Morgunblaðið - 29.08.1967, Side 14

Morgunblaðið - 29.08.1967, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1967 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. iRitstjórar: Sigurður Bjarnason frá.Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími lO-ilOO. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: 7.00 einta'kið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. i V s s s s s i s s s s s i i s s i s HAGUR A TVINNUVEGANNA ltleginárásarefni stjórnarand stöðunnar á ríkisstjórn- ina er um þessar mundir, að hún hafi ekki tryggt nægilega vel hag íslenzkra atvinnu- vega. Þykjast stjórnarand- stæðingar nú hafa sérlegan áhuga á því að gera hag at- vinnufyrirtækja sem allra beztan. Skýtur það þó nokk- uð skökku við, þegar komm- únistar og framsóknarmenn allt í einu gerast málsvarar einkarekstursins, enda munu fáir telja að hugur fylgi máli. Hitt er áreiðanlega sanni nær, að bæði Framsóknar- leiðtogarnir og kommúnistar mundu gráta krókádílstárum yfir óförum einkareksturs. Þó er engin ástæðan til að vanþakka það, að stjórnar- andstæðingar benda almenn- ingi á nauðsyn þess, að at- vinnureksturinn hafi traust- an grundvöll að byggja á, og ekki megi ganga nær honum en svö, að ekki sé um tap- rekstur að ræða. Þegar öllum ber saman um, að þetta meg- insjónarmið verði að ríkja, ' eru líkur til þess að unnt verði að skipa málum svo, að atvinnuvegirnir geti gengið snurðulaust. Ástæða er til að leggja á það áherzlu, að á undanförn- um árum, þegar tekjur sjáv- arútvegsins hafa verið hvað mestar, þá hafa hin ýmsu þjóðfélagsöfl knúið á og kraf- izt að fá þegar í stað hlut- deild í þessu nýja aflafé þjóð- arheildarinnar. Arði þeim, sem útvegurinn hefur skapað, hefur því verið dreift um þjóðfélagið allt, og allir þjóð- félagsþegnar hafa notið góðs ~ af auknum tekjum. Þetta hlaut aftur á móti að leiða til þess, að sjávarútvegurinn gat ekki safnað sjóðum til að mæta erfiðleikum, sem auð- velt hefði verið, ef útvegs- menn og sjómenn hefðu ein- ir setið að auknu aflafé. Vissulega er það eðlilegt í okkar litla þjóðfélagi, að menn eigi erfitt með að una því, að vissar stéttir og viss- ar greinar atvinnulífsins beri skyndilega miklu meira úr býtum en aðrir. Þess vegna liefði sjálfsagt enginn mann- legur máttur stöðvað þá þró- tm að dreifa arðinum af hin- um mikla síldarafla út um þjóðlífið allt, þótt varlegra hefði verið að ganga ekki jafnlangt í því efni og raun ber vitni. Ef útvegurinn hefði haldið eftir eitthvað meiri hluta af aflafé sínu en raun varð á, hefði hann sjálfur get- j að staðið undir tímabundnum 1 erfiðleikum, og þá hefðu hækkanir kaupgjalds og verð- lags heldur ekki orðið eins miklar. Hitt skilur hvert manns- barn, að þegar atvinnuvegi eins og sjávarútveginum er ekki leyft að halda eftir drjúgum hluta teknanna, þegar vel árar, til að standa undir erfiðleikum er á móti blæs, þá hljóta líka þeir, sem notið hafa afrakstursins af þessum atvinnuvegi, að standa undir taprekstri á erf- iðleikaárum, það er að segja þjóðfélagið í heild, allur al- menningur, sem fengið hefur hlutdeild í tekjunum. KJARABÆTUR OG KJARA- SKERÐING í undanförnum árum hafa •^* kjör almennings hér á íslandi batnað meir en dæmi eru til um áður, og jafnvel á síðasta ári, þegar þó byrj- aði