Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 15 - KANADA Framlh. aif bls. 13 Jónsson, forstjóri, og Lauga Thompson, ráðskona, ásamt um 60 vistmönnum, flestum af ís- lenzkum ættum. Ég tek tali Þorleif HaUgríms- son, ættaðan úr Dalasýslu. Hann er að verða 82 ára igamall og kom vestur árið 1888 með móður sinni. — Það var er'fitt, en við kom- um nú lika frá erfiðum aðstæð- um heima, segir hann. Þau mæðg in settust fyrst að í Winmipeg, en héldu svo norður til Mikleyjair, nyrztu 'byggðar í Nýja íslandi og þar ólst hann upp í íslenzku um- hverfi. Þau komu til Mikleyjar í febrúar, ferðuðust é uxasleða frá Winnipeg. Það tók tvær vik- ur, segir Þorleifur. Nú má fara það á tveimur tírmurn. Þetta var í iháskammdeginu snjóaveturimn 1888 og aðeins Indiíánabrautir meðfram vatninu. — Voru Imdíánarnir óvinveitt- ir? — Þveröfugt, segir Þorleifur. — Við lentum aldrei í kasti við þá. Mér er sagt að Indíiánarnir hafi reynzt íslendingum mjög vel þegar Stóra-bóla herjaði skömmu eftir að þeir settust hér að. Þeir höfðu meiri kunnáttu til að bjarga sér. Það var nóg af dýrum í skógimum og fiski í vatnimu og þeir kunnu betur að ná veiðinni og fiska niður um ís. Það voru aldrei mein vand- ræði með Indíánana. Þeir eru engir ófriðarmenn. Þorleifur féklkst sjálfur lengí við útgerð á Winnipegvatni. — Fór að baslast við þetta, segir hann. — Veiðin var býsna mikil i vatninu, en iðulega var verðið lágt. Á þeim tíma var fis'kur ekki mjög þekktur og fá- menni hér. Fiskivötn var líka víða að finna. Fyrst voru notuð seglskip til veiðanna. Seinna komu í bát'ana gasvélar. Fiskur- inn var svo fiuttur með dráttar- báfcum til Selkirk. Áður var hann frystur með salti og ís á stöðun- um, en ekki þurrkaður nema fyrir heimilin. Nú er hann. seld- ur nýr og frystur eftir að hann kemur á áfangastað. Ég htafði ekkli neina stórútgerð á ykkair mælikvarða, segir Þorleifur, — um 100 manns á ýmsum 'bátum. Leifur Hallgrímsson, sonur Þorleifs, sem er lögfræðinguir í Winmipeg, er komiinn og fjöl- skylda hans bíður úti í bíl eftir gamla manninum, svo við ljuk- um samtalinu. Meðal vistmanna, sem forset- inn talaði við, er hvithærð kona, Anna Stievemson. Hún verður níræð í desember. — Dóttfcr mín verður fjaUlkona á morgun, sagði Anna með stolti, en Signy, kona auðkýfihigsins David Eton, sem á Etons-verzlumarhúsin víðsveg- ar um Kanada, er dóttir igömlu konunnar. Hún saigðist ætla að reyná að komast í sumarhús, sem fjölskyldan ætti á Gimli, til að sjá dóttur síma í skautbúningn- um, en á skemmtunina kæmist hún vafalaust ekiki. Anna kvaðst ha.fa verið gift Friðriki Friðriks- syni úr Skagafirði, en hainn var prentari hjá Columbia Presis í Winnipeg, þar sem Lögberg var prentað og þair bjuggu þau ailt- af. Sjiálf var hún fædd 1877 og kom til Kanada með móðiur sinni í stóra hópnum svokaillaða, þ. e. öðruim Í^Lendingahópnum í Nýja íslandi. — Auðvitað tala. ég í'slenzk'u. Henni gleymi ég ekki, siegir ihún. Allir töíuðu ís- lenzku fyrst.u árin og