Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1987 Síldarmjölssala Norð- manna gengur vel — en þá vantar nýja markaði fyrir lýsið ÞAÐ sem af er árinu hafa Norð- menn framleitt 390.000 tonn af síldarmjöli, segir í norska blaS- inu Fiskaren. Birgðimar 1. janúar voru 160.000 tonn, en til þessa hafa 515.00 tonn verið seld á þessu ári og eru óseldar birgðir því aðeins um 35.000 tonn. Af þeim 515.00 tonnum, sem þegar er búið að selja, eiga um 40.000 tonn að aÆhendast á BRIDGE TVÍMENNINGSKEPPNI Bridge- flags Reykjavíkur hófst s.l. þriðjudagskvöld með undan- keppni og verður hún þrjár um ferðir. Eftir fyrstu urnferð eru þessi pör efst: 1. Steinþór — Vilhjálmur 264 '2. Benedikt — Lárus 262 3. Stefán — Rósmundur 261 4. Laufey — Ásgerður 261 5. Hörður — Jón 250 6. Jóhann — Ólafur 249 7. Hilmar — Jako'b 246 8. Hallur — Þórir 239 9 Stefán — Eggert 238 10. Arnar — Jakob 234 Fjörutíu og átta pör taka þátt í keppninni, sem fram fer í Domus Medica við Egilsg.tu Húsið er opið fyrir áhorfendur. Þriðja umferð tvímennings- keppninnar fer fram 24. október og verður þá undankeppninni lokið. Úrslitakeppnin fer fram í nóvember og verða spilaðar 5 umferðir. Jólakeppni félagsins fer fram 13. og 19. desember. Stjórn B'ridgefélags Reykja- víkur er þanni'g skipuð: Hjalti Elíasson, form., sími 40690, Stefán J. Guðjöhnsen, varaform., sími 10811, Þorgeir Sigurðsson, gjaldk., sími 33250, Guðm. Kr. Sigurðsson, ritari, sími 21051, Ásmundur Pálsson, fjárm.ritari, sími 10121. næsta ári. Norðmenn reikna þó með að selja um 40.000 tonn af síldarmjöli tdl viðbótar á árinu, þannig að ef allt fer sem horfir munu óseldar birgðir í árslok 1967 aðeins nema um 35.000 tonnum. Hins vegar er ekki eins góða sögu að segja af síldarlýsinu segir blaðið. Fitumagn aflans úr Norðursjó, aðallega makrílsins, hefur verið svo mikið, að mun meira lýsi hefur verið unnið en tekizt hefur að selja. Hafa því safnazt miklar birgðir af óseldu síldarlýsi. Lýsið er aðallega not að til smjörlíkisframleiðslu og er það bundið við markaði og neyzlu, hversu mikið er hægt að framleiða af því. Á þessu sviði verða því Norð menn að vinna vel að öflun nýrra markaða. Rýr togaraofli KARLSEFNI landaði í Reykja vík í vikunni 83 tonnum, en annars hafa togaramir siglt. Þrír af bæj a rútger ðartögur- unum e nú á veiðum á svæð- inu frá Lónsdýpi austur við Hornafjörð og vestur fyrir Jök ul, en afli er tregur og hefur verið það síðustu tíu daga. Ingólfur Arnars°n er á leið- inni til Caixhaven með 150 tonn af blönduðum fiski, en Hall- veig Fróðadóttir landaði þar sl. þriðjudag 124 tonnum fyrir tæplega 140 þús. mörk. Einar, skipstjóri, Jóhainn og Vilhjálmur með lúðuma. Fengu 200 kg. lúðu út af Siglufirðl FYRIR nokkru fékk vb. Harald- ur Ólafsson frá Hofsósi 200 punda lúðlu úti af Siglufirði, en bátur- ipn vajr þar á handfærum. Þriggja manna áhöfin er á Har- aldi ólafssyni þeir Einar Jó- hannsson, Skipstjóri, Jóhann Ei- ríksson ög Vilhjálmur Geir- mundsaan, en þiað var han>n, sem fékk lúðuna á færið. Þeir félag- ■ar voru lengi að fást váð lúðuna, og sérstaklega gekk þeim erfið- lega að ná henini um borð. Gripú MH þéttskipaður Cat ekki tekið nemendur úr Kópavogi eins og s. I. ár í VIÐTALI við Mbi. í gær sagði rektor Menntaskólans við Hamra Míð, Guðmundur Amla/Hgsson, að skólinn væri niú þéttskipaður og hefðu verið teknir 180 nem- endur í sex bekkjadeildir 3. bekkjar, en