Morgunblaðið - 21.12.1967, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1967
Guðm. G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
Tekst ef tveir vilja
Sverrir Kristjánsson og
Tómas Guðmundsson:
HORFIN TÍÐ.
Bókaútgáfan Forni.
Reykjavík 1967.
ÞETTA er fjórða bókin, sem til
er orðin fyrir samvinnu þeirra
Sverris Kristjánssonar og Tóm-
asar Guðmundssonar við bóka-
forlagið Forna, en þættir þeirra
tvímenninganna hafa orðið með
afbrigðum vinsælir hjá íslenzk-
um lesendum. Höfundarnir hafa
yfirleitt valið harmræn efni,
sem eru flest mörgum að ein-
hverju kunn, og þeir kunna báð-
ir að taka efnin persónulegum
tökum og gæða þau nýju lífi í
frásögn sinni. Annars eru þeir
félagar allólíkir sem höfundar.
Sverrir málar helzt myndir sínar
djörfum, föstum og breiðum
dráttum, en Tómas notar gjarn-
an milda liti og bregður oft ljóð-
rænni og seiðandi dul yfir mynd-
irnar, en líka gætir stundum
hjá honum kímni, sem er ærið
laundrjúg, en svo hófsöm, að
hún kynni að fara fram hjá
sumum lesendunum. Minnist ég
þessa einkum úr þættinum af
hinum ágæta manni, séra Jóni
Steingrímssyni, þar sem fjallað
er um kvennamál hans.
í þessari nýju bók eru sjö
þættir, fjórir eftir Sverri og
þrír, sem Tómas hefur skrifað.
Þættir Sverris heita: Prestsson-
Tómas Guðmundsson
urinn frá Ballará, Köld eru ó-
magans kjör, Bóndinn á Eyri og
Alþingi í aldarspegli. Sá fyri:ti
fjallar um Torfa, son Eggerts
prests á Ballará og örlög hans,
sem urðu þau í glaumnum í
Kaupmannahöfn, að hann lézt
einmana og févana fyrir aldur
fram, án þess að fá lokið námi,
og kom þá þar ekki til það, sem
margan íslenzkan námsmanninn
bagaði, að föðurinn skorti fé til
að kosta soninn. En þó að fs-
lendingar sæktu margt gott til
Hafnar, lék hún grátt margan
efnismanninn, sem þangað kom
úr fásinninu hér heima. „Mein-
leg örlög margan hrjá mann og
ræna dögum“, kvað Þorsteinn
Erlingsson. Annar þáttur Sverris
segir harmsögu, sem gerðist hér
heima á fslandi á fyrsta áratugi
þessárar aldar. Drenghnokki,
sem var á sveit sinni austur í
Skaftafellssýslu, lézt úr hor og
harðrétti, og þó að hörmulegt
væri framferði hjónanna, sem á
þessu áttu sök, er samt kannski
ömurlegast sem aldarspegill,
tómlæti þeirra sveitarvalda, er
þarna bar að vera á verði, og þó
voru það sízt nein illmenni, sem
þar áttu hlut að máli . . . En þá
var enn sú tíð, að yfirleitt var
þeirri reglu fylgt, að þeim væri
falin forsjá ómagans, sem bauðst
til að taka hann fyrir lægst
gjald. Lokaþáttur bókarinnar,
Alþingi í aldarspegli, er einna
veigaminnstur af því, sem þessi
bók flytur. Hann er ekki bund-
inn örlögum eins eða tveggja
persóna, en fjallar um íslenzkt
réttarfar á 17. og 18. öld, sem
raunar var ómannúðlegt og
næsta dapurlegt, en hins vegar
lögbundið og ekki verra en efni
stóðu til. Um það hefur oft og
tíðum verið ritað og þess oft
