Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2». ÁGÚST 1J67 15 Halldór Sigurðsson: 70 vinstriaksturslönd munu eiga í vændum H-dag — Island og Bahrain fylgja fordœmi Svía — en England og 70 aðrar þjóðir bíða eftir rásmerkinu HAFI læknavísindin tíma til að athuga áhrif tæknilegrar þróunar á maniissálina, hefði það þegar verið rannsakað, hvaða taugaáhrif yrðu í mannslíkanum, þegar skyndi lega er framkvæmd breyting yfir í hægri umferð úr vinstri. Breytingu, sem gera á fyrir alla framtíð, en er ekki ætlað að verða stundar- fyrirbrigði í nokkra daga. Fyrir noikkrum árum tókumst við á hendur sex mánaða ferða- lag um Norður-Evrópu. Á þessu tímabili komum við til fjögurra landa, sem bjugg-u við vinstri akstur: frlands, íslands, Stóra- Bretlands og Svíþjóðar, og þriggja landa með hægri umferð: Noregs, Danmerkur og F'inn- lands. Leiðin, sem við (kusum að fara, hafði það í för með sér, að við urðum að skipta 10 sinnum frá hægri til vinstri eða öfugt. I lok ferðarinnar, og um töluvert skeið á eftir, kom það iðulega fyrir, er við gengum yfir götu, að við litum til hægri, þar sem líta átti til vinstri. Við vorum sem sagt haldin því, sem kallað er á læknamáli traficose sinistra- manuensis. Við komust af —; en varla verðskuldað — og ekki verður vitað, hvaða andlega sora þetta skildi eftir sig. Svíar mæta nú slíkum sálræn- um umstkiptum. Allt það, sem hingað til hefur verið vegur dyggðarinnar, mun hinn 3. sept- ember verða hin eilífa glötun. Hinir örfhendu skulu í ein-u vet- fangi bregða við sem væru þeir rétthendir. Á H-deginum skulu þeir skipta um ham. Frá vinstri ti'l „Höger“. □ NAPOLEON OG DE GAULLE Svíar eru þó ekki eina þjóðin, sem á í þessum vanda. f um það bil 70 landssvæðum í heiminum ríkir vinstri akstur. Og fbúar þeirra munu áreiðanlega ein- hvern tíma verða neyddir til þess að lifa H-dag, því að fyrir sögulega tilviljun sigraði hægri- reglan. Þó hefðu Svíar, fslendingar og Bretar átt að hafa hugmynd um, að þeir hafi veðjað á vitlausan hest, því að í þessum germanska hluta heims, hafa jafnvel orða- tiltækin á sínum tíma myndast, þannig að „vinstri" táknar hina „ó'heppilegu" eða „einskisnýtu" hlið, þar sem aftur á móti „hægri" var hin „þægilega" eða „rétta“ hlið. Ástæðan til þess, að samkomu- lag varð um hægri akstur á meg- inlandi Evrópu, löngu áður en vélvæðing umferðarinnar átti sér stað, var þó ekki að megin- landsbúarnir stæðu á hærra gáfnastigi, en aðrir. Það var Napóleon, sem í þá daga var áhrifamesti drottnari í Evrópu, sem stóð fyrir umbótunum. Tvær þjóðir urðu ekki fyrir áhrifum af endurbótaáhuga Napóleons. Það voru Svíþjóð og Stóra-Bretland. Svíþjóð hafði þegar árið 1718, á dögum Karls XII, tekið upp hægri akstur, en tuttugu árum síðar, tóku menn aftur upp vinstri akstur og er ekki kunnugt um orsakir þess. Og Stóra-Bretland hefur alltaf viljað vera öðru vísi en hinn hluti heimsins. Nú eru það Englendingar, sem með mestum áhuga fylgjast með tilraun Svíanna hinn 3. septem- ber, því að vegna hins mikla þéttibýlis í Stóra-Bretlandi, verða Englendingar að greiða miklu hærri upp'hæð en Svíar (sem greiða 600 milljónir sænskra króna (þ.e. ca. 5 milljarða ísl.)), þegar þeir einn góðan veðurdag fara að dæmi Svía. Við getum verið viss um, að þegar De Gaulle forseti er uppiskroppa með röksemdir fyrir því að halda Bretum utan Efnahags- bandalagsins, þá getur hann að minnsta kosti sagt: „En mes amis, þið búið jú við vinstri akstur!" Þeim mun lengur sem Bretar draga breytinguna á langinn, þeim mun dýrari verður hún og sama má segja um öll önnur