Morgunblaðið - 17.08.1967, Page 26

Morgunblaðið - 17.08.1967, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGTTST 1967 Óbreytt lið gegn Dönum? 16 menn valdir til Danmerkurfarar t FRÉTTATILKYNNINGU frá KSt scgir, að 16 leikmenn hafi verið valdir til Danmerkurferðar hinn 21 ágúst, en landsleikur verður háður við Dani hinn ZZ. nJt. Leikmennirnir eru: Sigurður Dagsson (Val), Guðmundur Pét- ursson (KR), Jón Stefánsson (Í.B.A.), Sigurður Albersson (ÍBK), Jóhannes Atlason (Fram) Guðni Jónsson (ÍBA), Anton Bjarnason (Fram), Þórður Jóns- son (KR), Baldur Scheving (Fram), Björn Lárusson (ÍA), Helgi Númason (Fram), Elmar /Geirsson (Fram), Eyleifur Haf- steinisson (KR), Hermann Gunn- arsson (Val), Kári Árnason (ÍBA) og Guðni Kjartansson (ÍBK). Eins og sjá má á þessu vali er um engar breytingar að ræða frá landsleiknum við Englend- inga, nema hvað landsliðsnefnd hefur samkvæmt þessu ráðizt í að ná í Elmar Geirsson frá Eng- landi, þar sem hann er í skóla. Vekur vaiið að sjálfsögðu nokkra furðu, því að ekki verður sagt að síðasti leikur verði skráður á blöð með miklu stolti. Hafði al- menningur vænzt þess, að ein- hverjar breytingar yrðu gerðar á landsliðinu. í dagblöðum borgarinnar hef- ur hvað eftir annað verið bent á, að skynsamlegt væri að reyna leikmennina, Skúla Ágústsson (ÍBA) og Einar Árnason (Fram). Hinn fyrrnefndi er markhæsti leikmaður 1. deildar, hefur átt prýðisleiki í sumar og er mjög vel leikandi leikmaður. Gæti hann eflaust hleypt lífi í fremur sundurlausa framlínu landsliðs- ins. Einar Árnason er tvímæla- laust ökkar bezti hægri útherji, og þekkir sitt hlutverk til hlít- ar. Er því fráleitt að mínum dómi, að setja miðherja í þá út- herjastöðu, þvi að enda þótt hann geti verið meðal ágætustu leikmanna í sinni stöðu, er eng- inn kominn til með að segja að honum farist útherjahlutverkið sem skyldi. Enda hefur það kom- ið á daginn i tveimur undan- förnum landsleikjum. Nú og ekki má gleyma Magnúsi Torfa- syni. Leit er að leikmanni, sem hefur tekizt hefur betur upp í stöðu tengiliðs, og heifur mér ætíð þótt misráðið að setja hann út úr liðinu. En ef þær fregnir eru réttar að hann sé hættur að æfa getur maður fremur fallizt á sjónarmið landisliðsnefndar þar. Hefði þeim, sem þessar línur ritar, verið faiið að velja lands- liðið fyrir þennan leik við Dani, hefði það hljóðað svo: (talið fiá markmanni) Guðmundur Péturs- son, Jóhannes Atlason, Guðni Kjartansson, Magnús Torfason, Jón Stefánsson, Anton Bjarnason, Einar Árnason, Eyleifur Haf- steinsson, Hermann Gunnarsson, Skúli Ágústsson og Elmar Geirs- son. En eflaust er þetta val engu minna umdeildanlegt en lið lands liðsnefndar, enda hljóta sjónar- mið hennar að stjórnast af meiri þekkingu og kunnáttu en alls al- mennings. Verðum við því að vona að þetta lið eigi eftir að gefast vel, þegar við mætum Dönunum 23. ágúst n.k. Við óskum því góðs gengis og farar- fararheilla. — B. V. Hnefar á lofti í leik FH og KR — er lauk með naumum sigri FH 14-13 KR-ingar veittu FH harða og óvænta keppni í úrslitaleik B-riðli íslandsmeistaramótsins í handknattleik er fram