Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1967 Vafasöm vitaspyrna réði mestu um úrslitin Þrír leikir eru nú eítir í íslandsmótinu, en samt eru möguleik- arnir ótalntargir ennþá. Með sigri yfir KR í gærkvöldi 3—2 tryggði Fram sér áframhaldandi von um íslandsmeistaratign — en KR er enn i fallhættu. Og leikirnir þrír sem eftir eru geta ráðið úr- slitum mótðins á margvíslegan hátt og einn möguleikinn er að þrjú félög þurfi að hefja baráttu upp á nýtt um bikarinn. Sigur Fram í gærkvöldi byggðist á nokkurri heppni, ekki sízt vegna strangs vítaspyrnudóms yfir KR. En Fram mun ekki iðra þess að hafa sett ungan mann í lið sitt, Ágúst Guðmundsson á v. kanti. Hann skapaði tvö af mörkum liðsins með leik sínum. Og þessi piltur lék í 3. aldurflokki i fyrra. Skjótur frami það. Mörkin. Liðin áttu bæði góða leikkafla og réðu gangi leiksins til skiptis. I fyrri hálfleik var KR sterkara liðið og átti mörg tækifæri. En á þessu „velgengnistímabili“ KR í leiknum fengu þó Framarar skorað tvö mörk — og tryggt með því sigurinn. í sí'ðari hálfleik var Framliðið sterkari aðilinn og jók markatöl- una í 3—1 og KR-ingar höfðu nær gefist upp. En þá slökuðu Framarar á klónni og eftir að KR tókst að minnka markatöl- una í 3—2 er 10 mín. voru eftir sóttu KR-ingar nær látlaust og áttu gullvæg færi til að jafna. Fram átti betri byrjun en KR tók fljótt frumkvæðið. Á 23. mín. ná þeir forystu. Gunnar Felix- son fékk knöttinn út úr þvögu lék sig frían á vítasteig og skor- aði laglega. Á 32. mín sækir nýliði Fram, Ágúst, skáhalt fram frá miðju náiagst vítateig og spyrni frast að marki. Knötturinn fer í varn- armann KR, og þaðan inn fyrir KR-vörnina. Grétar Sigurðsson miðherji er fljótur til og skorar. Á síðustu mínútu hálfleiksins er dæmd hin vafasama víta- spyrna á Kristin bakvörð KR og Helgi Númason skorar örugg- lega. í þessum hálfleik átti Fram ekki önnur færi en leiddu til þessara marka. KR átti hins veg- Þróttur eða ÍBV í 1. deiid í KVÖLD kl. 7 síðdegis fer frani á Laugardalsvelli úr- sliíaleikurinn í 2. deild og er barist um það hvaða lið tekur sæti í 1. deild næsta sumar. Það er Þróttur og lið Vest- mannaeyinga sem börðust um þennan sama heiður fyrir 2 árum, en þá unnu Þróttarar eftir framlengdan leik. Dvöl þeirra í 1. deild þá varð ekki nema til eins árs — en nú eiga þeir aftur möguleikann. V estmannaeyingar munu einnig reyna að láta söguna frá því í hiíteðfyrra ekki endurtaka sig. En hver sem úrslitin verða má án efa búast við harðri baráttu og mikilli keppni. b - .. — ■ — ----' Verðlaun avfhent í kúluvarpi. F.v. Björn Bang, Guðm. Her- mannsson og Arnar sonur hans. Jón Magnússon afhendir fyrirliða F.H. verðlaunin. FH aftur í 2. deild Vann Völsunga 3-0 ar 4 góð færi, Baldvin skalla í þverslá og Baldvin skot fram- hjá af dauðafæri auk annarra sem voru varin. Snemma í fyrri hálfleik bjarg- aði Jóhannes bakv. Fram á mark linu. Aftur heppni hjá Fr.am. En. eftir þetta tóku þeir frumkvæð- ið og „áttu leikinn“ um skeið. Á 24. mín. lék Erl. Magnússon laglega fram miðju gaf yfir Ell- ert og Grétar komst innfyrir og skoraði. Fallegt mark. Leikurinn fór nú að mestu fram á helmingi KR og skall hurð oft nærri hælum við mark- ið. Og uppgjafar varð vart hjá KR. Á 38. mín ná KR-ingar upp- hlaupi. Gunnar Fel. sækir upp kantinn á í klaufalegu návígi við Anton miðvörð og markvórður Fram blandar sér í það a'ð ástæðulausu. Úrslitin verða að Gunnar rekur tána í knöttinn og hann skoppar í mannlaust mark Fram. Þrátt fyrir látlausa sókn og góð færi tókst KR ekki að breyta úr- slitunum frekar. Gæfan var með Fram. Liðin. Liðin áttu góða kafla en þess á milli klúðurslegan leik og varn arleikur beggja liða einkenndist mjög af fálmi, óöryggi og ráð- leysi. Beztu menn Fram voru Helgi Númason, Erlendur Magnússon og nýliðinn Ágúst Guðmundsson. Hjá KR átti Gunnar beztan leik og Þórður Jómsson. En margt o.g mikið má batna ef vel á að takia.st í „bikarlei'knum“ við Aberdeen. Dómari var Magnús Pétursson. — A. St. fóru þannig að F.H. sigraði með 3 mörkum gegn engu, og var það fyllilega verðskuldað. Að leik loknum sleit Jón Magnús- son formaður mótanefndar K.S.