lönd, sem aka vinstra megin. Um- ferðarkerfið og umferðarstjórn,- verður æ flóknari. Brezka stjórn in býst við, að ef H-dagurinn renni upp eftir 10 ár muni breyt- ingin kosta þjóðina 42 milljarða íslenzkra króna, og næstum MAT á landsspildu í Viðey að stærð 11,8 ha. og Viðeyjarstofu, sem framkvæmt var samkvæmt matssamningi, sem landeigandi Stephan Stephensen og ríkis- stjórnin fyrir hönd ríkissjóðs, höfðu komið sér saman um, hefur að vonum vakið mikla eftirtekt og umtal. f matsnefndinni voru af hálfu seljanda Stephans Stephensens Páll S. Pálsson hrl. og af hálfu kaupanda (ríkissjóðs) Guðlaug- ur Þorvaldsson, prófessor, en samkomulag varð um að Hörð- ur Þórðarson lögfræðingur skyldi vera oddamaður mats- nefndarinnar. Aðilar áskildu sér rétt til yfirmats þriggja manna, sem dómkvaddir skyldu verða af sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Landspildan ásamt Viðeyjar- stofu var metin á 9,75 milljónir króna. Ríkisstjórnin krafðist yfir- mats og hefur sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrir skömmu skipað yfirmats- mennir.a þá Einar Arnalds, hæstaréttardómara, Aðalstein Guðjohnsen, verkfræðing og Kristján Karlsson, fyrrverandi skólastjóra. Ég hefði látið þetta margum- rædda mat afskiptalaust, ef lög- maður seljanda, Guðmundur Pétursson, hrl., hefði ekki blandað sér í málið á mjög var- hugaverða hátt, þar sem hann taldi að landsspilda mín í Stóra- Lambhaga við Straumsvík hefði verið metin kr. 80,00 fermeter- inn, þcgar matsverðið var ekki hærra en kr. 26,31 fermeterinn. Ennfremur taldi hann að land þetta væri „brunahraun á út- skaganesi, sem engan saman- burð þyldi við þá glæsilegu landspildu, sem ríkinu sé gefinn kostur á að eignast í Viðey.“ þriðjungur þessarar upphæðar fer í breytinguna á almennings- vögnum. Breyti Bretar fylgir írska lýðveldið ósjálfrátt á eftir. □ AF UMHYGGJU FYRIR KONUM ísland er þriðja þjóðin við Atlantshaf, sem hefur vinstri akstur, en sögulegar orsakir þess eru aðrar en á Bretlandseyj- um. Það, að England tók upp á sínum tíma vinstri a'kstur, er tal- ið vera vegna þess, að þá gat ekillinn haft svipuna reidda, þegar 'hann ók um mjó húsasund. Talið er þó að reglan eigi sér mun dýpri rætur í fortíðinni — til þess tíma, er ríðandi fólk var vopnað og þurfti að hafa hægri höndina lausa, ef þeir sem á móti komu drógu skyndilega sverð úr slíðrum. Allar slíkar bollaleggingar voru gjörsamlega óþarfar á ís- landi, því að eyjan laut Dan- mörku í '600 ár. Danir voru nógu vitrir til að afvopna hina herskáu íslendinga svo algjörlega, að varla var til eldhússhnífur á eyjunni og einokunarverzlunin gætti þess, að íslendingar hefðu ekki ráð að eiga vagna, sem ihest- Landspilduna, sem af mér var tekin, taldi hann hafa verið 2 ha., en landið ásamt fjörurétt- indum var ekki 2 ha. að flatar- máli, heldur 6,08 ha. eins og iögmaðurinn hefur orðið að kannast við, sbr. Morgunblaðið 18 .ágúst s.l. Landið var metið á 1,6 millj- ónir króna á s.l. ári af þremur hæstaréttardómurum, sem fram- kvæmdu matið skv. sömu regl- um og um eignarnámsmat hefði verið að ræða. Land mitt var ekki á meira ,útskaganesi“ en svo, að það liggur í aðeins fjögurra kíló- metra fjarlægð frá miðbæ Hafn- arfjarðar við Reykjanesbraut, fjölfarnasta þjóðveg landsins, milli brautarinnar og sjávar. Þar er nú unnið að stórfram- kvæmdum og hafnarmannvirkj- um fyrir Álverksmiðjuna í Sraumsvík. Þar sem lögmaðurinn hefur valið þessa fyrrverandi eign mína til samanburðar við land- spildu þá, sem nú er verið að meta til verðs með sölu til rík- isins fyrir augum, þá