Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.1967, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 19«7 Aldarsaga lönaðarmanna- félagsins í Reykjavík Gísli Jónsson: Saga Iðnaðar mannafélagsins í Reykjavík, gefin út í tilefni hundrað ára afmælis félagsins. — Útgef- andi: Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri. 1 BYRJUN febrúarmánaðar síð- astliðins voru liðin 100 ár frá stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Er það eitt elzta fé- lag landsins og eina félag iðn- aðarmanna hérlendis, sem náð hefir svo virðulegum aldri. Félagið minntist afmælis sins á ýmsan hátt, og margir aðilar notuðu þá tækifærið til að færa því árna'ðaróskir og þakkir fyrir ágætt starf á liðinni öld. Var þess ítarlega getið í blöðum, út- varpi og sjónvarpi á sínum tíma, svo sem sjálfsagt var. Um sama leyti kom svo út „Saga Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík" eft- ir Gísla Jónsson, menntaskóla- kennara á Akureyri, þar sem sagt er frá hinum merka, aldar- langa ferlí félagsins. Höfimdur segir í formála frá því, hvemig á því stóð, að hann tók þetta verk að sér fyrir Iðn- aðarmannafélagið, og kemst meðal annars svo að orði: „Skráðar heimildir mínar hafa að sjálfsögðu einkum verið hið mikla gagnasafn félagsins, en það hefir verið einkar heppið í vali ritara sinna og bókara. Má með sanni segja, að þeir séu að miklu leyti hófundar bókarinn- ar. Hefi ég af ásettu ráði gert mér far um að halda blæ og orðalagi líku því, sem á frum- gögnum er. Urvinnsia heimild- anna er ekki eins vönduð og skyldi, svo að hér er ekki um neina meiri háttar „sagnfræði" að ræða, en reynt er að leiða staðreyndirnar í ljós, ljúfar eða leiðar, og geta svo lesendur dregið ályktanir og fellt dóma. Ég held, að félagið þurfi engu að kvíða í því efni“. Það er mikið lítillæti, þegar Gísli Jónsson segir í formála sín- um, að bók hans um félagið sé ekki nein meiri háttar sagn- fræði. Hún ei einmitt mjög traust, söguleg heimild, af því að hún leitast við að leiða um- búðalaust staðreyndir í ljós. Og þessar staðreyndir sýna, að Iðn- aðarmannafélagið hefir lagt drjúgan skerf til margvíslegra menningarmála í höfuðbórginnL Forvígismenn þess og óbreyttir liðsmenn hafa frá öndverðu ver- ið vakandi fyrir hvers konar menningarstraumum, og þeir hafa ævinlega verið ótrauðir við að brjóta upp á ýmsum fram- faramálum og berjast fyrir fram gangi þeirra. Slik barátta hefir ekki aðeins verfð ómetanleg fyr- ir þá, sem hafa búið og búa í Reykjavík, heldur hefir öll þjóð- in notið góðs af þessu. Hér nægir að geta tveggja at- riða, sem færa sönnur á þetta, svo að ekki verður í móti mælt. Annars vegar er það, að það var Iðnaðarmannafélagið, sem beitti Gísli Jónsson, menntaskólakennari. sér fyrir því, a'ð koiAið var upp í Reykjavík samkomuhúsi, sem var bæjarfélaginu til mikils sóma og að auki vel við vöxt, því að þar gat tíundi hver bæj- arbúi fengið sæti, er húsið var opnað almenmngi. Þessi bygging var Iðnó, sem til skamms tíma var eitt aðalsamkomuhús Reykja víkur og miðstöð leiklistar í land inu, þar til Þjóðleikhúsið kom til sögunnar fyrir fáum árum. Hitt er, að það var Iðna'ðar- mannafélagið, sem stofnaði Iðn- skólann, byggði síðan yfir hann, svo að hann hefði sómasamlegt aðsetur, og barðist loks af dugn- aði fyrir þvi, að hann fengi stærra og fullkomnara húsnæði, þegar hann var fyrir löngu vax- inn upp úr gamla húsinu vi'ð hliðina á Iðnó. Skal engum get- um að því leitt, hvernig mennt- un iðnaðarmanna og verkmenn- ingu fslendinga væri komið í dag, ef Iðnaðarmannafélagið hefði ekki tekið skólamálið upp fyrir nær 100 árum, en hitt leik- ur vart á tveim tungum, að hvort tveggja mundi vera fjarri því að standa með þeim blóma, sem raun ber vitni, ef félagið hefði ekki barizt ótrauðlega fyrir mál- inu. Gísli Jónsson rekur forustu Iðn aðarmannafélagsins í þessum málum 1 bók sinni, og er það hinn fróðlegasti lestur, eins og geta má nærri. En þótt aðeins sé drepið á þessi tvö atriði í þessari grein, hefir Iðnaðar- mannafélagið vitanlega beitt sér fyrir nær óteljandi málefnum öðrum, sem öll hafa horft til framfara. Má geta þess til gam- ans í þessu sambandi, að það var Iðnáðarmannafélagið, sem varð fyrst til að bjóða fullbyg0t hús sem vinning í happdrætti til ágóða fyrir framfaramál. Það gerðist fyrir meira en hálfri öld, þegar barizt var fyrir því að koma upp myndastyttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni. Hér eru ekki tök á að rekja efni bókarinnar nákvæmlega, en hún er eins fjölbreytt og starf- semi