Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 1
28 SIOUR CLEÐITÍÐINDI AF MIÐUNUM VIÐ SVALBARÐA: Tdlf síldvpiðisjómenn heimtir úr helju Áhöfn Stígnndo sem hvnrf ó miðvikudng bjnrgnð í gærkvöldi og er n leið til Innds með Snæfugli ÞAU gleðitíðindi bárust í gærkveldi að síldarleitar- skipið Snæfugl hefði bjarg- að allri áhöfninni, 12 mönn- um, af síldveiðiskipinu Stíganda frá Ólafsfirði. Að því er fregnir herma, fannst björgunarbáturinn kl. 21.32 í gærkveldi. Báturinn fannst á svipuðum slóðum og síðast spurðist til Stíganda. Skip- stjóri á Stíganda er Karl Sig- urbergsson úr Keflavík, en auk hans var á skipinu 18 ára gamall sonur hans, Bjarni. Flestir eru skips- menn frá Ólafsfirði og ríkti mikil gleði þar í bæ er frétt- in um björgunina barst þangað. Skipstjóri á Snæfugli er Bóas Jónsson frá Reyðar- firði. Bóas var í talstöðinni að því spurður, hvort hann vissi nokkuð nánar um að- draganda slyssins. Hann svaraði: „Ég hef ekkert spurt mennina ennþá og mun ekki gert strax.“ Gífurlega viðamikil leit fór fram í allan gærdag að Stíganda. Hafði ekkert heyrzt frá skipinu frá því á mið- vikudag er það var á síldar- miðunum um 700 sjómílur norðaustur af Langanesi, en á hinn bóginn var ekkert vitað um hvarf þess fyrr en kl. 7.45 í gærmorgun. Var þá þegar hafin skipulögð leit sem tæpl. 100 skip og nokkrar flugvélar tóku þátt í og stóð hún fram á kvöld, þar til Snæfugl tilkynnti um björg- unina og kvað alla mennina við góða heilsu. Fögnuð'ur var mi-kill á Ólafs- firði, eins og fyrr segir, og Jakoto Ástgrímsson, fréttaritari Mbl. þar sagðd: — Það er erfitt að finna orð til þass að lýsa glaðinni hér. Við fréttum um hvarfið snemma í möngun og fólk var mjög sleg- ið. Bjóst það við himu veráta vagna þes.3 langa tíma, sem lið- inn var síðan heyrðist til skips- íns eða á sjötta sólarhring. I dag hefur fólk setið við tæki sín og reynt að hlusta á bátabylgjuna með örlitla von í hu.ga. Það var svo í kvöld að þessi gleðitíðindi bárust og það fór glaðistraumur um bæin.n. Menn áttu sumir hálf bágt með að trúa þessu, að þeir væru allir heilir á húfi, bæði vegna þess að illa heyrðist vegna fjarlægðarinnar og langt er síð- an skipið sökk. En þeir sem fréttirnar heyrðu hlupu þegar út og sögðu tíðindin. Já, það ríkir gleði hér yfir að hafa heimt sjómennina úr helju. Ekkert vitað um hvarf skipsins í 5 sólarhringa Síðast heyrðist til Stíganda kl. 14,10 á miðvikudaginn er skipið tilkynnti síldarleitinm á Raufarhöfn að það væri með 240 tonn síldar. Þar sem fjar- lægðin til lands var svo mikil varð v.b. Vigri, sem var við Jan M'ayen, að bera skeytin á mil.li. Stígandi hélt þá af mið- unum, sem eru á 74 gr. 20‘ n b. og 10 gr. 00‘ a.l., ásamt Sigur- björgu ÓF 1, en bæði þessi skip fylltu sig 1 sama mund. Höfðu skipstjórarnir á þessum 'tveimur skipum samband sín á imilli fyrr um morguninn, og var þá Karl, skipstjóri á Stíganda, le-kki ákveðinn hvort hann myndi losa í síldarflutningaskip eða hadda beint til lanás, þar isem bilun hafði komið fram