Morgunblaðið - 19.10.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 19.10.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967 17 því sem er æðsta hugsjón hins virðulega formanns Framsókn- arflokksins, að stjórnin fari frá. Það skiptir meginmáli að við kunnum að bregðast við mesta efnahagsvanda, sem steðjað hef- ur að þjóðinni síðan 1931. Ef það tekst með samkomulagi opnar það leið til margs konar anna.s samsiarfs í þjóðfélaginu. Síðan var umræðum lokið en atkvæ'ðagreiðslu frestað þar til í dag. - RÍKISSJÓÐUR Framhald af bls. 2 þegar þörf er innlausnar að hluta bréfaeignar. Eigandi á hins vegar val á því, að hailda bréf- unum allan lánstímann, og njóta þar með fullra vaxta og verð- tryggingar allt tíimabilið. 3. Vaxtakjör. Vextir og vaxtavextir leggj- ast við höfuðstól skírteina, þar til innlausn fer fram. Tvöfald- ast höfuðstóll þeirra á 12 árum, en það þýðir 6% meðalvexti allt lánstímabilið. Ofan á innlausnar fjárhæð skírteinis, sem er höfuð stóll, vextir og vaxtavextir, bæit ast fullar verðbætur skv. vísi- tölu byggingarkostnaðar. 4. SkattfneWi. Spariskíreini njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við bank-a og sparisjóði og eru þannig undanþegin öllum tekju- og eignarsköttum og tekju og eignaútsvari, svo og framtals- skyldu. 5. Bréfastærðir. Þær eru hentugar. Yfirleitt 500, 1000 og 10.000. Nú eru til sölu sérstök gjafaskírteini, 500 krónur, í fallegum umbúðum, sem henta til tækifærisgjafa til barna og unglinga. Astæða er til að benda stjórn- endum sjóða og félaga sérstak- lega á það- að spariskírteini rík- issjóðs henta þeim mjög vel til ávöxtunar á slíkum sjóðum. Sala spariskírteinanna fer fram við banka, sparisjóði, hjá nokkrum verðbréfasölum og hjá Seðlabankanum, Ingólfshvoli, I Hafnarstræti 14. Innlausn þeirra ! á sínum tíma verður hjá Seðla- bankanum og hjá bönkum og sparisjóðum. Skírteini eru gefin út til hand hafa í því sambandi ber þess að geta, að eigendur, gegn fram- lagningu kaupnótu og skírteina, geta fengið þau skráð á sín nöfn hjá Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu og innheimtu hvers konar verðbréfa, þ.m.t. spari- skírteina, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. Útboðsskilmálar verða einnig póstlagðir til þeirra, sem þess óska, ef hringt er í síma 20.500, innanhússsími nr. 53. Sérstök upplýsingaþjónusta um spariskírteinin verður látin i té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viðtals í bankahúsinu, Austur- stræti 11, 3. hæð á afgreiðslu- tímum, sími 16312“. 35,4% verðbót frá nóvember '64 - ALÞINGI Framhald af bls. 12 frá 1962—1965 væri um 50% meiri en á fjögurra ára tímabil- inu frá 1956—1959, og væri þá miðað við sambærilegt verðlag bæði tímabilin. Fjármuna- myndun í vélum og tækjum í landbúnaði væri hér um bil 100% hærri seinna tímabilið, í fiski- skipum 55% hærri, í iðnaðar- vélum 38% hærri og í flokkn- um, ýmsar vélar og tæki, þar á meðal vinnuvéiar, 62% hærri. Fjármunamyndun í fiskiskipum, véium og tækjum í landbúnaði og iðnaði, flutningaskipum, flug vélurn, bifreiðum ti'l atvinnu- reksturs og rafvirkjunum og rafveitum hefði aldrei verið meiri en undanfarin ár. Ef bor- in væru saman árin 1964, 1965 og 1966 og miðað við verðlag ársins 1965, væru niðuirstöðurn- ar þær, að fjármunamyndun á þessum sviðum árdð 1964 hefði verið 1.994 miilj. kr., árið 1965 væri hún 1.660 millj. kr., og ár- ið 1966 væri