gamila fólk- ið skildi ekki annað. Þegar við fórum svo út á etrætin var tölúð enska. En móðir min var hjiá oklkur í 20 ár, isvo við töluðum ailtaf isiLenzfeu. Nei, íslenzíbunni gLey.mi ég aldrei. Þannig ihiúti maður etnn á þeis'5- um slóðum marga gamla ísLend- iniga, sem feomu kornungir tiil Mani'toba með fynstu útflytjend- unuim, er settusit að é Nýja ís- land'i. Fyrsti hópurinn kom 1875 og svo aðrir næistu ár á @ftir. Þeir voru því börn er þeir kom,u ftil nýjia landsins. En þar seim ■meðailaildur visitmanma á Betel á Gimli ,er 86 ár, þá er þar enn fólk, sem man eftir ferðinni vest- ur. — í elliheimili Betels á Gimli, sem sitofnað var 1915 og hýsir um 100 gamalmenni, hittum við Jónas Jónasson, sem lengst af ævinni var sikólakennari á ýms- um stöðum í Manitoba. Jónas er nú 77 ára gamall, kom vestur um haif þriggja ára og ólst mest upp í Argylebyggð. Jónas kenndi ýmisar námsgreinar, mest enskiu og sög.u, og hefiur um æv- ina kennt börnum af hinum ýmsu þjóðum er byggja Kan-ada. í skólanum, sem hann gekk í sjálfiur, voru 6 þjóðabrot með ó- lik trúarbrögð og kom öllum vel saman. — Ef börnin fangju að ráða, segir hann, — væri aldrei neinn ágr.einingur í heiminum. íslendingum kom alltaf vel sam- an við þá sem í kringum þá bj.uggu, Indíána oig Ú'kraínumeinn ina, sem siettust seinna að í Nýja íslandi, isegir Jónas. Jónas fiór til íslands fyrir 6 árum, og hitti þá ætltingja sína. — Þeir eru margir í Mývaitnssveit, segir hann og er hann heyrÍT að undirrituð sé af Reykjahlíðarætf, er hann ekki í vandræðum með að rekja báðar ættirnar acftur í 5. og 6. lið. Gömul kona, Sigríður Árna- son, hefur staðið þarna hjiá okik- ur. Nú segir hún: — Þekkixðu Einar Sæmundsen? Gg þegar ég held nú það, ég hitti hann stund- um í reiðtúrum í Reykjavík, verð ur hún dálítið hissa. Var þá að hiugisa um eldri Ein-ar, sem er látinn, ©n hann hafði verið hállf- bróðir hemnar. — Við skrifuð- umst á og hann oriti ti)l miíin kvæði, þegar óg var 17 ára göm- ■ul, segir hún. — Það var mengj- að. Hann sagði að ©f ég gleymdi gamla Njiáii, „þá tel ég þig ekki með löndum mínum“. ErindLn voru 24. Sigríðlur bveðst hafa ver-ið 5 ára görnul, er hún kom með móðiur sinni frá Leirá í Borgar- ifirð'i. í fyrrasumar, þegar Helga dóttir hennar fór til í-slands, ók Einar frændi (sá yngri) henni upp í Borgarfjörð, þar sem hiún teiknaði Leirá og umhverfi og igaf Sigríði myndina. — Það þótti mér vænt um, segir hiún. Síðdegis þennan sama dag hafði verið flogið með forseta íslandis, utanríkisráðlh.erTa og nakkra aðra gesti í lítilli flluigvél ■norður með strönd Winnipeg- vatns, yfir laridsvæði það sem íslenzku landnemarnir fengu , fyrstir að setjiast að í og koma upp nýlendu með eigin stjórn. Það náði um 10 mílur * upp frá vatninu á um 30 mílna strand- lengju. Hún hentaði vel þessu allslauisa fólki. í skógiinum var efniviður í bjálkakofa og til upp- hitunar og hægt að lifa af fiskin- um í vatninu. En eriftt var það. Þó ísllendingar kynnu til