Sverrir Kristjánsson
minnzt og bætir Sverrir þar litlu
við. En þátturinn um bóndann á
Eyri, Þorvald Björnsson á Þor-
valdseyri undir Austur-Eyjafjöll
um, er hins vegar snjallasta
framlag Sverris til þessarar bók
ar. Þar er dregin upp merkileg
persónulýsing og sýnd næsta sér-
stæð og áhrifarík örlög. Þor-
valdur var manna ríkastur á ís-
landi á blómaskeiði sínu, hafði
gerzt sérstæður framkvæmda-
maður um búskap og húsagerð
á jörð sinni, auðgazt bæði á
landbúnaði og ýmisS konar
verzlun og braski heima í héraði
og í nærsveitunum og orðið land
frægur fyrir hagsýni, dugnað og
fjármálavit. Á efri árum sínum
verður hann síðan forvígismaður
um togaraútgerð hér á landi,
kaupir stórhýsi í Reykjavík og
setzt þar að. En á togarakaupum
og í nærsveitunum og, orðið lands
ingu, og hinn kæni og víðkunni
kaupahéðinn úr sveitinni gerist
auðtrúa, tapar öllum eignum sín-
um og lifir það síðan sem snauð-
ur maður að sjá aðra menn raka
saman fé einmitt á sams konar
útgerð og hafði svipt hann öll-
um sínum auði. Sárt mun hann
hafa sviðið — og þó var hann á
vissan hátt sigurvegari. Hann
hafði séð það á undan öðrum,
hvert fyrirheit þau gáfu um
framtíð íslenzkrar útgerðar og
hagþróunar, hin gufuknúnu skip
Bretans, sem voru að veiðum
uppi á landsteinum við suður-
strönd íslands!
Þættir Tómasar eru ekki að-
eins vel sagðir, heldur meðal
þess allra snjallasta, sem hann
hefur birt í bókunum, sem
Forni hefur gefið út. Sá fyrsti
heitir Friðþæging. Þar er efnið
morð Natans Ketilssonar og af-
taka þeirra, sem þar voru að
verki, en þó í rauninni fyrst og
fremst hin dularfulla og dul-
ramma saga, sem af þessum at-
burðum verður rúmum hundrað
árum síðar — Þau furðulegu
fyrirbæri, sem til þess leiddu,
að lík afbrotamannanna voru
grafin upp eftir tilvísun Agnes-
ar á óvæntum stað og síðan
jörðuð í vígri mold með yfir-
söng og að viðstöddum álíka
fjölmenni og mætt hafði forðum
til aftökunnar — og hinna upp-
gröfnu samtímis minnzt í sjálfu
Ríkisútvarpinu! Hér var sannar-
lega öldum skipt — og hvað svo
um þau rök, sem til þess lágu,
að þessi eftirleikur var færður
á svið? Tómas fullyrðir ekkert,
en hann vekur lesandann sannar
lega til íhugunar, og niðurlags-
orðum hans víkur ekki sá frá
sér í flýti og tómlæti, sem sjá-
andi sér og l.eyrandi heyrir. Þá
er þáttur um Þorleif bónda Kol-
beinsson á Háeyri. Hann er ekki
langur eða sérlega rækilegur, en
Tómas kann að draga fram þau
atriði, sem málið varða, þá er
festa skal í minni skapgerð og
vitsmuni hins sérstæða alþýðu-
manns, sem varð ríkur á því að
skera ekki hnútinn á snærinu,
sem baggar voru bundnir með,
heldur leysa hann og hirða snær
ið. Um Þorleif á Háeyri sagði
Sigurður heitinn Berntsen í
mín eyru, að hann hefði verið
spakvitrastur þeirra manna á síð
ari tímum hér á íslandi, sem
hann hefði haft sögur af.
