Morgunblaðið - 20.08.1967, Page 15

Morgunblaðið - 20.08.1967, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 15 Ánægjulegar heim- sóknir Heimsókn Haralds ríkisarfa Noregs er nú lokið. Almanna dómur er, að hún hefði trauðla getað betur heppnazt. Hinn imgi ríkisarfi vann með hóg- værð sinni og hlédrægni hugi allra þeirra, sem honum kynnt- ust. Honum er ekkert fjær skapi en að trana sjálfum sér fram og hans orðafáa alú’ð býr ekki yfir fálæti heldur glöggri athygli og hlýju mati á því, sem fyrir ber. 1 sambandi við afhendingu þjóðargjafar Norðmanna hafa hér ag dvalizt noklkrir norskir forystumenn í skógræktarmálum. Þar á meðal Ringset bóndi í Mærafylki, nú kominn um átt- rætt, áður formaður Skógrækt- arfélags Noregs og vegna sam- eiginlegra áhugamála mikill vinur hinna látnu sæmdarmanna, Valtýs Stefánssonar ritstjóra og Torgeirs Andersen-Rysst sendi- herra. Ringset hefur komið hér áðlur og raunar ferðazt um öll Norðurlönd til að kynnast fram- Birgðahús Kísilgúrverksmiðjunn ar við Húsavíkurhöfn. Lokið er við að reisa stálgrind þess. (Spb) REYKJAVÍKURBRÉF kvæmdum í skógrækt. Segir hann framfarir, sem hér hafi orðið í þessum efnum á síðustu tveim áratugum, vera svo mikl- ar, að vel mundi vi'ð unað í Noregi, enda þyki sér mest koma til þess, sem hér hefir á unnizt þau ár, sem hann hefur fylgzt með. Þá voru hér einnig í nokkra daga forystumenn í borgarmál- efnum Kaupmannahafnar og þótti þeim, er þá hittu, fengur að því að kynnast þeim og þeirra reynslu. Um bráðabirgða hagnað af þvílíkum heimsóknum má endalaust deila, því að þeim fylgir óneitanlega fyrirhöfn og kostnaður. En enginn skyldi ætla, að það væri af tilviljun eða fyrir einbera útþrá ferða- langanna sjálfra, sem slíkar gagnkvæmar heimsóknir fara nú hvarvetna mjög í vöxt. Með þeim fá menn aukna þekkingu bæði á málefnunum og mönnum, sem auðveldar lausn margs vanda. Endurvakið þjóðar stolt Þegar við hugleiðum heim- sóknir erlendra fyrirmanna, hingað, og ferðir okkar manna erlendis, nú síðast forseta Is- lands og utanríkisráðherra vestur um haf, verður okkur því óskiljanlegri framkoma de Gaulle í Kanada á dögunum og telja sumir hann þó á meðal stórmenna sögunnar. Hver sem dómur hennar verður, þá er víst, að de Gaulle verður ætíð skip- að meða-1 athyglisverðustu for- ystumanna okkar samtíðar. Fann endurvakti þjóðarstolt Erakka, Þó a'ð deila megi um, hvort at- hafnir hans hafi haft nokkur veruleg áhrif á gang styrjaldar- innar 1939—1945 eða flýtt frels- un Frakklands svo að teljandi sé. Þar voru allt önnur, honum miklu sterkari og afdrifaríkari öfl að verki. Upphefð hans á árinu 1958 varð og með þeim hætti að hann var hafinn til valda af herforingjunum í Alsír, sem ætluðu honum að hafa for- ystu um að berjast þar til þraut- ar, þó að raunin yrði öll önnur. Síðan hefur hann hvað eftir annað hlotið stuðning franskra kjósenda í atkvæ'ðagreiðslum með mjög svipuðum hætti og Napoleon III fyrir rét'tri einni ðld, sem um tuttugu ára bil var utan Frakklands og í land- inu hafinn til skýjanna sem einn miesti stjórnskörungur þeirra Laugard 19. ágúst tímai, af þeim sömu, sem áttu síðan ekki nógu sterk orð honum til for- dæmingar, eftir að hann hafði ihrökkilazt frá völdum á árinu 1870. Þá