Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 17 Tónleikar í Kópovogsbíói TONLISTARFÉLAG Kópavogs efnir til tónleika í Kópavogsbíói mánudaginn 4, sept. nk., kl. 21,15. Eru þetta fyrstu tónleikar, sem félagið efnir tiL Stjóm félagsins þótti vel til fallið að fá ungan og efnilegan listamann úr Kópa- vogi, Guðnýju Guðmimdsdóttur, ffðluleikara, til þess að koma fyrst fram á vegum félagsins. Undirleik annast Ásgeir Bein- teinsson, píanóleikarL Guðný Guðmundsdóttir er 19 ára. Lauk prófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor með ágætiseink- unn. Kennari hennar þar var Björn Ólafsson, konsertmeistarL Frá 15 ára aldri hefur hún leik- ið af og til í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hefur komið fram sem einleikari á fjölmörgum tón- leikum Tónlistarskólans. Þá hef- ur hún tvívegis farið til náms- dvalar í Bandaríkjunum, sumur- in 1965 og 1966. 1 síðara skiptið hlaut hún fjögurra ára styrk til námsdvalar við Eastman-tónlist- arskólann í Rochester, sem er deild úr háskólanum þar og einn af þekktustu tónlistarskólum Bandaríkjanna. Samtímis fiðlunáminu var Guðný í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan 4. bekkjar prófi í vor, en það var einnig skilyi'ði til að mega stunda nám við þennan tón- listarskóla. Tvö sumur hefur Guðný dval- izt um mánaðartíma í Svíþjóð og leikið þar í sinfóníuhljómsveit ungs fólks frá öllum Norðurlönd unum. Síðastliðið sumar var hún varakonsertmeistari hljómsveit- Árbœjarsafni senn lokað Kaffi í Dillionshúsi um helgina ÁRBÆJARSAFNI verður senn lokað að þessu sinni, og er þessi helgi hin síðasta er safnið verð- ur opið. Eins og fyrr hefur kom- ið fram í fréttum hafur aðsókn að Árbæjarsafni verið miklum mun minni í sumar en sl. sum- ar. Kemur þar einkum til, hve miklu örðugra er að komast að safninu nú en fyrr vegna um- ferðarbreytinga, sem gerðar voru í Árbæjarhverfi. „Við höf- um verið skildir hér eftir á eyði skeri“, sagði Lárus Sigurbjörns- son, safnvörður, í samtali við blaðið í gær. Lárus sagði ennfremur, að á þessu sumri hefðu um 7000 manns heimsótt Árbæjarsafn, en um 12000 á sama tíma í fyrra. Það væri álberandi hvað útlend- ingar væru fjölmennari en Reyk víkingar í þessum hópi. Þá sagði Lárus, að nokkuð hefði verið um heimsóknir utanborgar- manna til safnsins í sumar. Eins og að undanförnu verð- og verða þar framreiddar kaffi- ur Dillonshús opið um helgina veitingar. Kirkjudagur Lang- holtssafnaðar Kirkjudagur Langholtssafnaðar 5 ÞAÐ var árið 1953, að fyrst var haldínn Kirkjudagur Langholts- safnaðar. Það var fjölmenn úti- samkoma með fjölbreyttri dag- skrá. Alltaf síðan hafa slík hátíða- höld farið fram í einhverri mynd á vegum safnaðarfélaganna. Og reynslan hefur sannað, að heppi- legasti dagur til þessara hátíða- halda mun vera fyrsti sunnudag- ur í september. Nú er ekki lengur um útisam- komu að ræða. Söfnuðurinn hef- ur eignazt gott safnaðarheimili og þar er hægt að hafa bæði messur, sýningar og söngva fyr- ir margt fólk. En samt vantar ennþá sjálfan kirkjusalinn. Nú verður kirkjudagurinn næstkomandi sunnudag, 3. sept og hefst með hátíðamessu kl. 2. Báðir prestar safnaðarins þjóna við þessa guðsþjónustu og söng- inn annast kirkjukórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar, sem nýkominn er heim eftir ársdvöl við sönglistarnám í Þýzkalandi. Ennfremur verður trompetleik- ur í messunni. Þá verður samkoma fyrir börn kl. 4 og verður þar einnig fjöl- breytt dagskrá. Stjórnandi verð- ur sr. Árelíus Níelsson, söng- flokkur úr Æskulýðsfélagi safn- aðarins syngur. Jón Sigurbjörns- son, leikur á flautu, Amma kem- ur í heimsókn (Nína Sveins) og kirkjan í drottningargervi ungar konu flytur ávarp, síðan verður kvikmynd. Að kvöldi klukkan 8,30 hefst samkoma fyrir almenning, og þar mim formaður safnaðarstjórnar, Vilhjálmur Bjarnason, flytja ávarp, en kirkjukórinn syngja. Erindi flytur sr. