Morgunblaðið - 20.08.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 20.08.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST - SKORRADALUR Framhald af bls. 11. mikið og fagurt. Rétt innan við túnið er brú yfir Fitjaá og vegur þaðan að bæjunum Bakkakoti og Vatnshorni. Auk hans er anftar vegur inn dalinn að bæn- um Sarpi. Þar segir Laxdæla að Helgi Harðbeinsson í Vatnshorni hafi haft selstöðu. Landinu fer þar að hækka allmikið og Fitjaá, sem rennur þar rétt við bæinn, myndar þar nokkra fallega fossa og síðan dálítil gljúfur. Vegur nær lengra inn dalinn, þó varla. sé hann fær nema jeppum. Þar er bærinn Efstibær og er nú í eyði. Þar bjuggu fram undir síðustu aldamót hjón in Sigurður Vigfússon og Hildur Jónsdóttir, en þau eru forfeð- fjölda valinkunnra manna, bæði innan héraðs og utan. Nokkru t Jarðarför móður okkar Áslaugar Benediktsson fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. ágúst, kl. 2 e-h. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Björn Haligrímsson, Geir Hallgrímsson. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Katrín Vigfúsdóttir, fyrrverandi Ijósmóðir, Nýjabæ, Eyjafjöllum, sem lézt 15. þ.m. verður jarð- sungin frá ÁsólfsskáLakirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 2 e. h. Einar Einarsson, böm og tengdaböm. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, Margrét Th. Jónsdóttir, Háagerði 61, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánud. 21. þ. m. kl. 1,30 e.h. Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á kristni boðdð í Konsó. Páll B. Oddsson, Elín Pálsdóttir, Jón Pálsson, Þorgerður Pálsdóttir, Páll Hreggviðsson. t Elsku drengurinn okkar og bróðir, Erlingur Jóhannes Ólafsson, er lézt af slysförum þann 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10.30 árdegis. — Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð er stofnaður verður til minningar um hann við HlíðairdalsskóLa í ölfusi. Minningarkor-t í verzluninni Blóm og Ávextir, Hafnar- stræti 3 og skrifstofu Aðvent- ista, IngóLfsstræti 21. Atihöfninni verður útvarp- að. Vigdís og Róbert Jack, Ólafur Guðmundsson og systkin hins látna. Hvítserkur í Fitjaá. fyrir innan Efstabæ er foss í Fitjaá sem heitir Hvítserkur, sérkennilegur og fagur. Fitjaá kemur úr Eiríksvatni, sem er rétt fyrir innan fossinn. Norðan við það er Vörðrfell og var þar bær með sama nafni sunnan í hlíð þess, en hann er nú löngu kominn í eyði. Við bregðum okkur nú aftur niður á Vesturlandveg í Anda- kíl. Rétt sunnan við Andkílsá er vegur sem liggur upp syðri hluta Skorradals og heitir Mó- fellsstaðavegur. Brekkufjall, sem er bergrani norðaustur úr Hafn- arfjalli, er þar á hægri hönd, þverhnýpt og tilkomumikið. Við förum fram hjá neðstu bæjun- um í Skorradal, sem heita Neðri'nreppur og Efri-hreppur. Milli bæjanna er lítill lækur, sem kemur úr Hafnagili austan við Brekkufjall. Þeir eru neðan við bergþröskuld þann sem hækkar mynni Skorradals um 50 metra. Á vinstri hönd blasir við Andakílsárvirkjun með byggingum sínum og háum foss- um. Hjá Efra-hreppi eru heitar uppsprettur. Er þar steypt sund- laug, en var áður úr torfi og grjóti. Þar hafa Borgfirðingar lært og iðkað suncL, síðan fyrir aldamót. Þegar komið er upp á melana fyrir ofan Efra-hrepp, blasir við allmikið sléttlendi inn að Skorradalsvatni. Bæirnir standa þar með stuttu millibili til hægri handar. Vegurinn liggur yfir árnar Álfsteinsá og Hornsá. Fyrsti bærinn er Horn. Þar býr einbúinn, Haukur Eyjólfsson frá Hofstöðum, forn í skapi, máli og háttum, skáldmæltur og skeggj- aður út á axlir og niður að beltisstað. Næsti bær er Mófells- staðakot. Þar munu áður hafa heitið Kolbeinsstaðir og er það t Útför móður okkar og tengda móður, Louise M. Thorarensen, Laufásvegi 31, verður gerð frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 22. þ. m., kl. 13.30. Synir og tengdadætur. t Innilegar þakkir sendi ég öll- um þeim er vottuðu mér samúð við andlát og jarðarför Ingibjargar dóttur minnar, og sýndu henni vinsemd og hjálp með- an hún lifði. Með beztu ósk- um. Þorsteinn Ólafsson, Stykkislhólmi. t