Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 17 í skólagörðum Reykjavikur. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 23. sept ———«———~ Kristinn Stefáns- i son látinn Enn hefur það á sannast, að jafnvel eftir skamma fj-arveru er einhver úr kunningj ahópnum hiorfinn, þegar komið er heim aftur. Á fullorðinsárum lá leið- in raunar sjaldnast þar sem Kristinn Stefánsson prófessor lagði sína leið. En á skóla- og æskuárum var góður kunnings skapur og otft tíður samgangur á milli. Kristinn var frá upp- hafi manna vörpulegastur á að sjá, úrræðagóðlur og vel til for- ystu fallinn. Síðar valdist hann löngum til forráða á meðal stétt arbræðra sinna og varð atkvæðamikill í embættisstörf- um, sýndist þá stundum sitt hverjum, en ætíð reyndisl Krist inn hreinskiptinn og skörugleg- ur í sinni tillögugerð. Að hon- um er mikill mannskaði. Gaml- ir æskufélagar eiga oft fátt sam- eiginlegt, þegar þeir hittasi. á efri árum, ef viðfangsetfnin hafa verið ólik og leiðir legið á mis- víxl. Engu að síður finnst flest- um nærri sér höggið, þegar þeir hverfa, sem samtímis nutu bjart sýni æskuára og vonglaðir horfðu þá fram á veginn. Ókyrrð æsku- manna Æskumönnum hefur lengst af verið það sameiginlegt að líta með litlu þolgæði á athafnir sér eldri manna, og telja þeim takast margt ótrúlega illa en umfram allt vera óhætfilega sein ir í snúningum. Þessi órói æsku manna hefur ætíð verið fyrir hendi og leiðir af sjáltfu eðli æskunnar. Þó er svo að sjá sem ókyrrð eða órói verði öðru hverju enn meira áberandi en ella. Vafalítið lifum við einmitt nú eitt slíkt tímabil. Hvaðan- ætfa berast fregnir um að æsku- menn vilji fara sínar leiðir og lúti lítt leiðbeiningum, hvað þá fyrirmælum hinnar eldri kyn- áLóðar. f einn stað sýnist koma hvort litið er til austurs eða vesturs, hvarvetna blasir svipað við. í Kína er æskulýðnum óspart beitt í hinni hatrömmu valda- baráttu á milli kommúnista- broddanna. í Sovét-Rússlandi er einkanlega áberandi upp- reisn nokkurra ungskálda gegn hegðunarreglum valdahafanna og hinna rosknari listamanna, sem fyrst og fremst hugsa um að njóta hylli ráðamannanna. í Bandaríkjunum og Sviþjóð bafa menn miklar áhyggjur af eftirsókn all stórs hóps æsku- fólks í ýmiskonar deyíilyf, sem áður en varir leiða í auðs'æja ófæru. Þarna er í raun um að ræða flótta frá staðreyndum í rammskekktan hugarheim. í Bret landi brýst svipað út í annar- legum klæðaburði, blómaskreyt- ingu og bjölluburði. Einnig þar í landi er áróður fyrir notkun deytfilyfja, en það er vitni um heilbrigðan hugsunarhátt alls tfjöldans, að í sumum borgum tfór æskutfólk í kröfugöngu til þess að mótmæla rýmkun sölu- 'heimildar á slíkri ólyfjan. Þá er og ekki nema gott um það að segja, að æskulýður lýsi friðarást sinni. Mest er þá um það vert, að þess sé gætt að verða ekki verkfæri í höndum þeirra, sem heimta frið atf andstæðing- um sínum, en vilja sjálfir fara með ófrið og ofbeldi á hendur þeim, er þeir hatfa andúð á. „Okkur vantar íkveikjur“ í Þýzkalandi er ekki í skjótri svipan eins marga síðhærða og annarlega klædda unglinga að sjá og í Englandi. En ókyrrð- in er þar einnig. Fyrir