Morgunblaðið - 13.12.1967, Side 28
28
MOTIGUNBLAWIÐ. MIÖVIKUDAGUR 13. DES. 1967
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Þetta minnir mig á dósaverksmiðjuna, sem ég vann í sem ung
halda að 'þú hafir getað Ihaldið
þér saman um það.
— Ég hef ekkert talað um
það, sagði hún ólundarlega. —
Ég hef engan 'hitt nema Larry
og hann er í kasti út af ein-
hverju. En mamma veit það, því
að ég sagði 'henni það sjálf.
Ég sat kyrr og reyndi að
hugsa. Byssan var áríðandi
atriði, vissi ég. Hver sem 'hafði
slegið Evans niðuí, hafði tekið
byssu, og eftir því sem ég þekkti
fóikið þarna í dalnum mundu
ekki margar byssur vera í um-
ferð hjá þvl Ég reyndi að huigsa,
en Audrey sat snöktandi hjá
mér. Lydia hafði ekki nefnt
neina byssu á nafn við mig, enda
þótt hún 'hefði verið opinská um
allt annað. En sivo hafði Audrey
komið að henni, þar sem hún var
að grafa byssu. Mér datt ekki
annað í hug en hún væri að
segja satt, aldrei þessu vant.
Hún hætti að snökta og þurrk
aði sér um auguri. — Ég er búin
að jafna mig núna, sagði hún
með smábarnaröddinni sinni. —
fyrirgefðu mér. Mér hefur aldrei
dottið í hug að hún marnma hafi
myrt hann. Hún var bara að fela
hana fyrir hann Bill Sterling.
- Ég var komin með fingur-
inn á ræsinn, en hætti við að
setja í gang. — Og hvað áttu
við með því, má ég spyrja?
Henni varð hverft við. — Ég
vildi, að þú vildir ekki vera
svona snögg við mig, sagði hún
í rellutón. — Mér datt bara í
hug, að þar sem lögreglan er á
höttunum eftir honum Bill, þá
vildi hann gjarna losna við 'hana.
— Sjáðu nú til, Audrey. Ég
vil fá að heyra þessa sögu alla.
Hvar er byssan nú? Er 'hún enn
grafin?
Hún leit á mig ögrandi. —
Nei, sagði 'hún. — Ég gróf hana
upp aftur í gær, fór með hana í
stofuna Ihj'á Bill Oig setti hana í
skrifborðsskúffuna hans.
19. kafli.
Ég setti 'hana út úr bílnum
tafarlaust og ók af skyndingi á
lögreglustöðina. Maðurinn við
afgreiðsluiborðið var að éta epli,
og Cracker Brown var farinn frá
útvarpinu sínu og var að éta
samloku með svínslæri á — með
mesta spekingssvip. Ég hafði
þekkt þá báða, alla mína ævi,
en ég hlýt að hafa sýnzt vera í
uppnámi þarna.
—'Nokkuð að? spurði liðþjálf
inn. Afsakaðu eplið a tarna. Ég
fékk engan morgunmat. Það er
býsna mikið að gera hjá okkur
um þessar mundir,
— Hvar er lögreglustjórinn?
— Inni í borginni. Hann hef-
ur ekki verið hérna síðan í gœr-
kvöldi.
Hjartað í mér tók viðibragð.
Hvað hefur skeð? Þeir hafa þó
víst ekki tekið neinn fastan?
Liðþjálfinn glotti. — Það veit
ég ekkert um.
Ég var* rétt að fara þegar
Cracker Brown sagði: — Láttu
ekki eins og asni, Sam. Þetta er
komið út um allt hvort sem er.
Hann sneri sér að mér. — Vertu
róleg, Pat. Þeir fóru með Bil)
Sterling til borgarmnar í gær-
kvöld, og enginn er kominn aft-
ur enn.
— iÞú átt við, að þeir hafi tek
ið hann fastan?
— Ég veit ekki. Kannski
halda þeir í hann sem áríðandi
vitni, eða eitíhvað þessháttar.
Þeir fréttu eittihvað nýtt um
hann í gær. En ég veit bara ekki
hvað það var.
En ég vissi það vel. Þeir höfðu
fundið byssuna.
En svo var fleira, sem ég vissi
ekiki. Eins og til dæmis það, að
42
Hopper hafði verið í Beverley
snemma þennan morgun. Hann
hafði fengið þriggja tíma svefn
og rétt getað rakað sig, áður
en hann fór beint heim til Bill
Sterlings. Eins og flest hús
þarna um slóðir, stóð það á
sinni sérstöku lóð, þ.e.a.s. lóðin
var ein hálf ekra að stærð. Þetta
var gamalt hús og þegar Bill
eignaðist það, bætti hann við
einnar ihæða þriggja herbergja
álmu, þar sem var lækningastioí-
an 'hans. Það var mjór, múraðúr
stígur að þessari álmu, með
skilti á hurðinni og runnum tii
beggja handa, og fyrst þegar frú
Watkins kom auga á Hopper, lá
hann á hnjánum að horfa á ný-
grafna hol/u í jörðinni.