En snilldarverk Tómasar í
þessari bók er þátturinn Hörpu-
sveinn frá horfinni tíð. Þar seg-
ir. frá Ingimundi Sveinssyni,
bróður Jóhannesar Kjarval, en
Ingimundur var á síðustu árum
sínum nefndur Ingimundur
fiðla. Ef til vill var þarna á
ferðinni meðal okkar, sem mun-
um hann, efni í ámóta listamann
í heimi tónanna og bróðir hans
hefur reynzt á sviði litanna —
og máski gerði það gæfumun-
inn, að Ingimundur var fjórtán
árum eldri en bróðir hans. —
Fjórtán ár eru ekkl langur tfmi,
en einmitt þessi fjórtán ár, sem
þarna munar, ollu aldahvörfum
í efnahagslífi fslendinja og að
nokkru í viðhorfum þeirra við
list og listamannaefnum. Um
þetta fjallar Tómas viturlega, en
í rauninni er það ekki efni þátt-
arins og ekki slíkar athuganir
sem þessar, er gera hann heill-
andi, heldur frásagnarhátturinn,
stíllinn, orðfærið, hinn dul-
kenndi ljómi, sem fellur yfir
hinn undarlega og harmræna
tónlistarmann, eitthvert glit,
sem líkist því, sem glóir á vængj
um fiðrildanna. Það hefur meðal
annars sín áhrif, að í þættinum
sér lesandinn alltaf, svo sem á
bak við frásögnina mynd hins
mikla og sérkennilega myndlist-
armanns, — hún verður þarna
likt og vatnsmerkið á banka-
seðli, — já, einmitt þannig.
Guðmundur Gíslason
Hagalín.
Sigurður Haukur Guöjónsson skrifar urn
t
BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
Dagfinnur dýralæknir
Höfundur: Hugh Lofting
Þýðing: Andrés Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
Útgnfandi: Bókaútgáfan Örn
og Örlygur hf.
Hér er nýtt útgáfufyrirtæki að
ryðja sér braut tiil íslenzkra
unglinga. Ég d'áist að, hve vel
það fer af átað, og margur eldri
útgefandinn mætti taka sér bók
þessa í hönd og læra af frágangi
hennar. Han,n er vissulega til
fyrirmyndar..
Dagfinnur dýralæknir í Apa-
landi er amerísk verðlaunasaga,
er hlaut viðurkenningu New-
bery-sjóðsins 1*923. Sjóður þessi
verðlaunar beztu bar.nabókina,
er út kemur á árinu þar vestra.
Bókin, er hér um ræðir, var val-
in til móttöku þessa heiðurs,
þá verðlaunin voru veitít í ann-
að sinn.
Ég nygg að fieirum en mér
reynist erfitt að gera sér grein
fyrir seiðmag.ni bókarinnar. Hún
er iangt frá því frumleg, held-
ur ekki djúpt hugsuð vizka, nei,
látléysið sjálft. Mér virðist aðal
uppistaðan vera vonbrigði höf-
undar með mannskepnuna, er
svo illa .hafði farið með heim-
inn sinn, er raun ber vitni, þá
sagan er rituð, i lok srtríðsins
1914—^1918. Höfundur ritar hana
fyrir börn sín og bendir þeim
inní heim dýra og náttúrunnar
sjálfrar. Hann lætur páfagauk
gerast læriföður mikils metins
læknis; gamlan dráttarhest fá
sér gleraugu, já jafnvel villidýr
keppast um þjónustu í þessu
merkilega ríki, er kringum Dag-
finn dýralækni varð til. Sjálf-
sagít er það sveitalífið, er í brjóst
um okkar blun'dar, sem gefur
sögu þessari töfra og fylling.
Þýðing Andrésar er snjöll og
sérlega lipur. Málið á bókinni er
lifandi og fagurt, hvergi gripið
til teipuryrða tjþ.a. slá um sig.
Kaflaskreytingar höfundar eru
einfaldar og lítil list að roín-um
dómi, en þó skemmtilegax.
Bókaraukinn er fr-æðandi um
höfund og sögur hans.
Hér er vel að verki staðið: val
bókar, þýðing, prentun og próf-
arkales-tur, allt til fyrirmyndar.
Sólrún og sonur
vitavaróarins
Höfundur: Séra Jón Kr.
íslfeld.
Teikningar: Baltasar.
Titilsíða eftir Bolla Gústavs-
son.
Prentun: Prentsmiðja Björns
Jónssonar h.f.
Útgefandi: Bókaútgáfa ÆSK
í Hólastifti.