verðfall á afurðum okk- ar og aðrir erfiðleikar, jókst kaupmáttur launa verka- manna verulega. Hinar miklu kjarabætur undangenginna ára byggðust auðvitað fyrst og fremst á góðum afla og hagstæðu verðlagi útflutn- ingsafurða. Nú er hvorki til að dreifa miklum afla né góðum við- skiptakjörum, enda þegar Ijóst, að tekjur íslendinga í heild verða mun minni á þessu ári en hinu síðasta. Við fslendingar erum að vísu svo heppnir að eiga gjaldeyris- varasjóði, sem nú hefur verið unnt að grípa til, en engu að síður verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að tekjurnar eru minni í ár en áður og haga gjörðum okkar í samræmi við það. Efnahagsmálin í heild eru nú til gaumgæfilegrar athug- unar hjá stjórnarvöldum og efnahagssérfræðingum ríkis- stjórnarinnar, og tillögur til lausnar vandanum verða lagð ar fram, er þing kemur sam- an. Svo kann að fara, að ekki reynist unnt fyrir íslenzku þjóðina að halda fyllilega þeim lífskjörum, sem við höf- um búið við að undanfömu, en þau eru líka hin langsam- lega beztu, sem íslenzka þjóð- in hefur þekkt og því engin vá fyrir dyrum, þótt kjörin yrðu eitthvað lakari um skeið, á meðan verið er að komast yfir þá erfiðleika, sem að steðja. Broadway haustiö 1967 eftir William Clover New York, (AP). EITTHVAÐ fyrir alla, hljóða slagorð Broadway fyrir næsta leikár. Þótt aðeins ein af hverjum fimm sýningum heppnist fjárhagslega, virðast stjórnendur leikstarfseminn- ar á Broadway hvergi bangn- ir. Af þeim 31 leiksýningum, sem áætlað er að færa upp fram að áramótum, er um helmingur ætlaður unnendum hláturs og söngs, en afgangur- inn þeim, sem þola tormeltari fæðu. Sex leikrit verða hugsan- lega sýnd til viðbótar á þess- um tíma, og virðist tala sýn- inga þá ætla að verða heldur meiri en í fyrra, þegar 28 sýn- ingar voru ákveðnar og 5 komu auk þess til greina. Öll leikhúsinu á Broadway hafa verið leigð fyrir vetur- inn. Eins og venja er til, verður tala frægra kvenna hærri en karlstjarna. Ingrid Bergman kemur aftur eftir langa fjar- vist, og einnig Jean Arthur. Þá er von á Marlene Dietrich. Af öðrum frægum konum mætti nefna Anna Bancroft, Margaret Leighton, Maureen O’Sullivan, Molly Picon, Dorothy Stickney og Sandy Dennis. Þá mun hin unga dóttir Ohaplings, Geraldine, koma í fyrsta sinn fram á Broadway í vetur. Helztu karlstjörnurnar verða Burl Ives og Steve Lawrence af söngvurum að telja, au'k Godfrey Cam- bridge, Al'fred Drake, Gig Young, Patrick Magee, Cyril Ritchard og Don Ameche. Peter Ustinov liggur ekki á liði sínu fremur en að undan- förnu. Leikrit hans „Óþekkti hermaðurinn og kona hans“ hefur þegar verið frumsýnt við góðar undirtektir og er fyrsta sýning leikársins 1967-1968. Þá er von á öðru leikriti eftir hann „Hálfa leið upp í tréð“, sem hann mun sjálfur setja á svið eins og hið fyrra. Erfitt er að spá um árangur fyrir fram, en ekki er ólík- legt að „More Stately Mans- ions“, leikrit eftir O’Neil, sem hingað til hefur efcki verið sviðsett hér í landi, véki mikla eftirtekt, og svo er einnig um endurvakningu á leikritinu „Life with Father“, sem hlaut á sínum tíma meiri aðsókn en dæmd eru til á Broadway fyrr og síðar. Nokkur leikirt, sem sýnd ha'fa verið í London, t.d. „Rósinkranz og Gullinstjarni eru dauðir“, munu sjást á Times Square, en