hún 2.000 milljónir kr. Væri því um að ræða þrisv- ar sinnum 2000 millj. kr. upp- hæðir. (Gjaldeyrisvarasjóðinn, Fiskiskipastólinn og fjármuna- myndun í vélum og tækjum). Ó- trúlegt væri að sú „endurskoð- un“, sem Framsóknarflokkur- inn vildi á þessu sviði mundi leiða til nokkurrar hækkunar. í lok ræðu sinnar vék ráð- herra nokkuð að efnahagsmála- stefnu vinstri stjórnarinna<r og þeirra manna er harðast deildu á fyrirhugaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Hefðu aðgerðir vinstri stjórn- arinnar byrjað á festingu verð- lags og kaupgjalds 1956. Síðan hefði verið lagt fram fjárlaga- frumvarp með miklum greiðslu. halla. í des. 1956 hefði sú ríkis- stjórn svo komið með efnahags- aðgerðir sinar sem lögðu fólki á herðar 238 millj. króna álag, sem mundi samsvara til 1100 millj. kr. nú. Ætlunin hefði ver ið að finna varanlega lausn vandans, en árið 1957 hefði liðið án þess að á þeim bólaði. Síð- an hefði Eysteinn Jónsson lagt fram fjárlagafrumvarpið 1958 með stórkostlegum greiðslu- halla, á þeim forsendum, að ríkisstjórninni hefði ekki gefizt tækifæri til þess að ræða við þingmenn flokka sinna á því 15 mánaða tímabili, sem stjórn- in var búin að starfa. Síðan hefðu komið fram tilraunir til að leyisa úr vandanum í maí 1958, og hefði þá verið gert ráð fyrir a.m.k. 430 millj. kr. álög- um er mundu svara til 1280 millj. nú. Samtais hefðu því á- lögur vinstri st.jórnarinnar num ið 2400 millj. kr. En það hefði fylgt með, að þetta dygði ekki til, enda hefði það komið á dag inn að sú ríkisstjórn hefði orð- ið að gefast upp þar sem eng- in úrræði, né samkomulag inn- an hennar hefðu orðið um lausn efnahagsmálar.na. Ráðherrann lauk rnáli sínu á því, að enda þótt nú blési erfið- lega í bili, æítum við þó að geta gert okkur vonir um að úr rættist, bæði varðandi verðlag á útflutningsafurðum og önnur atriði. Við værum undir það búnir að mæta nokkrum örðug- leikum, framleiðslugeta atvinnu veganna væri mikil og að öðru Ieyti skilyrði fyrir hendi til þess að almenn veimegun gæti hald- ið áfram að vaxa í framtíð- inni, ef rétt væri á haldið. Lúðvík Jósefsson (K) tók næst ur til máls og sagði, að óþarfi væri að gera meira úr efnahags- erfiðleikunum nú heldur en efni stæðu til. Gi einilegt væri að méð frumvarpi sínu um efna- hagsaðgerðir gerði ríkisstjórnin ekki ráð fyrir að einn eyrir rynni til þeirra atvinnuvega sem nú ættu í erfiðleikum og hefðu orðið fyrir áfalli vegna verð- falls á heimsmarkaðinum. Því færi fjarri nú þegar að þrengdi að ríkissjóður tæki á sig nein útgiöld, drægi úr óstjórnlegri eyðslu sinni, heldur ætti allt álagið að koma á þá lægst laun- Uðu, sem þegar hefðu tekið á sig umtalsverðar byrðar sökum minnkaðrar atvinnu. Heildarút- gjöld ríkissjóðs væru nú áætl- uð yfir 6 milljarðar kr., og ætti að vera hægt að draga úr þeim útgjöldum ef vilji væri fyrir hendi, þótt ekki væri á sviði brýnustu nauðsynjamála, svo sem skólamála og almannatrygg inga. Alþýðubandalagið hefði á undanförnum árum flutt tillög- ur um slíkan sparnað við af- greiðslu fjárlaga, en á þær hefði ekki verið hlustað. Þegar til kæmi álögur sem þessar væri eðlilegt að kannað væri hvernig ástatt væri hjá hinum ýmsu þegnum þjóðfélagsins og byrð- unum yrði síðan dreift réttlát- lega niður. Um ekkert slíkt væri að ræða núna. Skúli Guðmundsson (F): Hús- mæðrum brá í brún morgun einn fyrir skömmu, þegar mjólk- in hækkaði vegna