Morgunblaðið - 29.08.1967, Page 4

Morgunblaðið - 29.08.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1957 BÍLALEICAN -FERD- Daggjald kr. 350,* og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR 21190 eftirlokun slmi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31150. LITLA BÍLALEIGAN lugólfsstræti 11. Hagstætt teigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. fJ==*BilJíÁ£ISAI9 RAUÐARARSTlG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) ÓTTAR' YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ ), SÍMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLFLUTNINGUR lögfræðistörf Bjarni Beinteinsson lögfræðingur AUSTURSTRÆTI 17 (eiLLI• vald* SlMI 13536 Lesandi skrifar: „Valvakandi! í dálkum þínum 18. ágúst sl. birtist smágrein eftir Gunn ar Sigurðsson, flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, sem á að vera rökstuðningur fyrir því, að þota Flugfélags íslands verði gerð út frá Reykjavík- urflugvelli. Við lestur klausúnnar komu mér í hug tvær greinar, sem þeir Jóhannes Markússon, flug stjóri hjá Loftleiðum, og Jó- hannes Snorrason, yfirflug- stjóri hjá Flugfélaginu, skrif- uðu um framtíðarþróun flug- mála á íslandi og birtust í Morgunblaðinu í febrúar og maí 1963. Um margt voru þeir ósammála nafnarnir, en þó fullkomlega sámmála um eitt: framtíð Reykjavíkurflugvallar sem millilandavallar, eða svo vitnaö sé í grein Jóhannesar Snoxrasonar: „Ég er sammála Jóhannesi Markússyni í því, er hann seg- ir um sjálfan Reykjavíkurflug völl, hann er of lítill fyrix okk ar nýkeyptu Cloudmasterflug- vélar. Möguleikar til stækkun- ar vallarins er raunverulega ekki fyrir hendi, svo að gagni komi, nema með ærnum kostn aði, sbr. álit sérfræðinganefnd- arinnar, og yrði sá kosturinn valinn, álít ég að þá væri raun verulega verið að tjalda til einnar nætur, þar sem vallar- svæðið er þegar aðkreppt og með ört vaxandi flugumferð stærri og þyngri flugvéla má gera ráð fyrir að íbúar borg- arinnar sætti sig ekki við þá lausn til lengdar. Við þetta bætist svo það, að afar erfitt er að koma hér fyr- ir aðflugljósum, sem ég tel veigamikið öryggisatriði í næt urflugi. Ég er heldur ekki viss um að fegrunarfélagið myndi samþykkja stauraraðir eftir hvað sé nefnt.“ Ekki treysti ég mér til að véfengja þessa skoðun Jóhann esar, sem greihilega nær al- mennt yfir umferð um völlinn, enda þótt Cloudmastervélanna sé getið sérstaklega. Þeim mun kyndugra þykir mér, ef það er rétt, sem Gunn ar segir í sinni klausu, að Flug félagsmenn hafi valið Boeing 727 „m.a. vegna þess að hún hentaði sérstaklega aðstæðum á Reykjavíkurflugvelli“ (feit- letrun Gunnars), þar sem auk þess var vitað, að ríkisábyrgð in vegna þotukaupanna yrði einungis veitt gegn því, að þot an yrði gerð út frá Keflavík- urflugvelli. Af grein Gunnars kemur glögglega í ljós, að hann telur ekki þörf á neinum endurbót- um á vellinum vegna þotunn- ar. Hver sá, sem vill kynna sér þetta mál hlutlaust, kemst hins vegar að raun um, að það myndi kosta tugmilljónir, eða sennilega miklu fremur hundr uðum milljóna króna að end- urbæta svo Reykjavíkurvöll, að þotan gæti haft þar bæki- stöð, og samt væri „verið að tjalda til einnar nætur*, svo að notað sé orðalag Jóhannesar. Miklir menn erum við ís- lendingar, en er nú ekki nokk uð mikið í lagt, að sóa jafnvel hundruðum milljóna króna í Reykjavíkurflugvöll, sem þó væri aðeins að tjalda til einn- ar nætur, til þess að spara flug farþegum rúmlega hálftíma akstur eftir rennisléttum, steyptum vegi til Keflavíkur eða þaðan inn í Reykjavík? Borgarbúi." ^ Meira um Billy Graham „Kæri Velvakandi! Séra Árelíus skrifar: Þið virðist hafa svo mikinn áhuga fyrir skoðunum minum á prédikaranum Billy Graham. Hér barst í hendur mér göm ul grein, sem ég skrifaði um Graham eingöngu á sínum tíma. Ég er enn á sama máli um harm og ég var þá. Hún mundi því skýra málið, ef þú færð henni rúm annað hvort í heild eða einhverjum hluta. Mér finnst það væri drengi- legt af þér eftir allt það mold- viðri misskilnings, sem búið er að þyrla upp. Beztu kveðjur. Árelíus." 