fáum dögum bar það við, að í sjón- varpi voru saman leiddir ýms- ir þekktir forustumenn, eink- anlega úr hópi flokbs Sosial demokrata þar í landi og synir þeirra, sem voru mjög á önd- verðum meiði við feður sína. Þessi skoðanamunur er raunar enn meira áberandi í Þýzka- landi um þessar mundir atf því að Sosial demokratar eru tiltölu lega nýkomnir í ríkisstjórn í samvinnu við Kristilega lýðræð isflokkinn og komst sú sam- vinna á mjög á móti vilja vinstri arms Sosial demokrata. Enda telja vinstri mennirnir flokks- foringja sína hafa komið óhæfi lega litlu áleiðis með stjórnar- veru sinni. Sérstaklega var til þess vitnað, að saman hefðu verið leiddir Brandt utanríkis- ráðherra og sonur hans. Brandt hafði hiklaust lýst yfir því, að hann væri ósammála hinum yngri mönnum, þar á meðal sín um eigin syni, en þó væri sjálf- sagt að athuga einnig þeirra sjónarmið. Sumum virtist þessi sjónvarpsþáttur hafa ver- ið býsna hæpinn. Að vonum hneyksluðust þeír þó miklu meira á því sem ungur Berlín- arstúdent, Teufel að nafni, hafði lýst yfir, þegar hann sagði Berl- ínarbúa vanti íkveikjumenn á borð við þá, sem að verki hetfðu verið í Brussel fyrir nokkrum mánuðum, þegar vöruhúsið mikla brann þar. Menn furð- uðu sig því meira á þessum ó- skaplegu öfgum, þar sem hinn ungi maður var sagður bráðgáf aður og í sjálfu sér ekki ómann- vænlsgur, er hann hefur gerzt leiðtogi í þýzkum félagsskap Maoista og virðist hafa óþrjót- andi peninga til útbreiðslu öfga kenninga sinna. Þá þegja vinstri mennirnir Athyglisvert er, að ýmsir vinstri menn sem hafa ætlað að ærast yfir því, að öfgaflokk- ar til hægri hafa unnið á ör- fá prósent í sumum héruðum Þýzkalands, reyna að gera sem minnst úr öfgum Teufels-liða svo ofboðslegir sem þeir eru, einungis af því, að þeir eru hafðir í frammi af ötfgaskepn- unum til vinstri en ekki hinum til hægri. Þvílík tvötfeldni ger- ir að verkum að vaxandi fjöldi fær ógeð á öllum málflutningi vinstri manna. Sem betur fer vaxa flestir frá þvílíkum ötfg- um eftir því, sem árin færast yfir þá. Enginn skyldi þó halda að það eitt, að öfgar eru hafð- ir í frammi af æskutfólki, rétt- læti þá. Þvert á móti sýnir reynslan, að öfgar æskulýðs hafa otft hinar hörmulegustu aí- leiðingar í för með sér. Að vísu lifum við nú óvenjulega óróa- tíma í þessum efnum. En sVip- að má segja um ástandið á milli stríðsárunum, árunum frá 1920 til 1939. Vöxtur kommúnisma og nasisma á þeim árum var fyrst og fremst vegna tfýlgis æskulýðsins við þesair öfgastefn ur. Menn átta sig oft ekki á því eins og skyldi, að nasisminn var fyrst og fremst æskulýðshreyf- ing. Út af fyrir sig er það fyrir- gefanlegt, að æskumenn láti um skeið blekkjast af ötfgum. í Þýzkalandi gatfst hinum ungu fylgjendum n.asismans hins veg ar ekki færi á því að átta sig nógu tímanlega. Þýzku þjóðinni var steypt út í giötun og hörm- ungar fyrir hana sjálfa og aðra áður en æskufölkið fengi færi á því að átta sig á hver leið- arlokin hlytu að verða. Komm- únisminn hetfur staðizt lengur, og verstu öfgar hans eins og hungurmorðin miklu á fyrri- hluta fjórða tugs aldarinnar og réttarmorðin í fraimihaldi þeirra eiga vonandi