Morgunblaðið - 13.10.1967, Side 32
B U Ð I N
Þekktustu
vöruifierkin,
mesta fjölbreytnin
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1967
i?n mm VMwVJWVWt \ TVÖFALT 1 EINANGRUNARGLER 20ára reynsla hérlendis
1
BÖRNUNUM fjórum, sem
hrifin voru úr greipum
dauðans í höfninni á
Skagaströnd síðastl. mið-
vikudag, líður nú vel og
virðast hrakningarnir ekki
ætla að hafa nein alvar-
leg eftirköst. Þó voru tvö
þeirra ennþá rúmliggjandi
þegar blaðamenn Morg-
unblaðsins komu í heim-
sókn í gær. Þrjú barnanna
eru systkin og eru foreldr-
ar þeirra þau Sigurður
Magnússon og Dórothea
Hallgrímsdóttir. Það ríkti
mikil glaðværð á heimili
þeirra þegar okkur bar að
garði. Börnin voru þegar
búin að gleyma volkinu
og voru að leika sér, glöð
og ánægð. Dórothea var
ekki búin að gleyma at-
burðunum, en hún var
líka glöð sem börnin,
glaðari en orð fá lýst.
Þar var lík-a stödd íjórtán
ára stúlka, In,ga Sigríð’ur
Stefánsdóttir. Hún hafði séð
til barnanna, þar sem flek-
ann var að reka frá landi,
og umsvifalaust kastað sér
til sunds með það fyrir aug-
Þau voru sael og hamingjusöm systkinin þrjú eftir að hafa verið heimt úr helju. Magnús Sigríður og Jósep voru að mestu
búin að ná sér eftir volkið, en Jósep (lengst til hægri) var þó enn í rúminu. Sigga litla og Magnús léku við hann og
styttu honum stundir.
PB
Fiölin snrakk. við erum að sökkva"
— hrópaði eitt harnanna f jögurra í örvæntingu
um leið og sjórinn laukst yfir höfuð þeirra
um að reyna að dralga ha>nn
að landi aftur. Þó að hug-
rekkið hafi ekiki skort er
vafasamt, að hún hefði getað
það, miklar líkur til þess að
hún hefði örmagnazt fljót-
lega í köldum sjón>um. En
hún sneri samt ekki við fyrr
en hún sá, að Rúnar og Fritz
voru búnir að hrinda bátn-
um fram, og lagðir af stað til
þjangar.
(Ljósm.: Ól. K. M.)
„Við erum að sökkva.“
„Ég man lítið nema hvað
ég varð óskapdega hrædd.
Ég var að leita að börnunum,
þegar ég sá flekann undan
landi. Hann var þá ekki far-
inn að siga neitt, en var að
reka frá. Éig fór úr peys-
unni, sparkaði af mér skón-
um, fleygði frá mér úrinu og
stökk út í.
Framhald á bls. 3
Höfðu nœrri skotið
prestinn af vangá
SÁ atburður gerðist í nágrenni
Þórshafnar, að piltar um tvítugt
I HK
fóru á fuglaveiðar. Ætluðu þeir
að skjóta sér í soðið, en skömmu
eftir að þeir höfðu hafið veið-
arnar skall á niðaþoka. Héldu
þeir félagar þó áfram að skjóta,
því að nóg mun hafa verið um
fugla.
En piltarnir týndu brátt átt-
um, án þess að þeir yrðu þess
varir. PrestUT sóknarinnar var
á ferð í nágrenninu. Vissi hann
ekki fyrr til en .eitt skotið þaut
fram hjá honum. Það mun þó
hafa verið hrein tilviljun að
skotið var í átt til prestsins, að
því er sögumaður Mbl. tjáði
blaðinu.
Piltarnir urðu að vonum ótta-
slegnir, er þeir urðu þess varir,
hversu nærri hælum hurð hafði
skollið.
Birígir Finnsson.
SigurðiHr Bjamason.
Jónas G. Rafna*.
Þingforsetar kjörnir í gœr
Björn Jónsson segir
sig úr Sósíalistafl.
SAMKVÆMT áreiðanlegum
upplýsingum, sem Mbl. hef-
ur aflað sér, hefur Björn
Jónsson, alþm. og formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar
á Akureyri sagt sig úr
Sósíalistaflokknum. Mun
þetta hafa gerzt fyrir nokkr-
um dögum.
Björn Jónsson hefur gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum á
vegum Sósíalistaflokksins, setið
Framhald á bls 31
— Birgir Finnsson forseti Sameinaðs
Alþingis, Sigurður Bjarnason forseti
Neðri-deildar og Jónas C. Ratnar
torseti Efri-deildar
í GÆR fór fram kosning þing-
forseta Alþingis. Einnig voru
kosnir skrifarar þingdeilda og í
kjörbréfanefnd.
Austurstræti
teppulugt
REYKVÍKINGA og a»ra, sem
leið eiga um Austurstræti í dag
mun áreiðanlega reka í roga-
stanz, því að í dag miun hluti af
gangstéttinni fyrlr framan hús
Silla og Valda ver»a lagður gulu
Framhald á bls 31
Forseti Sameinaðs Alþingis
var kjörinn Birgir Finnsson, for-
seti Neðri deildar Sigurður
Bjamason og forseti Efri deildar
Jónas G. Rafnar. Birgir Finns-
son og Sigurður Bjarnason
gegndu báðir forsetastörfum á
síðasta Alþingi, en þá var for-
seti Efri deildar Sigurður Ó.
Ólason. Kemur nú Jónas G.
Rafnar í hans stað.
Framhald á bls. 19
SLATRUOU HESTI
Á VÍDAVANGI
TVEIR lögregluþjónar komu í
fyrradag að fjórum mönnum,
sem voru að flá hross í Mos-
fellssveit, skammt frá Korpúlfs-
stöðum. Slíkt er brot á heil-
brigðissamþykkt, því að svo er
kveðið á, að slátrun skuli fara
fram í sláturhúsi og undir eftir-
liti dýralæknis.
Á Korpúlfsstöðum er full-
komið sláturhús og hefði mönn-
unum verið í lófa lagið að slátra
hrossinu þar. Málið er í rann-
sókn og enn hefur ekkert brot-
legt komið fram í þvi, annað en
það sem áður er sagt.