útreið hlaut sá ein- ræðisherra eftir ósigur sinn í fransk-þýzka stríðinu, sem hann efndi til í því skyni að hindra sameiningu Þýzkalands í 1 ríki, því að slík sameining var þá ekki talin samrýmanleg þjóðar- stolti Frakka. Einangrun og afskiptasemi Hið sama þjóðarstolt er nú höfuðstyrkur de Gaulles. Hann óttast að Bretland verfSi ofjarl Frakklands ef hið fyrrtalda kemst í Efnahagsbandalag Evrópu. Sennilega tekst honum að hindra það um sína daga og þótt svo yrði lengur, þá er lík- legt, að slíkt leiddi til þess að Þýzkaland yrði öflugasta ríkið innan Efnahagsbandalagsins, þvert ofan í ráðagerð de Gaull- es. Á sama veg er við búið, að ferð hans til Kanada hafi þver- öfug áhrif við tilgang hins franska forseta. Fyrir honum sýnist hafa vakað a'ð efna til klofnings innan þess ríkis, sem á yfirborði var verið að heim- sækja í virðingar og vináttu- skyni. Með ólíkindum er, að slíkt stórmenni hafi talað af sér eða hafi sagt annað en ætlunin var. Enda hefur de Gaulle hvað eftir annað hert á sundrungar- hvöt sinni til hinna frönskumæl andi Kanadabúa eftir að hann kom heim. En frjálshuga menn lúta sjaldnast fyrirmælum utan- aðkomandi aðila. Flestir frönsku mælandi Kanada-búar þykjast áreiðanlega sjálfir fullfærir um að sjá hagsmunum sínum og heiðri borgið. Hinn 10. ágúst sagði de Gaulle, að „framfarir, sjálfstæði og friður“ væri hið þríeina markmið, sem hann stefndi að. Þetta segir maður, sem lifað hefur það, að föður- landi hans þurfti tvisvar að bjarga af hersveitum vestan um haf frá bráðum ósigri og niður- lægingu í stórstyrjöldum, sem Frakkland var búið að tapa af því, a'ð ekki hafði fyrirfram tekizt að stofna nógu sterk sam- tök til varðveizlu friðarins. Marggreindar orsakir erfiðleika Samskifti þjóðanna eru nú orðin svo margþætt, að einangr- un og þjóðrembingur leiða til víss voða. Þetta á jafnt við í varnarmálum og um efnahag Engum tekst að lifa án úrslita- áhrifa utan að. Lítum í eigin barm. Gífurlegt verðfall og afla- tregða hafa nú skapað alveg ný viðhorf í efnahagsmálum okkar. Ver'ðfallið á hraðfrystum fiski kemur ekki sízt af því, að aðrar þjóðir hafa síðustu misseri sent mun meiri fisk til sölu í Banda- ríkjunum en áður. Þarna hefur einnig áhrif sú ákvörðun ka- þólsku kirkjunnar að amast ekki lengur við því, að menn borði fisk á föstudögum. Auknar veið- ar Breta og Austur-Evrópu- þjóða gera að verkum, að þessar þjóðir hafa nú minnkandi áhuga fyrir fiskkaupum af íslendingum. Enn stórkostlegra er þó verðfall- ið á síldarafurðum, lýsi og mjöli. Augljósustu orsakir þess eru miklar veiðar á smásíld við Perú strendur í Suður-Ameríku og geysimikil síldveiði hjá Norð- mönnum síðustu mánuðina. Verð sveiflur hafa aukizt vegna verk- falls, sem var í Perú og vegna stríðsins milli Arabaríkja og Israels, og stóð sú sveifla þó skamma stund. Nærri lætur, að lýsið seljist nú einungis fyrir helming þess verðs, sem hæst var fyrir rúmu ári. í fyrra reynd ist verðfallið síður tilfinn- anlegt en ella vegna mikillar veíði. Nú hefur um tveggja mánaða skeið farið saman sí- lækkandi lýsisverð og tiltölu- lega lítil veiði miðað við það, sem við höfðum vanizt síðustu misseri. Allt verður þetta enn erfiðara vegna þess, að sá afli, sem þó fæst, er svo