Þetta er ákaflega geðþekk
saga, sögð af kunnáttu og leikni
hins reynda manns. Aðal uppi-
staðan er hinn siðfræðilegi boð-
skapur. Söguhetjurnar verða
ímynd hins bezta er prýðir ís-
lenzk ungmenni. Hann er líka
það reyndur hann séra Jón, að
honum veitist auðvelt að tefla
hinu góða gegn því lága og
veita því sigur. Að nokkru er hér
um að ræða framh. bókarinnar
„Sonur vitavarðarins“, er út
kom hjá sama forlagi 1965. Þó
er þetta sjálfstætt verk. Ég
hika ekki við að mæla með þess
Helgi Hjörvar:
Konur á Sturlungaöld
MÖRGUM mun enn í fersku
minni, er Helgi Hjörvar las Sturl
ungu í útvarp af sinni alkunnu
snilld og leiddi hlustendur gegn-
um það völundarhús, sem geym-
ir hringiðu atburða, þar sem
persónum skýtur upp úr sagna-
hafinu til að hverfa aftur jafn-
óðum. Það var eftirminnilegt,
hversu Helga tókst að skýra og
afmarka frásagnir Sturlungu,
enda lagði hann sig mjög fram
við þetta vandaverk.
Nú hefur Finnbogi Guðmunds-
son landsbókavöröur séð um út-
gáfu lítillar bókar um konur á
Síurlungaöld, en þættir þessir
munu vera hið síðasta, sem
Helgi Hjörvar ritaði og flutti
í útvarp.
Meginefni bókarinnar eru
þættir um fimm Sturlungualdar
konur. Sturlunga er, eins og höf-
undurinn segir, „saga karlmanna
um karlmenn". Flestar konur
Sturlungu eru nafn eitt, en
Helga Hjörvar hefur tekizt að
gera fimm listaverk úr undra
litlum efniviði, sem sagan fær
honum í hendur, — og sérhver
þessara þátta er með sérstöku
móti. Þessar fimm kvenlýsingar
eru örlaga- og harmsögur gerð-
ar af skarpri ályktunargáfu og
skáldlegum næmleika og ritaðar
á því goðfagra máli, sem Helga
Hjörvar var gefið.
Þættirnir eru einhver fegursti
sveigur, sem íslenzkum konum
hefur verið undinn af íslenzku
skáldi, sem öðrum fremur mat
göfgi mæðra vorra, tign þeirra
og reisn í sæld og þraut.
Andrés Björnsson.
ari bók við alla þá foreldra, er
vilja gefa börnum sínum þrosk-
andi sögubók. Hún er e.t.v. ekki
stórbotinn skáldskapur, heldur
miklu fremur stór og mikill
vegvísir með áletruninni: Leyf
mér að leiða þig á gæfustig.
Séra Jón á þakkir fyrir starf
starf sitt fyrir æsku þessarar
þjóðar, fáir hafa helgað sig því
óskiptari en hann. Von mín er
líka sú, að hann hætti ekki rit-
störfum heldur leyfi okkur enn
að njóta. Helzt finn ég það að
þessu verki hans, að mér virð-
ast aðalsöguhetjurnar of þrosk-
aðar — bera of mikið af séra
Jóni sjálfum. Fyrirmynd ungl-
inga má ekki vera of krefjandi,
ef þau eiga að laðast til sjálf-
viljugrar fylgdar.
Prentun og frágangur er góð-
ur, eins og hinu reynda fyrir-
tæki var von og vísa.
Próförk er hins vegar ekki
nógu vel lesin. í heild er þetta
gott verk, sem á það skilið að
vera keypt og mikið lesið. Ef
Bókaútgáfa ÆSK heldur áfram
á líkri braut, þá er vel.
H. G. Wells.
f frétt blaðsins í gær misrit-
aðist nafn undir mynd í frétt
um sjö þýddar bækur bókaút-
gáfunnar Hildar. Myndin í fregn
inni er af H. G. Wells, höfundi
bókarinnar „Timavélin".