fiski- veiða, voru þeir óvanir veiðum gagnium is og þó þeir væru smið- ir góðir þá þekktu þeir efcki .skógarvinnslu. Svo komu bólan og flóðin miklu gkörnmu efltir að lanidnámið hóflst. Á þeim erfiðu árum filuttu margir burtu, en flestir björguðu sér þó einihvern veginn. Þeir byrju'ðu strax á fyrsta vetri að kenna börnunum, koma upp iskóla og stunda félags .Starfsemi. Bkfci margir landnema hópar lögðiu svo mikið upp úr slíku í öllu baslinu. Þarna varð blómleg byggð, Vfðinesbyggð, Árnesbyiggð, Fljótsbyggð, fsa- fiolMarbyggð og Mikleyjairbyggð, einna nyrzt. í MJkley lenlti flugvélin með gestina. Þegar þeir komu tiil baka, sagði utanríkisráðherra: — Þú ihiefur misst af því beata í íerðinni! Eyjaskeggjar hötfð.u isafnazt saman og veitt þvíliíkar móttökur að gestirnir gátu ekki orða bundizít. Þeir hiöfðu fengið pönnukökur, rúllupylsiu o. fl. AU ir töluðu við þá íslenzku og ein ung húsmóðir hélt ræðu á rím- aðri ensfcu. Bkki viMi óg láta „beata hluta ferðarin.nar“ fram hjá mér fara, þó s.jiáflifri fyndist mér varla 'hæglt að gera upp á milli daganna, og ógleymanleg hétíðahölidin á Gimli, þar sem 4000 til 5000 manns voru saman komnir á ís- lendingadag. (Frá því sagði ég jafnóðum í skeytum, sem verða að dug.a, þóitt sltutt væriu). Þau Jalkob Kristjiánsson, bókavörður, og Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Lögbergs, brugðu skjótt við og buðust til að aka mér norður til Mikleyjar, ef nokkur tími ynnist •til. Vdð þutum í bíl gegnum allit Nýja ísland, frá merkjalæknum Boundary Creek, fram hjá skilt- um með íslenzkum nöfnium, svo sem Húsaviok, Árnes, Möðruvetll ir, með íslendingafljóti gegnum Gimli .og 'Riverton og niður að ferjunni, er ber naifnið „Hecla Island Ferry“, en hún flytur bila út í Mikley. Ingibj'örg er frá Mikley og tai- ar um að fólkinu hafi fækkað sorglega mikið, aðeins um 100 manns eftir. Helzta vonin um að afitur fjölgi í Mikley er sú, að ráðagerðir stjórnarvalda um að gera eyna að hressingar- og ferðamannamiðstöð verði að veruleika og þá verði lagður veg ur yfir vatnið, sem er grunn-t, og út í eyna. Karlmennirnir eru fles'tir í burtu. Þeir eru norður á vatni í fisbi, liggja þar við í 2—3 mánuði á sumrin. En Winnipegvatn er um 5000 mílur á lengd og víða 100 á breidd, svo langt getur verið á miðin. í Gull Harbour hit'tum við sjómann, sem komið hefur mieð báti að norðan, bíður þess að konan kom'i með „karið“ að sœkja hann. Við feomum við hjá Steinnes- ingium. í Steinnesi búa bræð'urn- ir Gestur og Beggi, af íslenzkum ættum. Hjá Helenu, konu Begga, fæ ég að bragða ljúffeogasita Skyr. Það er þétt og fallegt. Hún kveðst hleypa það með pillum, Junket tablets. Þarna í Steinnesi hafði verið varðveitit gamla bókasafnið þeirra Mifeleyinga. Bræðurnir segja mér að mikið af því hafi horfið til íslands. Bóiksali nokkur toom frá íslandd og fékk hjá þeim, ja, líifelega um 200 bæfcur, lofaði að senda nýjar íslenzkar bækur í safnið í staðinn. Mikl- eyingar voru hvort sem var bún- ir með þetta