Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967 h : I f Nýjar tegundir jóla- skreytinga í ár — viðtal við B6as Kristjáns- son í Blómahöllinni EÍFTIR því sem jólin færast nær aukast umsvifin, hvert sem litið er. Húsmæður draga fram matreiðslubækur sínar til að finna nógu margar góð ar smáköku- og tertuupp- skriftir. Börnin hafa fengið jólaahnanak og telja nú dag- ana til hátíðarinnar. Kaup- menn hafa ekkí undan að setja nýjar vörur fram í búð ir sínar, aðrir vinna myrkr- anna á milli við að undirbúa jóla/hangikjötið. Og svo mætti lengi telja. Og ekki má gleyma jólatrjánum og öllum skreytingunum. Sala á jóla- trjám er að íhefjast um þess- ar mundir. Síðustu daga hafa víða verið sett upp tré á al- mannafæri, og ljösin frá þeim lífga upp skammdegið og koma öllum í jólaskap. Við brugðum ökkur í Blóma höllina við Álfhólsveg í Kópa vogi og skoðuðum skreyting- ar hjá eigendunum Bóasi Kristjánssyni og Jóni R. Björgvinssyni. Blómahöll.n er ný verzlun, var opnuð í haust, en þeir Bóas og Jón ráku gróðrarstöðina Alaska um nokkurra ára bil. Bóas sagði, að nú væru að hefjast sikreytingarstörf fyr- ir alvöru, því að verulegur skriður kæmist á sölu um þessa (helgi. Siðan ykist hún jafnt og þétt nœstu viku og næði væntanlega hámarki síð ustu dagana fyrir jól. — Aðventukransarnir hafa hins vegar verið á boðstólun- um síðan um mánaðarmótin og salan í þeim fer vaxandi frá ári til árs. Aðventukrans- ar eru yfirleitt fyrsta skreyt- ingin, sem fólk tekur inn á Kertaljós og greni-ilmur er eitt af því sem allir vilja hafa á jólum. Lurkar, könglar, að vemtukransar og sitthvað fleirra er augnayndi á jólunum og blómaverzlanir keppast við að gera sem fallegasta hluti. Þarna er Aðalsteinn Símonarson að byrja að skreyta hellu grjótið...... eru einfaldari og virðast falla ungu fólki betur í geð en það sem meira er í borið. Þær skálaskreytingar, sem eru tilbúnar og við vinnum að á næstunni, köllum við þurrar skreytingar. En hya- sintusskreytingum byrjum við ekki á fyrr en allra síðustu- dagana fyrir jólin. Við verð- um sennilega fjögur, sem munum vinna stöðugt við að útbúa skreytingarnar fram að jólum. Við höfum verkaskipt- ingu með okkur, einn setur mosann og kertið, annar gre.n ar, þriðji festir könglana og sá fjórði rekur smiðshöggið á og setur slaufurnar og eitt- hvað smálegt, svo sem þurrk uð blóm, jólakúlur og fleira. Með þes-su móti erum við eld- fljót. — Við seljum einnig allt efni, sem þarf til að fólk geti sjálft útibúið skreytingarnar og margir hafa áhuga á því og finnst gaman að dunda við það. — Eruð þið með eitthvað nýtt í skreytingum fyrir þessi jól? — Já. Við erum að setja á markaðinn nýja tegund þessa dagana. í stað þess að nota kör-fur eða s-kálar, útveguðum við okkur þunnt og slétt hellugrjót — ég segi ekki, hvar við náðum í grjótið, það er framleiðsluleyndarmál. Svo er grjótið- lakkað svo að það haldi s-ér betur og iitirnir i því komi skýr-ar fram, Þetta er s-kreytt með svipuðu efni og skálarnar, kertum, grein- um, blómum og slíku. En skreytingin verður þó all- miklu léttari og einfaldar- í sniðum en hinar. — Auk þess reynurn við að hafa fjölbreytt úrval af alls konar jólavarningi, eins og aðrar blómaverzlan-ir. Við h-öfum margvislegar gerðir af skreytingaefnum, jólakúlur, jólasveina, kerti í hundraða- tali, kert-astjaka og svo fram- vegis. Og þá má heldur ekki gleyma jólatrjánum. Saía þeirra er í þann veginn að hefjast. Við höfum ekki feng- ið ák-veðið svar frá Verðlags- Framhald á bls. 14. ; * heimilin og þeir skapa óneit- anlega jólablæ. — Er ekki sérstaklega gam an að vinna í blómabúð fyr- ir jólin? — Það er alltaf meira og minna náægjulegt að vinna í blóma-búð, en auðvitað eru jólin sérstök. Þá er tilhlökk- unin og eftirvæntingin hjá ungum og gömlum svo ein- læg og maður nýtur þess virkilega að -hjálpa fólki til að velja falleg blóm, skreyt- ingar, kerti og aðrar gjafa- vörur, sem við höfum. Ahn- ars hefur mér alltaf fundizt fól-k, sem kemur í blómabúð- ir gott og skemmtilegt fólk, það kemur af ýmsu tilefni, en sameiginlegt -með því er, að það vill kaupa blóm, eða eitt hvað annað fallegt — og und antekningarlaust til að gleðja aðra og hafa þá sjálfir gleði af líka. — Fyrir jólin setja skálarn ar sem við skreytum á marg an hátt — áberandi svip á verzlun okkar. Þær eru mjög vinsælar, bæði til gjafa og eignar. Oft finnst mér það vera meira roskið fólk, sem kaupir þessa skreyttu skálar. En yngra fólkið er hrifnara af lurka-skreytingunum. Þær Þór Snorraison með eitt af stærstu jólatrjánum sem var tveir og hálfur metri á hæð. Og Bóas sýnir skreytinguna fultbúna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.