fór í Hafn arfirði í fyrrakvöld. Leikurinn var frá upphafi til enda fjör lega leikinn og jafn. Þó áttu KR ingar heldur meira í leiknum og hefðu vissulega verðskuldað jafntefli, ef ekki sigur. Á köfl- um hljóp mikil harka í leikinn Hörð og jöf n keppni á meist- aramóti fslands í golfi MEISTARAMÓT tslands í golfi hófst í gær, og var keppt á þrem- ur völlum samtímis, Hvaleyri, Grafarholti og Hólmsvelli í Leiru. A Hvalf.jarðarholti var keppt í kvennaflokki og leiknar 12 holur. Þrjár efstu, eftir fyrsta dag, eru Guðfinna Sigurþórsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, 62 högg, 2. Elísabet Miiller Rvk. 69 högg og Hrafnhiidur Gunnarsdóttir Golfk. Suð. 72 högg. Á Grafarholdsvelli voru leikn- ar 18 holur í unglingaflokki. Nr. 1 Björgvin Þorsteinsson Akur- eyri 78 högg, 2. Hans Isebarn Rvk 79 högg, 3. Eyjólfur Jó- hannsson Rvk. 83 högg. Hólmsvöllur: Meistaraflokkur 18 holur. 1. Gunnar Sólnes, Akureyri 73 h. 2. Óttar Yngvason Rvk. 74 högg 3. -4. Hallgrímur Júlíusson Vest- manneyj. og Gunnar Kon- ráðsson Akur. 76 högg. Guðmunda bætti met- ið um 26 sekúndur Agœt frammistaða ísl. unglinganna UNGLINGARNIR, sem keppa í Svíþjóð hafa staðið sig með fyrir hönd ísiands á Evrópu- ágætum. Má segja, að Lslenzkt 5.-7. Þorbjörn Kjærbo, Golfk. Suð., Haraldur Júlíusson Vestm. og Sævar Antonsson, Akureyri með 77 högg. 1. flokkur, Grafarholt, 18 holur: 1. Tómas Árnason, Rvk. 83 högg 2. Svavar Haraldsson, Akur. 84 h 3. -4. Jón Þ. Ólafsson og Eiríkur Helgason báðir Rvk. 86 högg. 2. flokkur, Hólmsvöllur, 18 holur: 1. Guðmundur Pétursson, Golfk. Suð. 80 högg. 2. Högni Gunnlaugsson, Golfk. Suð. 82 högg." 3. Sverrir Guðmundsson, Rvk. 84 högg. Keppni er mjög hörð og jöfn og verður haldfð áfram næstu daga. Keppni hefst í dag kl. 10.00 árdegis á Hólmsvelli og í Grafarholti, en kl. 14.00 á Hval- eyri. Tvö mörk Víkinga á fyrstu 15 mínútunum Eyjamenn jafna d síðustu 15 mínútunum MEÐ tveggja marka forustu á móti Vestmannaeyingum var allt útlit fyrir að Víkingur hefði tryggt sér að leika til úrslita í annarri deild. En Eyjamenn gáfu hvergi eftir, og tókst að jafna, svo að hreinn úrslitaleik- ur verður að fara fram í riðlin- Víkingur hafði skorað tvö mörk áður en 20 mínútur voru liðnar af leik. Var hið fyrra skorað strax á fyrstu mínútum leiksins úr vítaspyrnu, en hið síð ara á u.þ.b. 15. miínútu með fallegu gegnumbroti. Síðan var eins og dofnaði yfir leikmönn- Framlhald á bls. 27 og voru dæmi þess að leikmenn væru farnir að sýna hver öðr- um hnefana. Mikið var líka í húfi fyrir báða aðila. KR-ingar þurftu að sigra í þessum leik til að lenda í úrslitum, en FH nægði jafntefli til sigurs í riðlin um. KR-ingar voru búnir að skora fjögur mörk áður en FH komst á blað, með vítakasti er Árni framkvæmdi. Lögðu KR-ingar mikla áherzlu á vörnina og höfðu þeir í fullu tré við FH, þar sem liðið reyndi sáralítið línuspil. Þá var Geir þegar í upphafi tek inn úr umferð og hvarf hann nokkuð í leiknum. Allan fyrri hálfleik leiddi KR, oftast með tveimur mörkum, en undir lok hálfleiksins tókst FH bvívegis að jafna 7:7 og 8:8 og þannig stóð