Innilega þökkum við öllum þeim, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa auðsýnt 'okkur samúð og vinarfuig við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, dóttur, systur, mág- konu og frænku okkar, Erlu Victorsdóttir Kreidler. Sérstaklega þökkum við læknum þeim á Landakots- spítala, Sct. Josepssystrum og hjúkmnarliði því, sem í síð- ustu veikindum hennar veittu henni alla þá hjálp, sem unnt var. Helmout Kreidler, Einar V. K. Kreidler, Hulda Gestsson, Victor Gestsson, Svála Victorsdóttir, Nína Victorsdóttir, Ragnar Friðriksson, Sólveig Erla Ragnarsdóttir. nafn öllu mynduglegra. Næst eru Mófellsstaðir. Þar var allan sinn aidur þjóðhaginn Þórður Jóns- son blindi. Hann var blindur frá bernsku, en æfði og lærði svo til smíða af sjálfsdáðun, að til einsdæma má teljast. Hann þurfti ekki annað en þreyfa einu sinni á hinum vönduðustu og margvíslegustu mublum, til þess að geta smíðað þær í sama formi. Auk þess smíðaði hann sjálfur flest sín verkfæri, m. a. sögunarvél. Verkstæði hans með verkfærum öllum, hefir nú verið sett upp í Byggðasafni Borgarfjarðar í Borgarnesi, í sama formi og það var hjá hon- um í iifandi lífi. í Mófellsstaða- landi voru á fyrri tímum, stund um í byggð tvö afbýli. Hétu þau Kaldárbakki og Vindheim- ar. Lítil merki sjást nú um til- vist þeirra, en þó er vitað hvar þau voru. Kaldá heitir lítil á austan við túnið á Mófellsstöð- um. Næsti bær austan við Mófells- staði er Indriðastaðir. Þar bjó á söguöld Indriði Þorvaldsson, höfðingi mikill. Kona hans var Þorbjörg Grímkelsdóttir, systir Harðar Hlómverjakappa, skör- ungur mikili; Til hennar leitaði trausts og halds Helga Haralds- dóttir, eftir að hafa synt með syni sína ú Geirshólmi og fékk þar góðar viðtökur. Vegurinn liggur meðfram þessum bæjum, en við Indriðastaði beygist hann til norðurs, niður að vatnsósn- um. Þar eru vegamót. Vegurinn sem liggur yfir Hestháls og þvert yfir dalinn er við vatns- ósinn. Þar er brú yfir ána og dýpkunarskurð þann sem þar var gjörður til vatnsmiðlunar vegna Andakílsárvirkunar. Veg- urinn Iiggur síðan áfram austur og inn dalinn, yfir Drageyrargil og framhjá næsta bæ Litlu- Drageyri. Áður en lengra er haldið skulum við athuga nánar suður- hlíðar dalsins, sem við höfum farið framhjá. Rétt vestan við Álfstemsá liggur vegurinn yfir hinar gömlu götur, sem lágu yfir Skarðsheiði, upp Heiðar- brekkur g Sauðahrygg. Er það vesturendi Skarðsheiðar, austan við Hafnarfjall, sem yfir var farið. Austan götunnar rís Skarðsheiði snarbrött, með hvössum hamrabrúnum og tveimur bröttum tindum vestast, sem heita Skessuhorn og Heið- arhorn, um og yfir 1000 m. á hæð. Sport þykir að klífa tinda þessa, enda er af þeim víðsýni mikið, þegar upp er komið. Austan við þá eru hamrabrúnir heiðarinnar, dálítið bogadregn- ar, með snjósköflum sem aldrei hverfa á sumrum, í öllum slökk- um og giljadrögum. Undirhlíðar Skarsheiðar eru víða grösugar og góð beitilönd, svo sem Kirkju tungur og Hornsdalur fyrir ofan Horn og Kaldárdalur upp af Mó- fellsstoðum. Mófell, sem bærinn dregur nafn af, er kollótt fell undir snjóugum eggjum heiðar- innar. Efst er það ljósleitt af líparít og heitir efsti hnjúkur þess Ok. Hádegishnjúkur fyrir ofan Indriðastaði er svipaður að gerð. Drageyraröxl er fjallsrani líkrar tegundar, upp og austur af Litlu-Drageyri. Villingadalur er hrikaleg og kuldaleg dalskvompa austan við Drageyraröxl, hálfhringmynduð, með skriðum og klettum til efstu eggja og snjósköflum í öll- um giljadrögum. Norðaustan við hann er slakki sá eða skarð, á milli Skarðsheiðar og Draga- fells sem heitir Geldingadragi. Nafnið er fornt og er sagt frá uppruna þess í Harðar sögu Hólmverjakappa. Þjóðvegurinn milli Svínadals og Skorradals liggur eftir þessum draga. Suður af honum gengur lítill dalur inn í austurenda Skarðsheiðar, sem heitir Hestadalur. Úr honum kemur Hestadalsgil, sem sam- einast Dragagili ofarlega á Drag- anum. Falla þau fram í mynni Villingadals í allháum fossi, sem heitir Kerlingarfoss og er veg- urinn yfir gilið, rétt ofan við fossinn. Gilið sameinast síðan gili