Morgunblaðið - 20.08.1967, Side 2

Morgunblaðið - 20.08.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST TVÖ vestur-þýzk herskip eru nú í heimsókn í Reykjavíkurhöfn og liggja við Ægisgarð. Eru þetta systurskipin Ruhr og D0nau. Þau voru til sýnis fyrir almenninS • Sær °S verða það einn ig í dag milli klukkan 15.30 og 17.00. Norskt skógræktarfólk hefur í dag birtum við mynd af að undanförnu dvalizt hérlendis, norskri skógræktarstúlku, sem og hefur unnið að gróðursetn- stendur við fallegt grenitré aust- ingu trjáplantana hér. Meðalur í Austmannabrekku í Hauka annars hefur 35 manna flokkurdal. Stúikan heitir Björg Stav- dvalizt í Haukadal, og þar hittiang frá Florö í Noregi og er blaðamaður Morgunblaðsins þál9 ára að aldri. sl. miðvikudag, og grein um þá Það var sérlega indælt að heimsókn kemur innan tíðar í hitta þetta góða fólk þarna í blaðinu. veðurblíðunni í Haukadal. Miðgarðakirkja í Grímsey 100 ára MIÐGARÐAKIRKJA í Grímsey varð 100 ára á þessu ári. Þess- ara merku tímamóta í sögu kirkjunnar, verður minnzt með IÉ Miðgarðakirkja í Grímsey - KANTON Framhald af bls. 1. nOkkur, sem nýkominn er frá Shanghai, hefur skýrt frá því, a'ð sér hafi tekizt að afferma skip sitt með aðstoð gamals manns og tveggja ungra stúlkna. Síversnandi sambúð Kína og Sovétríkjanna Sovétríkin ásökuðu kínversku stjórnina í dag um að skipu- leggja ögrandi aðgerðir í því skyni að spilla sambúð ríkjanna. I grein um atburðina í Peking á fimmtudag, er gerð var árás á sovézka sendiráðið í borginni, segir Moskvublaðið Pravda í dag, að „atbur’ðirnir síð,ustu daga bendi til þess, að Mao Tse Tung-klíkan sé fastákveðin í því að spilla sambúð Sovét- ríkjanna og Kína enn meira en orðið er“. Kínverska stjórnin hafi vísvitandi gert sovézka sendiráðinu það ómögulegt að starfa með eðlilegum hætti í Pek ing. Til þessa hefur aldrei verið gengið jafn langt í Sovétríkjun- um í því að gefa í skyn, að til þess kynni að koma, áð slitið yrði stjórnmálasambandi við Kína, vegna áróðursherferðar Kínverja gegn Sovétríkjunum og þó einkum vegna árásarinn- ar á sovézka sendiráðið nú í vik unni. Segir í Pravda auk þess sem að framan greinir, að „ekki líði einn einasti dagur, án þess að fram kæmi illgjöm lygi fram um Sovétríkin" í kínverskum á- róðri „Áróðursherferðin hafi tek ið á sig mynd raunverulegrar móðursýki". Segir Pravda enn fremur, að kínverska stjómin sé a'ð leitast við að beina athygli þjóðar sinn ar frá óeirðunum heima fyrir nú, sem nálgist borgarastyrjöld, með því að telja kínversku þjóð- inni trú um, að hinir raunveru- legu óvinir hennar séu ekki heimsvaldastefnan heldur Sovét ríkin og önnur sósíalistísk ríki. hátíðarguðþjónustu í Miðgarða- kirkju í dag. Séra Benjamín Kristjánsson, prófastur Lauga- landi prédikar, en séra Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Einnig mun Einar Einarsson fyrrv. djákni í Grímsey þjóna við messuna. Kirkjukór Miðgarðakirkju syngur við guðsþjónustuna. Organleikari er frú Ragnhildur Einarsdóttir. Að lokinni guðs- þjónustu býður sóknarnefnd öllu safnaðarfólki til kaffisamsætis í félagsheimili eyjunnar. Síðasti prestur í Grímsey var séra Robert Jack, nú prestur á Tjörn á Vatnsnesi. Þjónaði hann Grímseyingum á árunum 1947 til 1953. Lengst var séra Matt- hías Eggertsson prestur í Gríms- ey eða á árunum 1895 til 1937. Árið 1937 tók séralngólfur Þor- valdsson, þá prestur á Ólafsfirði, að sér að þjóna Miðgarðakirkju aukalega og gegndi þedm starfa í tíu ár, þar til séra Robert Jack fluttist til eyjunnar. Síðan 1953 hefur séra Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur á Akureyri, auíkaþjónað við Mið- garðakirkju. Árið 1961 vígðist Einar Einarsson til djáknaem- bættis í Grímsey en hann sagði því lausu fyrir skömmu, þar sem hann er nú að