Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1967 5 Tregnr afli í Stykkishólmi S.ykkishólmi, 26. ágúst AFLI hefur verið með tregara móti hér í sumar, þótt af og til hafi fengizt sæmilegir róðrar. Eins og undanfarin ár hefur ver ið talsvert um hand'færaveiðar og h-íur aflinn verið lagður upp í fiskivinnslustöðvarnar hér. Bygginga- framkvæmdir í Stykkishólmi Stykkisihólmi, 26. ágúist. Byggingavinna hefur verið tals vert hér i sumar og munu um 14 íbúðarhús vera í byggingu, misjafnlega á veg komin, sum við það að verða lokið, en á öðrum er verið að byrja. Byrjað var á 6 húsum í vor. í>á hefur einnig verið unnið í grunni félagsheim- ilisins.. Fréttaritari. Nokkuð hefur vantað á, að hrá- efni væri nóg til vinnslu og hefðu fleiri bátar þurft að leggja hér upp til þess að hraðfrystihús in væru fullnýtt. Lúðu\ eiði hef- ur verið með betra móti og mik- :ð af henni hefur verið seit beint til neytsnda, til Bongarness og jafnvel til Reykjavíkur og hefur komið fyrir að bátar hafi komið með 20 lúður eftir tveggja til þriggja daga úthald, en nú er þess: veiði einnig mjög minnk- andi. Einn bátur var á síldveið- um fyrr Suðurlandi í sumar og ann.ar á humarveiðu.m og sá þriðji á handfæraveiðum fyrir Norðurlandi. Munar talsvert um þassa báta úr byggðarlaginu. Hvað bá'aflotinn gerir í haust er enn óráðið. — Fréttaritari. A-Húnvetnskar húsmæður ú ierð Gösta Pettersson leiðbeinir nemendum sínum. Málarameistarar á skólabekk SL. MÁNUDAG fóru 46 austur- húnvetneskar húsmæður í tveggja daga orlofsferð suður í Borgarfjörð Á suðurleiðinni skoðuðu þær hið glæsilega byggðasa/fn Hún- vetninga og Strandamanna að Reykjaskóla, en síðari hluta dags ins nutu þær hvíildar og kynn- ingar í Bifröst og gistu svo þar. Um kvöldið stóð orlofsnefndin fyrir kvöldvöku og var það ágæt skemmtun. Allan mánudaginn var úrhellis rigning, en daginn eftir birti og batnaði veður, þá fóru konurnar gönguferð niður að Glanna og síðan upp að Hreðavatni. Eftir hádegið brugðu þær sér að Varmaiandi og á heimleiðinni var ek'ið fram að Kolugljúfrum í Víðidai, þangað er stutt að fara frá þjóðveginum, en fáum ferða- löngum er kunn sú mikla fegurð og tign, sem þar er að sjá. Þetta var engin asaferð, ekkert kapphlaup um að komast sem lengst á takmörkuðum tíma. En konurnar komu heim með ágæt- ar endurminningar og færa öll- um, sem dreiddu götu þeirra beztu þakkir. NÁMSKEIÐ í litafræði — Iita- samsetningu og litameðferð — liefur staðið yfir í Iðnskólanum síðastiiðna viku. Málarameist- arafélag Reykjavíkur beitti sér fyrir þessu námskeiði og fékk hingað til lands sænskan sér- fræðing og ráðunaut um skipu- lagsmál. Gösta Pettersson frá Stokkiiólmi. Þetta er í fimmta sinn, sem Málameistarafélag Reykjavikur fær útlendan kenn ara til þess að halda námskeið. Nemendur á þessu námskeiði eru 24 — ráðsettir málaramelst arar í Reykjavík og jafnvel tveir kennarar við Málaraskólann í Iðnskólanum, þeir Sæmundur Sigurðsson og Jón Björnsson. August Hákansson, málarameist arí túlkaði og skýrði mál kenn- arans eftir þörfum. Við litum inn í kennslustund hjá Gösta Pettersson í gær. Nem endurnir sátu þar og dunduðu með skæri og lím, en kennar- inn gekk milli borða og fylgd- ist með og leiðbeindi. — Það er mjög mikils virði að fá svona mann, sögðu nem- endurmr, og sá tími, sem við höfum eytt í þetta hefur ekki íarið til ónýtis. Ný sjónarmið sem voru okkur með öllu ó- þekkt áður. Við höfum öðlazt betri skilning á mikilvægi lit- anna, ekki aðeins fyrir þann sem í húsinu býr, heldur einnig fyr- ir þann sem gengur fram hjá því. — Mörg eldri hús hér í Reykja vík eru ákaflega einhæf á litinn — hvít með grænum þökum, sagði Gösta Pettersson. Síðar hafa menn farið að þarfnast fjölbreyttari lita og árangurinn hefur stundum orðið sá, að lit- irnir hafa orðið æpandi og þeim komið illa saman. — Gluggar eru mikilvægur þáttur í heildarsvip herbergis. í gluggaiausu herbergi verður eitt hvað að koma í staðinn. Sama fyrirbærið er þekkt utan húss Landslagið hefur áhrif á svip bygginganna. Á íslandi eru ekki til hávaxnir skógar eins og í öðrurn löndum og þess vegna verður arkitektúrinn að vera annar. Ekki er ótrúlegt, að hin mikla útbreiðsla grænna þaka sé að einhverju leyti til uppbit- ar fyrir skógana. Afbragðsveiði á færi í IMorðfirði Naskaupstað, 26. ágúst. MJÖG géö þorskveiði á færi hefur verið hér í sumar, sér- staklega nú í ágústmánuði. Fiskurinn er mjög stutt undan og hefur aflinn komizt upp í tvö skippund á mann. Unnið hefur verið að því, að byggja yfir söltunarplönin hér meðan beðið er eftir síld- inni, því að þegar fram á hauistið kemur er allra veðra von. Nýja síldarverksmiðjan sem Rauðubjörg h.f. eiga er senn fullgerð og mun geta hafið bræðslu um næstu mánaða- mót. Nokkur síld hefur borizt til bræðislu að undaniförnu, fyrst og fremst með heima- bátnum, en einn og einn að- komubátur slæðist með. B. B. Húsmæðurnar í Bifröst. — Ljósm.: Bj. Bergmann. TOYOTÁ COROIMA TOYOTA CORONA er bíll í gæðaflokki, sem hvarvetna hef- ur .hlotið frábæra dóma fyrir ökuhæfni og traustleika Byggður á sterkri grind, með 4 cylindra 74 ha. vél — Við- bragðsfljótur. — Nær 80 km. hraða á 12 sek. Hagstætt verð Innifaið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (Alternator), Toyota ryðvörn, rafmagnsrúðusprautur, fóðrað mælaborð, tvöföld aðalljós, þykk teppi, kraftmikil tveggja hraða miðstöð, bakk- ljós, sjálfvirkt innsog, verkfærataska o.fl. Tryggið yður Toyota Japanska Bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470 og 82940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.