Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 19«7 Siglaugur Brynleifsson skrifar um: ERLENDAR BÆKUR HEILAGA RÚSSLAND The Beginnings of Russian History. An Enquiry into Sources. N. K. Chadwick. — Cambridge University Press 1966. 25/—. The Two Revolutions. An Eye-witness Stuidy of Russia 1917. R. H. Bruce Lockhaird. The Bodiey Head 1967. 15/—. Turgen-ev: Sketches from a Hunters Album — Ob the Eve. Peraguin Classícs 1967. 6/— og 5/—. UPPHAF rússneskrar sögu er mistri hulið. Fyrstu skráðu beim ildirnar eru safn f-abúla og sagna. — Elzta króníkan var sett saman snemma á 12. öld og þar er sagan rakin allt aftur til vikingaaldar. Heimildirnar eru gamlar arfsagnir, munn- mæli, en úr því hefur aldrei fengizt skorið hvort þessi munn- mæli séu af rússneskum eða nor rænum toga. Höfundur þessarar bókar reynir að átta sig á upp- runa sumra þessara munnmæla, hvort þau eru af rússneskum uppruina eða norrænum. Einnig hefur hún reynt, að notfæra sér þær rannsóknir á grískum og arabískum heimildum, sem varða rússneska sög-u og einníg armenískum og persneskum og loks hefur höfundur „reynf að gera sér grein fyrir tilganginum með samantekt hinna fornu ann- ála, og afstöðu annálaritara til persóna og atburða og hvernig sú afstaða mótar frásögnina". Höfundur telur, að norrænir menn haifi ekki verið stofnend- ur rússneska ríkisins, heldur haíi frumkvæðið verið í hönd- um Rússa, sem hafi notið að- stoðar og haft samvinnu við norræna menn um varnir gegn hirðingjum og steppuþjóðum, sem stöðugt leituðu í vestur. Býzanska ríkið styrkti einnig Rússa gegn ásókn þjóða úr norðri og austri, sjálfu sér í hag. Tilvera rússneska ríkisins byggð ist á friði, án friðar varð land- búnaður ekki rekinn, og í öðru lagi á öflun fjár til þess að ksupa af höndum sér steppu- þjóðir og borga „væringjunum“ málann. Höfundnur ræðir fyrst elztu heimildirnar. Þær eru upprunn- ar, eins og flestar ritaðar heim- ildir frá miðöldum, úr klaustr- um og settair saman af klerkum eða múnkum. Þessar elztu heim ildir fjalla einkum um sögu Kænugarðs og umhverfts. Síð- an ræðir höfundur elztu sögu Kænuga.rðs, grískar og austræn- ar 'heimildir og loks persónur, sem uppí voru á 10. og 11. öld og sagt er frá í þessum heimildum. Höfundur bendir á undarlegar hliðstæður í norrænum bók- menntum við ýmsar frásagnir þessara forn rússnesku annála, og skýrir ýmsa þætti rússneskr- ar frumsögu, eins og þeir birt- ast í þessum fornu annálum, með tilvísun og samanburði við grískar og norrænar heimildir. Rit þetta er heimildarannsókn og niðurstöð'ur höfundar kalla á enn frekari rannsóknir á tengsl- um norrænna manna og Rússa á þessu tímabili. Bók þessi kom fyrst út 1946 og er nú endur- prentuð. Sir Robert Bruce Lockhart hefur sett sa.man nokkrar mjög skem.mtiiegar mirininga- og ferðabæfcuir. Hann dvaldi ungur í Malajalöndum, síðan lengi í Rússlandi og í Mið-iEvrópu milli stríðsárin. Hann rekur minning- ar sínar í bókum sínum og það eru fáar bækur, sem gefa betri hugmynd um andrúmsloft þess- ara ára. Hann