Morgunblaðið - 13.12.1967, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967
Vetrarhjálpin í
Hafnarfirði
— tekin til starfa
VETRARHJALPIN í Hafnarfirði
sem starfar á vegum safnaðanna
í bænum, er að hefja starfsemi
sína að þessu sinni.
Þe‘ta er 29. starfsárið, en sl. ár
var úthlutað samtals 160 þúsund
krónum í 119 staði. Það var
mesta úthlutun Vetrarhjálparinn
ar til þess tíma.
Skátar hafa jafnan aðstoðað
Vetrarhjálpina með fjársöfnun
og i fyrra söfnuðu þeir 5.800
krónum og er það mesta fjár-
söfnun þeirra frá upphafi.
Framlag bæjarsjó'ðs Hafnar-
fjarðar var 50 þúsund krónur, en
annað barst nefndinni beint frá
einstaklingum og fyrirtækjum.
Reksturskostnaður Vetrarhjálp
arinnar er enginn og hefur aldrei
verið.
1 fyrra safnaðist ennfremur all
mikill fatnaður og sá Mæðra-
styrksnefndin í Hafnarfirði um
úthlutun á honum.
Skátar munu fara um Hafnar-
fjörð næstu kvöld til söfnunar
fyrir Vetrarhjálpina og munu
þeir einnig taka á móti loforðum
um fatagjafir. Einnig taka nefnd
armenn á móti fjárframlögum,
en þeir eru séra Garðar Þorsteins
son, formaður, séra Bragi Bene-
diktsson, Fríkirkjuprestur, Guð-
jón Magnússon, skósmíðameist-
ari, Stefán Sigurðsson, kaupmað
ur og Þórður Þórðarson, fram-
færslufulltrúi.
Nefndin óskar eftir að heim-
sóknir og ábendingar um styrk-
veitingar berist henni eigi síðar
en 18. desember.
Lifðu lífinu lifandi
Leiðavísír um hamingjuleit
FYRIR nokkrum árum kom út
hér á landi bókin „Vörðuð leið
til líísha,mingiu“ eftir Norman
Vincent Peale. Hafði sú bók vak-
ið heimsathygli. Baldvin Þ.
Kristjánsson þýddi bókina á ís-
lenzku og má segja að henni
hafi verið mjög vel tekið hér á
landi. Nú hefur Baldvin Þ. Kristj
ánson þýtt aðra bók eftir sama
höfund. Er hún nýlega komin út
hjá bókaútgáfunni „Lindin".
Ber hún titilinn: „Lifðu lífinu
lifandi."
Bækur Norman Vincent Pe-
ale hafa fengið mjög góða dóma
viða um heim og eru taldax fela
í sér mikla lífsspeki og marg-
vislegar leiðbeiningar uim,
hvernig unnt sé að öðlast sanna
lífshamingju og lifa innihalds-
ríku og jákvæðu lífi.
Baldvin Þ. Kristjánsson
Varðarfélagar
NÚ eru aðein þrir dagar þangað
til dregið verður í happdrætti
Sjálfstæðisflokksins, og eru því
Varðarfélagar beðnir um að
gera skil sem allra fyrst. Skrif-
sbofa happdrættisins er í Sjálf-
stæðishúsin-u við AusturvöU.
Bókaútgáfan Æ.S.K. í Hólastifti
„Sólrún og sonur vitavaröarins"
- eftir sr. Jón Kr. ísfeld.
Hljómplatan ,,Jólavaka" að koma út
Akureyri, 10. desember.
BÓKAÚTGÁFA ÆSK í Hóla-
stifti sendir nú frá sér fjórðu
bókina, sem hún kefur út, að
þessu sinni „Sólrún og sonur
vitavarðarins“ eftir sr. Jón Kr.
ísæeld á Bólstað. Sagan er ætluð
12 — 16 ára unglingum og er
algerlega sjálfstæð saga, þótt
hún sé framhald sögunnar „Son-
ur vitavarðarins“, sem út kom
fyrir 2 árum og seldist upp á
skömmum tíma. Bókin er 140 bls.
