Morgunblaðið - 13.12.1967, Page 7

Morgunblaðið - 13.12.1967, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967 7 // Þetta er óskaplega spennandi 144 ólik, og hún má gjarna skapa viðhorf þess til myndarinnar. Velji svo fólk sér mynd til að hengja upp á vegg heima hjá sér, þá finnst því réttilega, að það hafi sjálft séð það í henni, sem kom því til að kaupa hana. Annars hef ég ekkert sérstakt í huga, þegar ég byrja á mynd. Ég bara byrja, sjálfsagt á ein- hverri undirstöðu, og svo þró- ast þettta í höndum mér, ég held áfram sleitulaust, því að mér finnst þetta svo spennandi, alveg óskaplega spennandi, — en ég hætti alltaf, þegar mér finnst þær fara að verða of „nátúraliskar", sem svo er kall- að. Annars fara þær að segja of mikið, fara að hafa hemil á hugmyndafluginu. Ég mála mik ið á tré, trétex og masónít, og nota mikið gasloga til að fá fram brúna tóna, fá fram teikn inguna í myndiina, og þú mátt gjarna vekja athygli á því. Annars ætla ég að halda yfir- litssýniingu með vorinu, og verða þar á annað hundrað myndir. Ég lærði í Handíða- og myndlistaskólanum fyrir langa- löngu, og útskrifaðist úr teikni- kennaradeildinni 1951. Síðan var ég kennari við Kvenna- skólann, stundaði eftir það myndlistarnám í London, en sneri mér síðan að námi fyrir kennslu fyrir sjúk börn, og starfa ég núna að því á barna- spítala Hringsins." Sýning Sigríðar á Mokka er sölusýning, og eru allar mynd- irnar til sölu, og verðinu mjög í hóf stillt. Meðan við dvöld- umst þar inni 'dagstund á mánu dag, seldust tvær, og lofar það góðu með áframhaldið. Fr. S. „Nei, þær eru ekki beint ab- strakt, myndirnar mínar, en ég myndi segja, að ég hefði ein- hverja tilhneigingu til surreai- isma, og eitt er vist, að mál- verk súrrealistanna falla mér bezt í geð, einkanlega Salvadors Dali, og er ég þó ekki enn far- in að mála afskorin mannseyru á brauðfati, en hver veit.“ Það er Sigríður Björnsdóttir, listakona, sem þannig mælti við blaðamann Morgunblaðsins, þeg ar hann heimsótti hana á sýn- ingu hennar á Mokka, sem byrj aði á sunnudag. Sigríður er 38 ára að aldri, og til að segja einhver deili á henni í upphafi, er hún dóttir séra Björns O. Björnssonar, og þar með systir Odds Björnsson- ar leikritaskálds. „Hvað heitir . þessi mynd?“ spyrjum við og bendum á konu- andUt inn í horni á Mokka, beint framan við Guðmund veit ingamann, þar sem hann hitar handa okkur miðlungssterkt kaffi, meðan við spjölllum við Sigríði. „Hér heitir engin mynd neitt", svarar Sigríður. „Og það er ástæða fyrir þvi, að þær heita ekki neitt. Oft hef ég farið á málverkasýningar til annarra, og nöfnin á málverkunum hafa alltaf truflað mig. Mér finnst góð myndlist ævinlega hafa eitt hvað sjálfstætt til að bera, eitt- hvað, sem mig langar sjálfri til að finna út, en ef málarinn gef- ur manni tóninn með einhverri nafngift, sem margoft er þó út í hött, þá hyllist maður til. að skoða myndina út frá hans sjón armiði. Aftur á móti, ef myndin heit- ir ekki neitt, þá er við mann sjálfan að sakast, þá kemur ímyndunaraflið til skjalanna, og maður sér þaðvút úr mál- veskinu, sem hugur manns vill.“ „Heldurðu samt ekki, að fólk komist nær því, sem þú mein- ar, ef þú nefnir myndirnar með nöfnum?" „Nei, og það er einmitt það, sem ég ekki vil. Fólk er svoSigríffur Björnsdóttir framan viff konumynd, sem þó ber ekkert misjafnt, lífsreynsla manns svo nafn. Andlitið minnir örlitið á Káthe Kollwitz. (Sv.