í spili á skipinu. Sigurbjörg los- aði á hinn bóginn í Síldina, sem var við Jan Mayen. Hefði Stígandi haldið til lands hefði hann átt undir öll- um venjiulegum kringumstæð- um að vera kominn til Raufar- hafnar um hádegisbil á laug- ardag. En þegar ekkert hafði heyrzt til skipsins aðfaranótt Framh. á bls. 3 Þetta er sennilega síðasta myndin sem tekin var af Stíganda. Jóhann M. Guðmundsson 2. stýri- maður á Gísla Árna tók hana er Stígandi var með risastórt kast á síðunni sem m.b. Sigurbjörg háfaði einnig úr. Borðstokkur Stíganda er í kafi undan þunga síldarnótarinnar. MIKLAR BREYTINGAR Á Stóraukin hryðju- BREZKU STJÓRNINNI verk í Vietnam HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, kunngjörði í dag umfangsmiklar breytingar á stjórn sinni. Wilson setti af Douglas Jay, viðskiptamálaráð- herra, en við tekur Anthony Crossland, sem var mennta- og vísindamálaráðherra. Jay hefur verið einn harðasti andsvars- maður gegn inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Patrick Gordon Walker tók við embætti Crosslands. Þá veitti ‘ Wilson Herbert Bowden, samgöngumála ráðherra lausn frá embætti, en Wilson og hann voru ósammála um lausn Rhódesíudeilunnar. — Georg Thompson, aðstoðarutan- ríkisráðherra tekur við embætti samveldismálaráðherra, en Bowd en tekur stöðu yfirmanns Óháða sjónvarpssambandsins. Þá tók Wilson við efnahagsmála- ráðuneytinu úr höndum Michael Stewarts, fyrrverandi utanrikis- ráðherra. Stewart heldur þó enn ráðherratitli og hefur nú yfirum sjón með öllum innanlandsmál- um, nema fjármálum. Búizt hafði verið breytingum innan brezku stjórnarinnar um nokkurt skeið og þá sérstaklega brottvikningu Jays, viðskipta- málaráðherr.a, vegna afstöðu hans - til Bfna/hag.sbanidalagsins og engum kom á óvart skipun Crosslandis, sem eftirmanns hans en Cnossland er eindre.gin stuðn- inigsmaður inmgöngu Breta. Jam es Callaghan, fjármálaróðherra, Dennis Heailey, vanniarmálaráð- herra og Roy Jenkins, innanrík- isráðlherra halda allir embæfct- um sínum, en búizt hafði verið Framih. á bls. 27 Saigon, 28. ágúst, AP-NTB. SKÆRULIÐAR Viet Cong gerðu í gær og dag stórfelldar stór- skotaliðs- og eldflaugaárásir á stöðvar Bandaríkjamanna í S- Víetnam. Tíu Bandaríkjamenn féUu og 105 særðust í árásum þessum. Á sunnudag skutu skæruUðar fjölda eldflauga að Can Tho, höfuðborginni í Mekong dalnum, og féllu 46 óbreyttir borgarar, mest konur og börn og 122 særðust. Á sama tíma gerðu skæruliðarnir svipaðar árásir á 6 aðra staði í S-Víetnam og ollu miklu manntjóni, aðallega meðal óbreyttra borgara. í borginni Ho an í n-hluta landsins féllu 60 manns og hundraðir særðust. Háttsettir bandarískir og suð- ur-víetnamískir embættismenn telja, að þessar árásir séu upphaf mjög aukinna árásaraðgerða Víet Cong, nú þegar kosningabaráttan í landinu er í algleymingi. — Hryðjuverk hafa stóraukizt og sjúkrahús í landinu víða yfirfull af fórnarlömbum hryðjuverka- manna. Bandarískur heilbrigðis- Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.