Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 5
MORGUN3LAÐIÐ, MIÐVIK.UDAGUR 13. DES. 1967 Blindum gefin blindraúr NÝLEGA aíhenti Magnús E. Balvinsson úrsmiður og kona hans Unnur Benediktsclóttir Blindrafélaginu að gjöf 20 vönd- uð armibandsúr í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli úra og skartgripaverzlunar Magnúsar, en í dag eru tuttugu ár siðan hún tók til starfa. hessi úr voru eftir beiðni Magnúsar sérstaklega framleidd fyrir blint fólk og eru þau með upphleyptum púnktum á kífun- um auk tölustafa, sem gera blindum kleift að lesa á úrm. Að auki eru þau útbúin til að þoia högg og óeðlilegt hnjask. Úrin eru framleidd af Nivada Watoh Co., en Magnús E. Bald- vinsson er umboðsmaður Nivada hér á landi og byrjaði verzlun sína fyrir tuttugu árum með úr- um frá þeim, Blindrafélagið flytur þeim hjónurn innilegar þakkir fyrir I þau sýna félaginu með þessari vinsemd og höfðingsskap, sem t veglegu gjöf. Fortnaður Blindrafélagsins, Margrét Andrésdóttir, þakkar „Brennur París" — bók Collins og Lapierre komin út í íslenzkri þýðingu KOMIN er út í íslenzkri þýð- ingu bók þeirra Larry Collins og Dominique Lapierre, „Brennur París?“ með undirtitlinum: Spurning Adolfs Hitlers 25. ágúst 1944. Bókin skiptist í þrjá megin- kafla: Ógnunin, Baráttan og Lausnin. Fjallar hún um frelsun Parísar úr höndum nazista, en skipun Hitlers var afdráttarlaus: París ber að verja, hvað sem það kostar. „París má ekki falla í hendur fjandmönnunum, en fari svo, mega þeir ekki finna neitt annað en rústabreiðu". Höfundarnir eru báðir blaða- menn. Larry Collins er Banda- ríkjamaður, 38 ára gamall. — Hann starfaði fyrir United Press og síðar fyrir Newsweek í París, Róm og Austurlöndum nær. Þeg ar hann fór frá Austurlöndum hafði hann flutt tíðindi af 13 stjórnarskiptum, sem gerð voru með ofbeldi og átt samtöl m.a. við Nasser, Nehru og Shahinn í íran. Árið 1961 fór hann til Par- ísar og hafði fréttaflutning á hendi af úrslitaátökunum f Alsír. f fjögur ár safnaði hann heimildum að „Brennur París?“, ásamt Dominique Lapierre. Lapierre er 34 ára gamall. — Hann var aðeins 17 ára, þegar fyrsta bók hans kom út, en síðan rak hver aðra um ævintýraleg- an feril hans sem blaðamanns. Hann var t.d. fyrstur erlendra blaðamanna til þess að ferðast um Sovétríkin þver og endilöng í bíl eftir dauða Stalíns. Hann var fyrsti blaðamaðurinn, sem fór um borð í „Santa María“, skipið, sem portúgalski stjórnar- andstæðingurinn Galvao rændi og hinn síðasti, sem talaði við Chessmann áður en hann var tekinn af lífi. Hann hefur verið stríðsfréttaritari í Kóreu og Alsír og fréttaritari Paris-Match í Moskvu, New York og Tókíó. Bókin „Brennur Paris?“ varð metsölubók, þegar hún kom út og nú hefur verið gerð kvik- mynd eftir henni. Bókin er 331 bls. að stærð. Hersteinn Pálsson þýddi, en útgefandi er ísafold. Leynifélagið sjö saman KOMIN ER út ný barnabók eftir Enid Blyton, „Leynifélagið Sjö saman“. Er þetta fyrsta bók í nýjum flokki sögubóka eftir skáldkonuna. Útgefandi er Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, sem jafnframt hefur tryggt sér útigáfurétt á þessum bókaflokki öllum, „Leynifélagið Sjö saman“ fjall ar um afrek og ævin.ýri sex drengja og einnar stúlku, sem öll eru leiiksystkini og vinir, en hafia nú stofnað með sér leyni- legan félagsskap, meira að segja mjög leynilegan í þeim filgangi að hjálpa lögreglunni til að halda uppi lögum og rétti. Þetia er mjög samvalinn og dugmikill hópur, Logandi af athafnabrá og ævintýralöngun, en að sama skapi drengilegur 1 öllum við- brögðum. Að sjálfsögðu drífur margt á dagana fyrir þeim félög- unum og kemur sér þá vel, að þeir láta sér ekki alli fyrir brjósti brenna, en með hugkvæmni sinni og hetjulund sigrast þeir á öllum erfiðleikum og hreppa sitt hxós að lokum — eins og vera ber. „Leynifélagið Sjö saman“ er Stálkross á kírkju NÝLEGA er lokið við að setja upp vandaðan stálkross á turn Hríseyjarkirkju. Er það gjöf frá frú Lilju Valdimarsdóttur, Strandgötu 23, Akureyri, til miinningar um mann hennar, Steingrím G. Guðmundsson vél- smið, og aðra látna ástvini. Svein björn Jónsson forstjóri Ofna- smiðjunnar sá um simiíði kross- ims. Færir sóknarnefndin frú Lilju kærar þakkir fyrir þessa mynd- arlegu gjöf. Frá sóknarnefnd Hríseyjar- kirkju. blaðsíður, prýdd fjölda mynda eftir brezka málarann 3e- orge Brook. Elísabet Jónsdóttir hefur þýtt bókina á íslenzku, en Víkingsprent séð um prentunina. Herratizkan idag fyrir herra á öllum aldri, er frá árinu 1890. Fallegt snið, margar stærðir, munstur og lit- ir. Lágt vei-S. Einnig úrval af klassiskum herrafatnaði á hag- stæðu verði. Fatamiðstöðin er miðstöð herratízkunnar og lága verðs- ins. Fatamiðstöðin Bankastræti 9. Andrés Laugavegi 3. ný barnábók eftir Enid Blyton 126 Jaok London var sannkallaður sjóari á hesthaki. Heims- kunnur rithöfundur Irving Stone, sem m.a. annars hefur samið ævisögu Van Goghs, gerir skemmtilega grein fyrir æviferli Jack Londons í þessari alkunnu bók, en Gylfi Pálsson, skólastjóri þýddi bókin á íslenzku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.