ekki nema 160 sL ár. Þrátt fyrir þá fjölgun var ekki unnt að taka nemendur úr Kópa- vogi í skólann einfaldlega vegna þess, að nemendum hefur fjölg- að svo mikið á þeim svæðum, sem aðallega fara í Hamrahlíðar- skólann. Þangað sækja í stónum dráttum þeir nemendur, sem eiga Lárus Sveinsson Kvöldvaka Stúd- entalélags Rvíkur Um þessar mundir er Stúd- entafélag Reykjavíkur að hefja vetrarstarfsemi og verður hún með svipuðum hætti og undan- farin ár. Nú hefur verið ákveðinn al- mennur fundur um skógrækt- armál, frummælendur verða Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri og Helgi Sæmundsson form. menntamálaráðs. Fundur þessi verður haldinn 25. okt. n. k. í Sigtúni. Kvöldvökur félagsins hafa verið afar vinsælar og fjölsóttar en sú fyrsta verður nú föst idags kvöldið 20 okt. n. k. að Hótel Sögu (súlnasal). Á samkomu þessari verða ýmis skemmtiat- riði, mun þar meðal annars sjna listir sínar dansarinn Sigvaldi ásamt dansrrærinni Iben Sonne. Einnig mun koma fram á sam- komu þessari trompetleikarinn Lárus Sveinsson. Mun - lagaval hans verða fjölbreytilegt, en hljómsveit hússins mun aðstoða. Dans verður stiginn fram eftir kvöldi. Dansparið Aðgöngumiðar verða afhentir fimmtudaginn 19 okt. n. k. frá kl. 5—7 í anddyri Súlnasals, einnig við innganginn frá k’.. 7 föstudaginn 20. okt. en þá verð ur húsið opnað. heima í Hlíðunum og austan þeirra sunnan Suðurlandsbrautar og svo þeir nemendur úr Vogun- um, sem rúm var fyrir. Einar Magnússon, rektor Menntaskólans í Reykjavík, sagði, að nú vænu 10 bekkjar- deildir í 3. bekk, en 9 sl. ár. Nem endum hefði þó ekki fjölgað svo mjög vegna þess, að nú vær.u færri í hverri deild eða 20—24. Hann sagði og, að skiptingin milli skólanna væri ekki ná- kvæm, þar sem yfirleitt væri far ið eftir óskum nemenda, ef þeir óskuðu sérstaklega eftir að fara í annanhvorn skólann, en yfir- leitt færu allir þeir nemendur í Menntaskólann í Reykjavík, sem ekki kæmust í hina skólana. Gagnfræðaskóli Akraness seftur Akranesi 13. okt. 1967. Gagnfræðaskólinn á Akra- nesi var settur í Akraneskirkju þann 3. október. Séra Jón M. Guðjónsson las ritingarorð, Haukur Guðlaugsson lék á org el kirkjunnar og stjórnaði söng og skólastjórinn, Ólafur Hauk- ur Árnason flutti skólasetning arræðu. 1 skólann eru innritaðir 326 nemendur og hafa nemendur aldrei verið fleiri. Bekkjadeild ir eru 14, en fastir kennarar 15 að skólastjóra meðtöidum. Stundakennarar eru níu. þeir til þess ráðs að festa kröku *í kjaft lúðunnar, en festu síðan bómuivír í krökuna og þá gátu þeir dregið iúðuna um borð m,eð bómiluvírnum. Nýr rnssneskur sendikennnri f HAUST tekur til starfa nýr rúissneskur sendikennari við Heimspekideild Háskóla ís- lands, ungfrú A. J. Shirochens kaya. Kvöldnámiskeið í rúss- nesku verða haldin fyrir al- menning í vetur, og eru vænt anlegir nemendur beðnir að k«ma til viðtals sem hér segir: byrjendur: þriðjudag 17. okt. ki. 8,15 e.h. í II kennslustofu, framhaldsnemendur: þriðjudag 17. okt. kl. 9,15 e.h. í II. kennslu stofu. Sigurður K. * Arnason sýnir í Höfn SIGURÐUR K. Árnason, Hst- málari opnaði nýlega sýningu 1 Galerie M, Kompagnistræde 37 í Kaupmannahöfn. Á sýning- unni eru 21 abstraktmálverk og sækir listamaðurinn efnið i myndir sínar í íslenzka náttúru. Þetta er fyrsta sýning Sigurðar í Danmörku og verður hún opin til mánaðarloka. Barkeley- stúdentar mótmæla Berkeley, Oakland, 