeim fluttist hún til Vopnafjarðar, þar sem faðir hennar var verzlunarstjóri um skeið, og loks til Akureyrar. Síð- an lá leiðin til Vesturlheims árið 1908. Foreldnar hennar tóku land í Siaskatdhewan-fyiki, og var til þess tekið, með hve miiklum dugnaði þau hefðu komið undir sig fótum. Börnin voru mörg, og á lítfi' eru nú tveir bræður og þrjár systur, búsett víðsvegar í Ganada og Bandaríkjum. Kunn- ust þeirra hér á landi er frú Marja Björnsson, kona Sveins læknis Björnssonar, en þau hjón in vor.u einmitt stödd hér á ís- landi, er lát systfur hennar bar að hönd'um. Þó að Maja væri barn innan við fermingaraldur, er hún fór til Ameríku, varðveitti hún íslenzkuna vel, jafnframt því, sem hún af heilum huga og á sinn látlausa hátt tók þátt í uppbygginigu hins nýja lands. Maja gifitist ung Áma Eiggerts- syni lögfræðingi, og eftir langa búsetu í Wyn-yard fluttust þau til Winnipeg árið 1039. Þau eignuð- ust fjögur börn, tvo syni og eina dóttur og barnabörnin sjö að tölu. — Maja var jarðsungin frá Fyrstu Lúithersku kirkju í Wimnipeg. Við jarðartfördina töl- uðiu dr. Valdimar Eyftands og síra John Arvidson. Skömmu eftir að þa.u Maja og Árni fluttu til Wmnipag, fórum við hjónin heim til fslands, og hér n.Uitum við einu sinni þeirr- ar gleði að fá hana í heimsókn. Diagarnir er-u fljótix að líða. En þagar þeir eru að ful'lu taldÍT hér á jörð, tekur eilífðin við. Við vin-ir Maju Eggertsson erum þa.kiklátir fyrir 'tönigu liðna sam- venudaga og biðj.um henni bliess- unar í eilífðinni og ástvinum hennar og skyldifólki vottum við samúð okikar. Jakob Jónsson. Kvenfélagið Einingin HöfiakaupstaÖ 40 ára Fri vinstri, fremri röð: Helga Berndsen, Soffía Lárusdóttir og Margrét Konráðsdóttir. Að baki þeirra, frá vinstri: Gnðríður Valdimarsdóttir, Dómhildur Jónsdóttir og Björk Axelsdóttir. ÞANN 27. 3. 1967 var Kvenfélag ið „Eining“ í Höfðakaupstað 40 ára. Félagið var stofnað 27 . 3. 1927. í fyrstu stjórn þess voru þessar konur: formaður, Emma Jóns- dóttir, Spákonufelli, ritari, Björg Berndsen, Skagaströnd og gjald- keri Karla Helgadóttir, Skaga- strönd. Ávallt hefur félagið haft á stefnuskrá sinni að vinna að framfara-, menningar- og líknar málum hér heima fyrir og víð- ar. Fyrstu árin náði félagssvæð- ið yfir 2 hreppa, Skagaströnd og Vindhælishrepp. Var þá oft langt að sækja á fundarstaði, en konum í þá tíð hraus ekki hugur við þótt þær þyrftu að gamga allt að 10 km. vegalengd ef mannúðarmálefni var á dag- skrá. Félagið stóð fyrstu árin fyr ir lestrarkennslu smábarna og saumanámskeiðum stúlkna hér í kauptúninu meðan ekki var annað en farkennsla á boðstól- um og var hvort tveggja unnið af félagskonum endurgjalds- iaust. Nú síðustu árin hafa ver- ið haldin námskeið fyrir konur og ungar stúlkur í sauimim, mat reiðslu og vefnaði. Á námskeið- um þessum hafa kennt hæði kon ur hér heima og aðfengnir kenn arar og húsrúm lánað endur- gjaldslaust fyrir námskeiðshald- ið. Sama árið sem kvenfélagið var stofnað var byrjað á að reisa kirkju hér í kauptúninu. Var hún fullgerð 1928. Áður var hún að Spákonufelli. Ávallt hefur kirkjan verið eftirlætisbarn félagsins og hefur það fært henni margar nytsamar og fagrar gjaf- ir, sem þó skal ekki talið upp hér. Fyrir sl. jól gengust félags- konur fyrir því að kirkjan var máluð og gengu stjórnarkonur um og söfnuðu fé. Er því kirkj- an orðin bæjarprýði; okkur félagskonum og öðrum til mikill ar gleði. Einnig hefur félagið styrkt mjög fyrirtæki með pen- ingagjöfum svo sem