aldrei eftir að endurtaká sig. Allir stjórn- arhættir í Sovét-Rússlandi eru nú miklu skaplegri en óður, svo að segja má, að eins og hvítt sé miðað við svart. „Ef einræði væri úr sögunni“ Enginn efi er á því, að í Sov- ét-Rússlandi hafa orðið mjög miklar framfarir á þeim 50 ár- um, sem kommúnistar hafa ráð- ið þar ríkjum. Jafnvíst er hitt, enda játað af íslenzkum komm- únistum að t.d. hér á landi hafa á sama tíma orðið hlutfallslega mun meiri framtfarir. Hér hefur almenningur ætíð notið frelsis samhliða framförunum, en í ríkjum kommúmsta er frelsinu fórnað til þess að tryggja fram- farirnar. Von er að spurt sé, hvort framfarirnar réttlæti frelsisfórnina, eða hvort fram- farirnar hefði e.t.v. orðið mun meiri, ef fólkið í Sovét-Rúss- landi hefði fengið að njóta frelsis á borð við það, sem á Vesturlöndum tíðkast. Á með- an núverandi stjórnarhættir haldast í Sovét-Rússlandi og öðrum kommúnistaríkjum er ekki annars að vænta en flest- ir þar játi a.m.k. í orði kveðnu, að þeir séu kommúnistar. Hið furðulega er aftur á móti, að þeir, sem frjálsræðis njóta og samanburð hafa, skuli halda fast við villukenningu, sem þeir létu fangast al 1 æsku-otfs- tæki. Það er, eins og sumir sæk ist ætíð eftir því að láta blekkja sig. í Þýzkalandi var t.d. sagt, að sumir unglingar héldu því fram, að vissulega væru þeir mjög andvígir Uibridht og ein- ræðisklíku hans í Austur-Þýzka landi en hins vegar ætti það ekki lengur við að vera „and- kommúnisti“ því að ef einræði væri lagt niður í löndum komm únista og mannréttindi væru þar tryggð, þá væri svo sem ekkert við kommúnismann að athuga. Um þetta má segja, að vissu fleiri en þögðu þó. Því miður er það höfuðatriði í eðli kommúnismans, að hann skuli knýja fram með einræði og al- menningi synjað um mannrétt- indi. Allt öðru vísi mundi um að litast í heiminum, etf komm- únistar losuðu sig undian þess- um kenningum og framkvæmd þeirra. Von mannkynsins um farsæla framtíð byggist ekki sízt á því, að svo muni fara áður en ytfir líkur, en þá er líka kommúnisminn sjálfur yf- irunninn og úr sögunni. Af hverju leyfi til að skapa stjórn- inni örðugleika? Því miður eru allar líkur til, að enn sé langt í land þangað til slíkt ástand skaipast. Enda fylgja kommúmstar dyggilega orðum Lenins, í ræðu, sem hann hélt í Moskva árið 1920, er hann sagði: „Af hverju ætti að leytfa mál- frelsi og ritfrelsi? Atf hverju ætti stjórn, sem er að gera það, sem hún heldur sjálf vera rétt að leyfa að gagnrýna sig? Hún mundi ekki leyfa að beitt væri banvænum vopnum. Hugmynd- ir eru rniklu örlagaríkari en byssur. Atf hverju ætti að leytfa nokkrum manni að kaupa prent vél og dreifa út hættulegum skoðunum, sem eru miðaðar við að skapa ríkisstjórninni örðug- leika?