skiptiheim- sóknir milli heimsálfa verða færri en á undanförnum ár- um. Á verkefnaskránni eru meðal annars: „Dr. Cook’s Garden", meló- drama um gamlan lækni, Burl Ives, og unga hjúkrunarkonu, Keir Dullea. „The Trial of Lee Harvey Oswald", leikrit það, sem hefði getað komið fyrir mann inn, sem Warren-nefndin tel- ur morðingja Kennedys for- seta. „Keep it in the Family", endurvakið gamanleikrit frá London með Patrick Magee og Maureen O’Sullivan í aðal- hlutverkunum. „The Birthday Party", eftir Harold Pinter, m.a. með Ru'ch White. Soup“, brezkt gamanleikrit um yfirstéttarmann, Gig Young, sem elskar stúlku af lágum stigum. „Li'fe with Father“, sem rætt er um áður, mieð Dor- othy Stickney í hlutverki Vinnie Day. Leon Ames mun leika föðurinn. „Mutter Courage" og „Mir- ele Efros", heimsókn „Ríkis- leikhúss pólskra gyðinga“. „The Freaking Out of Step- hanie Blake“, með Jean Arthur í hlutverki sveita- stúlku í Greewich Village. „The Little Foxes“, leikrit eftir Lillian Hellman, sem hlaut geysilegar vinsældir á Ingrid Bergman, sem eftir langa fjarvist fer aftur að leika á Broadway og þá í leikriti eftir O’NeiI, „More Stately Mansions", sem aldrei hefur verið sýnt í Ameríku, en verður frumsýnt 31. okt. nk. „Song of the Grasshopper", spánskur gamanleikur með Alfred Drake. „After the Rain“, brezkt leikrit um eftirlifendur 109 árum eftir flóð, sem tímasett er árið 1969. „Revía Marlene Dietrich“, sem aðeins verður sýnd stuttan tíma. „Daphne in Cottage D“, leilkrit m'eð tveimur hlutverk- um, sem lagði af stað til Broadway. Sandy Dennis leikur drykkjusjúka ekkju eftir Óskar-verðlaunahafa. „Henry, Sweet Henry“, söngleikur byggður á „The World of Henry Orient", með Don Ameche í hlutverki hljómlistarmanns, sem eltur er af óðum unglingum. „There is af Girl in My Broadway árið 1939, með Anne Bancroft, Margaret Leighton og Geraldine Chaplin. „More Stately Mansions“, eftir O’Neil með Ingrid Berg- man í aðalhlutverki. „The Promise“, leikrit frá Rússlandi, sem fékk mikla að- sókn í London og fjallar um þrjá borgara í Leningrad í og ef*ir síðari heimsstyrjöldina. „Dumas and Son“, söng- leikur um frönsku rithöfund- ana frægu. „The Givers and the Tankers", gamanleikur með Cyril Ritchard. „How to be a Jewish Mother“, gamanleilkur með tveimur 'hlutverkum, byggð- ur á metsö'lubók með Molly Picon og Godfrey Cambridge. SÍLDARSÖLTUN U’itt hið uggvænlegasta í ís- lenzku atvinnulífi nú er að lítið sem ekkert hefur enn verið saltað af síld, en þó hafa verið gerðir samningar um síldarsölu fyrir 4—500 millj- ónir króna. Án efa hefði verið unnt að salta að undanförnu talsvert magn síldar, ef ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess annars vegar að flytja síld í ís eða pækli og hins vegar að salta um borð í veiðiskipun- um. Þegar hefur verið sýnt og sannað, hve geysilega þýð- ingu síldarflutningar í bræðslu hafa, og nú gera menn sér Ijóst, að flutningur á síld til söltunar verður að hefjast í stórum stíl. Að vísu hafa tilraunir til slíkra flutn- inga ekki verið nægilega miklar, svo að skiptar skoð- anir eru enn um það, hvaða aðferð muni heppilegust. En lengur má ekki dragast að gera slíkar tilraunir og hefja síldarflutninga í stórum stíl. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.