í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki síð ur jafn, en hinn fyrri. FH-ingar náðu þó tveggja marka forskoti um miðjan hálfleikinn, en und- ir lokin tókst KR að jafna aftur stöðuna 13:13. Upphófst þá mik- ill hamagangur. Áttu KR-ingar tvívegis allgóð færi á að skora, en hinn ungi FH-markvörður, Birgir, varði í bæði skiptin meistaralega. Þegar aðeins voru örfáar sekúndur eftir af leikn- um skaut Páll föstu og fallegu skoti, sem lenti í KR-mark- inu og færði FH sigur í þessari jöfnu viðureign. Var marki Páls innilega fagnað af viðstöddum áhorfendum, sem virtust flestir vera á bandi FH. KR-liðið kom mjög á óvart í þessum leik. Vörn þeirra var þétt og markvarzlan með ágæt- um. Bezti maður liðsins var Gísli Blöndal, sem skoraði ófá mörk, auk þess sem hann var mjög traustur í vörninni. Hilmar átti einnig prýðilegan leik og reyndar liðið í heild. FH-liðið hefur vafalaust kom- ið nokkuð sigurvisst inn á leik- völlinn í þetta skipti og var því lengi að átta sig á styr-k- leika KR-inga. Vörnin var nokk uð óþétt, sérstaklega í fyrri háif leik, en þá skoruðu KR-ingar Framlhald á bls. 27 meistaramóti unglinga í sundi Bikarkeppni K.S.Í: B-lið KR vann b-lið Akur- eyrar 3-2 Á SUNNUDAGINN fór fram ei nn leikur í bikarkeppni KSÍ. — Keppti þá KR-b og Akureyri b á Melavellinum oig lauk þekn leik með sigri KR, 3:2. í hálf- leik var staðan 2:1 fyrir KR. Á sunnudaig átti ennfremiur að fara fram leikur í kieppninni milli ísafjarðar og Týs í Vestmanna- eyjum, en fresta va-rð þeim leik vegna óhagstæðs flugveðurs til Eyja. Er sá leikur sá eini siem eftir er í 2. umferð beppninnar. met eða unglingamet hafi ver- ið sett í hverju sundi, sem sundfólkið hefur keppt í. En af þeim metum, sem enn hafa ver- ið sett, ber hæst Íslandsmet Guðmundu Guðmundsdóttur frá Selfossi i 800 metra skriðsundi í fyrradag, en þar bætti hún metið um 26 sekúndur. Guðmunda varð önnur í sín- um riðli, en níunda í þessari grein af 16 keppendum. Rúm- ensk stúlka sigraði í riðlinum á Rúmensku meti, 10.49,8, en tími Guðmundu var 10.59.7. Sigur- vegari í þessari grein varð sænsk stúlka og synti á 10.13.4. Guðmunda er komung og er hér mikið efni á ferðinni. Af öðrum árangri íslenzku unglinganna á þessu móti má geta drengjamets Ólafs Einars- sonar í 200 metra bringusundi 2.54.5, og einnig í 200 metra fjór sundi í 2.44.9 mín. Sigrún Sig- geirsdóttir synti í 200 metra bak- sundi á 2.58.0, en hún á betri árangur í báðum greinunum. Hinir frægu hlauparar Ryun frá Bandaríkjunum og Keinó frá Kenya kepptu í míluhlaupi á White City Stadium í London s.I. laugardag. Ryun sigraði örugglega á 3:56,0 mín., sem er töluvert lakari árangur en heimsmet hans i greininni er. Fyrsta hringinn héldu þeir sig aftarlega í keppenda- hópnum og hraði á þeím hring var ekki nægile ga mikill til þess að möguleikar væru á heims- meti. Keinó hljóp á 3:57,4 mín., þriðji varð Bret inn Simpson á 4:00,4 mín. og fjórði varð Bretinn Wetton á 4:01,2 mín. 8. maður hljóp á 4:09,3 mín. A myndinni sézt Ryun koma í mark, sem sig- urvegari í hlaupinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.