Morgunblaðið - 24.09.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 Tónlistarhátíð Norðurlanda Karólina moð eina af myndu m sinum. Á sjálfu hátíðaprógramminu var hlutur íslands nokkru minni en hinna þjóðanna (þrjú tónverk á móti fimm); mun svo oft hafa verið á'ður og má þykja ekki óeðlilegt, ef farið er eftir höfða- tölureglunni, þótt það lögmál sé nokkuð haepið í þessu sambandi. En íslenzku tónskáldin bættu sér þetta upp með sérstökum íslenzk » um tónleikum, sem að vísu töld- ust „utan dagskrár", en komu þó inn í dagskrána miðja. Þar voru flutt sex hljómsveitarverk eftir íslenzka höfunda, sum ný, önn- ur áður flutt, þó ekkert oftar en einu sinni að ég hygg. Chaconna Páls ísólfssonar (um stef úr Þorlákstíðum) var þar efst á blaði, eini verulegi tengi- liður þessa hátíðahalds við li'ðna tíð, og maklegur virðingarvottur við þennan Nestor íslenzkra tón- skálda að ætla honum hér sess, þótt grunntónn hátíðarinnar í heild væri annar en er að finna í verkum bans. Algerð andstæða við verk Páls, sem dregið er breiðum og sterkum línum, er Adagio fyrir flautu, hörpu og strengjasveit eftir Jón Nordal, fínunnið víravirki í nýstárlegum en þó hófsamlegum stíl. Bæði þessi verk hafa verið flutt hér áður, hið fyrra á sl. vori en hitt ári áður (það mun vera samið í apríl 1966 en ekki 1965 eins og segir í efnisskrá). — Frum- flutt var hinsvegar verk eftir Herbert H. Ágústsson, Forspil og þrír Davíðs-sálmar, og söng Guð- mundur Jónsson sálmana með tilhlýðilegri andakt. Þetta verk er einnig nýtízkulegt, en ber þó trúarlegan blæ, eins og til heyrir. Eftir hlé hófust tónleikarnir með þremur lögum eftir Fjölni Stefánsson við ljóð úr Tímanum og vatninu eftir Stein Steinar. Lögin eru „míríatúrar" í hrein- um „tólftónastíl“, að ég hygg, láta ekki mikið yfir sér fremur en ljóðin og fara þeim vel. Hanna Bjamadóttir gerði þeim falleg skil. Þessi lög voru nú flutt í fyrsta sinn í hljómsveitarbúningi, en þau eru upphaflega samin með píanóundirleik. ,1 Atli Heimir Sveinson mun vera frumlegastur íslenzkra tónsmiða í nafngiftum verka sinna. Lítið sýnishorn: Hlými, Fönsun, Mengi, Seimur, Hjakk, Klif og Ferli. Upptalningin er tekin eftir efnis- skránni, og hefur undirrita'ður heyrt fátt eitt af þeim verkum, sem hér voru talin. En fyrst talda verkið, Hlými, hefur hann heyrt áður á tónleikum hjá Musica nova og þykir það enn sem fyr ærið langdregið og slitr- ótt. Má mikið vera ef það fengi ekki stórum betri áheyrn, ef það væri stytt um tvo þriðju hluta. En svipað mætti segja um mörg önnur verk, sem samin eru í líkum stíl og byggjast aðallega, að því er virðist, á „slagverks- effektum." Síðast á þessari efnisskrá var Þjóðvísa, rapsódía fyrir hljóm- sveit, eftir Jón Ásgeirsson, og mun það verk ekki hafa heyrzt áður opinberlega. Þetta er stutt verk, knappt í formi og hressi- legt á svip, þótt naumast nægði það til að lífga heildarsvip tón- leikanna, sem var satt að segja heldur dauflegur. Musica nova í Háteigskirkju á fimmtudag. Fjögur af sjö verkum, sem flutt voru á þessum tónleikum, eru samin fyrir strengjakvartett (eitt þeirra fyrir tvo kvartetta), í hinum öllum kom við sögu hljóðfæri, sem lítt eða ekki er • þekkt hér á landi — altflautan, stóra systir hinnar venjulegu hljómsveitarflautu. Forustu fyrir strengjakvartettinum hafði Björn Ólafsson, og má því engum dylj- ast, að starf hans og félaga hans í sambandi við þessa hátíð er mikið — í hljómsveit og kvartett. Á altflautuna lék sænskur lista- maður, Bengt