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri í Bifröst og Guðm. Jónsson, óperusöngvari, syngur einsöng. Flutt verður einnig ávarp kirkjunnar, en það er skrautsýning, þá syngja æsku- lýðsfélagar og sr. Árelíus annast helgistund. Kvikmyndir verða sýndar og kaffiveitingar annast kvenfélagið frá kl. 3 og fram á kvöld, ennfremur verður gos- drykkjasala á staðnum. Merki dagsins verða seld all- on daginn og gilda þau jafnframt sem aðgangur að öllu, sem fram fer. Þá verður og happdrætti. Merkin kosta kr. 50 fyrir full- orðna en kr. 25 fyrir börn. En allur hagnaður af samkomu dags- ins rennur til byggingarsjóðs kirkjunnar. Vonandi fjölmennir safnaðar- fólk og unnendur safnaðarstarfs- ins til hátíðahalda kirkjudagsins. Verum samtaka um að gjöra dag- inn hátíðlegan með mikilli þátt- töku. Árelíus Níelsson. arinnar í Lundi og kom þar þris- var fram sem einleikari m.a. í fiðlukonserti Mendelsohns og hlaut þar mjög góða dóma sænskra blaða. Tónlistarfélag Kópavogs var stofnað árið 1963. Hefur það rek- ið tónlistarskóla í Kópavogi frá 1963, og hefur aðsókn áð skólan- um farið stöðugt vaxandL 1 ráði er að efna til fleiri tón- leika í framtíðinni. (Frá Tónlistarfélagi Kópa- vogs). LEIÐRÉTTING í BLÖÐUM befir verið birtur úrdráttur úr skýrslu um störf sam ei ningamef nd ar sveitarfé- la.ga og þar sagt frá í stuttu máili svörum sýslumanna í öil- um sýslum landsins við spum- ingum, sem netfndin beindi til þeirra í fyrrasumar viðfcomandi hugmyndinni um sameiningu tveggja eða fleiri sveirtartfélaga í eitt. Eins og sagt er frá í svari mínu í Morgunblaðinu í dag við spurndngum nefndarinnar, getur sú fráisögn valdið misskilningi 'hvað snertir Hafnahrepp í Gull- bringusýslu og Kjalarnesihrepp í Kjósaæisýslu og tel ég af þeim sölloum nauðsynilegt að taka þetta fram til að taka atf allan vafa um afstöðiu mína og ann- arra sýslunefndarmanna í GutU- bringu- og KjósarsýsLu til þessa máls: Þar sem sagt er frá svari mínu segir réttilegai, að sýsLu-- nefndaumenn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hafi tjáð sig and- víga hugmyndinni um samein- ingu hreppa í þessum tveim sýslum og hafi þeix í því sam- bandi m.a. bent á, að í flestum hreppum sýslanna fari fbúum fjölgandi með vaxandi byggð. „E.t.v. þó undantekning með tvo hreppa: Hafnahrepp og Kjalar- neshrepp“ — eins og komizt er að orði í áðurnefndri frásögn. Hér er alls ekki átt við, að samteining Hafnahrepps og Kjal- ames'hrepps við nágrannahreppa komi til mála að dómi sýslu- nefndarmanna, heldur það, að íbúum þessara tveggja hreppa fari ekki fjölgandi eins og stendur svo sem er í flestum hreppum sýslanna. Þegar sameiningarhugmyndin var rædd á sýslufundum Gull- bringusýsLu og Kjósarsýslu sum arið 1966 fékk hún þar engan byri, hvorki hvað snerti Hafna- hnepp og Kjalarneshnepp né aðra hreppa í sýslunum báðum. Þessa tel ég nauðsynlegt að geta til að koma í veg fyrir all- an misskiLning. Hafnarfirði, 31. ágúst 1967. Einar Ingimundarson. Schröder í sjúkrahúsi — fékk hjartaslag Bonn, 30. ágúst, NTB. Genhard Sohröder, varnar- málaráðherra V-ÞýzkaÍLands, var skyndilega fluttur í sjúknahús í Hamborg í dag, hafði fengið hjartaslag síðdegis í gær og var mjög máttfarinn að því er vest- ur-iþýzka varnarmáLaráðuneytið skýrði frá síðar í dag. Áður hafði eiginkona Sdhröders sagt, að maður hennar vær-i alvanlega sjúkur. HOTEL AKRANES! Dansleikur í kvöld frá kl. 9—2. LÚDÓ -sextett & STEFÁN Ásamt hinum bráðsnjöllu gamanleikur- um Róbert og Rúrik skemmta. Borðapantanir og miðasala milli kl. 3—5 í dag. Fjölmennið! HÓTEL AKRANES. Pónik og Einar Ásamt þokkadísinni LESLIE CAROLL skemmta í kvöld! Fjörið verður í STAPA í kvöld. STAPI. Búnaðarsamband Suðurlands tilkynnir Miðvikudaginn 6. sept. verður haldin sýning á nautum kynbótastöðvarinnar í Laugardælum ásamt afkvæmasýningu á 20 nautum. Verður sýningin í Laug- ardælum og er opin almenningi frá kl. 2 til 4.30 e.h. Að sýningu lokinni verður fundur í Selfossbíói kl. 17.30 til 19.00 og kynntar niðurstöður allra nautgripasýninganna á þessu sumri og sýndar litskuggamyndir af sýningum nautgripa allra félaganna. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.