langsóttur, að óhæfilega kostnaðarsamt er að ná honum. Ýmsir voru farnir að treysta því, að vísindi og tækni tryggðu ætíð sæmilegt aflamagn, en hafa nú fengið reynslu af, að síldin heldur aldrei kyrru fyrir, — og var það þó sæmilega vitað áður. Með því að leggjast undir Noregsstrendur hefur síldin gert okkur tvenns konar óleik, að skapa aflatregðu hér og geysi- veiði hjá Norðmönnum með þeirri verðlækkun sem lýst var. Hjá Noi'ðmönnum bætir afla- magn upp verðlækkun. En einnig er athyglisvert, að norska þjóð- arbúið stórgræðir um þessar mundir á farmgjaldahækkun vegna lokun Suez-skurðar, sem aftur á móti veldur okkur ein- ungis tjóni. Hagsmunir af al- þjóða -samvmnu Þessu til viðbótar kemur enn, að efling markaðsbandalaganna í Vestur-Evrópu skapar okkur vaxandi örðugleika. Nokkrar vonir voru um, að Kennedy-við- ræðurnar svokölluðu mundu a.m.k. minnka þennan vanda. Sem betur fór varð og nokkur árangur af þeim, en engan veg- inn svo, að okkur sé fullnægj- andi. Hvort tveggja er, að tollar á fiski fara svo hækkandi 1 Efnahagsbandalagslönidunum, og að sölumöguleikar okkar þar rýrna alvarlega, og að verðfall- ið gerir að verkum, að tollar, sem áður voru lítt tilfinnanlegir, eins og á síldarlýsi í Bretlandi, bitna nú hart á okkur. Svo hart, að úr slitum kynni að ráða um, hvort útgerð geti haldið áfram eða verði að gefast upp. Jafnvel þótt nokkur leiðrétting fáist vegna Kennedyssamninganna, þá nægir hún ekki, og við getum ekki vænzt þess, að ná sérsamninguim, nema vfð látum nokkuð í móti. Áhættan fyrir okkur af inn- göngu í EFTA virðist hinsvegar vera svo lítil, að ekki sé áhorfs- mál, að sem fyrst eigi að hefja samninga um aðild að því banda- lagi. Við Efnahagsbandalagið verður einnig að reyna samn- inga. En allt verður það erfiðara og full aðild okkar að því meðan haldast þær reglur, sem nú gilda, getur ekki komið til greina. Þa'ð væri sama og að fljóta sof- andi að feigðarósi að láta eins og þessi mál varði okkur ekki. Stjórnarandstæðingar hafa það helzt til mála að leggja að brýna fyrir okkur varúð í samstarfi við aðra. Slíkt er óþarft með öllu. Fyllstu varúðar hefur verið gætt. En hvernig ætti lítið land, sem meira er háð utanaðakom- andi áhrifum en nokkurt annáð, að geta bjargað sér án sam- vinnu við aðra, þegar margfalt öflugri lönd treysta sér ekki til þess? Það er deginum ljósara, að þeir örðugleikar, sem okkur eru nú hættumestir, eru eink- um, af orsökum, sem við ráðum ekki við nema í samvinnu við aðra. Furðulegt er, að samtök útflytjenda og hinir stærstu út- flytjendur sýnast til skamms tíma ekki hafa áttað sig á hví- líka úrslitaþýðingu þessi mál hafa fyrir þá. Og enn er það svo, að Tíminn, sem þó ber eink um fyrir brjósti hag S. í. S. eins stærsta útflutningsfyrirtæk- is íslands, talar eins og stór- hætta sé á ferðum, þegar bent er á, hverja úrslitaþýðingu ein- mitt þessi atriði hafa. Eru þeir batn- andi? Af sumu er svo að sjá sem Tíminn hafi lært af vonbrigð- unum miklu á s.l. vori og vilji nú taka upp heilbrigðari stefnu en áður. Það var t. d. ánægju- legt að í forustugrein blaðsins sunnudaginn 6. ágúst á verzlun- armannahelginni, skyldi sagt í forustugrein: „Einokun leiðir oftast til slæmra verzlunarhátta fyrir neytendur, hvort heldur sem hún er í höndum einkaaðila eða rík- isvalds. Frjáls verzlun er bezta trygging þess að neytendur njóti hagstæðra kjara.