Morgunblaðið - 19.10.1967, Síða 5
MORGU NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967
5
Kommúnistar heimtuðu m.a. sendiherra-
embætti í Moskvu og bankastjóraembætti
- Þegar reynt var að endurreisa
nýsköpunarstjórnina - Síðara
bindi minninga Stefáns
Jóhanns Stefánssonar komið út
SÍÐARA bindi Minninga
Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar, fyrrum forsætisráðherra
og formanns Alþýðuflokksins
er nýlega komið út hjá bóka
útgáfunni „Setberg.“ Bókin
er 232 blaðsíður að stærð,
prýdd fjölda mynda og nafna
skrá fylgir.
Síðara bindi’ð hefst er lýð-
veldi hefur verið stofnað á
íslandi. Höfundur hefur skipt
bókinni í 11 kafla. Á tín~a-
mótusn, Stjórnarmyndun
1947, Utanríkismál, And-
staðan innan og utan, Brotið
blað, Hræðslubandalag og
vinstri stjórn, Sjélfvalin úti-
vist um árab:!, Svipmyndir
nokkurra samtíðarmanna,
Erlendir skoðanabræður,
Heimilið er til heilla bezt
Litið um öxl og áleiðis.
í upphafi þessa síðara bind
is minninga sinna ræðir
Stefán Jóhann Sttfánsson.um
fall nýsköpunar'-tjórnarinnar
í október 1946 og tilraunir til
myndu nýrrar stjórnar. Höf-
undur segir m.a. frá bak-
tjaldamakki kommúnista og
nokkurra framsóknarmanna
um myndun „vinstri stjórn-
ar“ og hvernig kommúnistar
undir forystu Brynjólfs
Bjarnasonar reyndu allt sem
þeir máttu til að koana í veg
fyrir stjórnarmynduin Stef-
áns Jóhanns Steflánsson ar.
Hér fer á eftir kaflánn úr
bók Stefáns J ihar.ns um að-
dragandann að stjórnar-
myndun hars:
„Skömmu fyrir jól 1946 hóf
Ólafur Thors nýjar tilraun-
ir um endurreisn ríkisstjórn
ar sinnar. En rétt eftir ára-
mótin, eða 2. jan. 1947, barst
Alþýðuflokknum bréf frá
komimúnistum. þar sem lagt
var til, að forsætisráðherra
væntanlegrar „vinstri stjórn
ar“ yrði annað hvort valinn
þannig að þeir, kom-múnist-
ar, tilnefndu hann úr Alþýðu
flokknum, eða Alþýðuflokk-
urinn úr hópi þeirra. Þessu
svaraði þignflokkur Alþýðu-
flokksins daginn eftir að til-
lögu minni á þá leið, að ef til
þess kæmi, að Alþýðuflokk-
urinn hefði forsæti í ríkis-
stjórn, myndi hann sjálfur
vilja ráða því, hver til þeirr-
ar forystu veldist og yfirleitt
myndi flokkurinn sjólfur
ákveða fuiltrúa af sinni
hál-fu í ríkisstjórn, án þess að
kom-múnistar ætti þar nokk-
urn hlut að máii.
Næst gerðist eftirminnileg
ur atburður í þ-essu stjórnar-
myndunaþófi. Koimmúnistar
skrifuðu Kjartani Ólafssyni í
Hafn arfirði bréf 4. jan, 1947
og tilkynntu h-onum, að þing
flokkur þairra hefði sam-
þykkt að styðja hann sem
forsætisráðherra og þar með
annan fulltrúa Aiþýðuflokks
ins í sex manna ríkisstjórn,
er Alþýðufl., Framsóknarfl.,
og kom-mú-.istar mynduðu,
ef sam.komulag næðist um
málefnagrundvöll. Óskuðu
kommúnistar þess jafnframt,
að Kjartan lýsi yfir því við
forseta íslands, að han.r
væri r-eiðubúinr. að gera ti’.
raun til stjórr.armyndunar.
Sama dag barst Kjartani
einnig bréf frá Hermanni
Jónassyni og Steingrími
Steinþórssym, þar sem þeir
beindu því til hans, að har.n
reyndi að mynda ríkisstjórn.
Kváðust þeir vilja vinna að
því í Framsóknarflokknum
að afla honum stuðnings.
Kjartan Ólafsson tilkynnti
mér þetta daginn eftir 5. jan.
1947, og óskaði þess, að það
yrði tekið til umræðu í mið-
stjórn Alþýðuflokksins. Hét
ég að gera það á næsta fundi
hennar. En bréíaskriftir þess
ar þóttu mér harla einkenni-
legar, þótt vitað væri um
þann samleik, er þé étti sér
stað með kommúnistum og
sumum framsóknarmönnum
um stjórnarmyndun.