gamia lesefni fyrir löngu. En aldrei komu neinar nýjar baðkur — og þær gömlu nú á baík og burt. Þeir bræðurnir vissu til að sami íslendingur hafði fengið um 250 bækur úr safni, sem annar gamall maður gætti. Húsmóðir sú, sem hafði haldið ræðu á rímaðri ensku þegar for- setinn kom, bíður Ofekar með .maitinn. Hún er mágkona Imgi- bjargar, Emily, kona Gústafs Willigms. Hjá henni borðum við sólfisk úr vatninu, brauð með rúllupylsu og mysuiost, vínar- tertu, pönnukökur og smöktoum sérstaka kálböggla, sem íslend- ingarnir lærðu að borða a£ Úkrainu.mönnunum, sem mest bjuggu í mágrenni við þá. Og á eftir eru nýtínd rósber, sem við toallum reyndar hindber. Hús- bóndinn er ekki heima. Þau hjónin eiga nautgripi, 260 stykki. Frúin he'ldur æt.tartölu og sikráir alla kiálfana með nafnd. í bókiinmi hennar eru itvíburafaálfar, sem' hún nefnir „Kate og Dupli4kate“. Síðasti kállfurinn gerði henni þann greiða að fæðast sunnu- dagskvöMið fyrir í'sleindingadag- inn svo ihún komisit á hát'íðina og sama tavöldið Qg forsetaheimsókn var í eymni. Þeasvegna var ekki nema eðlilegt að hún nefmdi kálf inn Áslgeir, „En það má elkki fara lengra", sagði hún og 'sfaellihló. Við lítum inn tiil Sigþór.u Tóm- asdáttur á Reynisstað, ekkj.u Kristj'áns Tómassonar. Hún hafði mikið umleífaiis þegar gufllið var unnið austan megin vatnsins og öl'l umflerð þamgað lá um Milkley. Nú er Ihún næstum ein í húsinu. Sigþóra kveðst vera fædd á Leifis stöðum í Vopnafirði, en alin upp á Baikka á Langadals- strönd. Hún fiór vestur 16 ára gömuil. Svo liðu 50 ár, áður eu hún heimsótti gamla landið afit- ur. — Það fannst mér vera heiiög jöörð, sem ég steig á, er ég k’om út úr flugvélin.ni, segir hún. Á borðin.u hennar stendur brúða í íslenztoum búningi, upp- stoppuð lóa og. íslenzkur fáffii blaktir á stöng. — Skólasystur miínar tvær frá Bakka gáfu mér hann, þegar ég kom heim. Það var yndistegt að hitta þser, segir hún. Og lóan, sjáðu hana. hún er að fljúga og segir dýrðin dýrð in! Það heyrði ég oft þegar ég sat yfiir ánum. Sigþóra talar ís- lenzkuna alveg 'hreina. En svo verður henni á að segja: — Mik- ið þótti mér vænt um að þið droppuðuð inn, og Ihún tekur sig á. — Æ-i hvað er ég að segja. Ég verð svo reið við sjálfia mig þegar ég segi svona. Og svo seg- ir hún mér hvie hissa hún hafi orðið, þ&gar hún var á íslaindi og heyrð'i gamla kon.u þar segja: Ertu búinn að setja bodýið á bílinn. — Bodýið! Ég var s>vo reið, segiir Sigþóra. — En ég sagðd auðvitað ekkert. Loks komium við í 5 mínútur við hjá Önnu Jöhns á Birkilandi, en hún er frá Kirkjubæ í Norð- urárdal í HúnavatnssýsLu. Hún segir mér að prófessor frá ís- landi hafi einu sinni svarað, að enginn Norðurárdalur væri í Húnavatnssýslu. En ættingjar bennar. sögðu nú rétt sí svona, hvaða bjáni þetta væri. Og fóru að ledta að fæðingarstað sínum í bókum og á korti. Mikið rétt. - FERÐARABB Framlh. af bls. 13 ins skrúða. Héraðsflóinn er gruggugur langt út frá ósum, þar sem Jökulsá á Dal og Lagarfljót