Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 11 Þakkir til Langhyltinga 9. ÁGÚST að afliðnu hádegi lögðu um 80 eldri safnarsystkini Langholtsprestakalls upp frá safnaðarheimili sinu. Förinni vax heitið um nærsveitir austan Hellisheiðar og var farin í boði bifreiðastöðvarinnar Bæjar- leiða og samstarfsnefndar safn- aðarins. Báðir þessir aðilar hafa um árabil boðið okkur eldra fólkinu til slíkrar farar. Er þá í engu skori ðvið nögl, nestis- maturinn þungur og farkostirnir af nýjustu gerð. Að þessu sinni var förin mikil sólskinsstund, engu líkar en skaparinn hafi haft af því spurnir, að margur ferðaiangurinn væri fölur yfir- litum, af innsetum, og veitti því ekki af að bæta um, er leitað var undir bert loft. Haldið var austur heiði, er birtist okkur í töfrandi litadýrð hásumarskrúðans, enn fegurri en áður, við fjöruga og smellna leiðarlýsingu Árna Óla ritstjóra. Það var engu líkar en Lyklholt og Bláfell og hvað það hét nú allt saman, kæmu og kinkuðu kolli til okkar á nýjan og vin- gjarnlegri hátt við kynningu þessa fjölfróða heiðursmanns. Hafi hann þökk fyrir starf sitt þennan dag. En fararstjórarnir Gísli og Þorkell eru kappsmenn miklir. og eftir skamma viðdvöl á Kambabrún, þar sem grösugar sveitir í faðmi blárra fjalla buðu okkur velkomin var haldið sem leið lá til Eyrarbakka. Sannar- lega er það furða, hverju þjóðin okkar hefir lyft. Að sjá öll þessi reisulegu býli, þar sem fyrir sáraféum árum voru aðeins hrörlegir kofar í þýfðum túnkraga. Ég sá á svip sumra hinna yngri, er voru okkur til aðstoðar, að þau hreinlega ekki trúðu, er við ryendum að lýsa sumum stór- býla ðlfusins og Flóans í okkar ungdæmi. Sjálfsagt talið kar- lægjuraus. í Eyrarbakkakirkju tók á móti okkur séra Magnús Guð- jónsson. Bauk hann okkur vel- omin ti lstaðarins ásamt öðrum presta okkar, er báðir voru með okkur til mikillar ánægju. Rakti séra Magnús sögu kirkjunnar og þótti okkur fróðlögt að heyra um altaristöfluna, er • drottinn málaði og gaf til kirkjunnar. Séra Árelíus þakkaði og sagði nokkuð frá kynnum sínum við þennan sögufræga stað, er hann var þar sóknarprestur um 10 ára skeið. Þaðan var haldið í félags- heimilið að Gaulverjabæ. Sett- umst við þar að ríkulegum veit- ingum, er kaffinefnd Bræðra- félagsins og nokkrar kvenfélags- konur höfðu aflað til af miklum dugnaði. Meðan setið var að kaffidrykkjunni sagði Árni Óla okkur eftirminnilega þjóðsögu þaðan úr byggð. Gísli Gíslason, formaður samstarfsnefndar og annar fararstjóra, þakkaði kven- félagskonunum Margréti Elías- dóttur og Margréti Ólafsdóttur, er höfðu yfirgefið hey- og bú- annir, til þess að veita okkur móttökur, sem seint gleymast. Færði hann þeim blómvendi að skilnaðí. Næst var gengið til kirkju og mælti séra Árelíus til okkar fögrum orðum. Nú lá leið okkur upp með Þjórsá um grösugar lendur til Selfoss. Mátti sjá þar, að vart hafa kaupmenn þar búizt við svo ísgráðugum ferðalöngum, á okkar eldri, því ísvélar tveggja búða hreinlega gáfust upp og neituðu að vinna fyrr en eftir hvíld. Það er annars gaman að sjá hve vel þeir Selfyssingar hafa komið sér fyrir, hvert sem litið var bar vitni um atorku þeirra og búlán. Næst áðum við í Fagrahvammi hjá Ingimar Sigurðssyni. Hver skyldi hafa trúað því, þá for- eldrar hans Sigurður búnaðar- málastjóri og frú Þóra hösluðu sér þar fyrst land á gróðurvana bakka Varmár, að slíkur Para- dísargarður yrði þar risinn 1967. Með atorku og útsónarsemi héfir þetta þó tekizt. Ég segi fyrir mig, að fáa staði hefi ég gist, sem taka þessum fram, hvað hlýindi' og snyrtimennsku viðvíkur. Hvergi óhirtur hlutur við götu, hvergi vanihugsuð stað- set íing húss eða runna. Nú að ekki sé rætt um íbúðarhús þeirra feðga Ingimars og Sig- urðar þau njóta sín vel í þessu dásamiega umhverfi. Fjölskyld- ur Ingimars og félaga hans Þrá- ins hafa sanarlega unnið þarna öðrum til eftirbreytni. Og rausn- in hans Ingimars hún var söm við sig: Með fangið fullt af rósUm kom hann á móti okkur og bað okkur að taka með okk- ur heim. Mér finnst stofan mín Framhaíd á bls. 14. Félagsheimili Heimdallar lokað fram yfir miðjan september m OSRAM Almennar perur 15—200 w. KÚLUPERUR. HÖGGHELDAR PERUR LINESBRA PERUR KVIKASILFURPERUR FLÚRPÍPUR. FLÚRHRINGIR o.fl. Heildsölubirgðir OSRAM vegna gæðanna. Jóhann Ólafsson ót Co. Hverfisgötu 18, Reykjavík. 11632. Sími 11630 og Hafnarfjörður Hatnarfjörður Mikil verðlœkkun ÚTSALA STENDUR AÐEINS FÁA DAGA. MIKIÐ ÚRVAL AF KVEN- OG BARNAFATNAÐI. Notið tækifærið til að gera góð kaup. Verzlunin EMBLA Strandgötu 29 — Sími 51055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.