Ég tók þessi merkilegu
bréf til umræðu á miðstjórn
ar- og þingflokksfúndi 10.
jan. 1947, og sa-mþykkti sé
fundur einróma, að Alþýðu-
flokkurinn skyldi sjálfur
velja forsætisráðherrann, ef
hann ætti þ-ess kost að fá
forsætið í ríkisstjórn. Var
bréfaskriftum kommúnista
og fram-sóknarmanna þar
með svarað á þann eina veg,
að mínu viti, sem verðu-gt
var, eins og málið var í pott-
inn búið.
En áður en þetta svar Al-
þýðuflokksins var ákveðið
hafði Ólafui Thors tilkynnt
mér og flokksbræðrum mín-
um, 7. jan. 1947 að kommún-
istar hiefðu sett honuim skil-
yrði fyrir þátttóku í nýrri
ríkisstjórn undir forsæti
hans, sem hann teidi með
öllu óaðgengiiegt. Þeir hefðu
krafizt þess, að em-bættiismað
ur yrði látinn taka við störf-
um utanríkisráðherra af Ói-
afi Thors og ar.nar ráðherra
Alþýðuflokksins við við-
skiptamálunum af Pétri
Magnússyni að kommúnist-
ar fengju sendiherraembætt-
ið í Moskvu, eití bankastjóra-
embættið í iandisbankanum
og aðalmann eða fonmann í
fjárhagsráði, sem fyrirhugað
var að stofna. Átti það að
vera Einar Olgeirsson. Loks
hefðu þeir krsfizt þess, að
Keflavíkursamningnu'm yrði
sagt upp svo fijótt sem kost-
ur væri.
Sem vonlegt var leizt Ólafi
Thors ekki á þessa kosti og
gafst upp við tilraunir sínar
til þess að endurreisa ný-
sköpunarstjórnma. Þótti fá-
um það mikið. Og satt að
segja létti þungu fargi af
mér, að það iiefði mátt fyrr
vera. Svipaðs sinnis og sumir
sjélfstæðismenn hafa verið
ekki sizt Bjarni Benedikts-
son.
Ólafur Thors, sem hafði
tekið að sér tiiraun til stjórn
armynduna 17 des. 1946, til-
kynnti forseta íslands 8. jan.
1947, að £-ú tilratm hefði ekki
h-eppnazt. Hafði þessi öimur-
lega stjórnarkreppa þé staðið
í þrjé mánuði og allskonar
brögð verið höfð í tafli. Hlut
ust af þessu endalausa þófi
aukin vandræði, enda biðu
aðkallandi vandamél úrlausn
ar. Brýna nauðsyn bar til
þess að mynda ríkisstjórn
hið bráðasta og helzt á þann
veg að hún hefði stuðning
öruggs m-eirihiuta é alþingi.
En hvað’a réð voru fyrir
hendi til slikrar etjórnar-
myndunar?
Stjórnarmyndun 1947.
Að kvöldi hins 8. jan. 1947
hringdi Svemn Björnsson for
seti til mín og bað mig að
hitta sig að máli að Bessa-
stöðum á tiiteknum tíma
næsta dag. Að sjálflsögðu lof-
aði ég því. Ekki nefndi for-
setinn í símtalinu, hvaða er-
in-di hann ætti við mig, en
lét þess þó getið, að mig
myndi e.t.v. gruna, hvað
hann vildi við mig ræða.
Sagði ég fátt við því, en fór
þó nærri um það, því að Ól-
afur Thors hafði tjéð mér, að
hann hefði, um leið og hann
tilkynnti forsetanum, að til-
raun sín til síjórnarrwyndun-
ar hefði ekki borið árangur,
bent á mig til þess að reyna
stjórnarmyndun. Hafði for-
seti einnig létið í það skína
við mig áður, að til þess
gæti komið, að hann sneri
sér til mín í þeim efnum.
Ég fór suður að Bessastöð-
um nokkru eftir hádegi 9.
jan. En áður en ég fór úr
alþingishúsinu bað ég þing-
flokkinn að vera viðstaddan
þar að rúmri klukkustund
liðinni og gerði samtímis ráð-
stafanir til þess að öll mið-
stjórnin yrði kvödd til fundar
strax á eftir. Þegar á fund
forseta kom, tjáði hann mér
tafarlaust þá ósk sína, að ég
gerði tilraun til þess a’ð
mynda ríkisstjórn, er hefði
stuðning meirihluta alþingis
að baki sér, lagði og um leið
áherzlu á nauðsyn þess, eftir
þriggja mánaða stjórnar-
kreppu, að ég hraðaði þessu
máli svo mikið, sem frekast
væri unnt. Ég svaraði því, að
enda þótt ég teldi litlar líkur
til þess að mér myndi takast
þetta, skyldi ég ekki skorast
undan því að gera tilraunina,
ef flokkur minn, sem ég
myndi ráðfæra mig vi'ð strax
á eftir, féllist á það, og myndi
ég láta forsetann vita þetta
fyrir kvöldið. Á heimleiðinni
mætti ég bifreið skammt frá
Bessastöðum og sá, að Brynj-
ólfur Bjarnason sat í henni.