Kristnes- hæli, Hallveigarstaði, Björgunar skútu Norðurlands, Kvennafikól ann á Blönduósi, Héraðshælið á Blönduósi o.fl. Árið 1946 stofn- aði félagið sjúkrahússjóð og margar góðar gjafir hafa borizt sjóðnum. Stæsta gjöfin er frá Árna Sveinssyni, er dvaldist hér um tíma, kr. 5.000.00. Þá gaf hann kr. 10.000.00 minningargjöf um látna konu sína. Er það Ingi bjargarsjóður. Hugmyndin var, þegar sjúkra- hússjóður var stofnaður, að hér yrði starfandi iæknir í framtíð- inni og hér væri sérstakt læknis- hérað. Læknir var svo settur hér árið 1953, en fór eftir 11 ára dvöl. Síðan hefur verið hér lækn islaust, og hefur það valdið miklum erfiðleikum. Sama ár og læknir kom hér keypti Kven- félagið gegnumlýsingartæki, sem kostuðu rúmar 30.000.00 kr. Sjúkrahússjóður greiddi tækin að mestu. Einnig gaf félagið sjúkrakörfu og ijóslampa, Há- fjallasól, og hefur hann verið í starfrækslu fyrir börn staðarins áriega. Ýmislegt fleira hefur félagið gefið, svo sem jólagjaf- ir, farið með eldra fólkið í skemmtiferð o.fl. o.fl. Til fjár- öflunar fyrir félagið hafa verið farnar ýmsar leiðir, s.s. skemmti samkomur, leiksýningar, hluta- velta, þorrablót, kaffisala, úti- sala á heimaunnum munum (basar) sem konur hafa unnið og gefið, merkjasala árlega fyrir sjúkrahússjóð o.fl. Að öllu þessu starfa félagskonur og sýna með því mikla fórnfýsi og dugnað. Fyrir alla hjálp, vinarhug og gjafir, erum við félagskonur mjög þakklátar og metum mikils það tnaust sem okkur hefur ver- ið sýnt. Eins og áður segir varð kvenfélagið 40 ára sl. vor. Var þá áður haldinn fundur og rætt um hvernig minnast skyldi þessa afmælis. Útkoman varð sú, að gleðja konu x kauptúninu með peningagjöfum. En hún varð fyr ir stórri sorg er fullorðinn son- ur hennar drukknaði á sL vori. Lét hann eftir sig 2 ung hörn. Jafnframt er eiginmaður áður- nefndrar konu sjúklingur. Margar ágætis konur hafa starfað í félaginu frá byrjun og fram á þennan dag. Þær hinar eldri mörkuðu leiðina með fórn- fýsi og áhuga í starfi. Nokkrar af þeim konum eru nú horfnar yfir móðuna miklu. Við minn- umst þeirra með virðingu og þakklæti. Aðrar standa enn í önn dagsins og lífið heldur áfram. Nú eru félagar 34 og 4 heiðurs- félagar. í vörzlu félagsins eru þessir sjóðir: kvenfélagssjóður, Ingihjargarsjóður, Félagsheimilis sjóður og Gullbrúðkaupssjóður, sá síðastnefndi að upphæð 10.000 krónur, var gefinn í tilefni 40 ána afmælis félagsins. Stjórn félagsins skipa nú: form. Soffía Lárusdóttir, ritari Margrét Konráðsdóttir, gjald- keri Heiga Berndsen og með stjórnendur: Dómhildur Jónsdótt ir, Björk Axelsdóttir og Guðríð- ur Valdemarsdóttir. Skagasrönd, 3. 8. 1967. Margrét Konráðsdóttir. Hjartenlega þakka ég börn- um mínum, tengdaborrvum og barnabörnum og öðrum vin- um, sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum, blómiuin og sikeytum á 80 ára afimæiis- daginn 12. ágúst s.l. ag gierðu daginn ógieymanlegan. Giuð btlesisi ykkur ölL Hagerup Isaksen, Ásvallagöbu 63. Hjartans þakkir tiil allra, bæði skyldra og vandalausra fjær og nær, er á einn eða anrxan hátt glöddiu okkiur og auðsýn du okkur hlýftiug í til- efni af 70 ára afmæli okkar hjóna þann 9. júlí sl. Lifið heift. Guðlaug Ólafsdóttir og Sigurður Guðmundsson Bakkatúni 18, Akranesl Innilegar þakkir til barnia og tengdabarnfl, samstarfs- manna og alílra þeirra, er hexðruðu mig og glöddu með gjöfum og skeytum í bundniu og óbundnu máli á sjötíu og firnm ána atfmælinu. Jón Grímsson Laugarnesveg 118 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.