að stærð, með myndum eftir
Balthazar, en mynd á titilsíðu
gerði sr. Bolli Gústavsson. Prent
smiðja Björns Jónsson h/f, Akur
eyri, prentaði bókina. — Aðrar
útgáfubækur ÆSK eru Bítlar
eða bláklukkur eftir Jennu og
Hreiðar, 1966, og Unga kirkjan,
söngbók til notkunar í kirkjum
og í kristilegum æskulýðsfélög-
uon, sem út kom fyrr á þessu
hausti. Af Bítlum eða bláklukk-
um eru nú aðeins fáein eintök
óseld í bókabúðum
Þá er um þessar mundir að,
koma út hljómplatan „Jólavaka"
á vegum ÆSK í Hólastifti og
Fálkans h/f í Reykjavík. Birgir
Helgason söngkennari, stjórnaði
upptökunni, sem fram fór í
Akureyrarkirkju. Börn á Akur-
eyri syngja jólasálma og jólalög,
og^ Elsa Friðrikka Eðvarðsdóttir
(12 ára) les jólaguðspjallið
(Lúkas 2, —4). Meðal laganna,
sem börnin syngja, er „Kom
blíða tíð“ eftir Birgi Helgason,
sem nú beyrist í fyrsta sinn, og
gamalt íslenzkt sálmalag, „Þá
hátíð fer að höndum ein“ í út-
setningu Sigursveins D. Krist-
inssonar. Þá hefir Birgir samið
undirleik fyrir orgel við fram-
sögn jólaguðspjallsins.
Platan er gerð eftir þýzkri
fyrirmynd og er gefin út í þeim
tilgangi að stuðla að helgistund-
um á heimilum um jólahátíðina.
Á kápu er mynd af syngjandi
börnum við orgelið í Akureyrar-
kirkju. — Sv. P.
Lítið að frétta
af hverasvæðinu
LÍKLEGT er að hverasvæðið við
Reykjanesvita sé mjög svipað,
sagði Jón Jónsson, jarðfræðing-
ur, í viðtali við Mbl. í gær. Jón
kvaðst ekki hafa farið suður á
svæðið nýlega, en vera á förum
þangað næstu daga.
Hið virka svæði hafði flutzt
Sr. Jón Kr. ísfeld-og tveir félagar i Æskulýðsfélagi Akur-
eyrarkirkju skoða nýútkomna bók frá Bókaútgáfu ÆSK í
Hólastifti.
Sláturfélagið opnar nýja kjðrbúð
— þá stærstu sem til er í Rvík
SLÁTURFÉLAG Suðurlands opn
aði nýja kjörbúð að Háaleitis-
braut 68 í Reykjavík í gær, og
leysir hún af hólmi aðra minni
verzlun, sem félagið hefur rekið
þar síðan 1965. Að Háaleitis-
braut 68 er að rísa fullkomin
verziunarmiðstöð. Þar er þegar
auk kjörbúðar SS, fullkomið bak
arí, vefnaðarvörubúð, og síðar
opna þar apótek, mjólkurbúð.
blómabúð .gjafabúð og fleiri fyrir
tæki.
í Háaleitishverfi og nágranna-
hverfunum býr stcr hluti íbúa
Reykjavíkur, þessi hverfi eru
tiltölulega ný o~ til skamms
tíma hefur vantað hér um slóðir
fullkomnar verzlanir og þjón-
ustufyrirtæki fyrir íbúana. Heí-
ur þetta að sjálfsögðu verið til
óþæginda fyrir íbúana og til
tjóns fyrir framlt'ðendur, sem
þurfa að koma vörum sínum á
markað. Það er því fagnaðar-
efni báðum aðilum, að risin er
fyrri áfangi viðskiptamiðstöðvar,
sem skipulag bæjarins hefur gert
ráð fyrir á þessum stað. í þeim
hluta. sem er eign S.S., mun fé-
lagið leggja kapp á að starfrækja
framvegis með glæsibrag full-
komna kjörbúð sem áreiðanlega
er stærsta kjörbúð bæjarins og
sennilega fullkomnasta kjörbúð
landsins. Fleiri verzlanir og þjón
ustufyrirtæki ýmissa aðila munu
síðar bætast við í þetta hús og
í þann áfanga, sem síðar verður
byggður á þessari lóð. Þegar er
starfandi í húsinu hið fullkomn-
asta bakari vefnaðarvörubúð er
að taka til starfa, síðar opna
apótek. mjólkurbúð, blóma- og
gjafavörubúð, o.m.fl. fyrirtæki.
Það hafa margir lagt hönd að
byggingu viðskiptamiðstöðvar-
nnar. Arkitektar Teiknistofunnar
Ármúla 3, Gísli Halldórsson, Jós-
ef Reynis og Ólafur Júlíusson,
hafa gert teikningar að.þessari
verzlunarmiðstöð, múrarameist-
ari hefur verið Hallgrímur
Magnússon, trésmíðameistari
Arnljótur Guðmundsson. pípu-
lagningameistari Kristinn Auð-
unsson, rafvirkjameistarar Gunn
laugur Óskarsson og Guðni Helga
son, dúklagningameistari Stefán
Jónsson, málarameistari Ingvi
Jóhannsson. Kælikerfi hefur
Gísli Ágústsson annast, talkerfi
og hátalarakerfi firmað Vélar og
Viðtæki, rafmagnsteikningar hef-
ur Jóhann Indriðason gert og
lofthitakerfi er skipulagt af
Kristjáni Flygenring. lofthita-
kerfið byggt með yfirþrýstingi
og mun það stuðla að meira
hreinlæti og halda burtu ryki.