tel ég að ég geti ekki, vegna samanburð- ar við land mitt, komist hjá því að uppiýsa hverskonar land það er, sem ríkissjóður er að festa kaup á i Viðey og hvaða réttindi og kvaðir fylgja þeim kaupum. í samningnum um kaupin segir svo m.a.: „Stephan Stephensen selur jríkinu 11,8 hektara af landi Viðeyjar á Kollafirði, nánar til- tekið heimatúnið, bæjar- og hólasvæðið, fram í sjó, ásamt Viðeyjarstofu og öllum mann- virkjum á svæðinu, að undan- skiUnm hlöðu með sambyggð- um gripahúsum, norður af stof- unni. Hið selda land takmarkast af línum, sem markaðar eru í meðfylgjandi uppdrátt (Ág. um var beitt fyrir. Þrátt fyrir þetta kusu ís'lendingar að víkja til vinstri, vegna umhyggju fyrir konunum, sem riðu í söðli og höfðu báðar fætur á vinstri hlið hestsins. Þær gátu þannig farið á og af baki á „réttu megin“. Á síðasta mannsaldri er ísland orðið eitt þeirra landa Evrópu, sem á flesta bíla. Á síðasta ári samþykkti Alþingi að breyta um akstursstefnu. Það voru vinstri flokkarnir, sem mest studdu hægri akstur. í síðastliðnum ágúst var tilkynnt, að H-dagur- inn væri ákveðinn 26. maí næsta ár og þá geta menn notfært sér reynslu S'Vía. Kostnaðurinn verður aðeins 50 milljónir íslenzkra króna, því að þjóðvegirnir eru enn í aðalatrið- um ein akrein til hvorrar áttar. Mestur hluti kostnaðarins fer í breytingar á almenningsvögnum. Undirbúningurinn, m.a. breyting ar á umferðarskiltum, er þegar hafinn. □ VEGNA ALMENN- INGSVAGNA Það virðist uggvænlegt að enn sikuli vera í heiminum 70 lönd með vinstri akstur. Meirihluti þeirra er þó smáeyjar í Kyrra- og Karabíahafi. Þar eru nefni- lega um að ræða landsvæði, sem einu sinni lutu brezka heims- veldinu. Stærsta undantekningin þar frá er Kanada, sem hefur farið að dæmi Bandaríkjanna. Önnur er Gíbraltar — syðst á Pyreneaskaga. Þær fyrri brezku nýlendur, sem þéttbýlastar eru og enn drattast með vinstri a-kstur eru: Ásralía, Nýja Sjáland, Burma, Ceylon, Malaysía, Indland, Pak- istan, Suður-Afríka, Nígería, Súdan og þjóðirnar í Austur- Böðvarssonar, 14. jan. ’67). Með sjónum ráða klettabrúnir, að vestan að Hestnesi en að aust- an að granda þeim, sem liggur út í Bæjarsker, sbr. uppdráttinn. .Milli Bæjarskers og Hestness fylgir fjaran með í kaupunum, og markast til hliðar af línum, samhliða grandanum, í sjó út, svo sem einnig er markað á uppdráttinn/ „í sambandi við kaup þessi hefur að öðru leyti orðið sam- komulag um eftirfarandi atriði: 1. Kaupandi skuldbindur sig til þess að girða landið varan- legri girðingu og halda henni við, svo og nauðsynlegum hlið- um. Hann lætur og vélslá tún- ið og flytja heyið (óþurrkað) til hlöðunnar, og fellur það end- urgjaidslaust til seljanda, meðan hans og/eða sonar hans nýtur við. Þessi hlunnindi skulu ekki koma til frádráttar í ofangreindu matsverði, enda greiðist ekki fvrir þau, þegar þau falla niður eða verða leyst af. 2. Seljandi hefur frjálsa um- ferð að hlöðu og gripahúsum, sbr. 1. mgr. eftir nánara sam- komulagi, Hann skal sjá um, að útlit og umgengni verði ekki til óprýði staðnum eða óþæg- inda, enda - getur kaupandi þá leyst til sín húsin, eftir mati. Hætti seljandi búrekstri í eyj- unni, eða að öðru leyti hvenær hann kynni að óska, skal kaup- anda skylt að leysa til sín húsin, samkvæmt mati, enda fellur þá heyskaparkvöðin niður, án sér- staks endurgj alds. 3. Heimil er kaupanda lands- ins umferð um aðra hluta Við- eyjar að og frá landi sínu. Einnig skal seljanda heimilt að nota heimavörina til umferðar. Hins vegar er hverskonar mannvirkja gerð við eða á sjó fram af Afríku. Þar við