Hún sneri sér að honum, ösku
vond.
— Hvar er læknirinn? spurði
hún. — Ef þið fáJbjánarnir hafið
tekið hann fastan, getið þér
líka komið og svarað í simann.
Hann er alveg að gera mig vit-
lausa. Og hvað eruð þér hér að
gera?
— O, ég er bara að líta á hol-
una þá arna, svaraði Hopper góð
látlega. — Barna dálítið forvit-
inn.
— Ef þér gáið nógu vel, finn-
ið þér kannski bein í henni,
sagði hún. — Hundarnir hafa
verið að hamast í benni síðasta
klukkutímann.
Hún laut niður og tók upp
bein, sem hún sýndi honum, og
Hopper varð hálf-kindalegur á
svipinn.
— Er það víst, að þér hafið
ekki sjálf sett það þarna? sagði
hann.
— Þegar mig langair til að
grafa eittihvað — og það langar
mig einmitt núna — þá ætla ég
ekki að grafa það hér fyrir fram
an húsið.
Vitanlega frétti ég ekki þetta
fyrr en seinna. Þennan morgun
stóð ég bara þarna í lögregliu-
stöðinni og velti því fyrir mér,
’hvað ég skyldi næst til bragðs
taka. Það se.m ég loksins gerði
var að fara heim til Lydiu. Ég
bað ekki um að tala við hana,
heldur gekk bara óboðin alla
leið til herbergis hennar og
fann hana þar sem hún stóð úti
við gluggann. Hún hafði ekki
hirt um að klæða sig, heldur
farið í treyju utan yfir náttkjól-
inn, og hún leit út eins og henni
hefði ekki komið blundur á brá
alla nóttina.
— Hafa þeir hann enn í varð-
haldi, Pat? spurði hún.
— Ég veit það ekki, en hann
er enn í borginni. En svo Iherti ég
upp hugann: — Lydia, hvair er
byssan hans Dons, sem þú grófst
niður?
— Hvaða byssa? spurði hún,
næsturn í ihvísli.
— Þú þekkir hana betur en
ég. Veiztiu, að Audrey tók hana í
gær og kom henni fyrir í skrif-
borðinu 'hans Bills Sterling?
— Audrey? æpti ’hún og greip
taki í stól. — Til bvens ætti hún
að fara að gera mér þetta?
Ég sagði henni tæpitungulaust,
hvað Audrey hafði sagt mér, og
svo hitt, að lögreglan hefði næst
um áreiðanlega fundið byssona
og Bill Ihefði þar af leiðandi ver-
ið tekinn fastur. Hún virtist toein
línis ekki skilja þetta.
— Þessi börn, sagði hún. —
Þau eru svo glögg á rétt og
rangt, og hafa enga miskunn til
að bera.
En svo virtist hún fyrst átta
sig á efni þess, sem ég hafði
sagt henni, og rétt sem snöggv-
ast hélt ég, að ætlaði að líða yfir
hana.
Það leið nokkur stund áður
en ég fengi alla söguna upp úr
henni. En jafnvel þá var ekki
teljandi gagn í henni. Don hafði
haft byssuna í sínum vörzlum,
en það hafði hún ekki witað fyrr
en eftir hann var myrtur, en pá
fann hún hana undir dýniunni í
rúminu hans. Lögreglan hafði
enn ekki verið þarna á ferðinni
og 'hún hafði enga ástæðu til
að fela hana. Til hvers -hefði það
líka verið. Enginn hafði verið
skotinn. En hún var hrædd við
skotvopn og þessvegna hafði hún
falið hana í hattös'kju uppi á
hiTlu í fataskápnum sínurn.
En svo fór hún smámsaman
að heyra söguna um Evans.
Skammbyssunnar hans var sakn
að, og hún fór að velta því fyrir
sér, 'hvort þessi, sem hjá he ini
var, væri sú toyssa. Vitanlega
vissi hún ekki til þess, að Don
hefði verið í Beverley þegar ráð
izt var á Evans en svo 'kynni nú
samt að vera. Það var að vísu
ekki eðlilegt, en ekki ó'hugsandi
samt.