þess, áð ríkis- stjórnin felldi niður niðurgreiðsl ur. En það eru fleiri drykkjar- búðir reknar hér í borg en mjólk urbúðir. Hið opinbera rekur vín- búðir og greiðir niður vín — en aðeins fyrir fáa útvalda, ráð- herra og þingíorseta. Það hefur ekki heyrzt að þessar niður- greiðslur hafi verið lækkaðar eða felldar niður. Vínverðið hefur nú verið hækkað til þess að afla aukinna tekna í ríkissjóð, en séu reglur óbreyttar um vínkaup ráðherr- og forseta munu niðurgreiðslur á víni vegna þeirra auknar, svo að fyrirmennin fái ekki skell. Þáð hafa oftsinnis verið fluttar tillögur hér á Alþingi um af- nám þessara fríðinda, en þing- menn hafa staðið vörð um stjórn arherrana og staupin þeirra. Myndin, sem við blasir er þessi: Það er dregið úr niður- greiðslum á mjólk, svo menn verða að borga meira fyrir hana. Á sama tíma fá fyrirmenn áfengi niðurgreitt og sennilega er nú verið að auka þær niðurgreiðsl- uv. Væri ekki réttara áð gefa ráð herrum og forsetum lýsi en áfengi. Störf þessara manna eru erfið og þeir hafa þörf fyrir góða hressingu á morgnana. Þeir I hefðu gott af einum lýisissopa í stað víns. Það er talað um verð- fall á lýsi. Þess vegna ætti ekki að vera tilfinnanlegur útgjalda- liður fyrir ríkissjóð að gefa ráð- herrum og forsetum lýsissopa. Þetta mundi bæta heilsu ráð- herra og forseta og bæta hag ríkissjóðs. Ég legg til að þing- nefndin, sem fær þetta mál til meðferðar íhugi þetta. Magnús Kjartansson (K), ítrek aði fyrri ummæli sín þess efnis að forsætisráðherra hefði brotið júnísamkomulagið og sagði að Eðvarð Sigurðsson hefði staðfest það. Það er áðeins eitt atriði í júnísamkomulaginu, sem er samningsbundið, sagði ræðumað ur, og það er vísitölutrygging launa. Þá vék ræðumaður að Hag- ráði og sagði að sú stofnun hefði átt að ræða efnahagsvandamálin en Hagrá'ð hefði ekki verið kvatt saman til fundar svo mánuðum skipti þrátt fyrir áskoranir manna, sem þar ættu sæti. Það er einmitt hinn rétti vettvangur fyrir samráð um efnahagsvand- ann svo að tilboð um samráð nú er síðborið. Ræðumaður beindi þeirri fyr- irspurn til Alþýðuflokksins, hvort rétt væru ummæli við- skiptamálaráðherra um það að mi'ðstjórn Alþýðuflokksins hefði samþykkt tillögurnar einróma og vitnaði til afstöðu eins mið- stjórnarmanns, Jóns Sigurðsson- ar. Loks ræddi þingmaðurinn um nýju vísitöluna og starfsemi skattrannsóknardeildar. Eysteinn Jónsson (F), sagði að dómsmálaráðherra hefði flutt óvandaða ræðu, þar sem hann hefði eignað sér ummæli, sem ekki væru sín og kvaðst þing- maðurinn ekki kunna við slíkt. Hann kváðst hafa vitnað í tíma- rit iðnaðarmanna um lánamál Bílasmiðjunnar og aðstöðu skipa smíðanna og í orð forstöðumanns Iðnaðarmálástofnunarinnar um stöðlun, sem hefði gengið treg- lega vegna þess að verkfræð- ingar fengjust ekki til starfa á launakjörum rikisins. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, kvaðst vilja upplýsa vegna fyrirspurnar Magnúsar Kjartans sonar, að efnahagsaðgerðirnar hefðu verið lagðar fyrir og rædd ar í miðstjórn Alþýðuflokksins. Að umræðum loknum hefði ver- ið samþykkt án mótmæla að fela ráðherrum Alþýðuflokksins meðferð málsins á þeim grund- velli, sem fram kæmi í tillögum ríkisstjórnarinnar. Þetta þýðir ekki sagði ráðherrann, að allir miðstjórnarmenn hafi verið ánægðir með tillögurnar, en þeir gerðu sér grein fyrir vanda- málinu og að eitthvað þyrfti að gera til þess að ná endum saman. Það getur vel verið að Jón Sigurðsson hafi lýst óánægju sinni með þessar tillög- ur og það eru sjálfsagt margir sömu skoðunar en þeir hafa ekki komið auga á aðra leið. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði, áð óumdeilan- legt væri, að lífskjör almennings á íslandi hefðu batnað um a. m. k. þriðjung og í mörgum til- fellum nær helming á síðustu árum. Ef menn miða verðlag nú við það sem var í upphafi stjórn artímabilsins verður líka að líta á koslnaðarhækkanir atvinnu- veganna vegna lífskjarabylting- ar almennings. Magnús Kjartansson virtist í ræðu sinni sár vegna ummæla minna í gær. Það minnti mig á sögu um bónda, sem kærði til yfirvalda. Hann kvaðst hafa verið með hund sinn í haga. Maður hefði komið þar að og sagt: „Skjótið hundinn", „og átti við mig“, sagði bóndinn. Það gleður mig, sagði Bjarni Benediktsson, að Magnús Kjart- ansson skuli skilja sína skömm. Þingmaðurinn vitnaði í ummæli Eðvarðs Sigurðssonar um júní- samkomulagið, en þau stað- festa einmitt það, sem ég sagði um það samkomulag og hann kvaðst muna eftir mínum fyrirvörum, um að verðtrygging in væri einungis skuldbindandi samningstimabilið. Eðvarð Sigurðsson færði rök að því, að verkalýðshreyfingin hefði sami'ð með öðrum hætti, ef verðtrygging hefði ekki verið fyrir hendi. Þetta er vitanlega rétt, að svo miklu leyti, sem samningar eru fyrir hendi. En frá því í okt. 1966 eru lang- flestir samningar lausir. Sum- arið 1966 fengust verkalýðsfél- ögin ekki til að semja til lengri tíma en til 1. október 1966. Þau fengu þá grunnkaupshækkun, sem ríkisstjórnin var ekki aðili að og aðvaraði raunar gegn gerð þeirra samninga. Við töldum þá ekki hyggilega, en aðrir töldu rétt að semja á þennan veg. Hvernig er hægt áð tala um samningsrof, þegar aðili hefur lýst því yfir, að skul'dbinding sín standi um eins árs skeið og eftir að allir aðrir eru með lausa samn inga? Það er rétt, að verkalýðshreyf ingin getur notað frelsi sitt til þess að ná öðrum hlunnindum á móti verðtryggingunni, ef hún telur efni standa til þess. Það á ekki skv. þessu frv. að binda samningsrétt verkalýðsfélag- anna. Þau geta knúfð fram kaup- hækkanir, ef þau hafa mátt til þess og telja það rétt. En það er mjög mikilsvert að reynt verði að ná sarpkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þessi mál. Og það var einmitt eftirtektarvert við ræðu Eðvarð Sigurðssonar, sem var gjörólík ræðum annarra stjórnarandstæð- inga, að hann ekki aðeins stað- festi að ég hefði rétt fyrir mér í deilunni við Magnús Kjartans- son heldur lýsti hann því einnig yfir, að hann teldi rétt að reyna samninga milli verkalýðsfélag- anna og ríkisstjórnarinnar. Þetta er það þýðingarmesta, sem fram hefur komið hjá stjórnarand- stæðingum. Hann lýsti því einn- ig yfir, að við mikla erfiðleika væri að etja, sem hann vildi ekki gera lítið úr. Og hann sa^ði ennfremur, að mestu skipti, að koma í veg fyrir atvinnuleysi, en það er einmitt það sem við höfuin sagt og þessar tillögur eru forsenda þess, að það megi takast. Aðalatriðið er, að menn festi sig ekki í gömlum deilum eða MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér upplýsinga um spariskír- teinaútgáfur ríkissjóðs, sem hóf- ust í nóvember 1964. Útgáfurnar eru 6 talsins, en nú bætist sú sjö- unda við. Hér verður getið hverr ar útgáfu fyrir sig: 1. Verðtryggð spariskírteini útgefin í nóvember 1964. Bréfin voru gefin út af Gunn- ari Thoroddsen, fjármálaráð- berra. Seldar voru 75 milljónir króna. Hámankslánstími skír- teina er til 20. janúar 1975, en þau eru innleysanleg hvenær sem er, eftir 20. janúar 1968. Vextir eru 6% p. a. fyrstu fimm árin, en meðaltalsvexitir allan lánstímann 7,2%. Þegar skírtein- in voru giefin út var visitala bygg ingarkostnaðar 220 stig. Vísitalan með gildistíma 1. nóv. 1966 til 31. okt. 1967 er 298 stig. Hækkunin er 35,4% og er það sú verðbót, sem leggst á höfuðstól «g vexti. 