Þ. tók myndina) Frottésloppar með hettu fást í Hrannarbúðunum. Stúlka eða kona óskast á heimilj i Banda- ríkjunum. íslenzk húsmóð- ir. Uppl. í síma 36366. Keflavík Til sölu píanó, selst ódýrt. Uppl. í síma 2624 eftir kl. 5 eftir hádegi. Jólatrén koma með Gullfosisi um næstu helgi. Eðalgrenitré, sígræn og sáldfrí, einnig rauð- grenitré. Pantanasími 17129 Jólatréssalan, Drápuhlíð 1. Takið eftir Það er alltaf gott að koma á Rakastofuna Aðalstr. 16 (gengið upp með húsinu) oftast stutt bið. Gleðileg jól. Jóhann Jóhannsson. Trésmíðavélar Til sölu Steinberg trésmíða vél, minni gerð, ásamt blokkþvingu. Uppl. í síma 83018. Islendingasögurnar til sölu. Uppl. í síma 23434, Ibúð óskast Reglusöm kona óskar eftir lítilli íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 23567. Ú tgerðarmenn, skipstjórar. Nýlegur 45 mílna Decca transistor radar til sölu með lausri skífu. Uppl. í síma 20029, eða síma 1870 Vestm.eyjum Skrifborðsstólar SkTÍfborðsstólar, 20 gerðir, sendurn um allt land. Húsgagnaverzlunin Búslóff við Nóatún, sími 18620. Sendiferðabíll óskast Sendiferðabíll óskast til kaups. Stöðvarpláss í ekki skemmri tíma en 2 ár, verð ur að fylgja með. Uppl. í síma 11468, Spilaborð Spilaborðin komin aftur, verð kr. 1550.00. Póstsend- um. Húsgagnaverzlunin Búslóff við Nóatún, sími 18620. ÞAÐ ER NAUÐSYN AÐ FYLGJAST MEÐ FRJAI-S5 VERZI-UIM Áskriftarsími 82300. 11. okt. voru gefin saman í Nes- kirkju af séra Frank Halldórssyni, Helga Ásmundsdóttir ljósmóðir, Háeyri Eyrarbakka og Geir Björg- vinsson bílstjóri, Mímisveg 6, Reykjavík. Heimili brúðhjónanna verður að Háaleitisbraut 107. Laugardaginn 29. júll voru gef- in saman 1 hjónaband af séra Sig- urði Hauki Guðjónssyni ungfrú Bára Þórðardóttir, afgreiðslu- stúlka og Hörður Sveinsson hús- gagnasmiður. Heimili þeirra er að Bræðraborgarstíg 23, Rvík. (Studio Guðmundar). VÍSUKORN VIZKAN ís og fannir eiga til ýta og svanna hætttir, en vizkan sanna á alltaf yl og er mannasættir. Gretar Fells. Spakmœli dagsins Vér ummyndumst til þess, sem vér elskum. — Angelus Silesius. VÍSUKORN Af gefnu tilefni til yfirdómara Kvarta yfir Kerlingabókum, þó kunni þeir sjálfir fátt. Með kafloðið andlit, brothvössum brókum. þeir blaðra og gala hátt Af sínum gáfum guma en göfgin hjá þeim deyr. Þeir sletta saur á suma. en suma gylla þeir. Lilja Björnsdóttir. Bazar ungra stúlkna í Hallgrímssókn Í dag kl. 5 hefst basar í Safnaffarheimili Hallgrímskirkju (geng- iff um affaldyr). Eru þar á boffstólum ýmsir fallegir munir til jóla- gjafa, sem ungar stúlkur, er tekiff hafa þátt í æskulýffsstarfi kirkjunnar, hafa gert undir stjórn safnaffarsysturinnar Unnar Hall- dórsdóttur diakonissu. Viff litum þar inn á mánudag og voru þá ungu stúlkumar að raffa mununum á borff. Er starf safnaffarsysturinnar hiff athyglis- verffasta, og ekki síffur hitt, sem viff heyrffum, aff hún rekur þarna skóla fyrir börn undir barnaskólaaldri. Vafalaust verffa margir vínir kirkjunnar til þess aff sækja basar þennan, en aff sögn ungu stúlknanna, rennur allur ágóffi af honum til kirkjubyggingarinnar. A myndinni, sem Sveinn Þormóffsson tók, er Steinunn 13 ára viff hliff Unnar Halldórsdóttur, en affrar á myndinni í fremri röff eru: Sigriður Þóra 9 ára, Sigríffur 11 ára, Hulda Kristín 9 ára, Elísabet 9 ára, Ingibjörg 9 ára og Marta 8 ára. Þegar viff yfirgáfum þær stöilur, voru nokkrar affrar að mæta, sem því miffur komust ekki meff á myndina. Það er semsagt kl. 5 í dag, sem basarinn byrjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.