starfaði lengí í brezku utanirrkisþjónustunni og síðar sem blaðamaður við blöð Beaverbrooks. Meðal bóka hans eru: Memoirs of a British Agent, err f þeirri bók lýsir bann með- al annars handtöku og fangavist sinni í Kreml 1918; Guns or Butter, minningar frá dvöl hans í Mið-Evrópu og lýaingar á Hitl- ers Þýzkalandi, Jan Masaryk og My Europe. Nú í ár er.u fimmtiu ár liðin frá byltingunum. í Rússlandi. Þeirri fyrri lauk í marz með fa.Ili Rómanoffættarinnar og stofnun bráðabirigðastjórnar, oftast nefnd febrúarbyltingín, samkvæmt gamla stíl, þeirri síðari Ia.uk með valdatöku bolsévika, sem síð'ar var tekið að nefna kommúiíista, sú varð í nóvember 1917. Sir Bruce var starfandi við brezika Lenin sendiráðið í Moskvu um þetta leyti og fylgdist náið með öli- um hræringum í boriginni-, hann hafði dvalið í Rússlandi frá 1912 og var orðiinn hagvanur þar, þekkti fjölda mtnna og var vel séður í samkvæmis.Iífínu. Lockhart rekur...‘ áðdraganda byltingarinnar og sögulegan bafcgrunn hennar, úrelta stjórn- arháttu, þegar kemur fr.am á 19. öld, úrelta' þj'óðfélagsskipáTi, í.þep ar iðnvæðíngin hefst 1 .RÚss- landi og miikinn stétta- og Jefna- mun. Ósigurinn fyrir jfapcetmb varð til þess að ma.gná stórum andúð flestaEra á ^tjórninni, svo að litlu munaði að byítingifi yrði tólf árum fyrr en hún várð. Síðan hefst fyrri 'styrjölíjih,", I fyrstu virtust Rússar sigurstrafig legir, en skipulá.gsléysi ö£ ó- stjórn hamlaði frekari aigrurh eftir fyrstu lotu. Keisarinn var algjörlega óhæfur til stjórnar og keis'arainnan virðist hafa vérið móðursjúk og auk þesá- altékin a-f hjátrú, andakukl pg andaiækn Verzlunin LAMPINN CHEVROLET BÍLABÚD ÁRMÓLA 3 SÍMi 38900 Lítið inn í LAMPANN Laujjavegi 87, j Sínii 18866. Laugavegi 87, auglýsir: Úrval af allskonar ný- tízku heimilislömpum, ljósakrónum og vegg- Iömpum, meðal annars úr ekta bæheimskum kristal. Keramikborð- lampar búnir til í leir- brennslunni. GKt, og Lampagerðinni Bast. Ný form og áferð, eigulegir og vandaðir hlutir. Einn ig mikið úrval af gólf- lömpum, allt hentugar tækifærisgjafir. Góðír og ódýrir kastlampar, drag- lampar. Bað- go eldhús- iampar, stakir skermar á flestar gerðir af lömpum. /J- .* * >- ■’ ■. - d *^*l.v*. ; • V' - ingar voru hennar ær og kýr. Andalæknar og kuklarar áttu greiðan aðgang að hirðinni og meðal þeirra var Raspu’tin. Hanm hét réttu nafni Novykh, ólæs bóndi fæddur í Síberíu. Hann gerðist flækingsmúhkur, en af þeim var alltaf nokkur sverm- ur í Rússlandi, hann flaektist mi'ili klaustranna, milli þess sem hann lá í drykkjuskap og ólifn- aði. Flækingur þessi sá sýnir og það lautk upp fyrir honium hlið- um klaus’tranma, au(k þess var hann eimkar laginn að iðrast synda simna, en iðrandi synd- arar voru eftirlæti rússneskra klerka. Ríkiserfin.ginn þjáðist af blæði, sem var arfgengt í henn- ar ætt, því var það, sem hún varð auðveld bráð andatouklara og andalækma og sá, sem virt- ist duga bezt var þessi flækings- múnikur. Mörgum, sem vor.u ná- komnir keisarafj’ölskyldunni, þóttu áhrif þessa flækiings