er kemur úr Villingadal og heitir eftir það Dragá. Yfir Dragá var byggð brú fyrir nokkrum árum. Var það mikil samgöngubót, því áin var oft ill yfirferðar og lét lítt marka sér bás um eyrina. Austan við brúna skiptist veg- urinn. Liggur annar vegurinn suður og upp Draga til Svína- dalinn, en hinn áfram inn Skorra dalinn, gegnum túnið á Stóru- Drageyri og inn með vatninu að næsta bæ, sem heitir Hagi. Lengra nær akvegur ekki, nema fyrir tveggja drifa bíla. Milli þessara bæja er Þófagil eða Þjófagil, sem kemur úr mýra og dalaslökkum fyrir austan Dragafell og áður er nefnt. Hagi var áður tvær jarðir og hétu báðir Svangi, eystri og vestri. Þær voru byggðar á 17. öld fyrir tilstilli Áma lögmanns Oddssonar á Leirá, því hann átti þar selstöðu og upprekstr- arland. Ekki munu þó lengi hafa verið þarna tvö býli, en byggð mun hafa haldist þarna alla tíð síðan. Þarna er líklega harðhnjúóskulegasta og af- skekktasta býlið í dalnum. Þaðan er um 5 km. út að Stóru- Drageyri og um 7 km. inn að Vatnshorni. Bærinn stendur norðan undir hálsinum, en nokk uð hátt, svo víðsýnt er þaðan um dalinn. Jarðvegur þar er mest- allt stórgrýttur ísaldarjökuls ruðningur og erfiður til rækt- unar. Bóndinn þar, Þórður Run- ólfsson, harðduglegur eljumað- ur, hefir því orðið að rækta tún sitt í mörgum smáblettum hing- að og þangað um landareignina. Skorradalsvatn setur mikinn svip á dalinn og er ein aðal- prýði hans. Vatnið er um 16 km. á lengd og um 16—17 ferkm. að stærð. 12 bæir í daln- um eiga land að því, en flestir bæir dalsins hafa af því ein- hver kynni. Líkur eru til að það hafi verið enrnþá stærra í upp- hafi, því ár og lækir hafa borið fram i það mikinn jarðveg gegn um aidirnar. Miðbik þess allt er um 40-50 m. djúpt. Silungsveiði hefir verið nokkur í vatninu, en hefir farið allmikið minnk- andi hin síðari ár. Samgöngur milli bæja beggja megin vatns- ins, hafa verið yfir það á bátum eða á ís. Þegar vatnið er ísi lagt á vetrum er það bezti og skemmtilegasti þjóðvegur sem völ er á. Vatnið hefir þó löng- um verið viðsjáll þjóðvegur, því fjöldi manna hefir drukkn- að í því, bæði af bátum og nið- ur um ís. Vitað er a.m.k. þrír menn liggja enn dauðir í vatn- inu, því lík þeirra hafa ekki fundizt. Dýpi vatnsins, þungi þess og kuldi við botn, orsakar það að lík rotna ekki í því og fljóta því ekki upp. Rétt fyrir síðustu aldamót kom upp lík eins þeirra sem í því hafði drukknað, iítt skemmt eftir átta og hálft ár. Þó vatnið sé unaðslegt á kyrr- um kvöldum bæði á sumri og vetri, er ís þess viðsjáll og öldur þess háar, þegar hvassir storm- ar geysa eftir vatninu endi- löngu. Af þessu yfirliti sést að Skorra dalur hefir upp á mikið að bjóða þeim ferðamönnum er hann vilja sjá og skoða. Hrikalegar fjallsgnýpur, snævi drifnar fjallseggjar, sérkennileg og fjöl- breytt fell og hálsa, grösugar og skógi vaxnar hlíðar, ár og læki með fossum og flúðum og stórt vatn með víkum og vogum, þar sem 9kógarhríslurnar spegl? ast í á kyrrum kvöldum. Eitt af kvæðum Þorsteins Er- lingssnar heitir: „Vara þig Fljóth!íð.“ Kvæðið er að efni til í afsökunaranda vegna þess hversu langt var síðan hann hafði heimsótt æskustöðvar sínar, Fljóthlíðina. Hann lýsir dásemdum þeim í ríki náttúr- unna er hann hafði séð í út- löndum, en taldi þær þó ekki hafa hrifið sig svo að ást hans og tryggð til æskustöðvanna hefði neitt að óttast. Hann kveðst svo hafa farið upp í Hvalfjörð og telur hann „áleitinn.“ og kallar hann „glitrandi bláfjalla- bað í brosheiði skínandi daga. Kvæðið endar svo á þessum ljóð -línum: „Ég komst nú yfir hann allt fyrir það og óskemmdur norður á Draga. En kvöldsólin skein þar á Skorradalshlíð á skóginn og vatnsflötinn bláan. Og mörg fannst mér indæl, en engin svo fríð. Ég unni honum strax er ég sá hann.“ Það var ástæðan til þess að hann valdi nafnið á kvæðið: „Vara þig Fljótshlíð." Guðm. IUugason. FOSSKRAFT Verkamenn vanir byggingavinnu óskast. vinna. Upplýsingar á SuðurLandsbraut 32. Ráðningarstjórinn. Löng 1E3-E3-E3-E3-E3E3Q-E3Œ1 HÚSGAGNASMIÐIR — HÚSGAGNASMIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.