Christiansson, og var gaman að fá að kynnast hér þessu fremur sjaldgæfa og eink- ar hljómfagra hljóðfæri. Sænsk tónskáld, en þau höfðu ekki heyrzt fyrr á hátíðinni, áttu bró'ðurpartinn af efnisskrá þess- ara tónleika. Þau voru Csaba Deák (f. í Budapest 1932 en bú- settur í Svíþjóð frá því 1957) með strokkvartett nr. 2, Ake Hermanson (f. 1923) með „Suoni d’un flauto", Siegfried Naumann (f. 1919) með „Risposte 1“ fyrir altflautu og sláttarhljóðfæri, og Lars Johan Werle (f. 1926 og kunnur m. a. af tónlist við kvik- myndir Ingmars Bergmans, „Per- sona“ o. fl.) með „Pentagram" fyrir strengjakvartett. Öll voru þessi verk áheyrileg og báru gott vitni því stigi, sem sænsk tón- menning og tónsmíði stendur á um þessar mundir. Tvö þeirra höfðu þó verið sett á efnisskrána í stað annarra verka eftir sömu höfunda, sem upphaflega höfðu verið valin til flutnings, en ekki reynzt viðráðanleg af einhverj- um ástæðum. En ekki verður því neita'ð, að öll virtust þau furðu áþekk á svip, ef sleppt er hljóð- færaskipaninni. Mesta tilbreyt- BRAUÐHÖLLIN, heitir ný smur brauðstofa, sem opnuð var um síðustu helgi að Laugateig 6. Þar hefur húsnæði verið breytt og fært í hentugt og smekkiegt - VIETNAM Framhald af bls. 1 og því lýst yfir, að Sovétstjórn- in væri staðráðin í því, að hjálpa N-Vietnam að mæta vax- andi árásum Bandaríkjanna í Vietnam. N-Vietnamstjórn lýsir fyrir sitt leyti yfir þakklæti fyrir hina miklu og áhrifamiklu að- stoð, sem Rússar hafi veitt N-Vietnam í viðureigninni við bandaríska heimsvaldasinna og til þess að mæta þörfum efna- hags landsins. Samkomulagið undirrituðu Nghi af hélfu N-Vietnam og Vladimir N. K. Novikov, varaforsætisráðherra Sovétríkj anna. 1 GÆR opnaði að Álfhólsvegi 11 í Kópavogi blómaverzlun, sem hlotið hefur nafnið Blómahöllin s.f. Eigendur verzlunarinnar eru tveir ungir menn, Bóas Kristjáns son, blómaskreytingamaður og Jón R. Björgvinsson, garðyrkju- fræðingur. Þeir félagar buðu blaðamönn- um að skoða hir>a nýju verzlun í gær og er hún bæði skemmti- leg, rúmgóð og björt. Flatarmál húsnæðisins er um 160 fermetrar, auk vinnupláss og birgða- ingin var verk Naumanns, þar sem sænskur slagverksmaður, Björn Liljequist, sýndi frábæra leikni. Önnur viðfangsefni á þessum tónleikum voru kvartett eftir finnska tónskáldið Kari Rydman, Magnificat, op. 44, eftir norska tónskáldið Egil Hovland (f. 1924) og loks Elegie II fyrir tvo strengjakvartetta eftir finnska tónskáldið Erkkl Salmenhaara (f. 1941), sem mun vera yngstur tónskálda á þessari hátíð. Ruth Little Magnússon söng einsöng í norska verkinu með undirleik altflautu og hörpu og fór frá- bærlega fallega með hlutverk sitt. Má vafalaust að verulegu leyti þakka henni, að þetta verk mun ver það, sem mestum tökum náði á áheyrendum á þessum tónleikum. Mikill alvörusvipur var á finnska verkinu, og mátti það teljast hæfilegt lokaatriði á þessum tónleikum, sem í heild báru furðu elegískan blæ. Jón Þórarinsson. form til þcssara nota. Rúmgóð- ur afgreiðslusalur snýr að götu, stórt og vistlegt smurherbergi að baki og loks elhús til vinnslu áleggs. Eigendur hinnar nýju stofu eru Almar Gunnarsson og Krist- ján Jónsson og hefur hinn síð- arnefndi daglega stjórn stofunn- ar með höndum. Brauðstofan hefur á boðstólum allar tegundir smurbrauðs, snitt- ur, brauðtertur og mun leggja sérstaka áherzlu á brúðkaups- tertur, sem vinsæilar eru. Síðar meir mun verða löigð áherzla áað útbúa nestispakka. Þá eru að sjálfsögðu á boðstólum öi og gosdrykkir. Er