falla sameiginlega út í gegn um fjörukam'binn. Ruðningsslóðin yfir Hellisheiðina er þurr og greiðfær. Stórar hjarnfannir eru víða og snjór frá sumrinu einnig með köflum. Allt í einu opnast Böðvarsdalurinn og Fólksvagn- inn stingst niður snarbratta kinnina, sem nýlega hefur verið hefluð og er sæmilega slétt. Ferð in gengnr léttilega niður og eft.ir örfáar mínútur erum við á Ey- vindarstöðum. Þar lykta ég af indælis útheyi í 'hlöðu og nokkr- ir úthagablettir voru þar í slægju. Vopnafjörður er vina- legur í svo fögru veðri, en Hofs- árdalurinn er með búsældarleg- ustu byggðarlögum landsins. Heiðalínurnar inn af dalnum eru á'kafiega mjúkar í suðvestanblæn um þegar hann er blandinn lít- ils'háttar mistri. Síldarverksmiðj- an í þorpinu var ekki að bræða en Kristján Valgeir er væntan- legur með síldarfarm næsta dag. Er út á ströndina kom, norð- vestanmegin bera túnin menjar mikils kals. Þó taldi Jósep í Strandhöfn að nálgaðist meðal- heyskap hjá sér og kal hefði ekki verið að ráði þar né í Purkugerði, eyðijörð milli Ljósa lands og Strandhafnar, er hann nytjar einnig. En háar brekkur eru rétt ofan við túnið í Purku- gerði og þar var enn allmikið hjarnfönn og stór svæði í brekkunum ennþá bleik, því að snjór var nýleystur og ekki far- ið að gróa. Svona hluti þarf að skrá í annálum. Hvorutveggja veldur eindæma stórfenni eftir sl. vetur og eindæma kalt sum- ar. Gróðurfar var nú víða svipað og oft er í júnílok. Heyfengur verður víða í Vopnafirði allt að því í meðallagi. Ég sá, skammt frá Skógum, slegið í sinuborn- um úthaga bæði með vél og orfi og fékkst -talsvert hey. Þótti mér vænt um að sjá það. Alla hey- skaparmöguleika þarf að nýta, þegar s'Vona fellur. En á nokkr- um bæjum eru stóráföll af kali. Hinn nýi barnaskóli í Vopna- fjarðarkauptúni er nú að verða fullbúinn. Er verið að ganga frá raflögnum. Það er hið ágætasta hús, hagfellt og snyrtilegt. Sveitarstjórinn, Haraldur Gísla- son, sýndi mér 'húsið. Mest að- kallandi frainkvæmd í kauptún- inu er grjótgarður á skerjagarð- inum utan við hafnarsvæðið. Fyrirhugað hefur verið að hefja það verk í haust, og má það ekki bregðast, svo unnið verði af full um krafti næsta sumar. Eitthvað var af laxveiðimönnum í Vopna- firði, enda eru þar einhverjar Ibeztu veiðiár landsins. Eftir að sól var gengin undir og tekið að skyggja héldum við frá Fjallasíðunni yfir hina ný- legu brú að Hofsá hjá Þorbrands stöðum, upp á Burstafellið í átt til Möðrudals. Þáma var komin í loftið, en veður sem fyrr stillt, þótt nokkuð ’hefði nú-kólnað með kvöldinu. Vegarslóðinn er sæmi- legur, nýlega heflaður en þó líður hátt á aðra klukkustund þar til við náum Austurlands- Auðvitað var hann á sínum stað á Skagiaströnd. Anna segir og þykir það sennilega leitt, að hún hafi orðið að segja forset- anum, að hún ætti 17 harnabörn og af þeim tali aðeins tvö ís- lenzku. Hún kveðst geta skilið það, þegar hitt foreldrið er út- lendinglur, segir hún. Ein ekki ef báðir foreldrar eru af