17. okt., AP—NTB. Þúsundir stúdenta söfnuðust saman við Berkeley-háskói- ann, stærsta háskóla Banda- ríkjanna, í dag til að taka þátt í fjöldamótmælaaðgerð- um við herskráningarstöðina í Oakland. Aðgerðir þessar eru hinar mestu, sem beint hefur verið gegn þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í Víetnam. Alls munu um 3.500 stúdentar hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðunum í Oakland og reyndu þeir m. a. að loka herskráningarstöð- inni þar. AHt að 300 Iögreglumenn með táragassprengjur og kylfur að vopni réðust til atlögu gegn stúd entaskaranum í Oakland og ruddu strætin umhverfis her- skráningarstöðina á nokkrum mínútum. Talið er að 18 stúd- entar hafi særzt í átökunum, nokkrir alvarlega. Kvöldið áður höfðu 5.000 stúd- entar við Berkeley safnast sam- an og bren.it herkva'ðningar- spjöld sín í mótmælaskyni við aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam-stríðinu. OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Nýja bíó. MODESTV BLAISE MARGIR hafa orðið til að stæla stíl Ian Fleming í riti, en enn fieiri hafa þó orðið tál þess að stæla kvikmyndir, sem gerð- ar hafa verið eftir sögum hans. Enda líður varia sú vika, að ekki sé auglýst tovikmynd í James Bond stii Meginhlutinn af öllum þessum stælingum hief ur verið lélegur, en þó til und- antekningar, svo sem „Maðurinn frá Istanbul" og fiedri. Bókin Modesty Blaise er ekki bein stæling, en þó greinileg af- leiðing bókanna um James Bond. Ef hún hefði verið skrifuð á undan þeim, hefði hún verið beinlínis fáránleg. Það sem ein- kennir Bond og afkomendur, er mikill og glæsilegur ytri búr.að- ur, í húsum, fötuim og bílum. Einnig mikil notkun alls kyns óvenjulegs útibúnaðar og tækja, sérlega raftækja. Höfundur Modety Blaise hef- ur fundið upp á því snjallræði, að hafa aðalhetjuna kvenmann, í stað hinna venjulegu karl- manna. Hann veitir síðan konu þessard óvenjuiega fegurð, veru liega glæpahneigð. snilli í mieð- ferð vopna, mikla kunnáttu í bardögum o.s.frv. Stúlku þessa leikur Monica Vitti af hæfilegu skopskyni. Aðstoðarmaður hennar er Terence Stamp, einn af mörg- um góðum, ungum enskum leik urum, sem lítur út eins og hann sé nýlega sloppmn úr fangelsi eða rétt ófarinn þangað. Gerir þó hiutverkinu góð skil. Dirk Bogarde leikur glæpa- foringjann Gabriel, sem er kunn ur að snilli, en hefur þó oft orðið að láta í minni pokann fyrir Modesty Blaise. Eins og aðrar myndir í svo- kölluðum James Bond stíl, er þessi mynd gjörsneydd alvöru og oft létt og fyndin. Ekki er ráðlegt fyrir fóik að sjá hana, sem leitar djúprar kenningar, raunsæis eða aivóruþunga, en ekki er myndin verri fyrir það. í dóm um aðra kvikmynd, 1 vikuritinu Time, sem út kom síðasta fiimmtudag, er minnzt á Modiesty Blaise. Segir að sú mynd sé „,the homosexiest since Modiesty Blaise.“ Dæmi: Dirk Bogarde kemur siglaradi að eyjunni sinni i Mið- jarðarhafinu á rauðum og hvít- um seglbát með bleik segl, geng ur í land í hvítum fötum, með ljósfjólubláa sólhlíf, upp á sval ir með gulu og bleiku gólfi. Það má vera að þessi sena og margar fleiri likar gleðd augu einhverra, en hætt er við að þeir séu flieiri, sem finnst þetta .nokkuð mikið. Verður ekki ann að sagt, en að Time hafi rétt fyrir sér um þessa mynd. Þrátt fyrir þetta er myndin skemmtileg og margt annað, sem vegur upp á móti þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.