rými til neyzlu á staðnum og sent er um bæ- inn ef óskað er. í Brauðhöllinni starfa fjórar smurbrauðsstúlkur og afgreiðslu tími er frá 9 árd. tii 11.30 á kvöldin. geymslu. Þeir félagar sögðu, að markmið verzlunarinnar væri að hafa á boðstólum, sem fjölbreyttasta og bezta vöru. Hefur verzlunin beint samband við blómarækt- endur á öllu Suðvesturlandi, en það telja þeir félagar að sé for- senda þess, að neytendur hafi úr sem mestu og beztu að velja í blómakaupum. Einnig munu þeir verzla með alls kyns vörur viðkomandi blóm um, svo sem potta og blómavasa, Opnor mólverkn- sýningu í Cnsn Novn UNG reykvísk stúlka, Karó- lína Lárusdóttir opnar á morgun kl. 2 málverkasýn- ingu i nýbyggingu Mennta- skólans í Reykjavik. Sýnir hún milii 40—50 myndir, sem allar eu málaðar á tveimur sl. árum. Er þarna um að ræða Þorsteinin Einarsson íþrótta- fulltrúi og einn helzti talsmað- ur fuglaverndunar hér á landi, fawn í :gær að máli við Morgun- (Ljósm.: Sv. Þorm.) erlenda og innlenda. Einnig ann- ast þeir félagar skreytingar við öll tækifæri og annast heim- sendingu á slíku. Innréttingar eru me'ð mjög ný- stárlegu sniði og er þeim skemmtilega fyrirkomið. Hefur Snorri Hauksson, innanhússarki- tekt teiknað þær og skipulagt. Smíði þeirra hefur annazt Smíða- stofa Daða Guðbrandssonar, en uppsetningu á lofti og lýsingu önnuðust Páll M. Jónsson, tré- smíðameistari og Páll Þorláksson, r af virk j ameistarL Eigendur Blómahallarinnar s.f. hafa áður rekið gróðrarstöðina Alaska um nokkurt árabil. olíumálverk, vatnslitamyndir, klippmyndir og teikninga.r Þetta er fyrsta sjálfstæða sýn ing Karólínu, og stendur að- eins í eina viku. Karólína hefur stundað nám í málaralist í Englandi þrjú undanfarin ár. Var hún fyrst í skóla í london, en síðan í Ruskin í Oxford. f vetur heldur hún aftur til Lundúna, en skóli sá, sem hún var þar fyrst í, hefur boðið henni aðstöðu í húsa- kynnum sínum til að mála endurgj aldislaust. blaðið í samibandi við fregnina um álfltadrápið á vatnisbóli Reykvíkinga. Sagði hann, að í lögunum um fuglavernd og fugladráp væri gert ráð fyrir að heimila undanþágur, en vatnsból væru þar ekki með. Eni viissulaga megi gara ráð fyrir því að vatnsiból f.alli undir undanþágu regluna. En menn verði að fara að öllu að löigu'm og leita verði eiftix undanfþágu hjá menntamálaráðuneytinu ef það kætmi fyrir aftur að beita þurfi skotvopnum gegn fuglum á vatnsbólum, Þá sé og nauð- synilegt að þeir, sem skotvopni hafi ndir hiöndium, hafi til þas» l'eyfi lögregluyfirvalda. Var þetta nauðsyn? FULLORÐINN maður, sem á sumarþústað upp við Elliðavatn, kom að máli við Mhl. í gær. Hann kvaðst vera nýbúinn að lesa fréttina um álftadrápið við Gvendarhrunna. Hann sagði, að þessi fuglamorðingi hefði orðið þarna að bana þrem vinum hans og margra hér í borginnL Þetta munu hafa verið þrír af ung.um álftahjónanna á Rey.kja- víkurtjörn. Elliðavatn væri ann- ar bústaður fjöls.kylduninar seinnipart sumars og á haustin. Hann sagðist vera sannfærður um það, að mátt hefði faela ung- ana burt af þessum forboðna stað með púðurskotum, Annars mundi saur fuglanna ekki vera mikið hættulegri en annar saur manna og dýra, sem bærist rneð rigningarvatni í vatnið og lækj- um sem féllu í það. „Brauðhöllin" — Ný smurbrauðsstofa Eigendur Blómahallarinnar í hinni nýju verzlun sinni í gær. Blómahöllin — ný verzlun í Kópavogi Leita verður undanþúgu til að skjótoiugla ó vatnsbólum -segir Þorsteinn Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.