2. Verðtryggð spariskírteini útgefin í maí 1965. Bréfin voru gefin út af Gunn- ari Thoroddsen, fjármálaráð- herna. Seldar voru 47 milljónir króna. Hámarkslánstími skír- teina er til 10. september 1977, en þau eru innleysanlag hvenær sem er eftir 10. september 1968. Vextir eru 5% p. a. fyrstu fjögur árin, en meðaltalsvextir allan lánstímann enu 6%. Þegar skír- teinin voru gefin út var vísitala byggingarkostnaðar 237 stig. Vísi talan m'eð gildistíma 1. nóv. 1966 til 31. obt. 1967 er 298 stig. — Hækkunin er 25,74% og er það sú verðuppbót, sem leggst á höf- uðstói og vexti. 3. Verðtryggð spariskírteini útgefin í nóvember 1965 — 2. flokkur. Bréfin voru gefin út af Magn- úsi Jónssyni, fjármálaráðherra. Seldar voru 28 milljónir króna. Hámarkslánstími skírteina er til 20. janúar 1969. Vextir eru 5% leysanleg hvenær sem er. eftir 20. janúar 1969. Vextiir eru 5% p. a. fyrstiu fjögur árin, en meðal talsvextir allan lánstímann 6%. Þegar skírteinin voru gefin út var vísitala byggingarkostnaðar 267 stiig. Vísitalan með gildis- tíma 1. nóv. 1966 til 31. okt. 1967 er 298 stig. Hækkunin er 11,61% og er það s verðbót, sem leggst á höfuðstól og vexti. 4. Verðtryggð spariskirteini útgefin í maí 1966 —: 1. fl. Bréfin voru gefin út af Magn- úsi Jónssyni, fjármálaráðherra. Seldar voru 50 milljónir króna. Hámarkslánstími skírteina er til 20. sept. 1978, en þau eru inn- leysanleg hvenær sem er, eftir 20. sept. 1969. Vextir eru 5% fyrstu fjögur árin, en meðaltals- vextir allar. lánstímann 6%. Þeg ar skírteinin vonu gefin út var vísitala byggingarkostnaðar 281 stig. Vísitalan með gildistíma 1. nóv. 1966 til 31. okt. 1967 er 298 stig. Hækkunin er 6,05% og er það sú verðbót. sem leggst á höf- uðstó] og vexti. 5. Verðtryggð spariskírteini útgefin í september 1966 — 2. flokkur. Bréfin voru gefin út af Magn- úsi Jónssyni, fjármálaráðherra. Seldar voru 50 milljónir króna. Hámarkslánstími skírteina er til 15. janúar 1979, en þau eru inn- leysanleg hvenær sem er, eftir 15. janúar 1970. Vextir eru 5% fyrstu fjögur árin, en meðaltals- vextir allan lánstímann 6%. Þeg- ar skírteinin voru gefin út var vísitala byggingarkostnaðar 293 stig. Vísital'an með gildistíma 1. nóv. 1966 til 31. okt. 1967 er 298 stig. Hækkunin er 1,7% og er það sú verðbót, sem leggst á höfuð- stól og vexti. 6. Verðtryggð spariskírteini útgefin í apríl 1967 — 1. fl. Bréfin voru gefin út af Magn- úsi Jónssyni, fjármálaráðherra. Seldar voru 50 milljónir króna. Hámarkslánstími skírteina er til 15. september 1979, en þau eru innleysanleg hvenær sem er, eft- ir 15. sept. 1970. Vextir eru 5% fyrstu árin. en meðaltalsvextir allan lánstímann eru 6%. Þegar skírteinin voru gefin út var vísi- tala byggingarkostnaðar 298 stig. Vísitalan með gildistíma 1. nóv. 1966 til 31. okt. 1967 er 298 stig, og er því engin verðbót, sem leggst við höfiuðstól og vexti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.