íslenzkum ættum. Ferðin verður áka.flega enda- silepp, því ég á að ná flugvél til Monitreal á tilteknum tíma um kvöldið. Jafaob og Ingibjörg verða að aka mér beint á fluig- völlinn í Winnipeg, er við kom- um þangað. Og þar bíða góðir vinir úr þassu tæplega vikuferða lagi, þa.u sr. Fhilip og Þórey Pét- urason, og ég fer með hlýleg&r og góðar ferðaóskir þessara fjög- urra úr byggðum íslendimga 1 Mantoba. — E. Pá. vegi hjá Vegarskarði. Þuríðará og Banatorfulækur voru felld í ræsi sl. haust, en ennþá þarf að bleyta bílinn í Langadalsá. „Leiðin eftir Langadal“ hefur víst ekki verið kveðin þar. Ekki er þó að efa að „vífaval“ hefur verið á Fjöllunum. Nú er ekið greiðar en fyrr móti minnkandi tungli, sem syndir í gylltri þámabliku. Veg- urinn er ágætur austur fyrir Fjallgarða og ljós blika á vega- vinnu-,„borginni“ við Lindará. Ég hafði aðeins tal af verkstjór- anum, Ingólfi Steindórssyni. Vegalagningin hefir gengið ágætlega. Byggður hefir verið' upp vegur frá Lindará og verð- ur komist austur fyrir Ranga- lón. Yfir Grjótgarðshálsinn og austur fyrir Lækjardalinn er þegar ekið á nýjum vegi. Auk þessa hefir verið yfirkeyrt tals- vert austan við Möðrudal, fyrri fyllingar hækkaðar í Heljardal Austari fjallgerði. Hvergi á land- inu mun byggður ódýrari vegur en þarna á fjöllum, sérstaklega þegar stórum ýtum er beitt við verkið. Þessi upphlaðni vegur mun e'kki oft leggjast undir snjó, þótt hátt liggi. Næsta sumar verður að ljúka að byggja niður á Jökuldal og ljúka þannig veg- artengslum milli fjórðunganna. Ferðin sækist greiðlega út Jökuldalinn. Nú er að verða lok- ið nýlagningu hjá Hjarðar'haga, sem fyrir skömmu var nokkuð tafsöm yfirferðar. Bláa útiljósið blikar í Hofteigi frá heimilisraf- stöðinni í Staðaránni. Hið mynd- árlega nýbýli hjá Hvanná læt- ur lítið yfir sér nú í kvöldhúm- inu síðsumarsins. Fyrir Heiðar- enda birtast ljósin í Egilsstaða- þorpi, og vékur athygli hve sú ljóstjörn fer vaxandi ár frá árL Hiin vekur notalega tilfinningu, merki vaxandi byggðar í miðju Fljótsdalshéraði. Er heim var komið að Lagar- fljóti athugaði ég vegamæli bíls- ins. Ég hafði ekið tæpa 380 km. í dag og þó farið aðeins lítinn hluta kjördæmisins. Margar góðar minningar sitja eftir. Gróður í grasi og lyngi óvenjufagur, líkari því, sem oft er í júní-júlí. Það hefir að vísu tvær hliðar, en núna bætir það upþ nokkuð, sem áður var tap- að. Fólk í góðu skapi í góðviðris dögum, sem gerðu heyskapinn auðveldan og heyverkun með ágætum, sem er ómetanleg í búskapnum. Góðu dagarnir léttu fargi kulda og þoku af fólkinu, sem einkenndi júlímánuð svo mjög. Hið íslenzka sumar á hvergi sinn líka sem í dölum norðaustanlands, þegar suðvest- an hægviðri eru, sól í heiði eða þáma í lofti. Mörg síðustu sum- ur hafa verið sárafátæk af þeim gæðum. En aftur kemur vor í dal. Nú eigum við inni hjá veðurguðunum tíðarfar, sem oft ríkir á sumrum um norðauStur- landið. ' AUGLÝSINGAR SIMI 22*4«8D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.