Morgunblaðið - 20.08.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.08.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 3 Jón Aubuns, dómpróf.: HIÐ ÆÐSTA BOÐORÐ HPVBRT er hið æðsta boðorð? — var spurt. Og Jesú var ekki seinn til svars: Kærleikur, — keerleikur til Guðs og manna. Við þekkjum ekkert annað boðorð betur. Við brjótum ekkert annað boðorð betur. Við brjót- um ekkert annað boðorð oftar. Að einu nægtaborði sitjum við öil, en berum mjög misjafnlega mikið úr býtum. Svo misjafn- lega miki.ð, að misræmis veldur deilum, hatri, tortryggni og blóð- ugum bræðravígum. Menn eru engan veginn sam- mála um, hvernig farsælast muni að skipta þessum gæðum. Þann vanda hefir ekkert valdboðið skipulag megnað að leysa. f auð valdsríkjum er hróplegt mis- ræmi auðmanna og öreiga. í öreigaríkjum situr ofsödd yfir- stétt að völdum, en aðrir svelta. Hvert er hið æðsta boðorð? — var spurt. Og Jesús svaraði: Kærleikur, kærleikur til Guðs og manna. Þessi er kjarni alls, sem hann kenndi. Um það getur enginn verið í vafa. En á þetta hefir ekki ævinlega verið lögð sjálf- sögð áherzla í kristinni boðun, enda hefir kærleikslundin átt ótrúlega erfitt uppdráttar í kristnum heimi. Og stundum ótrúlega erfitt einmitt þar, sem trúin var talin hrein og sterk. Það er ekki gagnlegt að loka augum fyrir þeirri lexíu. . Meðan „rétt-trúnaðurinn“ var í algleymingi í lúterskri kristni, var algeng svo mikil harðúð hjartans og svo mikið miskunn- arleysi við vesalinga, að okkur hryllir nú við. Eins og sagt er að fólk hafi verið trúað á þeirri tíð! Enginn hefir fært að því skýr- ari rök en Albert Schweitzer hver blessun það var kristn- inni, að skynsemistrúin kom fram úr myrkri rétt-trúnaðarins og minnti menn á, að kristin- dómurinn á miklu fremur að birtast í miskunnsemi hugarfars ins en varajátningum og sam- sinningu „réttra“ trúfræðikenn- inga. Dæmi eru nærtæk úr íslands- sögu. Nú sést og heyrist því stund- um haldið fram, að Magnús Stephensen konferensráð hafi unnið voðaverk íslenzkri kirkju og kristni með því að losa þjóð- ina við Grallarann og gefa henni timabærari sálmabók um alda- mótin 18Q0, bók sem auðvitað var ófullkomin eins og önnur mannanna verk. Það er athyglisvert, að Magnús Stephensen sem var mestur andúðarmaður rétt-trúnaðarins og á'hrifamesti boðberi skynsem- istrúarinnar á íslandi, var þá einnig miskunnsamasti dómar- inn í Yfirréttinum á þeirri tíð, en meðdómendur hans tveir, sem voru miklu meiri rétttrún- aðanmenn, dæmdu ógæfumenn og lögbrjóta af miklu meira vægðarleysi. Ef kristin trú elur á harð- neskju hugarfarsins, er ávinn- ingurinn af henni vafasamur, og vel það. Talað er margt um trúieysi okkar kynslóðar. Um það er vandi að dæma. Við sjáum skammt inn í sálarlíf annarra manna. En mun sá ekki standa Kristi næst, sem auðugastur er að mannkærleika, þótt trúar- skilningi hans óg trúarhugmynd um kunni að vera eitthvað ábótavant? Hvert sagði Kristur vera hið æðsta boð'orð? Hugsaðu um það og horfðu á fólkið umhverfis þig, mannver- urnar sem eru systur þínar og bræður og eru að þokast áfram á sama vegi og þú. Gefa ekki orð Krists þér eitthvað til kynna um það, að sjálfselskulaus sam- úð með þessu fólki kunni ein- mitt að vera lausnarleiðin þín? Um miskunn Guðs við þig vitn. ar hver dagur og vitnar hver nótt. Hvernig greiðir þú skerf- inn þinn af þeirri skuld? Veizt þú aðra leið til að greiða þann skerf en að gjalda hann mann- inum, sem samferða þér er á veginum? Þú manst, hverju Kristur svar aði, þegar hann var spurður um hið æðsta boðorð. Mun ekki sú trú komast honum næst, sem vekur í mannssálunni mesta Mkn arlund, mest samúðarmagn, mestan bróðurhug? Einn af textum þessa sunnu- dags er hinn