“ Svo mörg voru þau orð Len- ins. Enn eru þau í heiðri höfð, þ.e.a.s. þar sem kommúnistar ráða sjálfir. En hætt er við að hvína mundi í tálknum Þjóð- viljans, ef samskonar bann ætti að gilda gegn málflutningi stjórnarandstæðinga hér á landi. Er þó stundum svo að sjá sem kommúnistar trúi því, að þeir geti með stöðugum end- urtekningum villt svo um fyrir lesendum sínum, að þeir trúi augljósum ósannindum .Svo sem t.d. því, að verðbólguþró- un síðustu ára hérlendis sé rík- isstjórninni og flokkum hennar að kenna, en kommúnistar hafi þar ætíð barizt eindregið gegn. Vita þó allir, að kommúnistar hafa stöðugt ýtt undir kröfu- gerð og athafnir, sem horfðu- til aukinnar verðbólgu, en stað- ið gegn öllum ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin og aðrir hafa beitt sér fyrir til að hafa hemil á henni. Eða hvernig líst mönn- um á þann málflutning að rit- stjóri Þjóðviljans nýkominn úr langvarandi heimsókn til sálu- feðra sinna, skuli býsnast yfir „utanstefnum“, þegar íslenzkir ráðamenn fara utan til að sjá hagsmunum þjóðarinnar borg- ið? Er raunar skrítið, að svo skynsamur maður skuli ekki sjá, að hann gerir sjáltfan sig einungis hlægilegan með þvílík um málílutningi. Honum er auð sjáanlega annað betur gefið en skopskyn á eigin athafnir. Má hann þó eiga, að ólíkt er blað hans mennilegra meðan hanis sjálf-s nýtur við, en þegar þar var að lesa peðring úr aðsboð- armönnunum, vegna hinnar ár- legu pílagrímsfarar sjáltfs höí- uðpaursins. Vandræði hverra? Brezk blöð hneyksluðust mjög á því á dögunum, er Brown utanríkisráðherra komst að orði eitthvað á þá leið, að á næstu mánuðum reyndi ekfci svo mjög á brezku stjórnina heldur hitt hver veigur væri í sjálfri brezku þjóðinni. Þessi orð minna nokkuð á hin fleygu ummæli Helga Bergs, þegar hann sagði, að þingræðið ætti aið ganga undir próf. Hugsunar- hátturinn er ekki með öllu ó- líkur. Sj áltfshyggj an er svo mik- il, að etfi um eigið ágæti kemst ekki að. Ef eitthvað fer öðru- vísi en skyldi, þá er það annað hvort fyrirkomu'lagið eða þjóð- in, sem bilar, en ekki dómgreind hinna sjálfumglöðu ræðu- manna. Enn eitt dæmi þessa sama hugsunarháttar þó í ann- arri mynd sé, er það að eitt Framsóknarmálgagnið úti á landi sagði fyrir skemmstu eitt- hvað á þá leið, að nú yrðu bænd- ur að efla samtök sín til þess, að stjórnin leysti ekki örðugleika sína á kostnað bændastéttarinn- ar! Auðvitað á ríkisstjórnin nú sína örðugleika, örðugleika, sem eru örðugleikar hennar, ein- mitt af því að þeir eru örðug- leikar allrar þjóðarinnar. Að sjálfsögðu verður stjórnin dæmd eftir því hvernig tekst að leysa þessa örðugleika, en Framsóknarmenn eru slegnir þeirri blindu að þeir virðast nærri því fagna örðugleikum, sem bitna á stjórninni, þó að um örðugleika allrar þjóðarinn ar sé að ræða og bitni fyrst og fremst á henni. Hvernig eru þá þeir minni mátt- Menn hljóta að undra sig á þessari blindu talsmanna Fram sóknar. Því fer fjarri, að ein- ungis þeir, sem minniháttar eru innan flokksins séu haldnir henni. Tíminn rifjaði upp nú .£ vikunni helztu atriði úr sam- taili, sem Eysteinn Jónsson hafði við einn fréttamann útvarpsins fyrir réttri viku. Eftir frásögn hans kom lítið nýtt fram í þessu samtali. Almannarómur segir að Eysteinn hafi verið þar hikandi og sjálfum sér ósamþykkur. Þó er ekki um það að villast, að hann er langfremstur sinna samtflokkamanna. f málflutningi og yfirsýn ber hann eins og gull af eiri af fylgismönnum sín um. Það er málstaðurinn, sem Framháld á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.