hin mesta svívirðá og auk þess var samiband hans við fjölstoylduna óspart notað sem ánóðursefni. Lyktir urðu þær að rnenn, sem þóttust hollir keisarianum drápu kuklarann. Það kom alltaf skýrar og stoýr- ar í Ijós, að st.jómin var allsend- is óhæif að ráða við hkrtverk sitt, ástandið á vígstöðvunum var ískyggilegt og heima fyrir jókst s'korturinn. í marzmánuði 1917 hófst verkfall í Pétursborg sera leiddi til uppreisnar gegn st.jórnlnni. Uppreisnin brauzt út í Mostovu 13. marz, enginn mað- ur var drepinn og höfundur seg- iir að aillt hafi farið fram á góð- látlegan hátt, hr.ifningin var mik il yfir að aldagamalli kúgun var nú aflétt og þann 16. marz var tilkynnt myndun bráðalbirgða- stjórnairinrjar. 15. m.arz hafði zar- inn sagt af sér og bent á bróð- ur sinn, sem eftirmann, en hann neitaði. Höfundi var falið að fylgjaöt náið með fraimvindu mála í Mostovu, hann segir að „valdaafisal zarsins, hafi vatoið sáralitla afchygli — tveir hópar stóðu að marz-byltingunni, frjálslyndir og jafnaðarmenm, toommúnistar áttu engan þátt að falli zarsins. Frjálslyndi flokk- uniiqn vildi halda stríðinu á- fra.m, jafnaðarmen viidu frið. Á valda.tímum zarsins hafði svo til allt verið banmað, niú var allt leyft, f.undafnelsi, félagafreisi, trúfrelsi, guðsafneitun, allt þetta varð fr.jálst á einni nóttu. Rúss- ar.virtuat druiknir fyrstu dag- ana eftir byitinguna, drukknir af hamingju og eftirvæntin.gu.“ Lockhart virðist hafa verið ugg- andi um framihaád á þát|iöku Rússa í styrjöi|.din.ni, hanri gtíeit að 1>sð mýndí korria til uppgjörs „milli, borgaranna p'g öneiganna, "Kaflin■' þó'tfist þá sttax sjá það fyrir, 'að andistæðar sköðanir 'íiyltrngafmanna myndu kæía þær .vonír um frelsi, jafnrétti og 'fefæðralag sem hratt bylitingunni á stað. Síðan rekur höfundnur hrak- fallasögu bráða.birgðastjórnar- ,innar og aukin á'hrif kommún- ist-a á gang mála, einkum í Petro grad. Hann lýsir Len.in og þátt- töku hans í undirbúningi valda- töku kommúnista, sitofniun ráð- anna í Petrögr.ad og áhrifum þeirra á stjórnerathafnir, Korni- lov málinu, en samkvæmt skoð- un Lockharts flýtti það mjög fyrir falli stjómar Kerenskys. HÖfundur þekkti Kerensky per- sónulega og ým,sa aðra framiá- menn í sitjórninni og hafði því mjög góða aðstöðu til þess að fylgjast með málum. Lenin lagði áherzlu á, að bylt- ing kommúnista hæfiist áður en þtnigið kæmi saman, kosningar áttu að verða 12. nóvember og hanm vissi að fylgi kommúndsta úti á la.ndsbyggðinni væri hverf- andi. Auk þess gekk þrálátur orðrómur þess efniis að friðar- samningar væru ekki langt und- an, og „Lenin vildi sázt af öllu að Kerensky færði þjóðinni frið- inn. Kerensky var uœ þetta leyti að reyna að skapa éinhverja „.sarftstöðu með andstæðipgum Itommúpisí*, eri þikr yar. hwer h&adiö:,.geigö, • aahari. Lenin. dg., samstartsmenn hans umdiir- bjiuiggu valdatökunna og aðfarar nótt 7. nóvember náðu herflokk- ar kommúnista ödlum þýðingar- mestu stöðvum Péturisbongar á sitt v.ald. Síðasta vígi stjórnar- innar var V,etrarhöliin, en verj- endurnir gáfust iupp eftir skamma hníð. Ástæðurnar til vaidatöku toommúinista með byltingunm. 