óviðjafnanlegi lof- söngur Páls postula um kærieik- ann. Þú ættir að lesa hann í 13. kapítula fyrra Korintubréfs. inga og skrauts. Fyrsti landstjóri Nýja- Spánar, don Antonio de Men- doza, sem undraðist dýrð stað arins, lét reisa þarna hress- ingarhæli, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í Ameríku. Fregnir af verðleikum þess bárust yfir landamæri Nýja- Spánar og allt suður til Perú. Óhjákvæmilegt varð annað en að loka því á átjándu öld, vegna þess að stjórnin hafði lystingasvæði fyrir fjölskyld- ur og svæði fyrir skipulagðar hópdvalir unglinga. Fyrsta svæðið, sem upphaf lega var ætlað fimm þúsund- um manna, getur nú tekið við meiru en 15 þúsundum. Hið merkasta þar er sundlaug með hvelfingunni fyrrnefndu yfir, umkringd jurtagörðum með höggmyndum frá fornöld Spánar, fundum þar á staðn- um. Þarna eru einnig fjórar Vellystingastoður við Mexicoborg — í tilefni Olympíuleikanna í EILÍFU vorlofti Mexikó- ríkis, 1500 metra yfir sjávar- borði og aðeins 90 mílur frá Mexíkó-borg, er Oaxtepec. Ógnvekjandi hamrar Tepozt- lán-fjallanna i norðri og Cuernavacadalurinn í suður- átt eru hin hrífandi umgerð Oaxtepec, sem birtist gestin- um í skóglendi með brenni- steinshverum í drögunum við upptök hinnar bugðóttu Yautepec-ár. Á fimmtándu öld fann Montezuma I, stofnandi stór- ríkisins í Mexíkó, uppsprettu með heitu vatni, sem hafði lækningamátt og hvatti bata hinna sjúku. Keisarinn, sem var maður menpingar og fín- l'eika, eins og leifar verka hans sýna, ákvað að breyta staðnum í einkadvalarstað fyrir sjálfan sig. Með það í huga lét hann flytja þangað jurtir úr öllum landshornum O'g koma upp grasgarði með fjölda blómategunda til lækn Hér er önnur af tveimur dýf ii"arlaugunum. Bogagöngin að vellystingasvæðinu Oaxtcpec. Hér sést plasthvelfingin, sem reist hefur verið yfir helztu sundlaugina á svæðinu. ekki föng til annars. Staður- inn hefur þó alltaf notið mik ils álits sökum ágætis sins og þarna er nú risin mikil frí- stundamiðstöð handa almenn ingi. Það fyrsta, sem gesturinn veitir athygli, eru forn boga- göng úr steini. Þau tákna ein ingu kynflokkanna tveggja, sem byggja Mexíkó. Merkasta byggingin er gífurleg hvelf- ing, sem er 03 metrar í þver- mál og reist yfir helztu lind- ina. Hún er gerð úr plastefni, sem hleypir sólarljósi í gegn án þess að það lýti á nokkurn hátt einkenni hennar. Alit annað er í hvirfingu umhverf is hvelfinguna og sýnir ljós- lega fegurð landslagsdns. Heildarflatarmál svœðisins er um 80 ekrur. Þarna eru sundlaugar, þyrpingar smá- húsa, gistihús, skemmtigarð- ur handa unglingum, skrifstof ur umsjónarliðs og hlaupa- braut með hindrunum, sem notuð verður á Olympíuleikj unum. Oaxtepec-frístundamiðstöð inni er skipt í þrjú svæði: Endurnæringarsvæði fyrir fjölskyldur, skemmtana og vel sundlaugar af ýmsum stærð- um, tvær dýfingalaugar og þrjár vaðlaugar. Allt vatnið kemur úr heitu uppsprettun- u,m. Ennfremur eru á þessu svæði tvö hús með 240 fata- skiptaherbergjum ha.nda fjöl- skyldum, veitingahús, isgarði og drykkjustofa. Annað svæðið hefur upp á að bjóða 120 einbýlishús, lækningastofur og 40 her- bergja gistihús, ásamt veit- ingastað með glæstu útsýni. Þriðja svæðið hefur að geyma svefnskála fyrir ung- linga með 500 rúmum, mat- sal, kvikmyndahús, þrjú við- gerðaverkstæði, olympíuleik- vanginn, körfuknattle:ksvöll og víðáttumikið svæði fyrir tjaldstæði. í miðhluta svæðisins er alls kyns læknaþjónusta en að auki eru þar m.a, svæði fyrir innanhúslsiki, og vellir fyrir badminton, körfuknatt- leik og blak. Á þessum stað fer hluti XIX Olympduleikanna fram og þarna munu keppendur jafnt sem áhorfendur njóta ýtrustu þæginda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.