“ Og síðar í sömu grein segir: „Oft hafa staði'ð harðar deilur milli kaupfélaga og kaupmanna. Þó hefur dregið úr þeim deilum í seinni tíð. Báðir aðilar hafa séð, - að þeir eru hvor öðrum nauð- synlegir, ef litið er á málin frá sjónarmiði heildarinnar. Fyrir bæði kaupfélög og kaupmenn er heppilegt að hafa visst aðhald. Þetta aðhald verður bezt tryggt með því áð kaupmenn og kaup- félög starfi á jafnréttisgrund- velli. Þetta sannar verzlunin í nágrannalöndum okkar, þar sem ekki er lengur treyst á nein opin- ber höft, heldur á samkeppni kaupfélaga og kaupmanna til að tryggja sem hagstæðasta verzl- un.“ Víst eru aðstandendur Tímans batnandi menn, ef þeir í raun og veru vildu nú berjast gegn einokun og höftum og fyrir frjálsri verzlun og samkeppni. Skrif blaðsins næstu vikurnar sýna vonandi, að svo sé. En víst er það, að ekki eru allir svo- kallaðir forystumenn eða að- standendur kaupfélaga á sama máli og Tíminn í þessu skrifi, því að ólíklegt er, að Tíminn vilji einungis frjálsa verzlun og samkeppni á milli kaupmanna og kaupfélaga en alls ekki á milli kaupfélaga. Fyrr maetti það nú vera hugarfarsbreytingin, ef kaupmönnum er að Tímans áliti betur treystandi í frjálsri sam- keppni en kaupfélögum. Öðruvísi hvín í Kaupfélagsritinu Á s.l. hausti gerðist það, áð stofnað var nýtt samvinnufélag með aðsetri í Borgarnesi. Þessu nýja samvinnufélagi er sendur heldur en ekki betur tónninn í „Kaupfélagsritinu", málgagni Kaupfélags Borgfirðinga í hefti, sem dagsett er í Borgarnesi i júní 1987. Þar skrifar „Gamall samvinnudagur" á s. 33—36 um þetta nýja félag, og segir m. a. um suma þeirra, sem þar ganga í fararbroddi, að þeir séu ekki taldir samvinnumenn, heldur miklu fremur í hópi þeirra sem ekki eru félagshyggjumenn“. Síðan er sagt, að í forustuliði þessa nýja félags séu einnig all- margir þeir „sem verið hafa fé- lagsmenn í K. B. um mörg ár. Munu margir standa með spurn frammi fyrir því og þykja und- arlegt.“ í framhaldi þessa segir, að þessir menn séu „að kljúfa samvinnufélagsskapinn í tvennt“, og fullyrt, „að hér hefur hópur manna, sem verið hafa félags- menn í K. B. sagt sig úr lögum vi'ð félagið og raunar á tvennan hátt.“ Þá er reynt að sanna, að þessir menn hafi samkvæmt regl um félagsins í rauninni dæmt sig til þess að sæta „brottrekstri úr félaginu". Á það er lögð áherzla m. a. með þessum orðum: „En það má segja að þeir með limir hins nýja félagsskapar, sem félagsmenn eru í K. B. hafi dæmt sig þ«r úr leik sem ábyrg- ir félagsmenn. Þeir sýnast hljóta að flytja viðskipti sín til hins nýja félags, eins og áður er vikið að, og þeir hafa brotið um þvert samþykktir K. B., svo sem hverj- um má ljóst vera. Og þó liggur nærri að ætla áð þessir menn hugsi sér að vera áfram félagsmenn í K. B. All- margir þeirra framleiða mjólk til sölu, en hver mjólkurframleið- andi á viðskiptasvæði K. B., sem þar leggur inn mjólk, verður að vera í baupfélaginu og hlíta samþykktum þess.“ Ekki er ástin á verzlunarfrelsi ýkja mikil, ef halda á mönnum í kaupfélögunum með þvílíkum þrælatökum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.