flytjast til Akureyrar. Kalneind ier norður NÚ innan skamms mun ný- skipuð kalnefnd halda til Norðausturlands til þess að kanna þar kalskemmdir og grassprettu og setjast á rökstóla um hvað hægt muni og þurfi að gera til úrbóta. Sem kunnugt er, hafa ver- ið gerðar tilraunir rnieð að sá með lítRli jarðvinnslu í kalbletti, þegar sama vorið og kelur, og ef sæmilega viðr ar það sumar, eiga bændur að geta þegar á fyrsta sumri fengið um hálfa uppsikeru af þeim blettum. Þetta mun hins vegar ekki hafa verið gert fyrir norðan, enda viðr- aði þar svo illa fram eftir sumri að of seint hefði verið að grípa til þess ráðs nú. í kalnefndiinni eru þeir Jón Arnalds ráðuneytisfulltrúi, Halldór Pálsson, Búnaðar- málastjóri og Einar Ólafsson í Lækjarhvammi. BIFREIÐ var ekið á ljósastaur á Sléttuvegi, skammt fré Borg- arsjúkrahúsinu í Fossvogi um hálf tólfleytið í fyrrakvöld. Tvær keflrvískar konur, sem í bifreiðinni voru munu, sam- kvæmt frásögn lögreglunnar hafa meiðzt eitthvað, en bifreiða stjórinn slapp ómeiddur. Bifreið in mun hafa skemmzt töluvert. Nýlega hefur Reykjavíkurborg látið setja upp listaverk Ásmundar Sveinssonar, Vatnsber- ann við nýja vatnsgeyminn á Öskjuhlíð. f baksýn eru geymar Hitaveitu Reykjavíkur. (Ljósm. Sv. Þorm.) Kanna farveg hraunár og stórra hella í Surtsey Fjórir ungir menn sigu í hellana og einn þeirra allt á 70 m. dýpi HINN 15. ágúst sl. unnu nokkrir ungir menn að því úti í Surtsey að kanna helli mikinn, er þeim var kunnur og er skammt frá elzta hraun gígnum. Þeir, sem í þessum leiðangri stóðu voru þeir Árni Johnsen, Pétur Orri Þórðarson, Sigfús Þórðarson og Guðfinnur Johnsen, móð- urbróðir Árna. Þeir félagar höguðu rannsókn sinni þannig, að þeir tóku með sér kaðla, málbönd og ljósker. Sumstaðar þurftu þeir félagar allir að klífa niður, en síðast seig Arni síðasta spölinn nfður í gjána eða hellinn og komst nið- ur á 70 metra dýpi, en þá voru —5 m. til botns, en kaðallinn takmarkaði að Árni kæmist alla leið. — Ferðalag þetta var bæði skemmtilegt, sérkennilegt og nokkuð ævintýralegt, sagði Ámi í samtali við blaðið. Svo hátt- ar til að þarna hefir verið um neðanjadðar hrauná að ræða og er bergið víðast allþétt og sterkt, en virðist mjög brothætt sumstaðar, sem stafar af bruna- gjalli. Þarna er hinsvegar víða mikið litaskrúð og fegurð. Hrun- hættu töldu þeir félagar þó ekki lífshættulega. Hinsvegar kom það fyrir að kaðallinn festist í hraunsalla á brúnum og varð Árni því eitt sinn að vega sig upp kaðalinn en vadð ekki dreg- inn af félögiun sínum. Vegalengd in sem farin var er um 140—150 m. en dýptin, sem fyrr segir, um 75 m. Út frá aðalgöngunum lágu á nokkrum stöðum hliðarhellar, sem sumir voru kannaðir, en aðra reyndist ekki fært að kanna, þar sem að þeim verður að komast með því að höggva sig upp bergið og þarf til mikl- um mun meiri útbúnað en við höfðum, sagði Árni. 1 hellinum var ylur, eða sæmi legur stofuhiti, en fram til þessa hefir ekki verið fært í hellinn sökum hita, en um hann hefir verið kunnugt allt frá því gamli gígurinn var í gangi og hraun- áin streymdi þarna í gegn. Auk mælinga, sem þeir félag- ar gerðu, tóku þeir nokkur berg- sýnishorn og jarðvegssýnishorn sérfræðingum til frekari rann- sóknar. Ámi segir að hann geri ráð fyrir að einhverjar frekari rann- sóknir verði gerðar á hellum þessum. Einkar forvitnilegt er, að með nokkurra mínútna millibili heyrðust dynkir í hellunum einna líkast sprengingum ein- hversstaðar í iðrum jarðar, sem fræ'ðimenn telja að stafi frá elds umbrotum, sem þarna eru enn, enda sýna jarðskjálftamælar að hreyfing er víða í eyjunni, en þar eru hvergi ofanjarðar elds- umbrot nú og dynkja þessa verð ur ekki vart á yfirborði eyjar- innar, sagði Árni að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.