'k Sjónvarp Ein skærasta stjarnan á himn\ kirkjunnar nú á dögum, að minnsta kosti í augum fjöld ans, er Billy Graham. Hann safnar hvarvetna um sig millj- ónum áheyrenda og hrífur þá með mælsku sinni og einlægni Margur mun því spyrja: Hvað hefir þessi prédikari fram yfir þúsundir eða milljónir annarra prédikara, sem fáir hlusta á? Það er vandi að svara, en eft- ir fréttum að dæma, er hann umdeildur og það eitt út af fyrir sig er nokkurs virði, sem auglýsing. Sumir telja hann meðal hinna stóru spámanna allra tíma. En aðrir jrppta öxl- um og segja, að hann sé eins konar Snoddas kirkjunnar og punklum og basta. En sannleikurinn liggur nú samt einhvers staðar þarna mitt á milli og mætti vel full- yrða að Graham sé tákn tím- anna á síðustu dögum. Mælska hans og boðskapur er byggt á öruggum grunni biblíulegra kenninga, en borið fram á máli fjöldans, fært inn í hversdags- leg viðhorf og viðfangsefni. Auk þess er framkoma hans einarðleg og látlaus og persón- an alþýðleg og góðmannleg. Hann fylgir engum ákveðnum trúarflokki, og vill ekki stofna neinn nýjan. Þeir, sem hrífast af kenningum hans eiga að láta sína kirkju og sinn söfnuð njóta krafta sinna og hrifning- ar í hvaða flokki sem þeir ann- ars kunna að vera. Og Bill á marga samstarf- menn og þeim ber að ganga ríkt eftir, að þeir, sem láta sannfærast við prédikun Bill- ys, gangi vel fram í verki og sannleika og sýni að vakning þeirra sé meira en orðin tórri. Þetta er auðvitað allt sam- an agætt. En stærsta einkenn- ið á starfsemi Grahams er hin mikla auglýsingastarfsemi og æsifréttir, sem látlaust er haldið uppi um afrek hans, ræður hans og ferðalög. Af því má sjálfsagt margt læra, bæði jákvætt og neikvætt. Kirkjan þarf að hafa hærra í öllum hávaða nútímans, en sú rödd má ekki verða tómur og innantómur hljómur, sem deyr líkt og bergmál út í auðn. Það þarf að vera hin eilífstillta guðsrödd samræmis, friðar og kærieika. Margir trúa, að einmitt þann ig sé rödd Billy Grahams og þeirra æsiradda, sem greiða honum braut í útvarpi og blöð- um víða um heim. Þess vegna hópast milljónirnar að honum, er hann stígur á land eða stíg ur í ræðustól. En vel mættu hinir sömu muna það, að þessi frægi pré- dikari sýnir þeim með einföld- um orðum fram. á það, að þeir geta einmitt hlustað á þessa sömu rödd friðar og frelsis, fundið svölun hinnar eilífu þrár mannsandans eftir guðs- ríki í litlu safnaðarkirkjunni sinni. Og verði áhrif þeirrar raddar ekki efld í hverjum söfnuði um hinn kristna heim, þá er jafnvel Billy Graham ekki annað en Snoddas nokk- urra deyjandi dægurlaga, eða dægurprédikana, sem lifna og deyjc í senn. Revkjavík, 28. júlí 1955. Árelíus Níelsson. Frá Gerðum er skrifað: „Kæri Velvakandi! Hvar er lýðfrelsið? Hver er ástæðan fyrir takmörkun Keflavíkursjónvarpsins? Spyr sá sem ekki veit. Ekki getur það verið áskriftarsöfnunin að loka fyrir Keflavíkursjónvarp- ið, þvi það söfnuðust margfalt fleiri á móti lokun Keflavík- ursjónvarpsms. Allir sem ég hef talað við um þetta og hafa horft á Keflavikursjónvarpið vilja ekki takmörkun. Og hin- ir sem ekki horfa á sjónvarp- ið, hvað gerir það þeim. Per- sónulega hef ég mjög gaman af mörgum góðum myndum sýndum kl. 5 daglega og eftir að íslenzka sjónvarpið er hætt útsendingum á kvöldin. Og kemur þessi skemmtana- skömmtun ekki mest niður á þeim, sem eru sjúkir og hafa litla aðra uppiyftingu. Þeim, ungum og gömlum sem heldur vilja vera heima á laugardög- um horfa á sjónvarpið en að fara út. En íslenzka sjónvarpið á ekki að sýna á laugardögum hef ég heyrt. Ég fer sjaldan út á laugardögum en nú breytist það örugglega Það verða margir fleiri sem þannig hugsa. Ég lasta á engan hátt íslenzka sjónvarpið. Það er ágætt þrátt fyrir drepleiðinlegar tepruleg- ar frar.skar og ítalskar mynd- ir. Takmörkun Keflavíkursjón- varpsins er hjákátleg. Þetta er gott dæmi um það gáfulega sem fullorðna fclkið gerir til að halda unga fólkinu frá göt- unni. Ég á engin lýsingarorð nógu sterk fyrir reiði mína. Ein af yngri kynslóðinni." £ Utsala Ýmsar vörur á stórlækkuðu verði. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20B. (Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). Atvimia óskast Bifvélavirki, einnig vanur akstri stórra bifreiða, óskar eftir vellaunuðu starfi nú þegar. Margt kem- ur til greina. Sími 31391. íbúðir Til sölu eru 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sem verið er að hefja byggingu á í Breiðholti. Sérþvotta- herb. á hæðum. Bílskúr fylgir nokkrum íbúðum. Fagurt útsýni. Uppl. á staðnum, Eyjabakka 9—15, og í síma 33147 og eftir kl. 20 í símum 30221 og 32328. ÓSKAR og BRAGI S.F. 1 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.