Og er ég kom til Reykjavík-
ur, var Hermann Jónasson að
setjast upp í bifreið við al-
þingishúsið, einnig á leið til
Bessastaða.
Síðar fékk ég vissu um
það, að báðir þessir þing-
menn hefðu heimsótt forset-
ann þennan dag eftir þeirra
eigin ósk, án kvaðningar af
hans hálfu. Brynjólfur mun
hafa innt hann eftir því hvort
mér hefði verið falið að reyna
að mynda stjórn, og forseti
sagt svo vera, og myndi hann
Stefán Jóh. Stefánsson
láta skrifstofu sína gefa út
tilkynningu um það um kvöld
ið. Hef ég ástæðu til að ætla,
að Brynjólfur hafi lýst mik-
illi vanþóknun sinni á þess-
ari ákvörðun forsetans og
skýrt frá þeirri skoðun sinni,
sem alkunnug var, að hann
hefði, álitfð að annaðhvort
hefði átt að fela þetta Her-
manni Jónassyni, sem for-
manni stærsta „vinstri flokks
ins“, eða Kjartani Ólafssyni í
Hafnarfirði, sem fengið hafði
áskoranir kommúnista og for-
ystumanna í Framsóknar-
flokknum um að gera tilraun
til þess að mynda „vinstri
stjórn”. Mun forseti hafa
svarað því einu, að hann
hefði þegar tekið ákvarðanir
sínar og þar við sæti.
Hermann Jónasson spurði
forseta að því, hverjum hann
myndi fela áð gera nýja til-
raun til stjórnarmyndunar.
Mun forseti hafa skýrt hon-
um frá því, en Hermann ekki
beinlínis látið í ljós neina
skoðun á ákvörðun hans.
Eftir að ég kom frá forset-
anum hélt ég fund með þing-
flokki og miðstjórn Alþýðu-
flokksins; sátu þann fund 23
þingmenn og miðstjórnar-
menn. Skýrði ég þeim frá
samtalinu við forseta og bar
það undir þá, hvort þeir féll-
ust á, að ég gerði tilraun til
stjórnarmyndunar. Sögðu
þeir allir já, að vi'ðhöfðu
nafnakalli, Þar með var sú
ákvörðun tekin.
Ég hafði tekið að mér erfitt
og vandasamt verk. En ég
taldi það skyldu mína að skor
ast ekki undan því.“
Mutreiðslubók
fllice B. Toklos
• NÝLEGA kom út hjá Det
Schönbergske Forlag í Kaup-
mannahöfn matreiðslubók Alice
B. Toklas í danskri þýðingu
Annabeth og Jens Kruuse. Er
þetta bók upp á um það þrjú
hundruð blaðsíður og þar er að
finna uppskriftir og frásagnir
af lífi þeirra Alice B. Toklas og
skáldkonunnar Gertrud Stein.
Á umslagi segir m.a. „Sá dag-
ur kann að koma, að Gertrud
Stein verði minnzt fyrir það
eitt að hafa búið til lykilsetn-
ingu nútímaskáldskapar: „Rós
er rós er rós er rós . . .“ og að
hafa snætt með Alice B. Toklas.
í um það bil hólfa öld dvaldist
þessi at'hyglisverða bandaríska
kona í Frakklandi og skrifaði,
kynnti sér list, átti þátt í og
hafði áhrif á mótun nútíma-
skáldskapar — og borðaði. Vin-
kona hennar, einkaritari og
ráðskona Alice B. Toklas, borð-
aði líka. Þær áttu sameiginlega
djúpa virðingu fyrir franskri
matargerð.
I2Uov£unWní>it»
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI 10«10D
ÞORFINNUR EGILSSON,
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 14, sími 21920
Opið 2—6 e. h.
IIÖRÐUR ÓLAFSSON
hæstaréttarlögmaður
Löggiltur skjalaþýðandi og
dómtúlkur (enska).
Austurstr. 14 - Sími 10332 og
35673.
LESIÐ MIG!
Til sölu sem nýtt, hið vandaða
ameríska alfræðisafn The
American peoples cencyclo-
pædia á mjög góðu verði.
Á sama stað óskar ungur
maður með stúdentsmennítun
eftir atvinnu fyrri hluta dags
eðá ó kvöldin, flest kemur til
greina. Uppl. í síma 33091 kl.
12—13,30 og 17—20.
Fjaðrir fjaðrablöð hl'óðkútar
púströr o. fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168 Sími 24180
Atvinna óskost
Stúlka með gagnfræðapróf,
óskar eftir atvinnu við skrif-
stoustörf eða simavörziu. Til-
boð merkt: „Atvinna strax —
2585 — 218“ sendist afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 22. okt.
ÓTTARYNGVASON
héroðsdómslögmoður
M Alflutn bmgsskri fstof a
BLÖNDUHLfÐ I • SfMI 21296