Hún fór að hafa álhyggjur út
af þessu. ‘Éinhver stúlknanna
kynni að finna byssuna, eða þá
Au'drey. Fyrir tiveim tovöldum
hafði hún því grafið hana í garð
inum, innan í blómarunna, en
Audrey sá þá til hennar.
— Ég hélt, að hún hefði farið
út, sagði hún dauflega. — Og
'hversvegna ætti 'hún að finna
upp á öðru eins og þessu? Setja
hana í skriflborðíð hans Bills!
Ek'ki getur 'hún háldið, að Bill
hafi myrt Don, það er þó að
minnsta kosti af og frá.
— Jú, það gerir hún einmitt,
sagði ég. — Hún er ekki viss
um þig en hún er að mdnnsta
kosti viss um Bill.
Þetta hristi hana nægilega til
þess að fara að tala. Hún reyndi
að halda uppi vörnum fýnir
Audrey. — Þú skilur þetta ektoi,
Pat. Hún var alveg vitlaus í
Don — var sífellt að mæla hion-
um bót, og .......æ, hvað gerir
þetta 'héðan af...... Hún vildi
að ég tæki hann að mér aftiuT
og vildi ekki einu sinni tala við
Bill.
— 'Hélt hún, að Bill ætti
byssuna?
—' Svo sagði hún. Og líklega
er það skiljarilegt, úr því ég var
að fela hana ,og hún vissi, að
aldrei hafði ég átt toyssu. Þú
mátt ekki vera of hörð við hana,
Pat. Ég býst við, að hún sé að
reyna að hefna 'hans föður síns.
Audrey ‘kom inn skömmu
seinna, en ég leit ekki einii
sinni á hana. Ég var við sámann í
forstiofunni, og var búin að ná
samtoandi við Jim Oonway í
bonginni, og Lydia var sem óðast
að klæða sig upp, Audrey lædd-
ist framhjá mér, rétt í sama
bili og Jim svaraði.
— Þetta er Pat, Jim, sagði
ég. — Bíddu þar sem þú ert. Ég
er að koma með hana Audrey og
einum vann ég ei&a
GeirþrúSur er alin upp í litlu þorpi vestur ó fjörðum. Sagan lýsir óhrifum þeim,
sem hún verður fyrir í heimabyggð sinni og fólkinu sem þorpið byggir. — Geir-
þrúður er óframfœrin og feimin og þjóist af óslökkvandi menntaþró, sem hún
fœr að nokkru fullnœgt. Hún þróir vini og félaga, en ó erfitt með að eignast þó
og samlagast öðru fólki. Hún þróir óst og eiginmann og heimili, en þar bregzt
lífið henni. — En barnið bregzt henni ekki. Barnið hennar — barnið sem hún
hefur eignazt með kvœntum manni — það er henni allt, og það fyllir líf hennar
þeim unaði, sem aðeins litlu barni er auðið að fylla líf móður. Og þegar barnið
hverfur úr lífi hennar ó hún ekkert, er fyllt getur það tóm, sem það skyldi eftir.
SKUGGSJÁ
• SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA •
• SKUGGSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA •
6 JÖNAS ÞORBERGSSÖN
MfÖI , 'frj % mm tóltlF
JÓNAS ÞORBERGSSON
%
■ B
1.9/
#o
Bókin spannar yfir merkasta og viðburðaríkasta tímabil œvi Jónasar Þorbergs-
sonar fyrrum útvarpsstjóra, það tímabil, sem hann nefnir œvistarfið. — Jónas
segir fró ritstjómarórum sínum ó Akureyri og í Reykjavík, er hann var ritstjóri
Dags og Tfmans. — Hann segir fró nýmótun stjórnmólabaróttunnar og alda-
hvörfum þeim, sem verða upp úr lokum sjólfstœðisbaróttunnar 1918. — Hann
lýsir svœsnum ótökum nýrra blaða og stjórnmólaflokka og umbyltingu atvinnu-
móla, menntamóla og félagsmóla ó þessum órum. — Hann kemur mjög við
sögu, er Kristneshœlið er stofnað, einnig við þingrofið órið 1931, við stofnun
Happdrœttis Hóskólans og einkum og sérstaklega við stofnun Ríkisútvarps-
ins og uppvöxt þess um tuttugu og þriggja óra skeið. — Það verður aldrei
sagt um Jónas Þorbergsson, að hann hafi setið ó friðstóli þau ór, sem hann
tók þótt f opinberum mólum. — Þessi bók er því fróðleiksbrunnur þeim, sem
kynnast vilja þeim ótökum er óttu sér stað jafnhliða því, sem ísland tekur að
breytast f það tœkni- og velferðarríki, sem það nú er.
SnUGGSJA
• SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJÁ • SKUGGSJÁ •