Blikksmiðjan Skeifunni 3 setti
upp lofthitunina. í verzluninni
er Schindlerlyfta, sett upp af
Björgvin Kristóferssyni og starfs
mönnum hans. Flest kæliborð-
in eru frá sænsku Levin-verk-
smiðjunum, innréttingar sáu um
Ingólfur Pálsson og Jónas Magn
ússon, en söluhillur og borð í
verzluninni eru frá brezka fyrir
tækinu Beanstalk L.t.d., Chi-
dhester. Hin fljótvirku kassa-
borð við útgang úr verzluninni
eru framleidd af bandaríska
fyrirtækinu Spee-dee Checkout
Systems, Inc.
í hinni nýju kjörbúð eru ýms-
ar nýjungar í verzlunarrekstri.
Innkaupavenjur borgarbúa hafa
breytzt mikið á seinni árum.
Virðast óskir viðskiptamanna
hníga í þá átt, að verzlunar-
rekstri sé þannig komið fyrir. að
unnt sé að kaupa sem mest í
einu og komast þannig af með
færri innkaupaferðir. Vegna
þessa hefu verið lögð áherzla á
að hafa verzlunina rúmgóða,
breiða ganga svo að unnt sé að
gea mikil vöruinnkaup í einu á
þægilegan hátt. Aðaláherzlan
mun verða lögð á fjölbreytt úr-
val kjöts og kjötvara og einnig
verða á boðstólum margar vöru-
tegundir í stórum einingum á
hagkvæmara verði en þegar
minna er keypt í einu.
í ræðu, sem forstjóri S.S., Jón
H. Bergs, hélt, þegar verzlunin
Framhald á bls. 12
nokkuð norðar, er Jón hafði síð-
ast fréttir af því. Höfðu þá kom-
ið upp leirpyttir og hvæsandi
hverir, þar sem áður var aðeins
velgja í jörðu.
Athugosemd
Mbl. hefur borizt eftirfarandi:
„Ein af fyrirsögnum Morgun-
blaðsins — nánar tiltekið 10. þ.m.
má lesa eftirfarandi á blaðsíðu
31.
,,Nefnd kannar mjólkurum-
búðarmálið.
Skipuð hefur verið nefnd, sem
í eiga sæti fulFrúar úr flestum
ráðuneytum, til að kanna svo-
nefnd mjólkurumbúðarmál“.
Svo mörg eru þau orð. En
Morgunblaðið gleymir aðalatrið-
inu, sem er, að í nefndinni er
enginn fulltrúi frá heilbrigðis-
málaráðuneytinu, frá því ráðu-
neyti, sem hefur þó með þessi
mál að gera. eða frá þeim stofn-
unum ,sem vinna á þess vegum
í mjólkur og matvælaeftirliti
landsins. Þar má til nefna land-
læknisembættið, héraðslækna,
heilbrigðisnefndir og mjólkur-
eftirlit ríkisins.
Þegar undirritaður byrjaði að
starfa í mjólkurmálum landsins
fyrir ca. 21. ári, þá voru vöru-
gæðin aðalatriðið en ekki um-
búðirnar. Nú er hins vegar svo
komið hjá „sumum“. að gæði
vörunnar er aukaatriði, en um-
búðirnar aðalatriðið.
Rétt er að geta þess, að um-
rædd grein í Morgunblaðinu er
ófeðruð.
Eg óska öllum landsmönnum
árs og friðar á komandi ári.
Reykjavík 11. des. »1967.
Kári Guðmundsson“.
Aths.:
Hér var um að ræða venju-
lega frétt og því ekki rætt uan
annað en staðreyndir málsins.
Það er því út í hött að Mbl. hafi
„gleymt aðalatriðinu". Um fað-
erni fréttarinnar má taka frarn.
að það þolir hvaða blóðprufu
sem er.
ritstj.
Stjórn og forstjóri SS, ásamt verzlunarstjóra nýju verzlunarinnar. Frá v.: Iielgi Haraidsson,
Pétur Ottesen, Jón Bergs, forstjóri, Sigurður Tómasson, Siggeir Lárusson, Gísli Andrésson
og Guðjón Guðjónsson, verzlunarstjóri.