Iðnaðarmannafélagsins hef- ir verið fjölþætt á þessari öld, sem liöin er frá stofnun þess. Það kemur í ljós við lestur bók- arinnar, að þau eru furðu mörg málefnin, sem félagið hefir látið til sín taka, og á ótrúlega mörg- um sviðum var það brautryðj- andi, tók upp alls konar nýjung- ar, sem eru orðnar að grónum þáttum daglegs lífs nú á dögum. Þessi bók færir sönnur á, að margoft á starfsferli sínum var Iðnaðarmannafélagið langt á und an samtíð sinni. Nú mundi vera öðru vísi umhorfs hér í Reykja- vík á mörgum sviðum, ef þetta félag hefði ekki veri'ð stofnað fyrir hartnær 101 ári. Vafalaust hefði verið um framfarir að ræða í mörgú efni, en hitt virð- ist jafn vafalaust, að framfar- irnar hefðu ekki verið eins örar eða sóknin til betra lífs hafin á eins breiðri víglínu, ef félagsins hefði aldrei notið við. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, höfundur þessarar aldar sogu Iðnaðarmannafélagsins, hef ir unnið verk sitt af kostgæfni og alúð, eins og saga félagsins verðskuldar. Iðnaðarmenn allir mega vera hreyknir af þessu fé- la gi, og þeir eiga að gera sér far um að kynnast sögu þess. Ef þeir gera það, munu þeir á eftir bera meiri virðingu fyrir stétt sinni og skilja betur, af hverju iðnað- armenn hafa jafnan notið virð- ingar. Að lokum skal þess geti'ð, að Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri, sem hefir séð um alla ytri gerð bókarinnar, hefir leyst sitt hlutverk af hendi með mikl- am sóma, eins og vænta mátti. Hersteinn Pálsson. Jólapottar Hjálpræöishersins Hafnarfjörður Ný glæsileg 4 herb. íbúð til sölu. Laus fljótlega. Hrafnkell Asgeirsson, héraðsdómslögmaður Vesturgötu 10 — Simi 50318. Opið kl. 10—12 og 4—7. BLAÐBURÐARFOIK / í eftirtalin hverfi Laugarásvegur — Freyjugata — Laufásvegur I — Túngata — Laufásvegur II — Aðalstræti :— Hjalla- vegur. Talió við afgreiósluna / sima 10100 Bréfritari Óskum eftir að ráða stúlku til erlendra bréfaskrifta og annarra algengra skrifstofustarfa. Nauðsynleg er góð kunnátta í þýzku og ensku ásamt hraðritun á báðum málunum. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri Bræðurnir Ormsson h.f., Lágmúla 9. Hárgreiðslustofa Hefi opnað nýja hárgreiðslustofu að Grensásvegi 3. Fullkomin og góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. HÁRGREIÐSLUSTOFAN, Grensásvegi 3 (beint á móti Axminster) Sími 83366. ÞEGAR William Booth, stofn- andi Hjálpræðishersins, vígði aðalstöðvar Hjálpræðishersins í Kaupmannahöfn, sagði hann: „Ef kærleikurinn til hinna óhaan- ingjusömustu í þjóðfélagin-u skyldi bregðast, ef dyrum þessa húss yrði lokað fyrir syndurum og fátækiingum, mætti þá bygg- ingin heldur brenna til kaldra kola.“ í þessum anda hefur allt starf Hjálpræðishersins verið unnið hvar í heiminum sem er. Fátæk- ir, dæmdir, drykkjusjúkir, lika þeir einmana, veiku og líkþráu eiga athvarf hjá Hjáipræðishern- um. Og þeirra vegna leitar Hjálpræðisherinn til almennings, JÖHMS - MAMVILLt glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2Vi” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. meðbræðranna, sem eru betur staddir og vilja miðla hmum bágstöddu. Þeirra vegna eru jólapottarnir settir út á göturnar núna á aðventunni hvar sem Hjálpræðisherinn starfar, í Róm, New York eða Reykjavík. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað Hjálpræðisherinn vinnur miikið starf hérna á okkar eigin landi, í okkar eigin höfuð- borg. É veit um fólk, sem lítur á Hjálpræðisherinn sem athvarf sitt, og glaðlegar samkomurnar í björtum salnum eru því sú gleði, sem gefur hversdeginum hlýju og öryggi. Ég veit um litla stúlku, sem býr hjá henni ömmu sinni og báðar fá allan sinn jóla- glaðning frá Hjálpræðishernum ár eftir ár. Ég veit um fjöl- mennar barnafjölskyldur, sem eiga Hjálpræðishernum að þakka jólafötin og góðgætið. Og hvert eiga þeir að fara, sem hvergi eiga félagsskap á jólanóttina. Þeim er boðið í HjáLpræðisherinn, í góð- an jólamat við björt ljós og jóla- sálma. Aðventan og jólin eru anna- tími í Hjálpræðishernum. Hinir starfsömu og ötulu foringjar fara út með jólapottana og inn til hinna þurfandi með gjafirnar frá yður. „Hjálpið okkur að gleðja aðra“ er skrifað á jóla- pottana. Og þegar ég spynst fjrrir um það hvernig jólasöfnunin hafi gengið undanfarin ár mæti ég hlýleu brosi foringjanna: „Hún hefur vaxið með ári hverju og það er sannarlega á9tæða til að þakka þeim, sem láta sjóða í pottunum." Ólafur Ólafsson. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10-100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.