bætast mörg lönd, sem urðu fyrir brezkum áhrifum á blómatíma brezka heimsveldisins: Indónesía, Jap- an og Thailand í. Asíu og hin stóra portúgalska nýlenda, Mosambique í Suðaustur-Afríku. Japan, sem fyrst var opnað fyrir vestrænum áhrifum 1854, er ef til vill skrítnasta tilfellið, því að árið 1905, voru Japanir þegar orðnir herraþjóð í Asíu eftir að hafa gjörsigrað Rússa. Japan fór þó að dæmi Breta með vinstri akstur. Hvers vegna? Vegna þess, að menn þurftu að flytja inn vagna, sem framleidd- ir voru í Bretlandi og þeir voru gerðir fyrir vinstri akstur. Það verður dýrt fyrir Japani að breyta um akstursstefnu, Jap- an er háþróað iðnaðarland, þétt- býlt og með margar stórfoorgir. Kostnaður Indlands, Ástra- líu og Suður-Afríku mun einnig verða mjög hár í sambandi við H-daginn. Að því er áætlað er, er saman- lögð íbúatala vinstri aksturs- landanna 1 milljarður eða sem næst þriðji hluti mannlkyns. Eftir því sem ferðamannastraumur og hin efnahagslega samvinna eykst, geta menn séð fyrir, að allir fyrr eða síðar fara að dæmi Svía. í nóvember næstfeomandi mun Baforain — áður brezkt landsvæði — breyta yfir í hægri akstur. Bahrain er 598 ferkíló- metrar —- varla annað en sand- flákar. Þeir, sem óttast ragnarök á H- deginum, geta varla sótt huggun í heilaga ritningu, því að sam- kvæmt Mósebók eiga menn hvorki að víkja til: „hægri né vinstri. Gangið í öllu þann veg, sem drottinn, Guð yðar, hefir boðið yður, svo að þér megið lífi halda og yður vegni vel . . . .“ klettafoeltunum báðum megin við fjöruna (víkina) óheimil, nema með samþykki kaupanda. 4. Undanskilin í sölunni er öll veiði í sjó fram af hinu selda landi. 5. Finnist heitt vatn í jörðu á hinu selda landi áskilur selj- andi sér helming þess heita vatns, sem fram kynni að koma til eigin ráðstöfunar, án sér- staks endurgjalds. Kostnaður allur í sambandi við matsgerðirnar, þ. á. m. þókn un mal.smanna og umboðsmanna aðila, skal greiðast af kaupanda, eftir ákvörðun matsnefnda. Um kaup þessi og matsgerðir skal að öðru leyti farið eftir ákvæðum laga nr. 61/1917 um framkvæmd eignarnáms.“ Auðvitað rýrir það verðmæti landspildunnar, þegar ekki fylgja full landsréttindi, en hins vegar ýmsar kvaðir. Eins og ljóst er af framanrit- uðu fylgja þessu landi takmörk- uð fjöruréttindi og veiði í sjó er undanskilin í kaupunum. Finnist heitt vatn, er helmingur þess undanskilinn í kaupunum, þá eru kvaðir um girðingar, tún- slátt og afhendingu á „heyi (óþurrkuðu) til hlöðu og fleira. Af framanrituðu er auðséð, að fyrir kaupanda vakir aðeins að friða !andið og Viðeyjarstofu ásamt kirkjunni og kaupin eru gerð í menningarskyni. Með frið uninm er leitast við að koma í veg fyrir og bæta úr þeirri niðurníðslu, sem Viðeyjarstofa og umhverfi hennar hefur verið í á undanförnum áratugum. Land bað, sem tekið er til fr;ðunar. 11,8 hektarar, er ekki nema lítill hluti Viðeyjar, því að heildarstærð eyjunnar mun vera 162 til 164 hektarar. f gieininni í Morgunblaðinu 18. ágús't, virðist lögmaður selj- andi telja að hafnargerðarmögu- leikar framanundan landsspildu þeirri. sem meta á, séu hliðstæð- ir við hafnargerðarmöguleika í Straumsvík, þar sem verið er að byggja höfn. f því sambandi segir lögmaðurinn meðal ann- ars: „Við sunnanvert Viðeyjar- sund er verið að byggja fram- tíðarhöfn Reykjavíkur. Þess verður ekki langt að bíða, að Viðey verði tengd við land með granda, og koma þá að sjálf- Framhald á bls. 20 Loftur Bjarnason: Lóöaspildur viö Straumsvík og í Viðey - Ölíku saman að jafna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.