7. nóvember telur höfundur fjöl- mangar og ekki sízt hve áróður þeirra var ísmeygilegur, einföld slagorð, nógu oft enduntekin urðu fjöldanum sannleikur. Brauð, jörð og fniður voru orð, sem féllu í góðan jiarðveg, þar sem 80% landsmanna vonu snauðir bændur eða verkamenn. Heninn var ekki lemgur her stjórna rinnar, herm enninnir vildu frið og neituðu víða að blýða liðsforingjunum. Flokks- agi kommúnista var einstakur og það sem mestu skipti var, að þeir álitu sig vera vaxtar- brodd sögulegrár þróunar, að þeir vær.u að gena rétt og þeir vissu hvað þeir vildu. Þegar flokku.rinn hafði náð lykilað- stöðu, vor.u kosningar Látnar fara fnam 18.—19. janúar 1918. Bolsevikar eða kommúnistar hlutu 168 sæti á þingi af 703. Seta þes.sa þings yarð stútt, það var Ieyst upp. Lenin rétfclætti þetta auðveldlega með því að byltinga lýðræði vær,i borgara- legu lýðræði fullkomnana. Alit _ var leyfilegt til þess að ná tak- mankinu. Bftir valdatökuna hófst m.a rtmskæð borgarastyrjöld og nokkru siðar saga Stalíns, sem liggur fyrir utan ramma þessarar bókar. Eftirmáli fylgir saminn af John Keep, sem eru hugleiðing- ar um afleiðingar byltingarinn- ar, en höfundur befur lagt stund á nússnesk fræði við háskólann í London og er þar nú stanf- andi sem kennari. Bók þessi seg ir langa sögu í stuttu máli, en á mjög greinagóðan hátt. Bóka- skriá fylgiir. Skiasiur Tu.rgenevs kornu fyrst út í bókariformi 1852, sem varð til þess, að honum var skipað að dveljia í útlegð á óðali sínu Spasskoya,. Síðar bætti hann sögum við þessar skissur, svo að þær urðu alls fcuttugu og fjónar. Hér eru þrettán bintar, þær beztu, en ýtnsir vilja álíta þess- ar sögur með því bezta, sem he;ms'bó,kmén'ntir.nar hatfa að bjóða. Þetta er.u hinar fullkomnu smásö.gur, einfaldar og seið- magnaðar og verða þátiur af ma.nni sjálfum. „On fche Eve“ er að forim.i til ástarsaga, en þegar hún kom út 1859 vakti hún fyrst og fremst - attiygli sem ádeila, endia gefur titillinn tilefni til þeirrar ályktunar. „Á jaðri" er stytting fyrir ,,A jaðni framfana eða byltimgar‘‘> Penguin' ú'tgáfan hefur nú gef ið út fjölda höfuðritia rússneskra '.bókmerinta og eru þessar útgáf- 'ur með þeim vönduðusfcu, sem nú eru á martoaðnum, formálar fylgja þeim fiesfcum og oft er um nýjar og, endurbættar þýðin.gar að rœðfa. Dostojevsky, Tolstoy, PuiS,fchin o. fl. hafa verið gefniir út og stöð’ugt er bætt víð höf- undum og titlum. 23 kennarar við Barnaskóla Akraness í vetur Akranesi, 9. október. BARNASKÓLI Akraness var settur þann 2. október í Akra- neskinkjiu.. Njáll Guamunds'son, slkólastjóri, flutti eftirtektar- verða ræðu, sem áður við þetta tækifæri, um skyldur og reglur skólans og samábyrgð hedmxl- anna. . ' Auk stoólastjóra verða 23 kenn arar atarfandi við skólann í vet- ur. Nemendur verða 680 í 27 befckj ardieildum. Næsta ár mætai öll bamaatoólabörn til náms 1. ÍV;. s ; — H. I. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.