Í. mótinu með stuttri en snjallri ræðu. Afhenti Jón fyrir liða F.H. Ingvari Viktorssyni fagran bikar sem Málningar- verksmiðjan Harpa gaf til keppni í 3. deild og er það far- andgripur. Dómari var Rafn Hjaltalín frá Akureyri. Veður var gott til knattspyrnu keppni á Akureyri, hæg sunnan gola, en sólarlaust. Það kom fljótt í ljós að Völsungar réðu yfir miklum hraða, en skipulag vantað: í leik þeirra. Fyrsta mark leiksins var skorað um miðjan fyrri hálfleik. Dæmd var óbein aukaspyrna á Völsunga rétt utan við markteig og skor- aði Ragnar Jónsson örugglega. Annað markið skoraði Ragnar Framhald á Ms. 27. Staðan í fyrstu deild Staðan í 1. deildarmótinu er nú þessi Akureyri 9 6 0 3 21-11 12 Valur 9 5 2 2 17-15 12 Fram 9 4 4 1 13-10 12 Keflavík 9 3 2 4 7-9 8 KR 9 3 0 6 15-18 6 Akranes 9 2 0 7 9-19 4 Leikirnir þrír, sem . eftir ■ eru: 3/9 Akureyri—KR 9/9 Fram—Akranes 10/9 Valur—Keflavík Fram hafði heppnina með sér og vann KR 3 gegn 2 Á SUNNUDAGINN var leikinn á Akureyri úrslitaleikurinn í 3. deild íslandsmótsins í knatt- Veöur spillti keppni á afmælismdti og unglingakeppni F.R.Í. — Lstil reisn yfir keppni útlendinganna ÍSLENZKIR frjálsíþróttamenn hafa verið heppnir með veður á mótum sínum í sumar, allt þar til á afmælismóti og unglinga- keppni F.R.Í., er fram fór á laug- ardag og sunnudag á Laugardals vellinum. Báða dagana var hið versta veður, rok og rigning og setti það eðlilega sinn svip á þetta mót, sem vandað var til á margan hátt. 7 erlendum íþrótamönnum hafði verið boðið til leiks á þessu íþróttamóti, en þeir settu vægast sagt, heldur lítinn svip á það. Er leit til þess að vita, þar sem íslenzkir frjálsíþróttamenn fá sjaldan tækifæri til keppni við útlendinga. Ekki vantaði það, að erlendu gestirnir ættu ekki nógu góð afrek fyrir, en lítill glans var yfir keppni þeirra hér. Fyrri mótsdaginn var keppt í 7 „gestagreinum". Flestir höfðu reiknað með jafnri keppni í kúlu varpi fyrirfram, en svo fór að Guðmundur Hermannsson tók forustuna í fyrsta kasti og hélt henni keppnina út. Tókst Ander- sen einu sinni ekki að ógna sigri hans. Guðmundur varpaði kúl- unni 17,79 metra, sem er frábær árangur, ef miðað er við aðstæð- ur. Björn Bang Andersen varpaði 17,21 metra, og var það eina kastið sem hann átti yfir 17 metra. Unglingarnir þeir Arnar og Erlendur köstuðu 14.58 og 14.29 metr. Andersen spáði eftir keppnina, að Guðmundur ætti cftir að bæta sig enn verulega og sigra 18 metrana auðveldlega. Síðari dag mótsins átti að keppa í kúluvarpi, en þá vildi Ander- sen ekki vera þátttakandi. Sagð- ist hann aldrei taka þátt í kúlu- varpskeppni tvo daga í röð, en fór í kringlukastkeppnina og varð þar þriðji. 400 metra hlaupið var mjög skemmtilegt, og óvænt úrslit. Terje Larsen frá Noregi tók for- ustuna í upphafi hlaupsins og hélt henni þar til kom á beinu brautina, en þá fór Ólafur Guð- mundsson að síga á og tókst að merja sig framúr á síðustu metr- unum. Gott afrek hjá Ólafi, sem virðist nú vera að ná sínu gamla góða formi á ný. Hinn gesturinn í 400 metra hlaupinu, Hanno Rheineck frá V-Þýzkalandi varð fimmti í hlaupinu, enda sat hann alveg eftir í startinu. f hástökki sigraði danski met- hafinn Svend Breum, stökk 2,00 metra, og átti góðar tilraunir við 2,04 metra. Jón virðist aldrei geta orðið ,.dús“ við atrennu- brautina á Laugardalsvellinum og tókst ekki að fara yfir 2 metra. f stangarstökki átti Wecek, Póllandi að keppa sem gestur, en hann á tæpa 5 metra bezt. Hann stökk æfingastökk á 4,02 metra, en tognaði við það í baki, svo ekki varð af þátttöku hans frek- ar. Valbjörn stökk auðveldlega 4,30 metra, og átti eina ágæta til- raun við 4,55 metra. í 800 metra hlaupi var keppt á sunnudag og þar sigraði Terje Larsen Noregi eftir skemmtilega keppni við Tkaczyk, Póllandi og Halldór Guðbjörnsson. Halldór hafði forustu í hlaupinu lengi framan af, en varð að gefa eftir á endasprettinum. Daninn Preb- en Glue, tók ekki þátt í þessu hlaupi, þar sem hann kenndi smávægilegrar tognunar. Leiðinlegt var að Þorsteinn Þorsteinsson, KR, skyldi ekki geta tekið þátt í keppninni, en hann tognaði á fæti fyrir helg- ina og hafði ekki náð sér, það mikið að ráðlegt væri fyrir hann að keppa. Samhliða afmælismótinu fór fram unglingakeppni F.R.Í. og var hún í raun og veru mun athyglisverðari en keppni full- orðinna. f mörgum greinum var jöfn og hörð barátta og ágætur spyrnu. F. H. og Völsungar frá Húsavík léku til úrslita. Leikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.